Skutull

Árgangur

Skutull - 24.06.1949, Blaðsíða 2

Skutull - 24.06.1949, Blaðsíða 2
2 S K U T U L L Ingimar Bjarnason Fæddur 8. maí 1877. — Dáinn 8. júní 1949. S K U T U L< JL VIKUBLAÐ ! Útgefandi: \ í Alþýðuflokkurinn á Isafirði j ] Ábyrgðarmaður: - s > Birgir Finnsson j | Neðstakaupstað, Isaf. — Sími 13 ! j Afgreiðslumaður: j Guðmundur Bjarnason j < Alþýðuhúsinu, Isaf. — Sími 202 j j Innheimtumaður: j j Haraldur Jónsson j j Þvergötu 3. ísafiröi. j er ætluð til matar á venjuleg- um matmálstímum. Samþykki verkafólks þarf til, ef unnið er i matar- eða kaffitímum, og skal sú vinna greiðast sem næturvinna. Ileimilt er að banna nætur- vinnu, ef úr hófi keyrir. Einnig er vinna bönnuð 1. mai og fyrsta dag jóla, nýárs, páska og hvítasunnu. Auk þess eru um- samdir helgidagar sumardag- urinn fyrsti, 17. júní og allir almennir frídagar og helgidag- ar. — Vinnu skal lokið kl. 12 á hádegi aðfangadag stórhátíða, nema brýna nauðsyn beri til að dómi félagsstjórnar. Atvinnurekendur eru skuld- bundnir til að láta verkstjóra sína gæta fyllstu varúðar og aðgætni við alla. vinnu, að svo miklu leyti, sem vald þeirra getur haft áhrif á það með vinnutilhögun eða á annan hátt. Ef verkafólk slasast við vinnu, eða vegna flutnings til eða frá vinnustað, skal kaup- greiðsla haldast óskert eigi skemur en ö virka daga. Ekki kemur heldur til frádráttar á kaupi fastráðins fólks, þó að veikindaforföll nemi allt að 12 virkum dögum á ári. — Sanna ber þó veikindi með læknis- vottorði, ef krafizt er. Mörg fleiri atriði eru i hin- um nýja samningi, þó að hér séu ekki rakin. Skal samning- urinn gilda frá 1. júní fyrir mánaðarkaupsmenn, en frá hvítasunnu fyrir tímavinnu- fólk — en gildistími lians er lil 1. janúar 1950. Er hann þá uppsegjanlegur af beggja hendi með mánaðar fyrirvara hvenær sem er. Samningur sem þessi er al- gert nýmæli hér á landi i verka lýðsmálum. Eru allmargir þeirrar skoðunar að semja beri fyrir stór svæði í einu. Hefir jafnVel verið tekið í mál, að þegar önnur sambönd lands- fjórðunganna hafi komið á heildarsamningum hjá sér, gæti næsta skrefið orðið það, að Alþvðusamband Islands semdi fyrir landið allt. Með því vau-i unnt að ná því tak- Á síðasta misseri hafa fallið frá þeir tveir mennirnir, sem um ára- tugi höfðu verið einna aðsópsmest- ir meðal llnífsdælinga. Á ég hér við þá Ingimar Bjarnason oddvita og Hálfdán Hálfdánsson fyrrum hreppsstjóra Eyrarhrepps. Þessir tveir menn voru í senn líkir og ólíkir. Bóðir hraustmenni og miklir að vallasýn, svipmiklir og skapmiklir, þungir fyrir og vilja sterkir. Báðir heilir og lieitir í lífs- skoðunum þó að þar stefndi sinn í hvora áttina. Ingimar jafnvægis- maður _ rór og íhugull: „Aldrei hryggur og aldrei glaður, æðralaus og stórhugaður,“ eins og sagt var um Halldór Snorrason. — Háldán brennandi tilfinningamaður, sem funaði upp í fögnuði eða reiði, eft- ir því sem á stóð. Annar fámáll hversdagslega, hinn ræðinn og op- inskár, en háðir hreinskilnir og undirhýggjulausir. Báðir starfsins menn, og því meiri sem á daginn leið — annar á sviði opinherra fé- lagsmála, hinn á sviði atvinnulífs og einkaathafna. Þeir voru báðir fulltrúar sönni kynslóðar, en andstæðra lífsskoðana. Báðir menn með sterkan persónuleika og hefði verið veitt athygli i miklum inannfjölda. Ilvor á sinn hátt fold- gná fjöll, sem risu yfir lágsléttu meðalmennskunnar og verður óefað minnst af samtíð og framtíð. Ingimar Bjarnason var fæddur að Tannanesi í önundarfirði liinn 8. maí árið 1877. Foreldrar hans voru Rósmunda Guðmundsdóttir og Bjarni Jónsson bóndi ó Tannanesi. luarki samtakanna, að greitt yrði: Sama kaup fyrir sömu vinnu, huar sem er á landinu. Vafalaust sakna ýms félögin kjara-atriða, sem þau höfðu áður náð á sínu félagssvæði. Við það verður þó að búa næstu ö mánuði. Var jæss aldrei að vænta, að allt það bezta úr öllum samningunum fengist í fyrsta sinn. En yfir- leitt tel ég, að samningurinn sé hagkvæmur alþýðusamtökun- um á Vestfjörðum. Munum við nú á næstu vikum og mánuð- um ræðast við um, í hverju samningnum sé mest ábóta- vant og síðan taka ákvörðun um, hvernig samningum skuli hagað næsta sinni, til þess að þessum þýðingarmiklu málum verði sem bezt til lykta ráðið. Vil ég taka það fram, að gefnu tilefni, að auðvitað eru það félögin hvert um sig, sem hafa sinn samningarétt framvegis eins og hingað til, og hefir engu verið slegið föstu um það, að samningar skuli jafnan fara fram á vegum sambandsins, þó að svo hafi verið gert að þesfeu sinni til þess eins að ná fram fullu samræmi á kaupi og kjörum á öllu sambandssvæð- inu. Hannihal Valdimarsson. 1 önundarfirði ólst Ingimar uiip til 18 ára aldurs, en þá lá leið hans til Isafjarðar til sjómennsku á skip- um Árna Jónssonar. Á þeim árum stundaði Ingimar einnig róðra í Hnífsdal á vetrum. Yar hann þar formaður fyrir Halldór bónda Sölvason í Fremri-Hnífsdal. Árið 1904 kvæntist Ingimar Hall- dóru Margréti Halldórsdóttur og gerðist bóndi í Fremri-Hnífsdal. Kom það þó lengstum í konunnar hlut að sjá um búskapinn, því að veturinn 1903—1904 hafði Ingimar stundað nám í Stýrimannaskólan- um í Reykjavík og um vorið lokið þaðan prófi, sem veitti honum rétt til skipstjórnar á allt að 300 tonna skipum. Sagði Ingimar það eitt sinn við mig i gamansömum tón, að á þeim 25 árum, sem hann hefði verið bóndi, hefði hann sjálfur aðeins verið heima við slátt ein tvö sum- ur. — Þannig var það kona bónd- ans, sem búinu stýrði í dalnum, en bóndinn var skipstjóri á hafi úti. Var hann ýinist stýrimaður á tog- urum eða skipstjóri á ýmsum skip- um smærri eða stærri, þar á með- al á skonnorlunni Sigríði, sem margir eldri Isfirðingar muna enn- þá vel eftir. Hjónunum í Fremri-Hnífsdal varð 0 barna auðið. Er það traustur hópur og mannvænlegur. Synirnir eru fjórir. Togaráskipstjórarnir landskunnu Halldór og Bjarni, Eli- as forstjóri í Höfðakaupstað og Ingimar skrifstofumaður hjá Sam- bandi islenzkra samvinnufélaga. Dæturnar eru tvær: Margrét, gift Hallgrími Guðmundssyni, skipst., og Rósa, gift Sigurði Isólfssyni bróður doktor Páls Isólfssonar. En skipstjórinn kom að landi. Hann hélt skipi sínu heilu í höfn og skipti nú um verksvið. Umsvif opinberra trúnaðarstarfa hlóðust á hinn trausta og heilsteypta mann. Ilonum var falin framkvæmda- stjórn á málum hreppsbúa. í 28 ár átti liann sæti í lirepps- nefnd Eyrarhrepps, eða óslitið síð- an árið 1921. Á þessu tímabili var hann 17 ár oddviti hreppsins og oft sýslunefndarmaður. Voru hin félagslegu trúnaðarstörf fyrir sveitarfélagið aðalstarf Ingimars hin síðari árin. En merkasti þátturinn í félags- málastarfi Ingimars Bjarnasonar er samt ekki tengdur sveitastjórnar- málum. Það er saga verkalýðsmála- baráttunnar, sem lengst mun halda nafni Ingimars á lofti. Árið 1924 stofnuðu Hnífsdæling- ar verkalýðsfélag. Átti það, eins og flest slík félög á þeim tíma, örðugt uppdráttar, og leit á tíinabili út fyrir, að það yrði kyrkt í fæðing- unni. Ingimar var einn af aðal- nvatamönnum þess, að félagið var stofnað, en taldi sig i fyrstu ekki hafa aðstöðu til að annast forustu þess. Árið 1925 komst hann þó ekki undan því að takí> við formennsku félagsins, samkvæmt almennum óskum félagsmanna. Var liann formaður Verkalýðs- félags Ilnífsdælinga i samfleytt ellefu ár, þar til hann baðst undan endurkosningu sökum annríkis ár- ið 1936. En þá var félagið líka úr allri hættu. Hann hafði verið sá öldubrjótur, sem hlífði því, meðan mest á reið. Hér er ekkert rúm til þess að rita um þátt Ingimars Bjarnason- ar i sigursælli hagsmunabaráttu verkalýðsins í Hnífsdal, en það verður síðar gert. Þó get ég ekki látið hjá líða að minnast þess, að úrslitasigurinn vann Ingimar og Verkalýðsfélag Hnífsdælinga í hörðu verkfalli vorið 1927. Stóð þá fólkið í Hnífsdal fasl saman um traustan og æðrulausan forustu- mann, enda mörkuðu úrslit þeirrar orrahríðar tíinamót í sögu samtak- anna og kauptúnsins, þó að fæst- um væri það ljóst, þegar átökin áttu sér stað. Enn er þess að geta, að Ingimar Bjarnason var einn af stofnendum Alþýðusambands Vestfjarða, átti sæti í fyrstu stjórn þess og var oft fulltrúi á þingum sambandsins. Verkalýðssaintökin á Vestfjörð- um munu lengi geyma minningu þessa staðfasta og þrekmikla bar- áttumanns. Hann var i hópi braut- ryðjendanna, var okkur fyrir- mynd í mörgu - og gerði okkur* veginn greiðan, sem síðar lögðum út á troðna slóð undir merki Al- þýðusaintakanna. Traustur stofn eldri kynslóðar er brostinn - góður vinur og sam- herji kvaddur. - Allir, sem þekktu hann, ininnast þess, að: „Orðstírr deyr aldrei, liveim sér góðan get- ur.“ Og svo var orðstír hans. Hannibal Valdimarsson. -------o-------- Skólaslit. Tónlistarskóla Isafjarðar var slit- ið 13. þ. m. Skólinn tók til starfa 10. okt. s.l. Um 30 nemendur voru í skólanum. Skólastjóriívar Ragnar 11. Ragnar, sem kenndi píanóleik, Jónas Tómasson, tónskáld, kenndi orgelleik. Þakkarávarp. B j örgunarskútus j óði V est- fjarða hafa borist eftirfarandi gjafir og áheit: Frá H. J. kr. 100,00; frá S. J. kr. 500,00; frá N. N. kr. 100,00; ennfremur frá Starfsm., Bók- halds- og Slysad. S.l.S. kr. 150,00 til minningar um Ingi- mar Bjarnason, Hnífsdal. F. h. Bj örgunarskútusj óðs- ins þakka ég ofanritaðar gjafir Isafirði, 21. júní 1949. Kristján Kristjánsson, Sólgötu 2, Isafirði. Sauma ekki næstu 3 mánuði. Guðbjörg Magnúsdóttir, Grund Hús til sölu. Ilúseign mín í Hnífsdal, á- samt útihúsinu, er til sölu. — Húsið er miðstöðvarkynt, 3 herbergi og eldhús. I fjarveru minni ber að semja við Ólaf Guðjónsson, Hnífsdal. Haruies Bergmann. Til sölu: 5 hesta Gravely-Tragtor með verkfærum. Óskar Jensen, Kolnm, önundarfirði.

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.