Skutull - 08.04.1949, Blaðsíða 1
'F 11 ; ¦ rm j «w *H i U
/ 1 11 B ¦ i 1 SKUTULL
m, m á I ¦ ¦ ¦ ¦B I VIKUBLAÐ
^m I m I I i I i ¦ 1 Ulgef aíidi:
ul H . A ) 1 1 ^ i J J 1 J Alþýðuflokkurinn á lsaíirði. Innheimtumaður:
S^És^r tSSBk ii j» ^ 1£0F iMWIil ^SBPr iiWIWMI MHHI Haraldur Jónsson Þvergötu 3, Isafirði.
XXVII. árg. Isafjörður, 8. apríl 1949. . 14. tölublað.
Rafmagnsskömmtunin.
Vitandi vits hefir meirihlutinn látið vatnsforðann
þrjóta. Til úrbóta í rafmagnsmálunum nú og á næstunni
þarf einkum þrennt: Ljúka þarf við Nónhornsvatnsvirkj-
unina. Koma upp dieselsamstæðu, sem sé a.m.k. 750 kw.
Framkvæma þarf vanrækt viðhald á þrýstivatnspípum
Engidalsstöðvarinnar.
Engidalsstöðin er að visu
engin stórvirkjun, en með
þeim vélakosti, sem þar er, get-
ur stöðin séð bæj arfélaginu
nokkurn veginn fyrir rafmagni
miðað við notkunina eins og
hún er nú, með þeirri undan-
tekningu þó, að á veturna get-
ur vatnsforða stöðvarinnar þrot
ið, eins og komið hefir fyrir.
Siðan Nónhornsvatnsvirkj un-
inni var bætt við, 'hefur það
þó sýnt sig, að með gætni og
góðri stjórn má nokkurn veg-
inn forðast það, að láta vatns-
forðann ganga til þurrðar, en
það kostar, að takmarka verð-
ur rafmagnssöluna talsvert frá
stöðinni. Eftir að hjáiparstöð-
in á Torfnesi var tekin i not-
kun, hefir það komið í ljós, að
með því að nota þá stöð yfir
nóttina má spara vatnsforða
Engidalsstöðvarinnar svo mik-
ið, að það er hreinasti klaufa-
skapur og óstjórn að láta vötn-
in þrjóta.
Þetta er þó það, sem er að
ske núna, og er bein afleið-
ing af þvi, að rafveitustj órn af-
létti skömmtun á rafmagni í
febrúarbyrjun, og hætti þá að
nota hjálparstöðina á Torfnesi
að næturlagi. Meirihluti raf-
veitustj órnar, sem beitti sér af
miklu harðfylgi fyrir afnámi
skömmtunarinnar, enda þótt
Fossavatn og Nónhornsvatn
væru hvergi nærri full, rök-
studdu ákvörðun sína með því,
að fjárhagstjón af skömmtun-
inni væri tilfinnanlegt fyrir raf
veituna, og þessvegna vildu
þeir hætta á það, að til vatns-
þföta kæ'irti. Þeifn. vár þá á þáð
bent, að ekki er'hægt a.ð sel.ja
meira rafmagn fiá stöðinui, en
unnt er að framieiða úr vatns-
forðanum. Ef forðinn er knapp
ur, þá er réttara, vegna við-
skiptavina rafveitunnar, að
dreifa vinnslu rafmagnsins yfir
t.d. 3 mánuði, og tryggj a megin
þorra neytandanna skammtað
en þó viðunandi rafmagn —
það er réttara að gera þetta
heldur en að eyða öllum vatns-
forðanum á t.d. einum mánuði
í mjög tvisýnni gróðavon fyrir
rafveituna. Ekki bitu þessi rök
á meirihlutann. Var þá lagt til,
að í stað þess að aflétta
skömmtuninni alveg, yrði
rýmka skammtinn. Svo var
skömmtun rafmagnsins aflétt
að þessu sinni, en um það tal,-
að, að ef ekki yrði útlit fyrir
vatnsaukningu, skyldi kallað-
ur saman rafveitustj órnarfund
ur og skömmtun tekin upp á
ný. Um miðjan s.l. mánuð var
vatnsforðinn mjög til þurrðar
genginn, og þá hefði þegar átt
að taka aftur upp skömmtun.
Rafveitustj órnarfundur var
þó ekki haldinn fyrf en s.l.
laugardag, og skömmtun hófst
svo á ný í byrjun þessarar
viku. Samkvæmt upplýsingum
rafveitustjóra á fundinum, er
nú aðeins eftir örfárra daga
Nónvatnsvirkjunin.
Fordæming Nónvatnsvirkjunarinnar er íhaldskommum sem
trúaratriði. Þeir hafa því vanrækt viðhald mannvirkisins og
hending ein réði því, að ekki varð til stórtjúns. Þótt Nón-
vatnsvirkjunin komi ekki að fullum notum fyrr en henni er
lokið, hefir hún þegar haft ómetanlega þýðingu fyrir bæjarbúa.
skammturinn rýmkaður, og
haldið áfram að nota hjálpar-
stöðina á nóttunni. Þessi tillaga
f ékk heldur ekki náð f yrir aug
liti Matthíasar Bjarnasonar og
féíága. Rafveitustjóri, 'seftl óft-
ast er þó meirihlutanum auð-
sveipur, var nokkuð tvístíg-
andi i málinu, og vildi ekki
mæla með þvi að afnema
skömmtunina, en lagði þó á
móti þeirri tillögu að halda
skömmtuninni áfram, en
vatnsforði. Ef ekki bregður til
leysinga og stórrigninga, geta
Isfirðingar þess vegna átt von
a rafmagnsleysi í þessum og e.
t.v. næsta mánuði, vegna
skammsýni og fyrirhyggjuleys-
is meirihluta rafveitustj órnar
og rafveitustjóra. Mega menn
þá minnast þess, að það eru
ekki raforkuver bæj arins, sem
eru ónothæf, heldur núverandi
ráðamenn þeirra.
Um skömmtun rafmagnsins
gagnvart viðskiptavinum raf-
veitunnar er það að segja, að
nokkrir þeirra, bakarar bæjar-
ins, hafa algjörlega verið svipt-
ir rafmagninu, og eru það vit-
anlega stórkostleg óþægindi
fyrir þá. Skammturinn til
hehxiilisnota hefir að undan-
förnu verið svo ríflegur að
flestir hafa komist af með
hann, með því að hætta að
nota rafmagnið til hita, og
fjöldinn allur notar ekki
skammtinn til fullnustu. öll
iðnfyrirtæki, önnur er bakar-
iin, hafa fengið rafmagn eftir
þöffum, nema hvað frystihús,
sem sjálf hafa olíumótora,
hafa takmarkað notkun sína á
rafmagni frá vatnsaflsstöðinni.
Af þessu hljóta menn að sjá,
að skömmtun, sem ekki kem-
ur harðara niður á öllum
f j ölda rafmagnsnotenda, en nú
hefir verið lýst, er sjálfsagður
hlutur eins og ástatt er, enda
fáir bæjarbúar, sem hafa mót-
mælt henni aðrir en bakararn-
ir. Annað mál er svo það, að
skömmtun rafmagnsins er
vandræða úrræði, sem ætti
helzt ekki að þurfa að grípa
til.
Með eftirtöldum aðgerðum
í rafmagnsmálunum er hægt
að koma í veg fyrir vatnsskort-
inn á veturna: Með því að full-
gera Nónhornsvatnsvirkj unina,
með því að setja upp a.m.k.
750 kw díeselsamstæðu, sem
h j álparstöð f yrir vatnsaf ls-
vélarnar, og loks með því að
framkvæma viðhald á þrýsti-
vatnspipum Engidalsstöðvar-
innar, sem vanrækt hefir verið
að undanförnu.
Hvað sem líður öllum fram-
tíðarfyrirætlunum um hitaafls-
stöðvar eða stórar vatnsvirkj-
anir eru þetta ráðstafanir, sem
gera verður til að fullnægja
þörfum okkar nú og á næst-
únni, og verður þessu máli
hreyft á öðrum vettvangi innan
skamms.
Hafíshrafl.
hefir sézt út af norðanverðum
Vestfjörðum undanfarna tvo daga.
Is sá er vart hefir orðið er aðeins
jakahröngl en ísspangir hafa ekki
sézt.