Skutull

Árgangur

Skutull - 24.07.1949, Blaðsíða 4

Skutull - 24.07.1949, Blaðsíða 4
4 S K U T U L L sungið á Blöndósi við ágætar und- irtektir. Þar hafði forystu um mót- tökur Þorsteinn Jónsson, sýslu- skrifari, f.h. kirkjukórsins. Á báð- um þessum stöðum þágum við veizlur af kórunum og þar, eins og allstaðar þar sem við sungum, á- vörpuðu okkur einn eða fleiri af heimainönnuin og þökkuðu fyrir komuna og sönginn, en fararstjór- inn þakkaði viðtökurnar ineð stultu ávarpi. Á Blönduósi sundraðist flokkur- inn. Allmargir fóru áleiðis til Skaga strandar til þess að komast heim með Skjaldhreið, nokkrir fóru aft- ur til Akureyrar, en flestir héldu uin kvöldið til Reykjaskóla í Hrúta- firði áleiðis til Reykjavíkur. Kvöddust kórfélagar þarna með virktum, árnuðu hver öðrum farar- heilla og þökkuðu ánægjulegar samverustundir. Bílstjórunum, þeim Guðmanni Hannessyni og Þóri Jónssyni, var sérstaklega þökkuð örugg stjórn farartækjanna og prúðmannleg framkoma í hvívetna, en svo ein- kennilega vildi til, að Guðmann hafþi einmitt ekið kórnum á ferða- lagi um Suðurland árið 1945. Þið hafið verið heppin með veðrið? Já, mjög heppin. Helzt mátli að því finna morgunin, sem við kom- um til Akureyrar og fyrri hluta dagsins, sem við voruin í Mývatns- sveit, en það rættist úr því, hæði fljótt og vel. Hvað hélduð þið marga sam- söngva alls? Alls 10 samsöngva á 8 dögum á 7 stöðuin og sungum alls 34 lög. Þetta hlýtur að hafa verið þreyt- andi ferðalag? Já, vafalaust, en við ftindum ekk- ert fyrir því, vegna þess, hvað við skemmtum okkur vel. Norðlenzku blöðin hafa sjálfsagt getið um sönginn? Já, ég held öll. Sum þeirra höfðu áður fengið upplýsingar um störf kórsins og söngstjórans á liðnum árum og birtu þær áður en við komum. Ég hefi fengið nokkur blaðanna og skal lofa þér að heyra nokkrar setningar úr sumum þeirra ef þú óskar. DAGUR: Söngur, sólskin og fögn- uður í fylgd með Sunnukórnum um Norðurland“. „Sunnukórinn hélt fyrsta samsönginn — Húsfyllir var og almenn hrifning — Síðan flutti kórinn söngskrána við mikil fagn- aðarlæti. Bárust kórnum og ein- söngvuruin mikill fjöldi blóma og varð flokkurinn að endurtaka ýms lögin og syngja mörg aukalög“. ISLENDINGUR: „Það var gam- an að fá góða gesti, sem skilja eftir birtu og yl og góðar minningar í hugum okkar. Einn af þeim góðu gestum er Sunnukórinn frá Isafirði. ..Húsfyllir var, og undirtektir á- heyrenda ótakmarkaðar af hrifn- ingu“, ....„kórinn söng af hjart- ans list — áhuginn og ánægjan skein úr andlitum söngfólksins, það var með allan hugann við söng inn og þannig á að syngja“. „Und- irleik annaðist Ragnar H. Ragnar. Er hann hressilegur undirleikari, og lyfti undir með kórnum, er með þurfti“. „. .. .ávarpaði Þorsteinn M. Jónsson. .. ., minntist liann sér- staklega Jónásar Tómassonar og hans merkilega menningarstarfs i þágu söngs og tónlistar og stæðu allir unnendur hinnar göfugu list- ar í mikilli þakkarskuld við Jónas Tóinasson.“ „. .ánægjuleg stund, og söngstjóra.og kór til sóma, hafi Sunnukórinn hjartans þökk fyrir komuna, og megi liann eiga jafn góðar endurminningar úr för sinni til okkar og við eigum eftir að hafa hlustað á hann hér“. VERKAMAÐURINN: (Á. S.) „Það hefir verið mikil hátíð á Ak- ureyri og víðar á Norðurlandi undanfarna daga, sannkallaðir sól- skinsdagar í tvöföldum skilningi. Á sama tíma og himin sunna steyp- ir sínu hlýjasta og bjartasta geisla- flóði yfir gróandi jörð, hellir Sunnukórinn ylgeislum söngsins yfir hljómþyrstar sálir okkar Norð- lendinga. Og sjaldan hefir söng- flokkur borið nafn sitt belur. Söng- stjórinn, lir. Jónas Tómasson, tón- skáld, er prýðilega söngmenntaður maður og eftir því vandvirkur, samvizkusamur og smekkvís, svo að til fyrirmyndar er“. „Söngkraftar kórsins eru ágætir og raddþjálfun hetri en heyrst hefir hér fyrr — enda liefir kórinn notið liinnar á- gætu og hámenntuðu söngkonu, frú Jóhönnu Johnsen.. . .“. „Var troðfullt liús í hæði skiptin og fagnaðarlætin ætluðu aldrei að taka enda, og hlómaregnið virtist nær óþrjótandi.“ „Virðing, þökk og huglieilar blessunaróskir allra, sem heyrðu söng þessara ágætu lista- manna, fylgja þeim- á lieimför þeirra“. NEISTI: „Dásamlegur söngur Sunnukórsins. Söngur kórsins var stórmerkur viðburður í tónlistalífi bæjarins“. „Einsöngvurum kórsins, frk. Sigrúnu Magnúsdóltur, frú Jóliönnu Johnsen, Jóni Hirti Finn- bjarnarssyni og Sigtirði Jónssyni var forkunnarvel tekið og urðu þau að endurtaka lög sín“. „Jónas Tómasson, tónskáld, er gagnmenntaður tónlistarmaður, sem þjóðfélagi voru er mikill feng- ur og sómi að. Þjálfun og meðferð kórsins á viðfangsefnum bar þess hezt vitni. Á undirtektum tilheyr- enda í Nýja Bió mátti marka, hve vel þeim líkaði söngurinn. Um komu Sunnukórsins og söng hans má segja: „Hann kom, sá og sigr- aði hjörtu tilheyrenda með dásam- Iegum söng. Hafi Sunnukórinn og snillingurinn, söngstjórinn, þökk fyrir komuna“, „vonandi líða ekki mörg ár þar til Siglfirðingum gefst kostur á að hlusta á Sunnttkórinn aftur“. MORGUNBLAÐIÐ, flutti einnig fregnir af kórnum og söng hans (H. Vald.). „. . Séra Friðrik J. Rafnar, vígslu- biskup, flutti kórnum þakkir fyrir komuna og bað tilheyrendur að rísa úr sætum í virðingarskini við kórinn og var svo gerl“. „Engin vafi er á því, að þessi fyrsta söng- för Sunnukórs Isafjarðar hingað hefur orðið honum til mikillar sæmdar og Akureyringum til ánægju“. — Svo mörg eru þau orð. — En af þessu sérðu að við höfum ferðast á vængjum söngsins um Norðurland en á milli vængjatak- anna hafa Norðlendingar borið okkur á höndum sér. Berðu Norðlendingum kveðju okkar með innilegru þakklæti fyr- ir vinarhug og framúrskarandi fyrirgreiðslu. Þetta virðist liafa verið sanriköll- ttð sigurför? Já, það er ekki fjarri lagi, en auk þess var hún sannkölluð skemmtiför, því aö „Bjart var yfir landi og létt yfir hug“. AUGLÝSING nr. 15 1949 írá skömmtuxiarsijóra. Samkvæmt heimild í 3. gr. reglugerðar frá 23. sept 1947, um vöru- skömmtun, takmörkun á sölu, dreifingu og afhendingu vara, hefir verið ákveðið, að úthluta skuli nýjum skömmtunarseðli, er gildir frá 1. júlí 1949. Nefnist hann „þriðji sköinmtunarseðill 1949,“ prentaður á hvítan pappír í rauðum og brúnum lit, og gildir hann samkvæmt því, er hér segir. Reitirnir: Sykur 21—20 (báðír meðtaldir) gildi fyrir 500 gr. af sykri hver reitur. Reitir þessir gilda aðeins lil 1. okt. n. k. Reitirnir: Smjörlíki 7—11 (báðir meðtaldir) gildi fyrir 500 gr. af smjör- líki hver reitur. Reitir þessir gilda aðeins til 1. okt. næstkomandi. Reitirnir: Vefnaðarvara 1001—1600 gilda 20 aura hver við kaup á hvers konar skömmluðum véfnaðarvörum og fatnaði, öðrum en sokkum og vinnufatnaði, sem hvort tveggja er skammtað með sérstökum skömmtunarreitum. Einnig er hægt að nota reiti þessa við kaup á innlendum fatnaði, samkvæml einingarkerfi þip, er um ræðir í aug- lýsingu skömmtunarstjóra nr. 52 1948, og öllu efni til ytri fatnaðar, sem skainmtað liefir verið með stofnauka nr. 13. Reitir þessir gilda einnig til kaupa á livers konar búsáhöldum úr gleri, leir og postu- líni. Miðað er í öllum tilfellum við smásöluverð þessara vara. Vefriáðárvörureitirnir 1001—1600 eru vöruskammtar fyrir tíma- hilið júlí—sept. 1949, en halda allir innkaupagildi sínu til loka þessa árs. Reitirnir: Sokkar nr. 3 og nr. 4 gildi liver um sig fyrir einu pari af sokkum, livort heldur eru kvenna, karla eða barna. Úthlutunarstjór- um alls staðar er lieimilt að skipta nefndum sokkamiðum fyrir hina venjulegu vefnaðarvörureiti, þannig, að fimmtán krónur komi fyrir livern miða. Þessi heimild til skipta er J)ó bundin við einstaklinga, enda framvísi þeir við úlhlulunarstjóra stofninum af liessum „Þriðja skömmtunarseðli 1949,“ og að sokkamiðarnir, sem skipta er óskað á, hafi eigi- áður verið losaðir frá skömmtunarseðlinum. Um sokkamiðana nr. 3 og 4 gildir liið sama og vefnaðarvörumið- ana, að þeir eru ætlaðir fyrir tímabilið júlí—sept. en gildá þó sem lögleg innkaupaheiinild til ársloka 1949. Reitrnir: Smjör nr. I—1949, gildir fyrir 500 gr. smjör til 1. okt. 1949. „Þriðji skömmtunarseðillinn 1949,“ afhendist aðeins gegn því, að úthlutunarstjóra sé samtímis skilað stofni af „öðrum skömmtunar- seðli 1949,“ með árituðu nafni og heimilisfangi svo og fæðingar- degi og ári, eins og form hans segir til um. Neðantaldir skömmtunarreitir halda gildi sínu til ársloka 1949: Af „Fyrsta skömintunarseðli 1949,“ vefnaðarvörureitirnir nr. 1—400, skómiðarnir 1—15 og skammtarnir nr. 2 og 3 (sokkamiðar). Af „öðruin skömmtunarseðli 1949,“ vefnaðarvörureitirnir nr. 401— 1000, og sokkamiðarnir nr. 1. og 2. Ákveðið hefir verið að „YTRIFATASEÐILL" (í stað stofnauka 13), skuli halda gildi sínu til 1. okt. 1949. Skömmtun á hreinlætisvöru liættir frá og með 1. júlí 1949. ; Fólki skal bent á að geyina vandlega skammta nr. 8—11, af „öðrum skömmtunarseðli 1949,“ ef til kæmi, að þeim yrði gefið gildi síðar. Reykjavík, 30. júní 1949. Skömmtunarst j óri. Útdráttur skuldabréfa. . .Hinn 29. júní 1948 lét notarius publicus á ísafirði fara fram útdrátt á ca. 1/25 hluta af kr. 1.440.000,00 sérskulda- bréfaláni Hafnarsjóðs Isafjarðar frá 23. nóv. 1946. Þessi bréf voru dregin út: Litra A: nr. 41, 72, 80, 98, 121, 135, 158, 185, 211, 229. Litra B: nr. 22, 30, 34, 84, 134, 156, 157, 180. Gjalddagi hinna útdregnu bréfa og vaxtamiða er 1. ágúst næstkomandi og fer greiðsla þeirra fram á skrif- stofu vorri. Vextir greiðast ekki af útdregnum bréfum eftir gjald- daga þeirra. ísafirði, 30. júní 1949. Hafnargjaldkeri Isafjarðar.

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.