Skutull

Árgangur

Skutull - 26.03.1949, Blaðsíða 2

Skutull - 26.03.1949, Blaðsíða 2
2 S K U T U L L Togaradeilan. Svo sem kunnugt er felldu báðir deiluaðilar miðlunrtillögur sátta- nefndar, sem lauslega var getið í síðasta blaði, en þegar þetta er rit- að hefir frétzl, að nýrra sáttatil- lagna sé að vænta. Mönnum finnst að vonum, að stöðvun togarafiotans sé orðin löng, og mikið er talað um tjón það, er þjóðin öll liafi beð- ið vegna hennar. Komið er fram á Alþingi frumvarp um heimild tyrir ríkisstjórnina, til oð taka nýsköþ- unartogarana leigunámi, nieöan á deilunni stendur, og leigja pá út- gerðarfélögum skipshafnanna, þar til sættir takast. Afskipti ríkis- valdsins af deilunni á þann hátt, sem frumvarpið gerir ráð fyrir, eða á einhvern annan hátt, hefðu e.t.v. verið réttasta leiðiu, ef horfið hefði verið að því ráði þegar í upphafi, og ríkisvaldið þá sagt við útgerðar- menn og sjómenn: Meðan þið eruð að útkljá deilumál ykkar gerir rík- ið út togarana. — Nú er hins vegar máli þessu svo langt komið, að héð- an af má búast við, að það verði látið hafa sinn gang, og er þess að vænta, að bráðlega verði það út- kljáð. Hér skal ekki farið út í það að ræða deiluefnin í togaradeilunni. Flestir þeir, sem utan við hana standa, ræða mest um gjaldeyris- tapið og álitstapið út á við, sem deilan veldur, og mun þó sannast mála, að fullmikið sé gert úr þessu hvoru tveggja, því talið er, að af gjaldeyri þeim, sem togararnir afla, verði aðeins 50%, eða þaðan af minna, afgangs umfram eigin þarf- ir skipanna, og vinnudeilur eru Ný sáttatillaga, sem greitt verður atkvæði um í dag. Ný sáílatillaga í togaradeilunni var lögS fram í gær, og greiöa sjó- mannafélögin vi'ösvegar um land atkvæöi um hana í dag. Hér á ísa- firöi fer alkvæöagreiöslan fram í Alþýöuhúsinu frá kl. íý—20, og hafa allir löglegir meölimir sjó- mannafélagsins alkvæöisrétt eins um fyrri tillöguna. Blaöiö hefir ekki frétt nákvæm- lega, aö hvaöa leyti þessi nýja til- laga er frábrugöin hinni fyrri, en aöalbreytingin mun veröa sú, aö samkvæml þessu uppkasti eiga skip verjar aö hafa minnst 60 daga frí á ári, prósenlur, þegar siglt er, hækka úr 0,29 i 0, 35, og ýmiskon- ar vinna, sem fyrri sáttatillagan geröi ráö fyrir aö hásetar ynntu af hendi, á nú ekki aö hvíla á þeim. Taliö er sennilegt aö meirihluti sjómanna í Reykjavík og Hafnar- firöi muni samþykkja þessa tillögu, en ekki hefur frétzt um afstööu úl- geröarmanna. Ólíklegt er þó, aö sáttanefndin lieföi boriö tillöguna fram, ef hún gerir sér ekki von um samþykki beggja aöila. ekki það óvenjulegar eða fátíðar erlendis, að þeir þurfi þar að valda neinni hneykslun. En það er ein hlið á þessu máli sem snertir þá, er utan við deiluna standa, og ekki hefir verið gerð að umtalsefni almennt. Þaö er sú slaö- reynd, aö lífsnauösyn er fyrir alla þjóöina, og ekki hvaö sízt fyrir okkur Vestfiröinga, aö hinum nýju og stórvirku togurum okkar sé gert kleyft aö stunda veiöar annarsstaö- ar en á íslandsmiöum. Það er nú svo komið, að togar- arnir veiöa mestan hluta ársins hér við Vestfirði, og með áframhald- andi rányrkju á miðunum hér heima fyrir getum við búishvið al- gjörri fiskiþurrð innan fárra ára. Þegar veiði bregst á Halanum, eða veður hamlar veiðum þar, færa togararnir sig upp á grynningarnar hér út af, og á vorin og sumrin drepa þeir og kasta útbyrðis álíka miklu, eða meiru, af ungviði, og þeir hirða af stærri fiski. Við þessari þróun verður að sporna, því afleiðingar liennar koma ekki einungis togaraútgerð- inni sjálfri í koll, heldur getur hún orðið til þess að grafa grunninn undan vélbátaútgerð og þeim at- vinnurekstri, er byggist á vélbáta- útgerð, og er það óglæsileg tilhugs- un fyrir Vestfirðinga, ef þeir yrðu að hætta að framleiða hraðfrystan fisk, saltfisk, harðfisk o.þ.h. vegna fiskiskorts. Þessi starfsemi er líf- taug atvinnulífsins í bæjum og þorpum á Vestfjörðum og þá líftaug verður að varðveita. Innflutningsáætlun fjárhagsráðs. Innflutningsáætlun fyrir árið 1949 liggur nú loksins fyrir og á samkvæmt henni að flytja inn á þessu ári vörur fyrir 386,5 milj kr. Fjárliagsráð hefir nú lokið við skýrslu þessa og er í henni gert ráð fyrir 76,5 milj. kr. meiri inn- flutningi í ár, en í fyrra, en þá námu gjaldeyrisyfirfærslur nokkru meira en áætlað liafði verið, eða 325,2 milj. kr. — Á þessu ári er á- ætlað að auka innflutning á vefn- aðarvörum, kaffi og sykri. Þá verð- ur einnig innflutningur landbúnað- arvéla, rafmagnsvéla og hráefna til iðnaðar aukinn verulega. Annars er innflutningsáætlunin í aðalatriðum svohljóðandi: Kornvör ur allskonar og fóðurvörur verða fluttar inn fyrir 19,5 milj. kr., á- vextir, laukur og kartöflur fyrir 4,6 milj. kr., kaffi, kakaó, te og sykur fyrir 8,4 milj. kr., vefnaðar- vörur, garn og tvinni fyrir 34 milj. kr., skófatnaður fyrir 5,4 milj. kr., byggingarvörur fyrir 49,5 milj. kr., kol, olíur, útgerðarvörur og veiðar- færi fyrir 65,9 milj. kr., skip, vélar, varahlutir til þeirra, varahlutir í bifreiðar og hjólbarðar fyrir 63,7 milj. kr., búsáhöld og smíðatól fyr- ir 6,1 milj. kr., hráefni til iðnaðar fyrir 21,7 milj. kr., hreinlætis- og snyrtivörur fyrir 1,6 milj. kr., papp ír og pappírsvörur fyrir 6,2 milj. kr., hljóðfæri og músikvörur fyrir 0,6 milj. kr., og lyfjavörur, hjúkr- unargögn, lækningatæki, gleraugu og kvikmyndir fyrir 21,4 milj. kr. Forsetakjör í sumar. Forsætisráðuneytið hefur aug- lýst í Lögbirtingarblaðinu og í út- varpinu, að kjör forseta Islands skuli fara fram sunnudaginn 26. júní í sumar, en yfirstandandi kjör- tímabil forsetans endar 1. ágúst. Framboðsfrestur er til 22. maí, og á að skila framboðum til dóms- málaráðuneytisins. Forsetaefni þarf meðmæli 1500 —3000 kosningabærra manna, er skiptist þannig eftir landsfjórðung- um: Sunnlendingafjórðungur minnst 890 alkv. mest 1780 atkv. Vestfirð- ingafjórðungur minnst 200 atkv. mest 400 atkv. Norðlendingafjórð- ungur minnst 285 atkv. mest 570 atkv. Austfirðingafjórðungur minnst 125 atkv. mest 250 atkv. Aðeins þeir, sem á kjörskrá eru, geta verið meðmælendur. --------O------- Skilagrein fyrir söfnun til bóndans í Goðdal, hr. Jó- hanns Kristmundssonar. Af lista á lögreglustöðinni: Ólafur Ásgeirsson 100,00, Matth- ías Bjarnason 200,00, Jón A. Jó- hannsson 100,00, N. N. 100,00, Ing- ólfur Eggertsson 30,00, Kristján Jónasson 30,00, Garðar Pétursson 40,00, Helgi Þorhergsson 50,00, Kristján Kristjánsson 50,00, Bára og Þórður Júlíusson 100,00, Krist- jón Daníelsson 50,00, O. Friðriks- son 50,00, B. Guðmunds. 50,00, Þ. Helgason jr. 50,00, J.H. 50,00, B.G. 20,00, Þ.E. 50,00, N.N. 20,00, G.M. 20,00, Guðm. Guðmundsson 20,00, N.N. 20,00, Jón Finnsson 100,00, Guðbjartur Ásgeirsson 100,00, Pálmi Gisíason 50,00, Þ.G. 60,00, N.N. 20.00,N.N.17 150,00, Hannes Helgason 50,00, Jón Mag- dal 100,00. Alls kr. 1.830,00. Af lista í Landsbankaútibúinu: G.E. 200,00, G.A.J. 100,00, G.K. 100,00, Kristján frá Garðstöðum 100,00, G.L.Þ. 100,00, H.M.Ó. og E.J. 200,00, Anna 100,00, Helgi og Dagbjört 25,00, A.J. 50,00, I 50,00, Tr. J. 200,00, J.Þ. 100,00, Árni Guð- mundsson 50,00, B.H. 26,10. Samtals krónur 1.401,10 Af lista í póstafgreiðslunni: XX 50,00, N.N. 50,00, Konráð 20,00, H.B. 100,00, N.N. 38,90, Sig- urvin Iiansson 50,00, Hólmfríður Jónsdóttir 50,00, Anna Kjartans- dóttir 25,00, Friðrik Kjartansson 40,00, Kona 25,00, H.K. 20,00, Krist- ín Ólafsdóttir 50,00, Guðmundur frá Mosdal 50,00, J. og R. 40,00, •N.N. 100,00, N.N. 25,00, N.N. 50,00. Samtals krónur 783,90. Af lista í Útvegsbankaútibúinu: N.N. 25,00, N.N. 20,00, N.N. 20,00, N.N. 20,00, N.N. 20,00, N.N. 30,00, N.N. 50,00, N.N. 100,00, María 100,00. Samtals krónur 385,00. AIls hafa safnast krónur 4.400,00. Kærar þakkir fyrir góðar undir- tektir. Isafirði, 15. marz 1949 Hafsteinn O. Hannesson Jón Á. Jóliannsson Verkalýðsfélögin á Vest- fjörðum segja upp kaup- gjaldsamningum sínum. Trúnaðarmannaráð Verkalýðs- félagsins Baldur samþykkti á fundi sínum 24. þ.m. að segja upp nú- gildandi kaupgjaldssamningum Baldurs frá 1. apríl að telja. Falla samningarnir því úr gildi þann 1. maí n. k. Það hefur lengi verið sameigin- legt áhugamál verkalýðssamtakanna á Vestfjörðum, undir forystu A.S. V., að samræma kaupgjaldið þann- ig, að sama kaup skuli greitt fyrir sömu vinnu allstaðar á Vestfjörð- um. En það liefur lengi viljað brenna við, að hin smærri félög á Vestfjörðum hafi ekki náð eins góðum árangri í kaupgjaldsmála- baráttunni, eins og hin stærri og sterkari félög, saman ber Isafjarð- félögin, sem öllu jafna hafa náð hærri og hagstæðari samningum um kaup og kjör fyrir meðlimi sína. Á tveim síðastliðnum árum hefur þó orðið nokkur breyting til batnaðar á þcssu ósamræmi í launagreiðslum verkafólks á Vest- fjörðum, og hafa mörg félögin nú þegar náð sama kaupgjaldi og greitt er á félagssvæði Baldurs. Ennþá eru nokkur félög, sem búa við mun lægra kaupgjald, og munu þau óefað við næstu samn- ingagerð breyta kaupgjaldi sínu til samræmis við þau félög, sem náð hafa hæsta kaupgjaldi. 1 beinu framhaldi af yfirlýstri stefnu Alþýðusambands Vestfjarða um sainræmt kaupgjald á sambands svæðinu, hafa nú þegar flest félög á Vestfjörðum sagt upp kaupgjalds- samningum sínum, og þau sem eftir eru munu gera það fyrir lok þessa mánaðar. Það er áform verkalýðsfélaganna, að þegar öll stéttarfélögin innan Alþýðusambands Vestfjarða hafa samtímis lausa samninga sína, komi fulltrúar allra félaganna sam- an, ásamt stjórn A.S.V. og verði gengið til allsherjasamninga og langþráð skref stigið og tak- markinu náð, sem er alger sam- ræming á kaupgjaldi verkalýðs- samtakanna á Vestfjörðum. Sjöfn. deild starfstúlkna í Baldri hélt aðalfund sinn 20. jan s.l. Stjórnina skipa: Guðný Sveinsdóttir, form., Gróa Árnadóttir, varaform., Una Halldórsdóttir, ritari. Meðstjórn- endur: Ásta Þórarinsdóttir, Hjördís Samúelsdóttir og Ólöf Jónsdóttir. Dröfn. deild netavinnumanna í Verka- lýðfélaginu Baldri, hélt aðalfund sinn 23. febr. s.l. Stjórn deildarinnar skipa: Guð- mundur Rósmundsson, form., Sig- url. Þ. Sigurlaugsson, varafomi., Hreinn Jónsson, ritari. Meðstjórn- endur: Eggert Halldórsson, Viggó Guðjónsson og Sveinn Jónsson. Samþykkt var á fundinum að segja upp gildandi kaupgjaldssamn ingum deildarinnar við ,hlutaðeig- andi atvinnurekendur.

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.