Skutull

Árgangur

Skutull - 01.07.1949, Blaðsíða 4

Skutull - 01.07.1949, Blaðsíða 4
4 S K U T U L L Bmni í Látravík. Eús til söiu. Að kvöldi hins 28. júní s.l. kviknaði í vitavarðarhúsinu í Látravík á Ströndum. Kviknaði út frá mótorlampa, sem verið var að kveikja á í vélaherbergi í kjallara hússins. Lampinn spúði olíunni og varð herberg- ið alelda á svipstundu. Sprakk síðan lampinn og eldurinn magaðist mikið. Vitavörðurinn gat gegnum talstöðina, scnt frá sér hjálparbeiðni og bað slysa- varnafélagið senda aðstoð sem skjótast og taldi hann þá litlar líkur til að takast mætti að slökkva eldinn. Ibúðarhúsið í Látravík er stórt steinhús og er sandiyggt vitahúsinu. Skilrúm öll og gólf í íbúðahluta hússins eru úr timbri. 1 húsinu eru allar vél- ar og tæki tilheyrandi vitunum og milcið af eldfimum efnum. Vitaskipið Hermóður var ný- búinn að flytja vistir og elds- neyti til Hornbj argsvitans og var mest af þeim vistum geymt í húsinu. Vatnslögn er í lnisinu en lítið annað til eldvarna. Til þess að liefta útbreiðslu cldsins var látið fljóta vatn eftir öllum gólfum auk ]>ess sem borið var vatn á eldinn. Þrátt fyrir erfiðustu aðstæð- ur tókst lieimilisfólkinu í Látra vík að ráða niðurlögiim elds- ins. Herbergið sem eldurinn kom upp í brann að mestu að innan, brann þar mikið af rafgeym- um, rafmagnstöflum, raflögn- um og öðrum rafmagns og vélaútbúnaði. Vegna rafmagns skemmdanna er talsambands- laust við Látravík. Húsið skemmdist mikið af reyk og vatni og eru flestar rúður brotnar. Þykir það þrek- virki af heimilisfólkinu i Látra vík, að því tókst að ráða niður- lögum eldsins. Auk vitavai’ðar- ins, Óskars Aðalsteins Guð- jónssonar og konu hans, er tvennt fullorðið í Látravík. Að tilhlutan Slysavarnarfé- lags Islands var vélbáturinn Auðbjörn fenginn til að fara norður og veita aðstoð og fá fréttir af bruúanum. Þegar liát- urinn kom norður, en þang- að er um 5 tíma sjóferð, var búið að ráða niðurlögum elds- ins og dvelur heimilisfólkið á- fram í húsinu. Vitamálastjórn- in hefir þegar gert ráðstafanir til að strax verði gert við þær skemmdir er orðið hafa á vél- um og tækjum vitans og húsið verði gert íbúðarhæft á ný. Telja má víst ef eldurinn hefði náð að breiðast það mik- ið út að gashylki vitans hefðu sprungið hefði húsið gjöreyði- lagst á svipstundu. Tillioð óskast í liúseign mína Sólgötu 7, Isafirði. Tilboðum sé skilað fyrir 25. þ. m. Isafirði 1. júli 1949. Jóhannes Guðmundsson. BÍÓ ALÞYÐUHUSSINS sýnir Laugardag og sunnudag kl. 9: Horfnar stundir („Time out of Mind“). Amerísk stórmynd tekin eftir skáldsögu eftir Rafael Field. Aðalhlutverk: PHYLLIS CALVERT ROBERT HUTTON ELLA RAINES Föstudag kl. 9 Sunnudag kl. 5 Fjöreggið mitt. Skemmtileg mynd með FRED Mc. MURREY Mánudag kl. 9. Raunasaga æsku- stúlku Áhrifamikil ensk kvik- mynd frá J. Arthur Rank. Síðasta sinn. R úgui er meðal holjustu næringarefna. -— Gefið börn- um yðar, og ctio sjálf, mcira af rúgbrauði. Reynið rúgbrauð frá fíölc- unarfélagi hfirðinga. Ekkert brauðgerðarhús á Vesturlandi framleiðir nú meira af þessari brauðteg- und en Bökunarfélagið. Ræði seydd og óseydd. Nijtízku tæki til brauðgerðar MUNIÐ Björgunarskútusjóð Vest- fjarða. öllum f j árstuðningi veitt móttaka hjá ( Kristjáni Kristjánssyni, Sólgötu 2. Isafirði. f---------—----------------------------- Alúðar þakkir lil allra þeirra fíoluíkinga og Ilnífsdæl- inga, sem styrktu okkur með peningum og öðrum gjöf- um, er við misstum aleigu okkar í brunanum að Meiri- Hlíð 20. apríl síðastliðinn. Bolungarvílc, 22. júní 19W Ólafur Hálfdánsson og fjölskylda. --—------—----------—-------—-----—-----\ Síidarvinna. Nokkrar stúlkur óskast í síldarvinnu til Siglufjarðar í sumar. Góð húsakynni. Nánari upplýsingar í Pólgötu 8, uppi. Handknattleiksmót Vestfjarða verða í sumar sem hér segir: 6. og 7. ágúst: I. og III flokkur kvenna. II. flokkur karla. 20. og 21. ágúst: II. flokkur kvenna. I. flokkur. karla. Þátttaka tilkynnist formanni Harðar viku fyrir mót. Knattspyrnufélagið H ö R Ð U R. Knattspymumót I sumar verða knattspyrnumót Vestfjarða sem hér segir: 24. júlí. Keppni um Halldórsbikarinn III. flokkur 17. ágúst. Knattspyrnumót Vestf jarða II. flokkur 28. ágúst. Knattspyrnumót Vestfjarða I. flokkur 3. sept. Knattspyrnumót Vestfjarða III. flokkur Þátttaka tilkynnist okkur viku fyrir mót. Knattspyrnufélagið V E S T R I. I. S. I. I. B. I. Yestfjarðamót í frjálsum íþróttum verður haldið á Isafirði dagana 30. júlí til 1. ágúst n. k. Þátttaka tiikynnist til I. B.í. viku fyrir mót. Iþróttabandalag ísfirðinga. HVERGI er betra að verzla en í KAUPFÉLA6INU. SUMARBUSTAÐUR á Stakkanesi, ásaml stóru túni, til sölu. Væntanlegur kaupandi tali við mig. Gunnar Guðmundsson, Björnsbúð. Ljósmyndastofa mín verður lokuð frá (i. júlí til 1. ágúst. M. Simson, ljósmyndari.

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.