Skutull - 10.06.1949, Blaðsíða 1
XXVII. árg.
Isafjörður, 10. júní 1949.
18. tölublað.
Bæjarstjórn ræðir um
F j arðar str ætisíbú ðirnar
Meirihlutinn þverskallast ennþá við að framkvæma lög-
in um útrýmingu heilsuspillandi íbúða. Bæjarstjóri vill
ekki láta úthlutun íbúðanna fara fram fyrr en í haust, þ.e.
skömmu fyrir kosningar. Vill gefa öllum bæjarbúum jafn-
an köst' á að sækja um íbúðirnar til leigu eða sölu.
I fundargerð bæjarráðs frá 27.
maí s.I., sem lá fyrir bæjarstjórn 1.
þ.m., voru bókaðar 14 umsóknir um
íbúðir í nýju byggingunni við
Fjarðarstræti og voru 9 af þessum
umsóknum frá fólki, sem býr í í-
búðum, er skoðaðar voru af heil-
brigðisnefnd 1946, og þá dæmdar
beilsuspillandi. Bæjarfulltrúi, Birg-
ir Finnsson, sem lagði þessar um-
sóknir fram í bæjarráði f.h. um-
sækjenda, lagði þar til, að þeim
yrði vísað til heilbrigðisnefndar, og
henni falið að athuga húsnæði við-
komandi manna með tilliti til út-
hlutunar íbúða í Fjarðarstrætis-
byggingunni, og ennfremur lagði
hann til, að öðrum umsóknum, er
fyrir kynnu aðliggja, yrði vísað
sömu leið.
Bæjarráðið allt lagði til, að um-
ræddar umsóknir, ásamt þeim, er
síðar kynnu að berast, yrðu lagðar
fyrir heilbrigðisnefnd til athugun-
ar.
Þegar á bæjarstjórnarfund kom
lagði bæjarstjóri fram svohljóðandi
viðbótarlillögu við þær tillögur, er
að framan hefir verið getið:
„ En jafnframt samþykkir bæjar-
stjórn, að íbúðirnar í Fjarðarstræt-
isbyggingunni verði auglýstar til
umsóknar, annað hvort til leigu
eða sölu, eftir því sem bæjarstjórn
kann að ákveða á sínum tíma, þeg-
ar þeim er að fullu lokið, eða því
sem næst, og verði í þeirri aug-
lýsingu gerð grein fyrir leigu- eða
söluskilmálum. Umsóknir um íbúð-
irnar, sem borizt hafa bæjarstjórn
áður en framangreind auglýsing
hefur verið birt, verða því aðeins
teknar til greina við úthlutun
íbúðanna, að þær verði endurný.j-
aðar eftir birtingu þeirrar auglýs-
ingar."
Siguröur Halldórsson.
Þessu tillöguskrípi sínu lét baej-
arstjórK fylgja þær skýringar, að
ekkert lægi á 'að úthluta íbúðunum
vegna þess, að þær yrðu ekki til-
búnar fyrr ení haust. Það yrði að
. gefa öllum bæjarbúum jafnan kost
á að sækja um íbúðirnar, sagði
hann. Ef íbúðunum yrði úthlutað
nú mundu húsasmiðirnir verða fyr-
ir átroðningi og afskiftasemi vænt-
anlegra íbúa. Ekkert kvað bæjar-
stjóri hafa komið fram, sem gæfi
áslæðu til að ætla, að meirihlutinn
mundi úthluta þessum íbúðum á
annan hátt, en lög mæla fyrir. Þetta
mælti hann með barnslegum sak-
leysissvip.
Bæjarfulltrúar Alþýðuflokksins
bentu á, að það er hreinasta fjar-
stæða að ætla sér að. gefa öllum
bæjarbúum kost á að sækja um
þessar íbúðir. Eingöngu þeir, sem
í heilsuspillandi húnsæði búa, að
dómi heilbrigðisnefndar, hafa, lög-
um samkvæmt, rétt til þessara í-
búða. Aðrir koma þar ekki til
greina. Ekki er heldur hægt að á-
kveða sölu á íbúðunum að svo
stöddu, því skylt er að hleypa þvi
fólki, sem í heilsuspillandi íbúðum
býr, í hinar nýju íbúðir, án tillits
til þess, hvort það hcfir efni á að
kaupa þær eða ekki. Heldur létt-
væg þólti sú röksemd bæjarstjóra,
áð hiisasmiðirnir mundu verða fyr-
ir átroðningi, og ekki þótti það
bera vott um mikla liðvikni, að
vilja ekki lofa væntanlegum ibúum
að ráða t.d. lit á íbúðunum.
Þá töldu bæjarfulltrúar Alþýðu-
flokksins eftirfarandi atriði gefa
fyllstu ástæðu til tortryggni gagn-
vart meirihlutanum í sambandi við
löghlýðni hans og úthlutun íbúð-
anna.
1. Fyrirmælum félagsmálaráðu-
ráðuneytisins frá því í haust, um
að úthluta íbúðununi, hefir ekki
verið hlýtt enn þá, en félagsmála-
ráðuneytinu ber vitanlega að hafa
eftirlit og íhlutun um það, að íbúð-
arhúsnæðislöggjöfimii sé réttilega
framfylgt.
2. Tillögum bæjarfulltrúa Al-
þýðuflokksins frá því í vetur, um
að fela heilbrigðisnefnd að gera
tillögur um úthlutunina, var vísað
frá, og er sú málsmeðferð einstök
í sinni röð í bæjarstjórn.
3. Hannibal Valdimarsson upp-
lýsti það, að menn hefðif"komið til
sín, sem ekki búa í heilsuspillandi
íbúðum, en eru í húsnæðishraki
með nýstofnaðar fjölskyldur, tjáð
sér að þeir hefðu stuðning meiri-
hlutans til að fá íbúðir í Fjarðar-
stræti, og óskað eftir, að hann lið-
sinnti þeim einnig í þessu máli.
Þessari liðsbón neitaði Hannibal.
I samræmi við þau rök, er nú
hafa verið talin, fluttu þeir Hanni-
bal og Birgir eftirfarandi tillögu:
„Bæjarstjórn samþykkir að aug-
lýsa eftir umsóknum um íbúðirnar
í Fjarðarstræti samkvæmt III. kafla
laganna um opinbera aðstoð við
byggingu íbúðarhúsa. Umsóknar-
frestur verði til 15. júní.
Aðurframkomnar munnlegar um-
sóknir verði endurnýjaðar.
Að umsóknarfresti liðnum verði
öllum framkomnum umsóknum
SKUTULL
kom ekki út í s. 1. viku
vegna rafmagsskorts.
Lausasöluverð
Skutuls
er 50 aurar
vísað til heilbrigðisnefndar til
rannsóknar og úrskurðar."
Birgir Finnsson
Hannibal Valdimarsson.
Þessi tillaga var felld, en tillög-
ur bæjarráðs og tillaga bæjarstjóra
samþykktar.
Meirihlutinn situr því ennþá við
sama heygarðshornið í þessu máli,
eftir að hafa afgreitt það á þann
hátt, sem gert var með því að sam-
þykkja tillögu Sigurðar Halldórs-
sonar. Þeir segjast ætla að fram-
fylgja réttum lögum, en vilja ekki
sýna það í verki, og það er þessi
þvermóðska, og ekkert annað, sem
e.t.v. veldur töfum við bygginguna
í Fjarðarstræti. Hvað sem talsmenn
og skriffinnar meirihlutans segja
um félagsmálaráðuneytið og minni-
Færeyjaför ísfirzkra íþróttamanna
Landslið Færeyja 1948.
Knattspyrnumennirnir eru úr félögunuum B. 36 (sem kross-
inn er við) og H. B., sem sjá um móttökur ísfirSinganna.
Eins og kunnugt er ætla félögin
hér Hörður og Vestri að senda
frjálsíþrótta- og knattspyrnumenn
til Færeyja í næsta mánuði.
Keppt verður við félögin í Þórs-
höfn í frjálsum íþróttum og knatt-
spyrnu. 1 frjálsum íþróttum verður
keppt í sömu greinum og við Sigl-
firðinga, nema í þrístökki. 1 þess
stað verður keppt í stangarstökki.
Ekki er ákv. hve knattspyrnuleik-
irnir verða margir, en sennil. verða
þeir tveir eða þrír, Félögin B.36
og H..B. í Þórshöfn munu sjá um
móttokur og veru flokksins í Fær-
eyjum. Frjálsar íþróttir hafa verið
lítið iðkaðar í Færeyjum, aftur á
móti hafa Færeyingar stundað
knattspyrnu í 50 ár og eru allgóðir
knattspyrnumenn. Það má því
ganga út frá því, að þeir verði all-
skæðir keppinautar, og verða Is-
firzkir knattspyrnumenn því að
stunda vel æfingar þann stutta
tíma sem eftir er. Því miður hafa
æfingar ekki verið vel sóttar hing-
að til. Tíðarfar og viðgerðir á vell-
inum hafa gert sitt til að æfingar
hafa ekki verið sóttar sem skyldi.
Nú er völlurinn kominn í sæmilegt
lag og vonandi fer tíðarfar að
batna, og eru því engar afsakanir
fyrir því að sækja ekki æfingar nú.
Knattspyrnumenn verða því að láta
æfingar sitja fyrir öllu öðru þennan
stutta tíma sem eftir er. Það má
ekki ske að farið sé til útlanda
með illa samæft lið til keppni, þá
'er betra að hætta við slikt' ferðalag.
Um 20. júní mun verða ákveðið
hverjir verða teknir með í þessa
ferð. Það ætti að vera metnaðarmál
hvers ísfirzks íþróttamanns, að
reyna að komast í þessa fyrstu ut-
anför ísfirzkra íþróttamanna, því
sumarleyfinu verður ekki betur eða
ódýrara varið.
S.G.