Skutull


Skutull - 24.07.1949, Blaðsíða 1

Skutull - 24.07.1949, Blaðsíða 1
XXVII. árg. Isafjörður 24. júlí 1949. 22. tölublað. Gjalddagi SKUTULS er 1. júlí. Árgangurinn kostar kr. 20.00. Söngför Sunnukórsins. Færeyjaför ísfirðinga. — „Bjart yfir landi og létt yfir hug" —. Eins og flestum mun kunnugt er Sunnukórinn nýkominn heim úr söngför um Norðurland. Af þeim fréttum, er borizt hafa af kórnum í útvarpi og blöðum, vita flestir Is- firðiiigar að kórnum hefir verið vel fagnað þar, sem hann heí'ir lál- ið til sín heyra og að hann mun frekar hafa verið sínu byggðarlagi til sóma en hitt. 1 tilefni af þessu ferðalagi hitli ritsljöri Skutuls, formann Sunnu- kórsins, Ólaf Magnússon, sem var fárarstjóri ferðarinnar, og bað hann að segja nokkru nánar frá ferðalaginu og fara upplýsingar hans hér á eftir: Var stofnað til þessarar söngfar- ar í nokkru sérstöku tilefni? Já, eiginlega var það. Raunar hefir oft áður verið um það talað, að fara söngför til Norðurlandsíns, en aldrei orðið úr. Á, s.l. starfsári hafði söngstjórinn, Jónas Tómas- son, á orði, að fara að hætta söng- stjórninni, sem hann hafði haft á hendi frá stofnun kórsins, eða í rösk 15 ar, en ýmsum tónmenntar- störfum hefir hann gegnt hér í meira en 40 ár. Áður hafði Jónas gert ráðstafanir til að þetta starf kæmist i góðar hendur, með ráðn- ingu Ragnars H. Ragnar til bæjar- ins. Jónas er Þingeyingur að ætt og þótti því vel við eigandi að kórinn heimsækti bernskustöðvar hans, áður en hann hætti söngstjórastarf- inu og var samþ. lillaga um þessa söngför á aðalfundi kórsins í október s.l. Undirbúningur hefir því verið langur og gengið vel? Nei og já. Um þessar mundir hafði kórinn sýningar á óperett- unni „Bláa kápan," síðan tóku við jólaannir og ársuppgjör og var því áformað að hefja ekki söngæfingar fyr en síðari hluta janúar, en áður en til þess kæmi var komið hér samkomubann, sem ekki var aflétt fyr en síðast í apríl, og var því ekki hægt að hefja æfingar fyr. Stjórn kórsins hafði, í samráði við söngstjóra valið þau sönglög, er tekin skyldu til meðferðar og á- kveðið að æfa fyrir tvennskonar samsöngva, eða lög kirkjulegs- og almenns efnis. Þá ákvað stjórnin að fresta frekari undirbúningi þar til séð yrði, hvort nokkrar líkur væru til þess að hægt væri að full- æfa lögin á svo stuttum tíma, eða 2 mán. Þegar mánuður var liðinn af æfingatímanum sýndi það sig að söngfélagarnir höfðu lært lögin, sóttu æfingarnar af kappi — minnsl þrisvar í viku, venjulega frá kl. 9—11 og aukaæfingar eftir þörfum, og sýndu yfirleitt frábær- an áhuga fyrir ferðalaginu. Var það augljóst að söngförin yrði farin, enda varð undirbúningi ekki frestað lengur. Þið sunguð svo hér á ísafirði áður en þið fóruð norður? Já, okkur þótti sjálfsagt að gefa ísfirðingum kost á að heyra söng- inn áður en farið var af stað, þar sem vitað var fyrirfram, að flokk- urinn mundi sundrast fyrir heim- komuna. Við héldum samsöngva bæði í kirkjunni og Alþýðuhúsinu hér við ágæta aðsókn og góðar udirtektir. Svo hófst þá ferðalagið? • Já, með Esju aðfaranótt fimmtud. 30. júní. Við höfðum verið að von- ast eftir góðviðri en á miðvikudag- inn var ekki á að lítast -— austan rok og rigning. Veðrinu slotaði þó með kvöldinu og þegar lagt var af stað kl. 3,30 var komið gott veður. Komið var til Sighifjarðar eftir ágæta ferð kl. rúml. 1. e.h. Var þa fjöldi Siglfirðinga mættur við lend- ingarstað. Kirkjukór Siglufjarðar fagnaði okkur með laginu „Þér lýtur heimur, fagri sólarson" eft- ir Jónas Tómasson og bæjarstjór- inn, Gunnar Vagnsson, flutti ræðu. Fararstjórinn þakkaði og flutti stutt ávarp til Siglfirðinga, en því næst söng Sunnukórinn. Flestir Isfirð- ingarnir áttu þarna vini og kunn- ingja, sem þeir heimsóttu og þágu góðgerðir af. Við sungum þarna tvisvar, í kirkjunni kl. 5 við frekar litla aðsókn, enda var tíminn ó- heppilegur, og í bíóhúsinu kl. 8,30 fyrir fullu húsi og við ágætar und- irtektir. Að loknum söngnum bauð bæjar- sljórn Siglufjarðar, ásamt kirkju- kórnum og karlakórnum „Vísi" okkur til veizlufagnaðar að Hótel Hvanneyri. Voru þar ræður fluttar og sungið dátt og stóð hófið fram yfir miðnætti. Var þá haldið til skips og enn skiptst á söngvum og þakkarorðum. Þormóður Eyjólfsson konsúll annaðisl fyrirgreiðslu fyrir kórinn á Siglufirði með þeim myndarbrag og prýði, sem vænta mátti frá hans hendi. Til Akureyrar var komið föstud., 1. júlí kl. tæplega 8 að morgni, austan kaldi var og skýjað. Kórarn- ir þar: Kantötukórinn, Kirkjukór- inn, Karlakórinn Geysir og Karla- kór Akureyrar, undir, forystu Tóm- asar Steingrímssonar, heildsala, höfðu gert okkur boð um að þá langaði til að heilsa upp á okkur kl 9 f.h. og var því gefin dagskipun til Sunnukórsins um að vera mættir i lyftingu Esju 2 mín fyrr. Á bryggjunni voru þá mæltir meðlimir kóranna og heilsuðu blönduðu kórarnir með Söngheils- an Handels. Því næst bauð Árniann Framhald á 3. síðu. Isfirzku íþróttamennirnir eru nýlega komnir heim frá Færeyjum, og hefir blaðið snúið sér til Finns Finnssonar, formanns k.s.f. Vestra, og spurt hann frétta af ferðalag- inu. Fer frásögn hans hér á eftir. „Katalínaflugbátur frá Flugfélagi Islands h.f. flutti okkur héðan 3. júlí s.l. Komið var við á Reyðar- firði og tekið benzin, en þaðan var haldið til Þórshafnar. Farþegar í vélinni voru 20. Flugskilyrði voru yfirleitt góð, og fór vel um okkur í vélinni. 1 námunda við Færeyjar var þó fremur lágskýjað og þoku- slæðingur, og var flogið fyrir ofan skýjabakkann. Eyjarnar sáust þó brátt greinlega, og eru þær snar- brattar í sjó fram. Flogið var með- fram suðurströnd Straumeyjar og síðan tekin stefna í norður til Þórs- hafnar. Er það strjábýll bær að sjá úr lofti, og minnir bæjarstæðið nokkuð á bæjarstæði Hafnarfjarð- ar. Hafnarskilyrði virðast vera framúrskarandi góð. Straks, þegar flugvélin var setzt, komu eyjar- skeggjar til móts við okkur á hin- um sérkennilegu róðrarbátum sín- um'og fluttu okkur til lands. Með- fram höfninni höfðu safnast saman hundruð manna, og hefir fólkinu sjálfsagt leikið forvitni á að sjá ný andlit eins og gengur og gerist, og svo var þetta fyrsta íslenzka sjó- flugvélin, sem lendir í Færeyjum, ög fyrsta flugvélin, sem lendir í Þórshöfn eftir stríðið. Við vorum boðnir velkomnir af formönnum íþróttafélaganna B 36 og H B, og vísuðu þeir okkur á veitingahúsið, þar sem við áttum að matast. Maturinn var mikill og góð- ur, og að maltíð lokinni, var okkur vísað á náttstað í barnaskólanum, sem er stór bygging úr grásteini, eins og Alþingishúsið okkar. Fyrsta kv/<51dið notuðum við til að litast um í bænum. Mér fannst Þórshöfn einkar vinalegur bær. Bæjarstæðið er smáhæðótt, og verð- ur brattinn meiri eftir því sem fjær dregur sjó. Nægilegt landrými er til stækkunar og á seinni árum hefir talsvert verið byggt af nýjum húsum, bæði úr timbri og steini. Víða í húsagörðum og meðfram götum eru fögur tré, og var mér sagt, að þau hafi flest verið gróður- sett fyrir 20—30 árum. Leggja bæj- arbúar mikla vinnu í að viðhalda þessum trjágróðri, enda 'er hann hin mesta bæjarprýði. Göturnar í Þórshöfn eru flestar malbikaðar, en þær eru flestar þröngar og sumar gangstéttalausar. Okkur þótti akst- ur þar nokkuð ógætilegur, en það getur hafa stafað af því, að þar er hægri handar akstur. Bílar eru litl- ir í Færeyjum, flestir enskir. Verzlanir eru margar í bænum og virtust þær hafa fjölbreyttan varn- ing á boðstólum. Nokkur togaraút- gerð er frá Þórshöfn, og var okkur sagt, að Færeyingar ættu alls 35 togara, þar á meðal stærsta togara á Norðurlöndum. Um kvöldið var okkur boðið á dansleik, þar sem 7 manna hljóm- sveit lék fyrir dansinum enska og ameríska „slagara", og fannst mér dans Færeyinga fjörugur, og lítið skeitt um smá árekstra á gólfinu. Fólkið reykti mikið, ekki síður konur en karlar, og þótti mér nóg um. Stúlkurnar eru minna málaðar en þær íslenzku, og berast ekki eins mikið á í klæðnaði. Af kynnum okkar við Færeyinga fyrsta daginn þóttist ég finna, að þeir væru bæði þjóðlegir og gest- risir, og gæfu Islendingum ekkert eftir hvað rausn og höfðingsskap snertir. Þriðjudaginn 5. júlí átti fyrsti kappleikurinn að fara fram, og bið- um við dagsins fullir eftirvænting- ar. Félagið H. B. átti að leika á móti okkar liði og kl. 18,30 hófst athöfnin með því að lúðrasveit lék marsa, og knattspyrnuliðin gengu inn á völlinn með fána sína í farar- broddi. Þjóðsöngvarnir voru leikn- ir og heilsað með fánakveðju og var öll athöfnin hin virðulegasta. Iþróttavöllurinn stendur í svo- kölluðum Gundadal, sem er rétt fyrir utan borgina. Þar er einkar fagurt íþróttasvæði og hentugt. Voru þar vellir fyrir handknattleik og tennis ásamt knattspyrnuvellin- um sem er malarvöllur. Var hann stór og gott að leika á honum. Á honum fóru fram öll hlaup og köst, en stökkin á þar til gerðri braut við hliðina á vellinum. Gott land- rými er fyrir hlaupabrautir kring- um völlin. Myndarlegir íþróttaklef- ar með baði eru við völlinn. Um þennan fyrsta leik má segja það, að okkar menn léku yfirleitt betur saman og áttu meira í leikn- um. Þegar fyrri hálfleikur var um það bil að enda tókst H. B. að skora mark, eftir snarlegt upp- hlaup. Þegar 8 min voru liðnar af síðari hálfleik tókst Magnúsi Guðj., að skora mark en 5 mín. síðar gerði H. B. annað mark sitt. Það fór þó svo að okkar mönnum tókst að jafna metin og vel það, því leikn um lauk með sigri Isfirðinga 3:2. Síðari mörkin skoruðu Jens Sumar- liðason og Magnús. Þetta var yfir- leitt jafn leikur og ákaflega spenn- andi á köflum, og voru hin snörpu

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.