Skutull

Árgangur

Skutull - 24.07.1949, Blaðsíða 2

Skutull - 24.07.1949, Blaðsíða 2
2 S K U T U L L upphlaup Fœreyinga mjög hœttuleg okkar mönnum, en þeir unnu á betri samleik. Daginn eftir fóruin við á fætur kl. 6 og lögðum upp í ferðalag með áætluuarbátnum „Ritan“ og stóð það ferðalag allan daginn. Bátur- inn var stuttur og breiður og’liár á vatninu, á að giska 25—30 tonn að stærð, og reyndist liið bezta fley. Siglt var norður með Austur- ey og eftir tæpa tvo tíma komum við til Klakksvíkur, sem er á Bordö. Klakksvík er mikill útgerðarbær og hefir vaxið ört síðustu árin. 1- búum hefir fjölgað i kaupstaðnum um 35,5% síðan 1935 og eru þeir nú uin 2500. Þaðan er mikil útgerð togara og minni fiskiskipa og inik- ið hefir verið reist þar af nýjum húsum. Hafnarskilyrði eru ágæt, og ieita liæði innlend og erlend skip þar hafnar allt árið. Næsti viðkomustaður var á Við- areyju, og var þar lagst upp að ldetti skammt frá þorpinu, en frá þessum kletti lá vegur upp á eyna, l>ar sem þorpið var. Því næst var komið við í Kirkju, og lágu þar steinþrep frá lendingarstaðnum upp að þorpinu, sem stendur á kleltum, 15—20 m háum. Næst komum við svo til Svíneyjarbyggð- ar, og þar fóruin við í land. Byggð- in þarna er gömul og húsin standa sitt á hvað, áií skipuluags. Þau eru flest úr timbri með torfþökum. — Á öllu þessu ferðalagi var skapið auðvitað létt, söngur og glaðværð, og tók skipstjórinn á „Ritu“ þátt í gleðskapnum með okkur á ó- svikna Færeyinga vísu. Til Þórs- hafnara var komin kl. 9 um kvöld- ið eftir ánægulegt ferðalag. Daginn eftir fór svo fram fyrsta keppnin i frjálsum íþróttum, og voru það mun ójafnari lcýkar lield- ur en í knattspyrnunni, og voru það okkur vonbrigði. Hitt vonum við samt, að þessi keppni hafi auk- ið áhuga Færeyinga fyrir frjálsum íþróttum. Orslit: Langstökk: 1. Magnús Gtiðjónsson (5,11 m 2. Sig. B. Jónsson 5,84 — 3. Absalon Djurhuus F 5,24 — 4. J. Mac Intock F 5,34 — ísfirðingar 1102 sl. Færeyinar 803. Stangarstökk: 1 Þórólfur Egilsson 2,64 m 2. Albert Ingibjartsson 2,64 — 3. H. Jensen F 2,32 — 4. M. Jakobsen F 2,25 — ísfirðingar 837 st. Færeyingar 557. 100 metra hlaup: 1. Guðm. Hermannsson 11,4 sek 2. Loftur Magnússon 11,7 ■— 3. Gunder Johansen F 12,2 -— 4. Ebbe Mortensen F 13,0 —- ísfirðingar 1397 st. Færeyingar 970. Guðmundur setti þarna nýtt Vestfjarðamet og náði jafnframt bezta árangri mótsins, sem gaf hon- um 735 stig. Spjótkast: 1. Albert Ingibjartsson 47,41 m 2. Þórólfpr Egilsson 46,46 m 3. Absalon Djurhuus F 40,10 m 4. B. A. Jakobsen F 29,49 m ísfirðingar 1066 st. Færeyingar 669. Kringlukast: 1. Guðm. Hermannsson 37,68 m 2. Loftur Magnússon 33,96 — 3. Martin Fredriksen F 24,97 -— 4. Pauli Georgsen F 24,17 — Isfirðingar 1185 st. Færeyingar 620 Föstudaginn 8. júlí fórum við í minnistæða ferð til Kirkjubæjar, ættarseturs Jóhannesar Patursonar, hins þekkta stjórnmálamanns og leiðtoga Færeyinga í sjálfstæðis- baráttu þeirra. Frá Þórshöfn til Kirkjubæjar er tæpur 1 klst. akstur. Bærinn stendur við sjó, og fyrir of- an hann er 300 m hátt fjall. tír þessu fjalli var okkur sagt að eitl sinn hafi fallið snjóskriða, og sópað burtu bænum, en hann var þó byggður upp á sama stað. Elsti son- ur Jóhannesar Patursonar, Páll, sit- ur nú jörðina Kirkjubæ, en móðir hans, kona Jóhannesar, er íslenzk og býr hún hjá syni sínum. Páll bóndi sýndi okkur staðinn, og sagði okkur sitt hvað um sögu hans. Páll er hár og myndarlegur maður, á að gizka inilli fimtugs og sextugs, og var liann klæddur þjóðbúningi Færeyinga. Við skoðuðum rústir gamallar kirkju, sem liefir verið byrjað að byggja um siðaskiptin. Hún hefir verið lilaðin úr stórum steinum og í bindiefnið milli þeirra notaður mulinn skeljasandur. Kirkjan, sem enn þá er notuð á staðnum, er einn- ig gömul, eða um 800 ára. Hún hef- ir upphaflega verið byggð upp á sama hátt og eldri kirkjan, en hef- ir nú verið múrliúðuð utan og inn- an. Páll bóndi tjáði okkur, að eitt sinn hefðu verið þarna í kirkjunni mjög haglega gerðir slólar, sem nú væru geymdir lijá Dönum. Kvað lianu fyrirhugað að hefja foru- minjagröft að Kirkjubæ næsta sum- ar, og liefðu Danir áhuga á því máli, en ekki kvað hann Dönum verða leyfð þátttaka í greftrinum, nema þeir skiluðu umræddum kjörgripum í hendur Færeyinga. Merkilegast þótli okkur að skoða hið gamla bjálkahús, sem Páll býr i, og mun vera um 800 ára gamalt. Það mun hafa verið reist af Norð- mönnum, og við komum þar inn í stofu, þar sem langeldar munu hafa verið kynntir áður fyr, og voru þakbitarnir uppi yfir stofunni sviðnir al' eldi. Þarna sáum við einnig fyrstu eldavél Færeyinga. 1 stofunni voru skutlar og spjót, sem Páll bóndi notar við grindadráp, og var það allt innsmurt í feiti og tilbúið til notkunar. Kirkjubær var fyrrum biskups- setur og í íbúðarhúsinu uppi er svokallað biskupsherbergi, eru þar geymdar gamlar bækur, lampar, spjót og axir og aðrar fornmenjar. Undir húsinu er Ijóslaus kjallari, sem fyr meir var notaður fyrir svarthol. — Við sáum þarna mjög margt athyglisvert og fróðlegt, og var heimsóknin að Kirkjubæ ein- hver ánægjulegasti hluti ferðarinn- ar. Á laUgardag var keppt í knatt- spyrnn við B 36. Veður var slæmt, og rigndi mikið. í fyrri hálfleik skoruðu þeir Halldór Sveinbj. og Guðm. L. Þ. Guðm. sitt markið livor, en þegar 10 mín. voru liðnar af síðari hálfleik fengu okkar menn á sig vítaspyrnu, sem úr varð mark, og við það fataðist þeim og fengu á sig tvö mörk eftir það. Leiknum lauk því með sigri B 36 með 3:2, og voru þeir vel að þeim sigri komnir. Daginn eftir var okkur boðið til Miðvogs á „Vogahátíðina“. Þar kepplu Isfirðingarnir aftur við B 36 og fór leikurinn fram á hörðum sandvelli. Okkar inenn sigruðu að þessu sinni ineð 4:0. Um kvöldið tókum við þátt í færeyskum þjóð- dansi, sein er svipaður og víkivaki okkar, og syngja þátttakendur ó- endanleg Ijóð um Ólaf Tryggvason og fleiri söguhetjur ineðan þeir dansa. Seinna var svo leikið á harmoniku og dansað á götunni og skemmtu menn sér hið bezta til kl 1 um nóttin, en þá var haldið til Þórshafnar aftur. Ilafði okkur ver- ið komið fyrir um daginn í heima- húsum og rómuðu allir liinar höfð- inglegu móttökur Vogamanna. Á mánudag var keppt í frjálsum íþróttum, og unnu Isfirðingar í öll- um greinum. Urslit: 400 metra hlaup: 1. Sig. B. Jónsson 60,3 sek. 2. Jörgen Johansen F 62,1 — 3. Þórólfur Egilsson 63,6 -—- Isfirðingar 874 st. Færeyingar 384. Kúluvarp: 1. Guðm. Hermannsson 12,52 m 2. Alberl Ingibjartssoii 11,12 — 3. Ilaakon Jakobsen F 8,90 — 4. M. Fredriksen F 7,82 — ísfirðingar 1201 st. Færeyingar 637. Hástökk: 1. Albert K. Sanders 1,65 m 2. (iuðin. Guðmundsson 1,55 — 3. Herluf Mikkelsen F 1,50 — 4. Börge Jörgensen 1,40 —- ísfirðingar 1128 st. Færeyingar 830. 4x100 metra boðlilaup: Isfirðingar 48,5 sek. Færeyingar 54,6 sek. I frjálsíþróttakeppninni lilutu Isfirðingar alls 9295 stig, en Fæi'- eyingar 5790 stig. Að endingu keppti knattspyrnu- liðið okkar við úrval úr félögunm H. B. og B. 36. Sá leikur var mjög jafn og tvísýnn og í fyrri hálfleik skoruðu Færeyingar mark. Tókst ekki að jafna metin, og unnu því Færeyingar bikar þann, sem uin var keppt. Var það fagur bikar. Á miðvikudag bauð bæjarstjórn Þórshafnar okkur til veizlu og var þar veill af mikilli rausn og margar ræður fluttar. Af okkar liálfu flutti fararstjórinn, Sverrir Guðmunds- son, aðalræðuna, en bæjarstjóri Þórshafnar, Kjartan Molir, ávarp- aði okkur. Afhenti hann flokknum fagran silfurbikar að gjöf til minn- ingar um förina, og ræddi um gildi slikra heimsókna fyrir íJjróttir og menningu. Fór hann mjög lofsam- FimmtHgs- afmæli. Jón Finnsson, lögregluþjónn hér í bænum átti fimmtugs afmæli 14. þ. m. Foreldrar hans voru Finn- ur Jónsson og Gróa Jónsdóttir. •— Jón faðir Fiiins, var Árnason, bróð- ir Rósinkars í Æðey og kona Jóns var Ingibjörg Finnsdóttir frá Bæ á Rauðasandi, systir Ara í Bæ og Jóns á Hjöllum. Eru þetta fjölmenn- ar og kunnar ættir. Jón Finnsson ólst upp í Arnar- firði og í Bíldudal. Tók hann að stunda þar sjó á þilskipum þegar á unglingsárum sínum. — Síðar gekk hann í Kennaraskólann. Haustið 1929 réðst Jón til lög- regluþjónsstöðu liér í bænum, og á nú brátt 20 ára lögregluþjónsaf- mæli. Mun Jón Finnsson nú liafa gegnt Iögregluþjónsstarfi lengsl allra i Isafjarðarkaupstað. Lögreglu þjónsstaðan er erfitt verk oft og vanþakklátara öðruin störfum fram- ar, einkum í smærri bæjum. Verða legu orðum um sambúð Islendinga og Færeyinga. — 1 veizlunni var sungið ljóð lil okkar, ort af hinu góðkunna skáldi Hans A. Djurhuus, og læt ég það fylgja þessari fráspgn. Hófið fór vel fram, og brugðu menn þar fyrir sig bæði gamni og alvöru. Ég vil að lokum ítreka það, að móttökur Færeyinga voru i liví- vetna hinar höfðinglegustu og vildu allt fyrir okkur gera. Verða ísfirzk- ir íþróttamenn að búa sig vel und- ir það, að taka rausnarlega á móti Færeyingum, þegar þeir heimsækja okkar bæ, og vonum við að bæjar- búar og bæjaryfirvöld verði íþróttafélögunuin hjálpleg í því efni“. Finnur Finnsson. KVÆÐI flutt ísfirzkn íþróttamönnun- nm í samsæti í Tórshöll Í4. júlí 19 h9. Lag: FAdgamla ísafold Við vaknu Islands tjóð vit liava blandað blóð — fostbroðralag. Her saman vokstur rann, og frændi frænda fann; bjart ættareldur brann lil henda dag. Vit áttu ikki vald; men sogumenn og skald, íþróltamenn, sum fóru út um lond og knýttu vinabond, sum bundu strond við strond, og halda enn. Vit royna tykkar’ liav, sum mangan okkum gav so ríkan fong; og gloymt skal verða ei, tit vístu okkum leið, so okkar’ frælsisskeið ber merkisstong. Vær standum lið um lið og halda fedrasið í melum enn. Til síðasta andadrátt, á síðustu volcunátt vit verja felagsmátt, vit havsins menn. Hans A. Djurhuus. lögregluþjónar stundum fyrir ó- mildum dómUm náungans, sein lít- ur oft á persónurnar, en ekki á at- burðina, sem þeir valda. Jón Finns- son hefir rækt lögreghiþjónsstörf sín af skyldurækni og ekki dregið sig í hlé, er um átök hefir verið að ræða, liótt búast mætti við álasi og jafnvel áreitni af hálfu áhorfenda. \uk lögregluverkanna, liefir Jón jafnan stundað kolaveiðar í frí- stundum sínum. Er hann þá einn á bát, kominn á sjó áður en aðrir rísa úr rekkju. Hefir liann morgun málsverð að landi dregið, og líka skapað sér með mikilli fyrirhöfn nokkrar aukatekjur, en lögreglu- þjónsstaðan var fremur illa launuð lengi vel. Kona Jóns Finnssonar er Guðný Guðjónsdóttir frá Ferjubakka í Borgarfirði; væn kona og vel látin. Þau eiga eina dóttur á tvítugsaldri, Fríðu, sem vinnur í lyfjabúðinni hér í bæ. Kunniiigjar Jóns Finnssonar senda honum beztu árnaðaróskir á þessum tímamótum æfi hans. K. J.

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.