Skutull

Ukioqatigiit

Skutull - 01.04.1949, Qupperneq 1

Skutull - 01.04.1949, Qupperneq 1
XXVII. árg. tsafjörður, 1. apríl 1949. 13. tölublað. Aflantshafsbandalagið. Þáfftaka íslands ákveðin. Alþingi samþykkti s.l. miðvikudag eftirfarandi tillögu til þingsálykunar, sem ríkisstjórnin bar fram: „Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að gerast stofn- aðili fyrir Islands hönd að Norður-Atlantsliafssamningi þeim, sem fulltrúar Bandaríkjanna, Belgíu, Bretlands, Fralddands, Hollands, Kanada, Luxemburg og Noregs hafa orðið ásáttir um og þrentaður er sem fylgiskjal með ályktun þessari.“ Ályktun þessi var samþykkt eftir sögulegar umræður með 37:13 atkvæðum, en 2 alþingismenn sátu hjá. Skýrsla ráðherranna. Svo sem frá var skýrt í síðasta blaði samþykkti meirihluti mið- stjórnar og þingflokks Alþýðu- flokksins yfirlýsingu þess efnis, að Island skyldi gerast aðili að At- lantsliafsbandalaginu, og var Alþ.fl. fyrstur stjórnarflokkanna til að' taka ákveðna afstöðu til málsins eftir lieimkomu ráðherranna þriggja frá Washington. Vegna þess, live skýrsla ráðherranna hef- ur mikla þýðingu, telur blaðið rétt að birta hana í heild, og geta menn lesið liana á öðrum stað í blaðinu. Utvarpsumræður um vantraust. Kommúnistar báru fram í þing- init vantrauststillögu á ríkisstjórn- ina, og byggðu þeir vantraust sitt, svo sem vænta mátti, aðallega á því, að þeir telja Island sýna Sovét- ríkjunum fjandskap með því að ganga í Atlantshafsbandalagið, og kom þetta gréinilega fram í útvarps umræðunum. 1 framsöguræðu sinni fyrir vantrausfinu varði Brymjólfur Bjarnason tæplega % af tíma sín- um til að ræða innanríkismál, en ölluin hinum tímanum til að verja ímyndaða hagsmuni húsbænda sinna í Moskvu. Sérstaka athygli hlustenda vöktu hótanir þessa úti- bússtjóra Rússa í garð pólitískra andstæðinga sinna, sem ltann sagði að yrðu meðhöndlaðir sem kvisling ar, og „þurrkaðir út,“ ef þeir sam- þykktu, að Island skyldi ganga í Atlantshafsbandalagið. Reyndi Brynjólfur þó jafnframt að þvo sig •af því, að hafa sagt, að hér mætti skjóta án miskunnar, ef þáð aðeins kæmi Rússum að gagni, og floklcs- bróðir hans, Sigfús Sigurlijartarson reyndi að hjálpa ltonum með því að lesa upp hluta af þessum um- mælum B.B. úr Alþingistíðindum. Ólafur Thors las þá upp framhaldið og sannaði tilvitnunina svo ræki- lega, að kommarnir slepptu sér, og urðu sér til skammar frannni fyrir alþjóð. Ræðumenn stjórnarflokkanna ræddu vantraustið á þeim grund- velli, sem kommúnistar hösluðu, enda þótt þeir viðurkenndu, að ekki væri vanþörf á að ræða innan- ríkismálin, og boðaði forsætisráð- herra, Stefán Jóhann Stefánsson, umræður um þau í sambandi við afgreiðslu fjárlaga. Er það yfirleitt mál manna, að kommúnistar hafi farið hinar verstu hrakfarir í um- ræðum þessum. Umræður um Atlants- hafsbandalagið. Fyrri umræða um tillögu ríkis- stjórnarinnar fór svo fram á þriðju dag og hófst kl. 10 f.h. í sameinuðu þingi, og stóð til kl. 21 um kvöldið, en var þá vísað til annarrar um- ræðu og utanríkismálanefndar. Um miðnætti skilaði nefndin áliti, og var þríklofin. Að áliti meirihluta nefndarinnar, sem var á þá leið að tillagan skyldi samþykkt óbreytt, stóðu: Ásgeir Ásgeirsson, Ólafur Thors, Jóhann Hafstein og Gunnar Thoroddsen. Séráliti skiluðu Her- mann Jónásson og Páll Zóphaníus- son og loks var Einar Ollgeirsson einn um sérstakt nefndarálit. Síðari umræða hófst kl. 10 ár- degis á miðvikudag og lauk um kl. 14,30 með samþykkt tillögunnar, svo sem fyrr greinir. Breytingar- tillögur komu fram frá Gylfa Þ. Gíslasyni og Hannibal Valdimars- syni, Hermanni Jónassyni og Skúla Guðmundssyni, og loks frá Einari Olgeirssyni. Breytingartillögur Gylfa og Hannibals fólu í sér, að nánar skyldi fram tekið, að Islend- ingar væru vopnlausir, vildu hér ekki herstöðvar á friðartímum, og vildu taka Keflavíkurflugvöll í sín- ar hendur. Breytingartillögur Framsóknar- manna voru svipaðs efnis, en fólu auk þess í sér, að þjóðaratkvæða- greiðsla skyldi látin fram fara um inálið. Einar Olgeirsson vildi að öll stórveldin yrðu beðin að viður- kenna lilutleysi Islands, og enn- fremur vildi hann þjóðaratkvæða- greiðslu. Atkvæðagreiðslur. Uin vantraustið féllu atkvæði þannig að það var fellt með 37:9 atkvæðum. Með því voru þingmenn kommúnista, en 5 þingmenn úr sljórnarflokkunum sátu hjá: Gylfi Þ. Gíslason, Hannibal Valdimars- son, Hermann Jónasson, Skúli Guð- mundsson og Páll Zóphaníasson. Breytingartillögur þær, við þings ályktunartillögu ríkisstjórnarinnar um þátttöku í Atlantshafsbandalag- inu, er að ofan getur, voru allar felldar með svipuðum atkvæðamun og kom fram við samþykkt tillög- unnar sjálfrar. Þeir, sem endanlega greiddu at- kvæði gegn ályktuninni, auk koinmúnista, voru: Gylfi, Hannibal, og Páll Zóphaníusson, en hjá sátu þeir Hermann og Skúli. Árás á Alþingishúsið. Meðan Atlantsliafsbandalagið var rætt í þinginu á þriðjudag og mið- vikudag efndu kommúnistar til ó- spekta og uppþota, sem sýndu greinilega, að þeir meintu alvarlega þá liótun sína, að hindra Alþingi með ofbeldi í að samþykkja þátt- töku Islendinga í bandalaginu. Á þriðjudagskvöld söfnuðust 400— 500 manns saman á Austurvelli og í grend. Hópurinn var yfirleitt stilltur, segja sunnanblöðin, nema flokkur ungkommúnista, sem kast- aði eggjum og grjóti í þinghúsið og brutu þar rúður. Einnig voru rúður brotnar 1 Sjálfstæðishúsinu. Til al- varlegri tíðinda dró á miðvikudag. Boðuðu þá kommúnistar til úti- fundar við Miðbæjarbarnaskólann í nafni Fulltrúaráðs verkalýðsfélag- anna og Dagsbrúnar, án leyfis lög- reglunnar, og mikill mannfjöldi kom saman á Austurvelli. Var meg- in þorri þess fólks þangað kominn að áskorun formanna þingflokka stjórnarflokkanna þriggja, til að standa vörð um friðhelgi Alþingis, gegn ærslasveitum koramúnista. Ennfremur stóð lögreglan vörð um Alþingishúsið ásamt varaliði, og hafði lögreglan kylfur og táragas að vopnum, en varalið hennar kylf- ur. Margt bendir til þess, að ætlun lcommúnista hafi verið sú að hrekja þingmenn frá störfum sínurn, en vegna þess viðbúnaðar, sem hafð- ur var, gripu þeir til þess ráðs að dreifa sér innan um mannfjöldann og hófu þeir skothríð að þinghús- SKUTULL VIKUBLAÐ Utgefandi: Alþýðuflokkurinn á Isafirði. Innheimtumaður: Haraldur Jónsson Þvergötu 3, Isafirði. inu með eggjum, grjóti og moldar- linausum. Er þar skemmst af að segja, að lögreglan sá sig tilknúða til að ryðja Austurvöll og nota til þess táragas og kylfur, og munu sviptingar hafa orðið allliarðar, því 13 manns urðu að láta gera að sár- um sínum á sjúkrahúsum, og sagt er, að einn lögregluþjónn muni vera höfuðkúpubrotinn en annar mjaðinarbrotinn. Flestar rúður í þeirri hlið Alþingishússins, er að Austurvelli veit, munu vera brotnar og rigndi glerbrotum og kastvopn- um kommúnista yfir þingmenn og starfsfólk í húsinu. Tveir þing- menn eru sagðir hafa lilotið áverka, annar glerbrot í auga en hinn skrámu á hendi. Ný skrílslæti hófust í miðbænum i Reykjavík um kl. 22 á miðviku- dagskvöld, og réðist nú múgurinn að lögreglustöðinni með grjótkasti og sprengjum. Handtók lögreglan nokkra spellvirkjanna, og voru sum ir þeirra með dynamitsprengjur á sér, sem þeir voru hindraðir í að varpa.að mannfjöldanum. Sagt er, að kommúnistaleiðtoginn Stefán ögmundsson hafi stjórnað aðför- inni að Alþingi úr jeppa útbúnum með gjallarliorni. Stóð jeppi þessi R-6156, framan við Hótel Borg og kallaði Stefán fyrirskipanir sínar þaðan til skrílsins. Með þessum aðförum hafa komm- únistar sýnt á sér hið rétta andlit, en þjóðin öll fordæmir ofbeldi þeirra og hina svívirðilegu árás á friðhelgi Alþingis. Þeir menn, sem taka sér samstöðu með slíkum skríl, eru sannarlega ekki öfundsverðir af félagsskapnum. -------0------ Togaradeilan leyst. Sáttatillaga sú í togaradeilunni er sagt var frá í síðasta blaði hlaut samþykki sjómannafélaganna í Reykjavík, Hafnarfirði, Akranesi, Isafirði, Siglufirði, Akureyri og Seyðisfirði. Utgerðrmenn sam- þykktu tillöguna með 36:9 atkvæð- um. Á Isafirði féllu atkvæðin þann- ig að 31 sagði já, en 4 nei. Á fjór- um stöðurn var tillagan felld af sjó- mönnum, en hún síðan samþykkt við endurtekna atkvæðagreiðslu nema á Patreksfirði, sera er eini staðurinn þar sem ennþá er ósam- ið við útgerðarmenn togaranna. Tíu togarar eru nú farnir á veiðar og sex til viðbótar fara af stað um helgina. Togarinn Isborg var 18 skipið í röðinni og mun hún því ekki fara á veiðar á ný fyrr en í miðri næstu viku.

x

Skutull

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.