Skutull

Árgangur

Skutull - 17.06.1949, Blaðsíða 3

Skutull - 17.06.1949, Blaðsíða 3
SKUTULL 3 Innilega þökkum við öllum, sem sýndu okkur hlut- tekningu við fráfall og jarðarför móðir okkar og tengdamóður MARÍU öRNÖLFSDÓTTUR, Kálfavík. Elín Jónsdóttir. Guðröður Jónsson. Guðrún Guðmundsdóttir. | Kvenfélaginu Ósk o<j óskarkonum, sem sendu mér < hlýjar kveðjur og peningagjafir við burtflutning minn j frá Isafirði og öðrnm þeim, er á einn eða annan hátt ? sýndu mér velgjörðir í veikindum mínum, sendi ég > hjartans þakkir og innilegar kveðjur. | Jiegkjavík, í maí 19!dJ. | Svanfríður Albertsdóttir. < •Æx. fáir er eiga munu fyrir væntanleg- um útsvörum nokkurra næstu ára. Er lagðir voru fram reikningar bæjarsjóðs fyrir árið 1947, vakti það að vonum furðu að þeir voru látnir sýna tekjuafgang er nam 717 þús. kr. Og fór Vesturland mörg- uin fögrum orðum um hinn glæsi- lega fjárhag bæjarjóðs, Nokkrum mánuðum siðar er lögð var fram fjárhagsátælun þessa árs var þar lagt til að reynt yrði að fá að láni 1 milljón króna „lil afborgana lausaskulda“ og að enn yrðu aukn- ar útsvarsbyrðar á bæjarbúa. Hér höfðu orðið snögg umskipti. Nei, tekjuafgangur ársins 1947 var eng- inn, en bæjarreikningarnir þannig fram settir til þess að reyna að íegra ástandið í fjármálum kaup- staðarins. Utsvarstekjur. Blaðið Vesturland hefir lialdið þeirri fásinnu fram, að greiðslu- örðugleikar bæjarins væru vegna slælegrar útsvarsinnheimtu. Við skulum athuga þetta. Áriö 1940 voru áætluð útsvör kr. 1.637.800,00, en samkv. reikningi þess árs voru innkomnar útsvarstekjur 1.724.845, 00 eða 87 þús. kr. umfram áætlun. Árið 1947 eru tölurnar þannig: Áætlun kr. 1.882.794,00 en innkom- ið 2.029 þús. kr. eða 147 þús. kr. meira en áætlað var. Árið 1948 var Skipakomum fækkar. Margir hafa veitt því at- hygli, að viðkomum Eim- skipafélagsskipa hér á ísa- firði virðist stöðugt fara fækkandi. Skutull hefir leit- að sér upplýsinga um þetta efni lijá hafnargjaldkera og verið tjáð, að á s.l. ári hafi viðkomur skipa frá Eimskip verið alls 45, en á fyrstu 5 mánuðum þessa árs eru við- komurnar elcki nema 0. Margir liafa huft orð á því við blaðið, livort einlwerjar sérstakar ástæður séu til þess, að Eimskip lætur skip sín sigla hér fram hjá án viðkomu, eins og nýlega átti sér stað um Goðafoss, en blaðinu er ókunnugt um or- sakir þessar, og leyfir sér að beina spurningunni til við- komandl aðila. Það skal tekið fram, að vér höfuum fullan skilning á því, að ástæður til fárra strandferða Eimskipafélags- skipa geta verið fullkomlega eðlilegar, t. d. þegar enginn flntningur er fyrir hendi út á land vegna þess, að mest öll innkaup fyrir þjóðina eru gerð af heildsölum í Reykjavík, en hitt finnst oss óe.ðlilegt, að skip félagsins skuli ekki koma hér við, þegar þau á annað borð cru í strandsiglingu. áætluð útsvarsupphæð krónur 2.104.925,00 og mun sú upphæð orðin innheiint og auk þess vera tugir þúsunda af útsvörum, sein fásl munii greidd, strax og gerð verða upp ógreidd vinnulaun frá fyrra ári, mun þar mestu nema laun iðnaðarmanna er unnu við húsmæðraskólann fyrrihluta síðast- liðins árs. Af þessu iná sjá að greiðsluörð- ugleikar hæjarsjóðs stafa alls ekki af því, að ekki hafi tekist að inu lieimta útsvör þau er fjárliagsáætl- un bæjarins gerði ráð fyrir hverju sinni. Hinsvegar hefir íhalds- kommum verið svo ósýnt um alla fjárstjórn, að þrátt fyrir umfram tekjur á hverju ári þessa kjörtíma- bils hafa safnast lausaskuldir, skuldir, er nema luindruðum þús- unda króna, svo nú er talið óhjá- kvæmilegt að fá a. m. k. eina millj. krónur til afborgana af lausa- skuldasúpunni. Mánuður eftir mán- uð líður þó án þess að bæjarstjórn eða bæjarráði sé skýrt frá hversu alvarlega er komið fjármálum kaupstaðarins. Með þessi alvöru- mál, sem og mörg önnur er pukrast af meirihhitaflokkunum, sem væri það þeirra einkamál. Þó svo fari enn um sinn að reynt verði að leyna bæjarbúa fjárliagsþrenging- um bæjarsjóðs, er það sem að stynga liausnum í sand. Hinar dag- legu en árangurslausu ferðir borg- aranna á skrifstofu bæjarins til að fá greidda smáreikninga sýna full- vel hið ömurlega fjárhagsástand bæjarjóðs ísafjarðar. En senn líður að skuldadögum þeirra ílialdskomma, og mun þá sýnt hve lítið traust þeir hafa með- al kjósenda i bænum. -------O -...... Sjómazmadagurinn á ísafirði. Hátíðahöhl dagsins hófust ineð liópgöngu sjómanna frá bæjar- bryggju að kirkju kl. 10 l'.li. Þar var hlýtt á guöþjónustu. Sóknarpresl- urinn séra Sigurður Kristjánsson, predikaði. l'tiskemmtun dagsins hófst við hátahöfnina kl. 13,30. Til skemmt- unar var: Ávarp: Marías Þ. Guðmundsson. Kappróður. 1 kappróðri tóku þált karla- og kvennasveitir. í kvennaróðri var fyrst að marki róðrasveit frá húsmæðraskólanum. Af karlmönnunum réri róðrasveit frá bifreiðastjórum vegalengdina á skemmstum tíma. Næstar voru skipshafnir af vélh. Ásbirni og Haf- dís á jöfnum tíma. I sundkeppni sigraði Þorlákur Guðjónsson, matsveinn. Var það í þriðja sinn, sem liann bar sigur úr bítum í þessari keppnisgrein og lilaut nú til eignar sundbikar sjó- mannadagsins. Næsta atriði var naglaboðlilaup. Þar sigraði boðhlaupssveit bifreiða- stjóra. Sýnd var björgn úr sjávarháska. Kl. 17 'var kvikmyndasýning í Alþýðuhúsinu. Einnig fór fram keppni á íþróttavellinum milli há- seta af togveiðibátum og línubátum. Sigruðu línumenn með 3:2 mörk- um. Klukkan 20 var skemmtun i Al- þýðuhúsinu. Þar flutti Guðm. Guð- mundsson, skipstjóri, ræðu. Karla- kór söng undir stjórn Ragnar H. Andlát. Ingimar Bjarnason, oddviti í Hnífsdal var jarðsunginn 14. þ. in. Verður þessa mæla manns nánar minnst í Skutli. Málve rkas ýning. Veturliði Gunnarsson iislmálári opnar málverkasýningu í Barna- skólanum kl. 1 í dag. Sýningin verður opin kl. 13—24 næstu daga. Héra&smót Ungmennasambands Vestfjarða verður haldið að Núpi í Dýrafirði 18. og 19. þ. m. Verður þar keppt í inörgum íþróttagrcinum og sam- komur haldnar. Veslfjaróakvikmyud. Kjartan Ó. Bjarnason, ljósmynd- ari sýndi Vestfjarðamynd sína og fleiri kvikmyndir í Alþýðuhúsinu í gær og fyrradag. Myndirnar eru prýðilega teknar og hinar ánægju- lcgustu á að liorfa. Athyglisverð- ustu atriðin í Veslfjarðamyndinni eru af fráfæruin að Kirkjubóli í Bjarnadal og æðarvarpi i Æðey. — Kjartan hyggst bæta við Vestfjarða- myndina á þessu sumri. 17. júni Hátiðahöld dagsin.s hefjast við Gagnl'ræðaskólann kl. 2 í dag, þar syngur Sunnukórinn og Hannibal Valdimarsson flytur ræðu. Síðan verður á íþróttavellinum fimleika- sýning og keppni í handknattleik og knattspyrnu. Kvöldskemmtun verður i Alþýðuhúsinu og er dag- skrá mjög fjölbreytt. Bæjarbúar Ragnar. Verðlaun voru afhend. Sex ungar stúlkur sungu með gítar und- irleik. Bjarni Guðnason las upp. Aldraður sjómaður, Halldór Sig- urðsson, skipstjóri, var heiðraður. Síðan var dans i öllum samkomu- liúsum bæjarins. Þátttaka í hátíðahöldum dagsins var mjög almenn. ættu að fjölmenna lil hátíðahahl- anna. liafmagnsskömmlun sú er verið hefir liér undanfarna mánuði var aflétt í gær. Aðalfund hélt Iðnaðarmannafélag Isfirð- inga 10. þ. m. Stjórn félagsinj var öll endurkjörin og er hún þannig skipuð: Sigurður Guðmundsson formaður, Samúel Jónsson ritari og Ágúst Guðmundsson gjaldkeri. Sjötugsafmæli Ólafur Ólafsson, bóndi í Skála- vík varð sjötugur 13. þ. m. 19. júní. Kvenfélagið Hlíf og Kvenfélag Alþýðuflokksins minnast 19. júní með sameiginlegum skemmtifundi í Alþýðuhúsinu. Konur tilkynni þátt- töku sína í síma 283 'eða 77. Þakkarávarp. Kvennadeild Slysavarnafélagsins á Isafirði, liafa liorist eftirtaldar minningargjafir: Frá frú Sigríði Kristjánsdótur, Hlíðarveg 20, Isafirði og börnum hennar til minningar um mann sinn, Jakob Snorrason, sjómann, fæddur 6. okt. 1862, dáin 30. des. 1942, kr. 1050,00. — Frá frú Þór- eyju Albertsdóttur, Isafirði til minningar um foreldra síni, Albert Jónsson, járnsmið, og Magneu Guð- nýju Magnúsdóóttir kr. 100,00. — Frá frú Hólmfríði Kristjánsdóttur, Arnardal, minningargjöf um Sigurð Sigurðsson, kennara, kr. 100,00. F. h. kvennadeildarinnar þakka ég kærlega þessar góðu gjafir. Isafirði, 11/6. 1949. Rannveig Gnönmndsdóttir (gjaldkeri) Sundstærti 41, Isafirði.

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.