Skutull

Árgangur

Skutull - 01.07.1949, Blaðsíða 2

Skutull - 01.07.1949, Blaðsíða 2
2 S K U T U L L Iðnaðarmaimafélagið ræðir raforknmáL Iðnaðarmannafélag Isfirðinga ræddi á fundi sínuin 20. maí s.l., um raforkumál bæjarins, sérstak- lega raforkuskortinn undanfarin ár einkum síðastliðinn vetur. Er það ekki vonum fyr, því raf- orkuskortur er ekki sízt tilfinnan- legur fyrir iðnaðarmenn. Nokkur iðnfyrirtæki hafa nær því árlega síðan Rafveita Isafjarðar tók til starfa, verið svift raforku að miklu leyti einhvern tíma að vetri eða vori. Á fundinum var rætt um þær tillögur sem komið hafa fram i rafveitunefnd og bæjarstjórn um bót á raforkuskortinum. Einnig var fundið að ýmsu sem miður hefir farið í þessum málum undanfarið, svo sem sein afgreiðsla mála hjá rafveitunefnd, mistök um skömmtun raforku, viðhaldsleysi á inannvirkjum vatnsaflsstöðvarinnar og fleiru. Enginn af þeim, er til máls tóku, gátu mælt bót því, sem að var fund- ið. En þessir voru ræðumenn: Grímur Kristgeirsson, frams.m. Helgi Guðmundsson Pétur Pétursson Sigurður Guðmundsson Guðm. Sveinsson Kristján Tryggvason Samúel Jónsson Þórður Jónsson Helgi Þorbergsson Kristján Friðbjörnsson Umræður voru fjörugar og stóð fundurinn til miðnættis. Eftirtaldir menn voru kosnir til þess að gera lillögur til úrbóta á raforkuskortinum og skildu þær lagðar fyrir aðalfund: Grímur Kristgeirsson Pétur Pétursson Helgi Guðmundsson Sigurður Guðmundsson Samúel Jónsson l Meirihluti nefndarinnar, það er allir nefndarmenn nema Samúel Jónsson lögðu svo til að aðalfund- staklingum eða félögum. Þessi staðreynd er viðurkennd af rík isvaldinu og lögg j af arsam- kundunni, sent Sigurður Bjarnason frá Vigur á sæti á með sérstakri lagasetningu. Samvinnufélagið hefir viljað notfæra sér ákvæði jtessara laga á sem jtægilegastan hátt fyrir alla, ji.e.a.s. með jiví að semja um frjálsa eftirgjöf skulda við lánadrottna sína, og fá á móti eftirgefin svonefnd „hallærislán,“ sem jtví hafa verið veitt að undanförnu eins og öðrum. Hvort þetta tekst skal enn þá ósagt látið, en með því er stefnt að því að Sam- vinnufélagsbátarnir geti enn um skeið haldið áfram að færa ísfirðingum björg í bú þrátt fyrir fjandskap Vesturlands- páraranna. P. t. Reykjavík 22/6 1949 Birgir Finnsson. ur félagsins, sem haldinn var 10. júní samþ. eftirfarandi álit og til- lögur: Það má teljast sannað af reynslu þeirra ára sem liðin eru, síðan Raf- veita Isafjarðar tók til starfa, en þó sérstaklega þegar miðað er við ár- ferðisskýrslur lengra aftur í tím- ann að komið getur 6—8 mánaða frostakafli í þeirri hæð, sem vatns- aflið er tekið, en það þýðir að kom- ið gæti fyrir að bærinn yrði raf- magnslaus 4—6 mánuði, ef aðeins er treyst á vatnsaflið. Það er því auðsætt að miðað við eðlilega aukn- ingu á notkun rafmagns er stefnt í beinan voða fyrir allan iðnað í bænum og annan atvinnurekstúr, sem rafmagn notar, ef ekki verður þegar á þessu ári bætt við vélaafl rafveitunnar. 1. Fundurinn telur því að kaupa þurfi nú þegar ef hægt er og eigi síðar en svo að fullbúið verði snemma á komandi liausti ca. 750— 1000 kwt. diesel sainstæðu og verði vélarnar settar þar með sérfróðir menn telja bezt henta. í samræmi við ofan greint álit telur fundur- inn að sú vélasamstæða sem keypl hefir verið (ca. 250 kwt) sé ófull- nægjandi og telur rélt að hún verði seld þegar fullvíst er að hin stærri vélasamstæða komist upp fyrir haustið. 2. Fundurinn harmar að raf- veitustjórn skuli ekki hafa lekið á- kvörðun um tilboð það í vélar til raforkuframleiðslu, sem stjórninni barzt í desember s.l., fyrir milli- göngu bæjarfulltrúa Grims Krist- geirssonar svo og önnur tilboð, sem stjórninni kunna að liafa borizt síðan um vélasamstæður stærri en þá, sem áður er nefnd (ca. 250 kwt). 3. Fundurinn telur afar áríðandi að framkvæmt verði á þessu sumri nauðsynlegt viðhald á mannvirkj- um vatnsaflsstöðvarinnar svo ekki verði raforkuskortur vegna við- haldsleysis þeirra. Svo illa tókst til að 2 nefndar- menn, Pétur Pétursson og Helgi Guðmundsson, gálu ekki mætt á aðalfundi og fór því svo að til- Iögur meirihlutans voru felldar með tveggja atkvæða mun. Nokkrir fundarmanna voru farnir af fundi aðrir sátu hjá við atkvæðagreiðslu. Fylgjendur minnihlutans hafði borizt liðsauki þar sem Jón Jóna- tansson, rafveitustjóri, hafði gersl félagsmaður þá á fundinum. Um- ræður voru því að. vonum allharðar og sérstaklega á milli rafveitustjóra og Gríms Kristgeirssonar, og er ekki rúm til þess að rekja þær hér. Rlöðin Baldur og Vesturland telja |)að mikinn ávinning fyrir meiri- hluta bæjarstjórnar og stefnu hans í raforkumáluin bæjarins að tillög- ur þær sem meirihluti nefndarinn- ar flutti voru felldar. Eins og sjá má að framansögðu er það rétt á mörkum um fylgjendur tillagnanna meðal þeirra félagsmanna, sem létu málið til sin laka að þessu sinni. Um fylgi innan félagsheildarinn- ar er ekki vitað. Það sem aðallega var deilt um á fundunum var annarsvegar að láta nægja þá vélasamstæðu, sem keypt hefir verið, eða taka aðra stærri ca. 750---1000 kwst. Við sem fylgdum tillögum meiri- hluta nefndarinnar töldunx að tak- ast mætti, ef vilji væri fyrir hendi, að ná í stærri vél fyrir haustið, en lögðum hinsvegar áherzlu á að minni vélin yrði ekki seld fyrr en fullvíst væri að hin stærri kæmist upp. En almenningur ætti að veita því athygli, að orsökin til þess að ekki er löngu búið að taka ákvörð- un um tilboð í stærri vélar, er sú að rafveitunefnd hefir í allan vet- ur og vor látið vera að gera nokkuð í málinu svo almenningi sé kunn- llgt. Þessi frásögn af hinum tveimur fundum Iðnaðarmannafélagsins er ef lil vill orðfleiri en vera ætti, en því veldur að mér virðist frá- sögn fyrrnefndra blaða af fundun- um mjög einhliða og ekki laus við að vera villandi. Isaf. 30/6 1949. Sigurður Guðmundsson. form. Iðnaðarmféí. Isfirðinga. --------0-------- Aðalfundur /r Ka.np£élags Isíirðinga Aðalfundur Kaupfélags ísfirðinga var lialdinn á Isafirði 26. og 27. júní s. I. Á fundinum voru mættir 65 fulltrúar frá 6 af deildum félags- ins, auk félagsstjórnar, fram- kvæmdastjóra, endurskoðenda og gesta. Vörusala félagsins á erlenduin vör- um og innl. iðnaðarv. nam á árinu 1948 kr. 7.233.000,00 og hafði hún lækkað um nærri 300 þús. kr. frá fyrra ári. En lieildar vörusala fé- lagsins árið 1948 var 8.818.000,00 kr. á móli kr. 9.692,000,00 árið 1947 og nam þar mestu að minni saltfiskverkun og þar af leiðandi saltfisksala var árið 1948 lieldur en árið 1947. I árslok 1948 voru sjóðeignir fé- lagsins þessar: Stofnsjóður kr. 701.225,00 Varasjóður — 1.050.685,00 Fræðslusjóður - 65.874,00 Fyrningarsjóður — 116.186,00 Sjóðirnir eru alls kr. 1.934.470,00 og hafa liækkað um 116 þús. kr. frá árinu á undan. Ur stjórn félagsins áttu að ganga Jón H. Fjalldal og Þorleifur Guð- mundsson. Var Jón endúrkjörinn, en í stað Þorleifs var kosinn Stefán Stefánsson. Stjórn fólagsins er nú þannig skipuð: Hannibal Valdimarsson, forrnaður, Birgir Finnson, varafor- maður, Gríinur Kristgeirsson, Stef- án Stefánsson, allir til heimilis á Isafirði, Jón H. Fjalldal, Melgras- eyyri, Páll Pállsson, Þúfum, Þórð- uur Hjaltason, Bolungarvík. h’élagið hefir nú opnar 4 sölu- búðir, timburverzlun og kolaverzl- un á Isafirði og útibú í Hnífsdal, Bolungarvík, Súðavík og starfrækir liraðfrystihús á Langeyri í Álfta- firði. Félagsmenn voru í árslok 1948 942 og á framfæri þeirra voru 3824 einstaklingar. --------O-------- Brieðslusíldarver<5 40 kr. máliS. Síldarverksmiðjur ríkisins hafa tilkynnt að í ' sumar muni þær greiða kr. 40,00 fyrir hvert mál bræðslusíldar. Síðastliðið sumar var verð á bræðslusíld kr. 42,00 á mál en sumarið 1947 kr. 40,50. ÍSELUTULL VIKUBLAÐ Utgefandi: \ Alþýðuflokkurinn á Isafirði | Ábyrgðarmaður: ! Birgir Finnsson í Neðstakaupstað, Isaf. — Sími 13 j Afgreiðslumaður: ! GuSmundur Bjarnason 5 Alþýðuhúsinu, ísaf. — Sími 202 j Innheimtumaður: j Haraldur Jónsson j ^ Þvergötu 3. IsafirSi. | Færeyjaför ísflrzkra íþróttamaima. Flokkur ísfirzkra knatt- spyrnumanna og frj alsíþrótta- manna leggur af stað héðan til Færeyja 3. júlí með flugvél frá Flugfélagi Islands. I förinni verða 20menn, 17 iþróttamenn, farastjóri, þjálfari og Finnur Finnsson, form., Vestra. Iþróttamennirnir eru þessir: Frá Herði: Högni Þórðarson, forin., fél. Albert Ingibjartarsson Albert Karl Sanders Guðmundur Benediktsson Guðm. Guðmundsson Guðm. L. Þ. Guðmundsson Guðmundur Hermannsson Garðar Hinriksson Jens Sumarliðason Þórólfur Egilsson Frá Vestra: Friðrik Bjarnason Guðmundur Daníelsson Guðm. Ingibjartarsson Halldór Sveinbjarnarsson Loftur Magnússon Magnús Guðjónsson Sigurður B. Jónsson Fararstjóri er Sverrir Guð- mundssón, hankagjaldkeri, en þjálfari flokksins er Bjarni Bachmann, íþróttakennari. I Færeyjum verður keppt við íelögin í Þórshöfn og víðar ef tími vinnst til. Keppt verður í knattspyrnu og eftirtöldum greinum frjálsra íþrótta: 100 og 400 metra hlaupum, kúlu- varpi, kringlukasti, spjótkasti, langstökki, hástökki og stang- arstölcki. Þetta er fyrsta keppnisför í- þróttamanna, utan Reykjavík- ur til annarra landa, og er gaman til þess að vita að ís- firzku knattspyrntifélögin Hörður og Vestri skulu hafa sýnt slíka framtakssemi. Skutull óskar flokknum far- .arheilla og væntir að hann reynist ötull en drengilegur á kappmótum og för hans verði félögunum og hæjaríelaginu til sóma. ------o------

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.