Skutull

Árgangur

Skutull - 01.04.1949, Blaðsíða 2

Skutull - 01.04.1949, Blaðsíða 2
2 S K U T U L L Hannibal Valdimarsson: Raforkumál Vestfjarða. Gnægð vatnsorku bíður virkjunar á Vestfjörðum. >» Við verðum að framkvæma Vest- f jarðavirkjunina í áföngum. Á þann veg er hún vel framkvæmanleg. Að öðrum kosfi geta liðið áraiug- ir, án þess nokkuð gerist. Innanbæjarveiturnar byggja og reka sveitafélögin sjálf. Orkuver og háspennukerfi með aðalspennistöðvum verði ríkisrafveita. Undirbúningur að byggingu háspennukerfisins þyrfti að hefjast strax á sumri komanda. ÖBEIZLUÐ fellur feikna orka Dynj- andisfossa, Mjólkár, Þverár og margar annarra vestfirzkra fall- valna til sjávar ár eftir ár og ára- tug eftir áratug. Þetta má ekki svo til ganga mik- ið lengur. Við vitum það, Vestfirð- ingar, og höfum nú vitað það um áratugi, að orka vestfirzkra fall- vatna er okkur eins mikils virði og auSug gullnáma, sem fundizt hefði í vestfirzkum fjöllum. Ef slík náma hefði fundizt um líkt leyti og Vestfirðingum skildist, að í Dynjanda œttu þeir margra þúsund hestafla orku, er þeir gætu látið þjóna sér allar stundir, þá hefðum við sætt miklu og maklegu ámæli, ef við hefðum látið hana ónotaða. Þetta skilja allir. En hitt er jafn ámælisvert, að láta gull vatnsork- unnar fljóta til hafs, án þess að hafast að. Þess vegna tökum við þetta stór- mál nú til alvarlegrar urnræðu, ger- um okkur grein fyrir þeim undir- búningi, sem það hefur þegar feng- ið, og erum fastlega staðráðnir í að draga af okkur slenið og hefjast handa. Arnarf j arðarvirkj un. Dynjandisá i Arnarfirði er bezt athuguð þeirra fallvatna, sem til greina koma, þegar ráðizt verður í vatnsaflsvirkjun fyrir Vestfirði sameiginlega. Samkvæmt greinargerð Höjgárd & Schultz frá 28. des. 1945 er gert ráð fyrir, að virkjunartilhögun þar verði í aðalatriðum sem hér segir: „Þar, sem Dynjandisá rennur úr Litla Eyjavatni, verði byggð þriggja til fjögra metra há stífla. Við það á að fást uppistaða með um það bil 800 000 teningsmetrum vatns. Er það ekki meira en svo, að þarna verður aðeins um dægurmiðlun að ræða. — Vatnsyfirborð verður i 356 metra hæð frá stöðvarhúsi. Gert er ráð fyrir, að inntakið sé byggt um 50 metra innan við stíflu, til þess að losna við erfiðleika vegna ísa. Verður svo vatnið leitt í 270 metra löngum jarðgöngum að lokuhúsi, en þaðan í einfaldri trépípu um 2000 metra leið að þrýstivatnsgeymi. Frá þrýstivatns- geyminum er svo ætlunin að leiða vatnið í tveimur stálpípum að orku veri um 1575 metra vegalengd. — Fallhæð verður 355 metrar. Talið er, að minnsta nýtilegt rennsli Dynjandisár, síðan mæling- ar hófust þar, hafi reynzt 1,4 rúm- metrar á sekúndu. — Ekki er það þó talið öruggt, að þetta sé raun- verulegt minnsta rennsli. Til þess ná mælingarnar yfir of stuttan tíma, og einnig vantar tilfinnan- lega vetrarmælingar frá febrúar og marZ mánuðum. En þá eru vest- firzk fjallavötn jafnan einna vatns* minnst. Miðað við þetta er gert ráð fyrir ca 7000 hestafla virkjun í Dynjand- isá. Þó er talið, að virkja megi þarna miklu meira afl, ef orkuverið starfaði með öðrum orkuverum, sem gætu hjálpað til, þegar vatns- rennslið er minnst. Gert er ráð fyrir tveimur véla- samstæðum, er hvor um sig væri 3500 hestöfl. Háspennukerfið. Einn meginþáttur slíkrar heild- arvirkjunar fyrir Vestfirði er há- spennukerfið um veitusvæðið. Hef- ir Rafmagnseftirlit ríkisins gert uppdrátt af því 'í aðalatriðum og byggir þær aðallega á athugunum Höskuldar Baldvinssonar, sem ferð aðist á þess vegum um Vestfirði sumarið 1944. Eins og sjá má á með fylgjandi uppdrætti, gerir Rafmagnseftirlit- ið ráð fyrir, að háspennulína liggi frá orkuverinu við Dynjanda, út með Borgarfirði — nyrðri álmu Arnarfjarðar — að sunnanverðu, út á móts við Rafseyri. Þar grein- ist línan til suðurs og norðurs. Suðurálmunni er ætlað að liggja um Langanes, þvert yfir Suðurfirði (í sæstreng) að Bíldudal. Frá Bíldu dal yfir Tunguheiði að Sveinseyri. Frá Sveinse.yri yfir Tálknafjörð (í sæstreng) um Lambeyrarháls til Patreksfjarðar. Norðarlínunni er ætlað að liggja yfir Borgarfjörð (i sæstreng) að Rafnseyri. Frá Rafnseyri eftir Rafnseyrardal og Brekkudal að Þingeyri. Frá Þingeyri yfir Dýra- fjörð (í sæstréng) eftir Gemlufalls- dal, Bjarnardal, Breiðadal og Dag- verðardal til Isafjarðar. — 1 ön- undarfirði greinist línan og liggur til Flateyrar út með önundarfirði að norðanverðu. 1 botni Breiðadals greinist línan einnig og liggur yfir Botnsheiði, Gilsbrekkuheiði og eft- ir Syðridal til Bolungarvíkur. Við botn Súgandafjarðar greinist sú lína, og liggur önnur greinin út með Súgandafirði að sunnanverðu til Suðureyrar. Samtals eru línur þessar 127 kílómetrar á lengd. Þar af 10 kíló- metrar sæstrengur. Háspennulínuna til Bolungarvík- ur væri einnig hægt að hugsa sér frá Hnífsdal yfir Heiðarskarð (eða um Óshlíð), og hvað Suðureyri snertir geti e.t.v. orðið ódýrara að leggja línuna frá Flateyri yfir Klofn ingsheiði og þaðan um Staðardal. Gerð háspennulínunnar er hugs- uð sú, að línurnar verði byggðar á tvöföldum tréstólpum (H- stólp- um), notaðir verði hengi einangr- arar og víragildleiki 50 kvaðrat millimetrar (nema næst Dynjanda 70 m/m2) og grunnvír enginn. Sumstaðar uppi á heiðum og í fjallahlíðum er þó gert ráð fyrir stálmöstrum likt og í línunni milli Skeiðsfossvirkjunar og Siglufjarðar. Það hafa athuganir m.a. leitt í ljós, að 30000 volt er sú lægsta spenna, sem hægt sé að komast af með a.m.k. á norðurlínunni. Eru það einkum sæstrengirnir, sem valda erfiðleikum um notkun hærri spennu, þó að það væri að ýmsu leyti æskilegt. Aðalspennustöðvarnar. Samkvæmt áætlunum sérfræðing- anna er gert ráð fyrir, að reistar verði aðalspennistöðvar á þessuin stöðum: Á Vatneyri, á Sveinseyri í Tálknafirði. á Bíldudal, á Rafns- eyri, á Þingeyri, á Flateyri, á Suð- ureyri, í Bolungarvík og á Isafirði, og yrði hún sennilega staðsett við rafstöðina í Engidal. — Að sjálf- sögðu yrði svo að gera ráð fyrir, að fallizt yrði á að leiða raforku einn- ig til Súðavíkur og yrði þá tíundu aðalspennistöðinni ákveðinn þar staður. Talið er sjálfsagt, að rekstri Vest- fjarðavirkjunar verði liagað þann- ig, að orkuver, háspennulínur og aðalspennistöðvar verði sjálfstætt fyrirtæki með sérstöku reiknings- lialdi. Yrði það annaðhvort sam- eignafyrirtæki allra bæjar- og sveit- arfélaganna á veitusvæðinu, eða ríkisrafveita. Hinsvegar yrðu inn- anbæjarveiturnar reknar, sem hér- aðsfyrirtæki, er keyptu raforkuna hvert um sig frá næstu aðalspenni- stöð fyrir ákv. verð á kílówattár. Orkunotkunin, sem búast mætti við á veitusvæðinu fyrst um sinn, færi naumast fram úr 500 kílówatt- stundum á ári á mann til ljósa, heimilisþarfa, almenns iðnaðar og ýmiskonar vélanotkunar — eða um 3,3 miljónir kílówattstunda á ári. Auk þess vipðist reynslan benda til þess, að fiskiðnaðarstöðvar á veitusvæðinu mundu þurfa svipaða orku, eða rúmar 3 miljónir kíló- wattstunda á ári. Þannig yrði þá heildarnotkunin eitthvað um 6— 6,5 iniljónir kw. st. á ári, og er það hvergi nærri full nýting þeirrar orku, sem Dynjandisvirkjun gæti framleitt. Eitt af því, sem verulegu máli skiptir því fyrir fjárhagsafkomu fyrirtækisins er það, að markvist sé unnið að því að vinna upp orku- notkunina. — Spor í þá átt er að vísu endurbygging héraðsveitnanna en .þó er ekki líklegt að fólk taki raforkuna að marki i þjónustu sína, fyr en hreyfing væri komin á lieildarlausn vatnsaflsvirkjunar fyrir Vesfirði. Kostnaðarhliðin. Kostnaðaráætlun sú, sem Raf- magnseftirlit ríkisins lét gera vet- Framhald á 3. síðu. VitfpQOOQ froúr*&/.t r/Á/stPt 7#0.

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.