Skutull

Árgangur

Skutull - 18.03.1949, Blaðsíða 3

Skutull - 18.03.1949, Blaðsíða 3
S K U T U L L 3 Togaradeilan. Meira en raánuður er nú liðinn síðan fyrstu togararnir stöðvuðust. Samið hefir verið við slcipstjóra, 1. stýrimenn og vélstjóra, og í fyrradag lagði sáttanefnd fram miðlunartillögur gagnvart hásetum, matsveinum, kyndurum o.fl. 1 dag fer fram allsherjaratkvœðagreiðsla víðsvegar um landið í sjómannafé-' lögum um úppkast nefndarinnar, og í kvöld hefir Félag íslenzkra Botnvörpuskipaeigenda fund um sáttatillögurnar og tekur afstöðu til þeirra. Ekki liefir frétzt, hvernig samningar ganga við loftskeyta- menn. Samkvæmt tillögu sáttanefndar eiga togarasjómenn að fá þessi kjör í aðalatriðum. KAUP: Hásetar, lifrarbræðslumenn, kynd- arar og aðstoðarmenn í vél, 2. mat- sveinn og mjölvinnslumaður krón- ur 360 í grunnlaun á mánuði. Ó- æfður kyndari hafi kr. 310. Yfir- matsveinn og bátsmaður kr. 500. Netjamenn kr. 400 á mánuði. Á kaupið bætist verðlagsuppbót sam- kvæmt vísitölu næsta mánaðar á undan. UFRARULUTUR: Lifrarpeningar skal aldrei skipt í fleiri staði en 23. Séu færri menn á skipinu en 23, sem taka eiga lifr- arhlut, skal aldrei skipt í fleiri staði en tölu þeirra nemur. AFLAVERDLAUN: Um aflaverðlaun skipverja seg- Bravó Benedikt. Það var einhver óeðlilegur roði í kinnum þeirra, sem starfa við er- lendar fréttir Mbl., síðastliðinn laugardag. í langan tíma liöfðu þeir litið á Alþýðublaðið sem liarðasta keppinaut sinn í flutningi á erlend- um fréttum, enda álitamál hvorir fréttamennirnir eru betri. Mbl.- menn liöfðu þó Reutersvélina, sem þeysti úr sér kílómetrum af frétt- um á hverju kvöldi, og gerði það aðstöðu þeirra mun betri en Al- þýðublaðsmanna. En hvað sem þvi leið, þá speri Benedikt Gröndal og Co., svo illilega á’ Ivar Guðmunds- son og Co., þessa viþu, að það, mun verða enn langur tími þar tií Mbl.- menn reka af sér slyðruorðið. Frétt in var auðvitað um embættismissi Molotovs, og var Alþýðublaðið eina ir svo: Nú flytur skip afla sinn til sölu á erlendum markaði og skal þá hver skipverji, er samningur þessi tekur til, og lögskráður var til fiskveiðanna, fá greidd aflaverð- laun, sem nemi 0,21% af heildar- verði aflans, ef skipverjar njóta siglingarleyfis, en 0,29% af heild- ar verði aflans, ef skipverjar njóta ekki siglingarleyfis. — Skipverjar skulu hafa siglingaleyfi í hverjum 2 söluferðum, sem farnar eru af hverjuin 3, og skulu jafnan sigla minnst þrettán manns, þar af 4 hásetar, að bátsmanni meðtöld- um. — Þegar veitt er á Islands- miðum má ekki sigla meira en 3 ferðir á ári, án þpss að siglingar- leyfi séu gefin. FÆÐISPENINGAR OG FÆÐI: Eins og áður eiga skipverjar að hafa frítt fæði um borð, en kr. 5,00 aulc dýrtíðaruppbótar, á dag í fæð- ispeninga, þegar þeir njóta sigling- arleyfis. Ef skipverji veikist eða slasast ber honum, samkv. uppkast- inu, full laun í 7 daga frá ráðning- arslitum iniðað við mánaðarkaup, aflaverðlaun og lifrarhlut. Sáttanefnd hefir látið gera at- hugun á tekjum háseta, samkv. of- anrituðu samanborið við áður gildandi samninga, og eiga tekjur þeirra nú að geta orðið krónur 44.136,66, en áður voru þær krón- ur 42.118,54'. Þessir útreikningar eru miðaðir við meðaltal af 11 ný- sköpu n a r togu rum. liin blöðin. | blaðið, sein birti hana í fimm- dáíka fyrirsögn, enda þess virði. Tlminn og Þjóðviljinn höfðu aldrei verið samkeppnisfærir við hin blöðin af eðlilegum ástæðum. Tímamönnum þótti mest um þær, fréttir, sein snertu kvennafar er- lendra þjóðhöfðingja, en Þjóðvilja- inenn fóru tryggu leiðina og birtu aðallega „fréttir erlenduin skoð- anabræðrum sínum í hag. Og ef þið sjáið einlivern flótta- mann standa á síðkvöldum á gægj- um fyrir utan glugga Alþýðublaðs- ins, þá getið þið verið viss um, að það er sendill Mbl.-maniia, að at- huga hvort Alþýðublaðsjnenn séu ennþá „að hlusta.“ Þ. e. a. s taka erlendar fréttir eftir erlendu út- varpi. (Mánudagsblaðið, 7. marz 1949.) Andlát. Þann 10. þ. m. andaðisl Sólveig Jónsdóttir, ekkja Þórðar heitins Grunnvíkings. Sólveig var 75 ára að aldri. Mœtmveikin. Um 120 tilfella hefir nú orðið vart hér í bænum og um 25 tilfella í nágrenni bæjarins. Upp á síð- catmwtMHiB'niiMBn.JiiaHiJiiiUEBHnaMBnnBB) Klerkur í siglingu. Sálusorgari vor, séra Sigurður Kristjánsson, dvelur um þessar mundir í Bretlandi, og skoðar þar hlutina með gestsauga, sem hann liefir meðferðis. Baldri, sendir lumn ferðapistlana, til þess að kynna flokksmönnum sínum það, sem gestsaugað sér. Iieldur eru þessir ferðaþættir bragðdaufir, og gjaldeyrissóun virðist það vera, að senda prest út í lönd, til þess að lia.nn geti þar komið auga á að hlut- verk kirkjunnar sé að skíra, ferina, gifta og jarða einstaklingana. M. a. s. flokksmenn klerksins hér heima láta kirkjuna gera allt þetta fyrir sig, og vita að þetta er hennar lilutverk, enda þótt þeir slíti ekki kirkjugólfinu um of með tíðum kirkjugöngum. Það er ekki einu sinni svo, að sálusorgarinn lýsi trú rækni Englendinga, sem þó er orð- rómuð, og hvetji flokksbræður sína til að laka sér hana til fyrirmynd- ar. Aðeins hinar hávQxnu kirkjur eru nógu stórar til þess að gests- auga lians sjái. — Eftir lestur ferðaþátta Sig. Kristjánssonar frá Englandi verður manni á að spyrja: Til hvers er maðurinn að þessu? Ilefði lionum ekki verið nær að sitja annað hvort heiina eða fara eittlivað annað, en til Englands, t. d. til Ungverjalands eða Búlgar- íu? 1 Englandi á kirkjan ekki í neinu stríði. Þar eru prestar og prelátar ekki ofsóttir. Þar fá þeir að predika, skíra, ferina og jarða í friði. Þeim er m. a.s. leyfilegt að liafa pólitískar skoðanir óáreittir, sbr. dómprófastinn af Kantaraborg. Þár á kirkjan vegleg hús. Ekkert af þessu sér presturinn okkar, nema liúsin, og ekkert af þessu finnst honum til fyririnyndar fyrir flokks menn sína og aðra. Sennilega finnst honum þessum málum betur skipað í löndum „bak við járn- tjaldið" þar sem flokksbræður hans ráða, en því í dauðanum brá hann sér þá ekki þangað til að lýsa allri dýrðinni? Honum hefði sjálfsagt verið gefinn aðgöngumiði að rétt- arhöldunum yfir Mindzenski kardi- nála, og öðrum „villutrúarmönn- um,“ sem nýlega hafa staðið frammi fyrir réttvísinni í Ung- yerjalandi og Búlgaríu, og þá fyrst hefði kíerkur fengið eitthvað til að skrifa um í flokksblaðið. Þar er andleg vakning í algleymingi, og þangað hefði kommúnistiskt trúað- ur prestur getað sótt andlega fæðu fyrir sig og flokk sinn. kastið virðist veikin vera vægari, en hún heldur þó áfram að breið- ast út, og eru ekki líkur til að samkoniubanninu verði aflétt fyrr en um mánaðarmót. Vitað er um 7 lömunartilfelli, en af þeim sjúkl- ingum hafa 4 fengið bata. V. s. Foldin bilar. Skipið átti að taka hraðfrystan fisk hér á Vestfjörðum, en bilaði aðfaranótt miðvikudags, og fór m. s. Fagranes á móts við það, því til aðstoðar. Skipið mun verða að liggja hér, unz varahlutir fást í vél þess frá Svíþjóð. B. v. Isborg. Vegna togaradeilunnar hefir Is- borg legið hér við bryggju síðan 10. þ. m. í dag fer fram atkvæða- greiðsla í Sjómannafélagi Isafjarð- ar um miðlunartillögur sáttanefnd- ar í deilunni, sem sagt er frá á öðr- um stað í blaðinu. Ló'ðatjón. S. 1. þriðjudag töpuðu bátar héð- an miklu af lóðum. Fóru þeir að leita lóðanna á miðvikudag, en fundu lítið aftur. Alls mun tjónið nema á þriðja hundrað lóðum. Bol- víkingar urðu einnig fyrir tilfinn- anlegu veiðarfæratjóni umræddan dag. Úrslit i boðgöngukeppni. Sunnudaginn 13. þ. m. fór fram boðgöngukeppni á skíðum í Tungu- dal. Keppt var um bikar, gefinn af Pétri Njarðvík, er nefnist Græna- garðsbikar II. Úrslit urðu þessi: 1. A-sveit Ármanns 2:15,15 2. B-sveit Ármanns 2:22,20 3. Sveit Skíðaf. Isaf. 2:24,03 Beztum einstaklingstíma í göng- unni náði Gunnar Pétursson, Árm. Hann gekk brautina á 32 mín 24 sek. Hver sveit gekk alls 28 km. Gönguveður var fremur óhagstætt vegna skafrennings. IlafnarvarðarstaSan. Umsóknir um stöðuna voru alls 16, og tók hafnarnefnd þær fyrir á fundi s. 1. mánudag. Meirihluti nefndarinnar leggur til að Ólafi Guðjónssyni, Hrannagötu 6, verði veitt staðan, en minnihlutinn, þeir Jón II. Sigmundsson og Birgir Finnsson, leggja til að hún verði veitt Jóni Andréssyni, Hliðarenda. Núverandi bryggjuvörður, Valdi- mar Sigtryggsson lætur af störfum 30. apríl n. k. --------O Heiðursmerki RauSa krossins. Tilkynnt hefir venð um heiðurs- merki, sem ‘Rauði kross íslands liefir stofnað og er það d tveim stigurn og má sæma innlenda og ^rlenda menn merkinu er^þykja þess verðir af störfum sínum að mannúðarmálum. Forseti Islands vcitir heiðursmerkið, en veiting. þess skal að jafnaði fram fara á stofndegi R. K. 1. til raeðliitia Sjómannafélags fsfirðinga. Að gcJjiu tilefni er athygli meðlima Sjómannafélags Isfirð- inga vakin á því, að atkvæðagreiðslan um tiílögu sáttasemjara í yfirstandandi togaradeilu er allsherjaratkvæðagreiðsla, og hafa því allir löglegir meðlimir Si ómannafélagsins atkvæðisrétt um tillöguna. M U N I Ð, að atkvæðagreiðslunni lýkur kl. 22 í kvöld. S T J Ó R N I N. Svo segja

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.