Skutull - 20.05.1949, Blaðsíða 1
XXVII. árg.
lsaf jörður, 20. maí 1949.
16. tölublað.
Lausasöluverð
Skutuls
er 50 aurar
F
Urslitaatkvæðið í bæjarstjórninni
og félagsmálaráðuneytið
Ritstjórl Baldurs skrifar enn
á ný (lO.tbl. 17. þ.m.) skamm-
argrein um félagsmálaráðu-
neytið, vegna afskipta þess af
nýju íbúðunum við Fjarðar-
stræti. Þetta er engin nýlunda.
Skammir um félagsmálaráðu-
neytið hafa löngum verið rit-
stjóranum ljúft viðfangsefni.
Greinin er full af rangfærsl-
um, útursnúningum og blekk-
ingum, álygum um pöntuð
bréf, pöntað umboð, lögbrot o.
fl., sem engin leið er að eltast
við. Þessar tilhæfulausu að-
dróttanir mun ég leiða hjá
mér.
— En vegna þess að þrástag-
ast er á nafni mínu í greininni,
þykir mér rétt að upplýsa eft-
irfarandi atriði.
Það er vitanlega enginn fót-
ur fyrir þeirri staðhæfingu, að
félagsmálaráðuneytið hafi
hindrað áframhald á byggingu
hússins. Þvert á móti er ráðu-
neytinu annt um, að smíði þess
verði lokið sem fyrst, svo það
fólk, sem rétt hefir til íbúða í
húsinu, geti flutt úr heilsuspill-
andi húsnæði í nýjar og góðar
íbúðir. Ef um einhverja hindr-
un er að ræða, á meiri hluti
bæjarstjórnar einn sök á henni
með því að stinga undir stól
erindum félagsmálaráðuneytis-
ins og virða þau að vettugi.
Ráðuneytið hefir nú beðið í 5%
mánuð eftir upplýsingum, sem
það taldi sig þurfa að fá og
hefði fengið svo að segja sam-
stundis og það bað um þær, ef
um venjuleg vinnubrögð hefðí
verið að ræða hjá ráðamönn-
um bæj arfélagsins, en því var
ekki að heilsa. Svo sem kunn-
ugt er, fara kommúnistar með
úrslitavald í bæjarmálefnum
Isafjarðar. Það er því á valdi
flokks ritstjóra Baldurs að á-
kveða, að tekin verði upp önn-
ur og betri vinnubrögð og að
erindi félagsmálaráðuneytisins
verði afgreidd með venjuleg-
um hætti. Geri hann það ekki
ber hann ábyrgð á þeirri töf,
sem verða kann á því, að lokið
verði við byggingu íbúðanna —
og er þá ritstjóranum ekki svo
leitt sem hann lætur.
Ritstjörinn læzt vera afar
hneykslaður yfir því, að ég
skuli hafa gerzt svo djarfur að
kref j a bæj arstj óra. um skrá yf-
ir fólk, sem talið væri að kæmi
til greina, um að fá íbúðir i
Fj arðarstrætshúsinu. Nú ber
þess að gæta, að án þessarar
skrár var tæplega hægt að
leysa málið — eins og það þá
horfði við. Hér var sem sé um
aðalatriði málsins að ræða, sem
fyrst og fremst bar að snúa sér
að. Ég hafði ástæðu til að ætla
að skráin yrði auðfengin, því
þegar þetta skeði voru liðnir
rúmir 3 mánuðir frá því að fé-
lagsmálaráðuneytið skrifaði
bæjarstjóra (30. nóv. f.á.) og
bað um slíka skrá. Um þetta
atriði segir m.a. svo í þessu
bréfi ráðuneytisins.-------„og
óskar ráðuneytið þess, að bæj-
arstjórn feli nú heilbrigðis-
nefnd að velja þær 12 fjöl-
skyldur, sem í lökustu húsnæði
búa úr hópi þessa fólks og
sendi ráðuheytinu lista yfir
það, svo og leigukjör, sem bæj-
árstjórn hugsar sér á húsnæði
þessu, því ólíklegt er að nokk-
uð af því fólki, sem í skyrslu
þessari getur, sé þess megnugt
að kaupa íbúðir þessar á þvi
verði, sem þær koma til með
að kosta fullbúnar."
(Af þessu geta menn séð
hvílíkur þvættingur það er hj á
ritstj óranum, að þykjast hafa
það eftir skrifstofustj óra fé-
lagsmálaráðuneytisins, „að
þetta frumhlaup hr. Jóns Guð-
jónssonar sé ráðuneytinu og
skrifstofustjóra þess óviðkom-
andi," — þ.e.a.s. að ítreka
beiðni um skrá, sem skrifstofu-
stjórinn sjálfur var búinn að
bíða eftir í 3- mánuði!)
Ritstj órinn undrast mj ög, að
ráðuneytið skuli gera ráð fyr-
ir, að íbúðunum verði úthlutað
ef tir 3j a ára gömlum skýrslum
um heilsuápillandi íbúðir í bæn
um. Því er til að svara, að á
meðan ekkert nýtt liggur fyrir
frá bæj arstj órninni, um þetta
atriði, hefir ráðuneytyið ekki
við annað að styðjast, en skýrsl
ur um 26 heilsuspillandi íbúðir,
sem athugaðar voru í mai 1946.
Ur þessu gat bæjarstjórnin
bætt, ef tir því sem ástæða þótti
til og hvenær sem henni þókn-
aðist. Úrslitaatkvæðið í bæjar-
stjórninni gat meira að segja
haft forystu um það og ráðið
því (eins og öðru), að nýjar
athuganir yrðu látnar fara
fram og nýjár skýrslur sendar
ráðuneytinu. — En er ritstj ór-
inn nú alveg viss um, að ráðu-
neytið bindi sig ákveðið við
nefndar 26 íbúðir? Ritstjórinn
talar um, að reynt hafi verið
að leysa málið á friðsamlegan
hátt og um sáttatilraunir, sem
hafi orðið árangurslausar til
þessa. Hefir ekkert komið
fram, við þessar tilraunir, sem
leiðréttir þann misskilning rit-
stjórans, að sjónarmið ráðu-
neytisins sé eins „þröngt" og
Framhald a 3. síðu.
J&lyktaniir um atvinnumál
Fundur haldinn í Verkalýðs-
félaginu Baldri sunnudaginn
15. maí 1949 gerir svofelldar á-
lyktanir um atvinnumál:
1. Þar, sem fundurinn lítur
svo á, að sjávarútvegurinn sé
aðalundirstöðuatvinnugrein
bæjarbúa, og fjárhagsleg af-
koma þeirra sé þar af leiðandi
mest undir honum komin beint
og óbeint, og þar sem fiskibáta-
flotinn hefur nú, að minnsta-
kosti í bili, rgrnað um 5 stór
skip og 2 minni, þá sé brgn
nauðsgn á að öll sjófær skip,
sem eftir eru í bænum, qangi
til veiða nú í vor og á komandi
sumarvertíð. Fundurinn vænt-
ir þess ennfremur að bæjar-
stjórn beiti áhrifum sínum til
þess, að svo megi verða og jafn
framt að innanbæjarmenn
gangi fgrir utanbæjarmönnum
um skiprúm.
2. Þar, sem þriðjungur
bátaflotans í bænum hefur
ekki gengið til veiða á síðast-
liðnum vetri, og þar sem gæft-
ir hafa verið slæmar og afli
tregur, hefur afleiðingin orðið
sú að almennt atvinnulegsi
hefur verið vetrarlangt og er
enn, svo fast er nú tekið að
sver-fa að fjölda heimila, þá
líturfundurinn svo á, að bæjar
stjórn beri að leysa þessi vand-
kvæði, t.d. með því að hefja
eins fljótt og tíð legfir, fgrir-
hugaðar atvinnuframkvæmdir
bæjarins og bæjarstofnana, og
koma þar að eins mörgum
verkamönnum og unnt er.
Fundurinn vill í þessu sam-
bandi benda á vatnsleiðsluna
til bæjarins, grjótnám og mal-
artöku til endurbóta og við-
halds gatna o.fl. en vísar að
öðru legti til samþykktar aðal-
fundar um atvinnumál.
Þessi ályktun hefir verið
send bæjarstjóra.
Samþykkt sú, sem gerð var
a aðalfundi, hefir einnig verið
send til bæjarstjóra, í bréfi frá
stjórn Baldurs, sem hljóðar
svo:
„Vegna þess hversu atvinnu-
horfur í bænum eru ískyggi-
legar á komandi sumri ályktar
aðalfundur V.l.f. Baldur að
fela stjórninni að skrifa bæjar-
stjórn og óska þess að hafin
verði eins fljótt og við verður
komið vinna við framkvæmdir
þær, sem bærinn er skuldbund-
inn um að inna af hendi á
þessu ári samkvæmt fjárhags-
áætlun ársins 1949.
Ennfremur verði lögð á-
herzla á framkvæmdir á veg-
um Hafnarsjóðs og Rafveitu
Isafjarðar."
Um leið og vér leggjum þess-
ar eindregnu óskir fundarins
fgrir gður, vséntum vér þess,
að þér takið þær til vinsam-
legrar athugunar og úrlausnar,
eins fljótt og verða má.