Skutull


Skutull - 17.06.1949, Blaðsíða 1

Skutull - 17.06.1949, Blaðsíða 1
XXVII. árg. Isaf'jörður, 17. júní 1949. 19. tölublað. Gjalddagi SKUTULS er 1. júlí. Árgangurinn kostar kr. 20.00. Byggingafélag verkamanna lætuz byggja tolf nyjar íbuðir. Byrjað er að grafa fyrir grunni sambyggingarinnar og er ætlast til að henni verði að fuilu lokið á tveimur árum. Formáður félagsstjórnarinnar hef ir látið Skutli í té eftirfarandi upp- lýsingar um störf byggingarfé- ¦- lagsins. Fyrri framkvæmdir. Byggingarfélag verkamanna á Isafirði var stofnað 2. nóvember 1934, — að undangengnum þrem undirbúningsfundum. Verulegur skriður komst þó ekki á slarfsemi félagsins fyrr en á árinu 1941. Á árunurn 1942—1944 lét félagið byggja 10 íbúðir í 4 sambyggðum húsum við Grundargötu og Austur- veg. 10 íbúðanna eru 3ja herbergja en 6 2ja herbergja. Smíði þeirra var að fullu lokið í ársbyrjun 1945. Ibúðirnar voru smámsaman teknar í notkun á árinu 1944 og fram til þess tíma að smíði þeirra síðustu lauk. Guðinundur G. Kristjánsson, skrifstofustjóri, var formaður fé- lagsstjórnarinnar frá upphafi og þar til í ársbyrjun 1946 og slóð l'yrir nefndum framkvæmdum. Jón H. Sigmundsson, húsasmíðameist- ari, tók að sér að koma bygging- unni upp fyrir félagsins reikning. Frágangur allur er hinn vandaðasti og eru eigendur íbúðanna mjög á- nægðir- með þær. Kostnaðarverð byggíngarinnar varð samtals kr, 1.100.608,56. Hver 3ja herbergja í- búð kostaði kr. 73.231,45, en hver 2ja herbergja íbúð kr. 62.382,35. Eigendur íbúðanna lögðif fram um 16% af byggingarkostnaðinum, samtals kr. 176.608,56. Lánveiting byggingarsjóðs verkamanna nam þannig samtals kr. 930.000.00. Lán- ið er veitt til 60 ára með 2% vöxt- um. Árleg greiðsla vaxta og afborg- unar nemur kr. 26.754,21. Auk þessarar upþhœðar verða íbúðaeig- endur að sjálfsögðu að greiða sam-. eiginlegan kostnað annan, svo sem lóðarleigu, fasteignagjöld til bæjar og ríkis, vatnsskatt, brunabótaið- gjöld, sameiginlegt viðhald (aðal- lega utan húss) o. fl. Til alls þessa greiða eigendur 3ja herbergja íbúða 194 krónur mánaðarlega, en eig- endur 2ja herbergja íbúða 165 krónur. Með núverandi verðlagi eru þetta rnjög hagstæð húsnæðis- kjör. Þau eru þó enn hagstæðari en þau yirðast vera — fljótt á litið. Nokkur hluti mánaðargjaldanna, og hann eigi óverulegur, fer sem sé til afborgunar af láni byggingar- sjóðs. Á þann hátt eignast menn smám saman íbúðir sinar. T. d. hafa til þessa verið greiddar 4 af- borganir af láninu og með þeim hefir hver 3ja herbergja íbúðareig- andi eignast samtals kr. 2.222,49 i íbúðinni, en hver 2,ja herbergja í- búðareigandi kr. 1.897,26. Það, sem af er, svarar^ afborgunarupphæð hvers íbúðareiganda, (sem er inni- falin í mánaðarleigunni), til þess, að hann hafi búið endurgjaldslausí í íbúð sinni 4. árið. Að vísu verða íbúðareigendur, auk mánaðar- gjaldsins, auðvitað að kosta sjálfir viðhald innanhúss á íbúðum sín- um. Til þessa mun sá kostnaður hafa orðið hverfandi lítill, svo sem eðlilegt er í nýjum íbúðum, sem vandað var til í upphafi Þcssi hagslæðu húsnæðiskjör eiga fyrst og fremst rætur sínar að rekja til ágætra lánskjara hjá bygg- ingarsjóði verkamanna. Lánskjörin urðu þó enn betri, en unnt var að gera ráð fyrir irieðan húsin voru í smíðum. Svo vildi til, að nokkuð drógst, að gengið væri frá láns- skjölura. Þegar það var gert, voru nýju húsna\ðislögin (frá 1946) gengin í gildi. Þau veittu hag- kvæmari lánskjör, en lóg um verka- mannabústaði gerðu áður. Stjórn byggingarsjóðsins varð við tilmæl- um félagsins, um að nota heimild í nýju lögunum, til þess að láta bætt lánskjör ná til lánsins, sem byggingarfélagið fékk til 16 íbúð- anna. Félagið hefir tekið þann kost að byggja sambyggingar, frekar en sérstæð Íiús með 2 eðá 4 íbúðum, sem algengast mun vera að bygg- ingarfélög verkamanna byggi. Til þessa eru ýmsar ástæður. Lítið er um byggingarlóðir í bænum og spara verður landrými. Þá ættu sambyggð hús, að öðru jöfnu, að vera nokkuð ódýrari í byggingu en sérstæð hús, viðhaldskostnaður þeirra minni, lóðarleiga og girðing- arkostnaður lægri, auðveldara um ýms sameiginleg þægindi o. s. frv. Sá er einn kostur við sambygging- arnar — og eigi veigalítill, í kalda landinu okkar — að þar er auð- veldara að koma við sameiginlegri upphitun, (auk þess sem sambyggð hús hljóta að vera hlýrri vegna minni útveggja). Sameiginleg upp- hitun, t. d. á 16 íbúðum, hefir á- reiðanlega raikla kosti fram yfir upphitun á 1 eða 2 íbúðum frá sér- stökum lithim miðstöðvum. Full- komnari gæzla er þar mikilsvert atriði, auk þess sem tækin eru betri og eldsneytið notast betur í þeim, en í litlum miðstöðvum og oft lélegum. Hitinn verður jafnari og heitt vatn jafnan liltækt. Enda þótt ibúar verkamannabústaðanna greiði um 500 krónur á mánuði fyr- ir gæzlu miðstöðvarinnar, er þó tal- ið", að upphitunin sc a. m. k. % ódýrari, en almennt gerist í íbúð- um af svipaðri stærð, þar sem upp- hitunin er þó yfirleitt lélegri og ójafnari. Fyrirhugaðar framkvæmdir. Þegar á raiðju ári 1940 ákvað fé- lagsstjórnin að ræða við félags- menn um byggingarfyrirætlanir þeirra, fá uppdrætti af nýjustu verkamannabústöðum annars stað- ar — til alhugunar, tryggja bygg- ingarlóð undir væntanlega bygg- ingu o. s. frv. — Ellefu félagsmenn gái'u sig fram, þa um haustið, sem væntanlegir íbúðarkaupendur. Að kunnum undirlektum félagsmanna, var gert ráð fyrir, að næst yrðu byggðar 12 þriggja hcrbergja ibúð- ir, í 3ja húsa sambyggingu. Fyrir- komulag og herbergjaskipun yrði í aðalatriðum eins og í 3ja herbergja íbúðunum ,við Grundargötu og Austurveg, en þó yrðu húsin stækk- uð lítillega. — Bæjarstjórn Isa- fjarðar ákvað félaginu leigulóð of- anvert við Hlíðarveg, innanvert við fyrirhugað framhald Eyrargötu. Félagið sótti um lári úr bygg- ingarsjóði verkamanna, en sjóðs- stjórnin hefir eigi séð scr fært að sinna lánbeiðninni fyrr en nú í vor. Sjóðsstjórnin vildi lakmarka lánveitinguna við 8 ibúðir að þessu sinni. En með tilliti til mikillar húsnæðisþarfar og til þess, að allur undirbúningur, uppdrættir og ann- að, var miðaður við 12 íbúða sam'- byggingu, var fallist á að veita lán til 12 íbúða. Þessu fylgir þó það skilyrði, að síðasti þriðjungur láns- ins verður eigi veittur fyrr en á árinu 1951. — Vegna þess, hversu lítið fé byggingarsjóðurinn hefir til útlána, var það skilyrði sett fyrir lánveitingunni, að byggingarfélag- ið kæmi sjálft í peninga skulda- bréfum byggingarsjóðs, fyrir veru- lega upphæð, helzt, allt að þriðj- ungi áætlaðs lánsfjár. Trygginga- stofnun ríkisins féllst á að kaupa skuldabréf sjóðsins fyrir 250 þús- undir króna. Það fé verður vænt- anlega fyrsti hluti lánveitingarinn- ar til byggingarfélagsins. — Af ,sömu ástæðu leggur sjóðsstjórnin áherzlu á, að framlög íbúðakaup- enda verði sem mest, helzt 25% af byggingarkostnaðinum, og að lánstíminn verði eigi lengri en 42 ár. Þegar þetta er ritað, eru láns- kjörin enn eigi endanlega ákveðin, en sjóðsstjórnin mun hafa fullan hug á, að haga þeim þannig, að fé- lagsmenn, sem nú hljóta íbúðir, en eru þess eigi fjárhagslega megnugir að sæta nefndum lánskjörum, — t. d. um að leggja fram 25% bygg- ingarkostnaðarins, — þurfi ekki að hætta við íbúðakaup þessvegna. — Lögin um verkamannabústaði á- kveða, að íbúðakaupendur verði að leggja fram 15% af byggingarkostn- aðinum a. m. k. Fjárfestingarleyfi var veitt á sið- astliðnu ári, en kom ekki að not- um þá, vegna þess að lánsfé var ófáanlegt. Leyfið hefir nú verið endurnýjað og nær til 12 íbúða sambyggingar. Leyft efnismagn var þó takmarkað svo mjög, aðallega að því er timbur snertir, að enn er óvísl, hvort unnt verður að steypa öll 3 húsin í einu, en það verður gert ef fært þykir. Uppdrættir af sambyggingunni voru gerðir á teiknistofu húsa- meistara ríkisins, svo sem venja er um verkamannabústaði. Utvegaðir liafa verið uppdrættir af hitalögn og styrktarjárnura í steypu. Upp- dráttur af raflögn hefir enn eigi verið gerður. Um byggingarefni er það að segja, að timbur og sement er fáan- legt hér á staðnum. Saraa máli gegnir um flest annað, sem á þarf að halda, til þess að bygging geti hafizt. Auglýst hefir verið eftir umsókn- um félagsmanna í fyrirhugaðar í- búðir. Þegar þetta er ritað — á síð- asta degi umsóknarfrestsins — hafa 20 félagsmenn sótt um íbúðir. Fé- lagsinenn fá íbúðir í þeirri röð, sem þeir hafa innritast í félagið. Félagsstjórnin hefir ráðið Jón H. Sigmundsson, húsasmíðameistara, til þess að koma sambyggingunni upp, en hann byggði fyrri verka- mannabústaðina, eins og áður er getið og er auk þess trúnaðarmaður byggingarsjóðsstjórnar hér á staðn- um. Félagsstjórnin hyggur gott til samvinnu við þennan reynda og vandvirka byggingamann. — Jón hefir vélar og áhöld, sem til þarf og leigir félaginu þetta með sann- gjörnum kjörum. — Grunngröftur er þegar hafinn og undirbúningur að ýmsum öðrum verklegum fram- kvæmdum. Um byggingarkostnaðinn verður ekkert sagt með vissu fyrírfram. Öþarft mun vera að gera ráð fyrir, að hann verði meiri en á sambæri- legum byggingum annars staðar á landinu. Þess má geta, að ekkert álag er á vinnu þeirra fagmanna, sem Jón H. Sigmundsson ræður yf- ir. Leitast verður við að fá allt byggingarefni með sem hagkvæm- ustum k.jörum. Höfð verður gát á að stilla öllum kostnaði í hóf, svo sem frekast er unnt, án þess að slegið verði af kröfum um venju- leg þægindi, vandvirkni og sóma- saralegt útlit.

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.