Skutull


Skutull - 29.07.1949, Blaðsíða 1

Skutull - 29.07.1949, Blaðsíða 1
 J « _____ J ¦ .. . — I (1 11 1 1 1 I Gjalddagi SKUTULS er 1. júlív IT^^a^ JmBa il ^ 1 1 ^ M 1 J 1 J Árgangurinn kostar kr. 20.00. XXVII. árg. Isafjörður 29. júlí 1949. 23. tölublað. Árangurinn af óstjórn íhaldskomma: 1 lok kjörtímabilsins verður bærinn settur undir opin- bert eftirlit vegna vangoldinna framlaga, sem ríkissjóður er í ábyrgð fyrir. Þessi framlög eru: Til Tryggingastofn- unarinnar, fyrir árin 1947 og 1948 kr. 359.381,07 (eftir- stöðvar) auk vaxta, og auk þessa árs framlags, sem er áætlað kr. 250 þúsund kr. Til Byggingarsjóðs verkamanna- bústaða fyrir árin 1947 og 1948 rúmlega 100 þúsund kr., auk f ramlags þessa árs, sem mun vera um kr. 54.000,00. Á s. 1. ári samdi bærinn um greiðslur á vangoldnum framlögum til Tryggingastofnunarinnar á ákveðnum gjalddögum, en þegar til kom var af bæjarins hálfu ekki staðið við þær greiðslur. Það samkomulag, sem gert var í fyrra um skuldina við Trygginga- stofnunina var á þá lund, að trygg- ingarráð samþykkti í janúarmán- uði, að veita bænum 6 mánaða gjaldfrest á allt að % hlutum af vangoldnu framlagi fyrir 1947, gegn því, að 50 þús. kr. af fram- laginu yrðu greiddar þá þegar, og staðið yrði í skilum með framlag ársins 1948 á réttum gjalddögum. Fimmtíu þúsundirnar munu hafa verið greiddar, og framlag fyrsla ársfjórðungs 1948, að upphæð kr. 62.500,00, síðan ekki söguna meir og nú er skuldin frá þessum árum kr. 359.381,07, eins og fyr segir. Það er athyglisvert fyrir bæjarbúa í þessu sambandi, að þau gjöld, sem hér um ræðir, hafa hverju sinni ver ið áætluð gjaldamegin í f jár hagsáætlun bæjarins, og á- ætluð útsvör, sem lögð eru á til að mæta þessum útgjöld- um, hafa bæði árin inn- heimtst f ullkomlega, eins og skýrt hefir verið frá hér í blaðinu. Hér er því ekki um vanskil að ræða af hálfu bæjarbúa, heldur er þarna enn eitt dæmið um ósjórn íhaldskomma á málefnum bæjarins, fjármálum, sem öðrum málum. Ekki skortir þó á um það, að Sigurði bæjarstjóra og Sigurði for- seta hafi verið gefnir frestir til að greiða þessar óreiðuskuldir. Þei'r hafa samt ekki alltaf látið bóka þau gögn, sem fyrir hafa legið í mál- inu, eða talið ómaksins vert, að láta bæjarstjórn fylgjast með gangi þess, síðan í janúar 1948. Eftirfar- andi bréf, sem skýrir sig sjálft, hef- ir t. d. ekki verið lagt fram í bæjar- stjórn, enda þótt það sé til hennar stílað: „Félagsmálaráðuneylið, Reykjavík, 30. maí 1949. Tryggingastofnun ríkisins hefur með bréfum, dags. 25. sept. 1948 og 9. þ. m., tjáð ráðuneytinu að Isa- fjarðarkaupstaður hafi enn eigi gert skil á framlagi sínu til trygg- ingasjóðs samkv. 114 gr. almanna- tryggingalaganna fyrir árin 1947 og 1948. Samkvæmt síðarnefndu bréfi Tryggingarstofnunarinnar nema vangreidd framlög ísafjarðarkaup- staðar til tryggingasjóðs nú: 1. Eftirstöðvar útreiknaðs fram- lags fyrir árið 1947 kr . 171.881,07 2. Eftirstöðvar áætlaðs framlags fyrir árið 1948 kr. 187.500,00 Samtals kr. 359.381,07 auk vaxta, og ennfremur er ógreitt fjórðungur áætlaðs framlags fyrir árið 1949, kr. 02.500,00, sem féll í gjalddaga 31. marz s. 1. Svo sem bæjarstjórninni er kunn- ugt ber ríkissjóður ábyrgð á greiðsl um þessara tillaga og hefur nú Tryggingastofnun ríkisins með til- vísun til 115. gr. almannatrygginga- laganna beiðst þess, að ráðuneytið geri ráðstafanir til þess að greiðsl- um á framlagi kaupstaðarins verði komið í lag hið fyrsta svo ekki þurfi að taka til ábyrgðar ríkis- sjóðs. Samkvæint framansögðu er hér með lagt fyrir bæjarstjórnina að hafa, fyrir 1. júlí n. k. lokið að fullu greiðslum á þeim kr. 359.381,07, sem eftir standa frá árunum 1947 og 1948, þar eð .ella verður ekki hjá því komist að gera sérstakar ráðstafanir til að fá greiðslur þess- ar inntar af hendi. Til bæjarstjórnar Isafjarðar- kaupstaðar, Isafirði." 1 stað þess að birta bæjarstjórn- inni bréf þetta, var Sigurður bæjar- stjóri gerður út af örkinni til höf- uðstaðarins í júnibyrjun, í leit að gulli, og var hann h.u.b. í mánuð í þeim leiðangri. Síðan hann kom úr ferðalaginu hefir verið mjög hljótt um hann, og enn þá hefir hann ekki skýrt bæjarst.jórn frá gullfundum sínum. Mun því óhætt að reikna með, að harla lítill árangur hafi orðið af för hans, og nýlega, hefir borizt bréf frá félagsmálaráðuneytinu, sem lagt var frani í bæjarráði s.l. mánudag, því nú telja þeir félagar, íhaldið og kommarnir, sér nú ekki lengur fært að hylja ósómann. I þessu bréfi, sem Skutull mun e.t.v. síðar birta í heild, er bænum gef- inn frestur til 20. janúar n. k., til þess annaðhvort að greiða eða semja um greiðslu á skuldum þeim, sem rikissjóður er i ábyrgð fyrir. Verði þetta ekki gert fyrir tilskild- an tíma, tilkynnir ráðuneytið, að bærinn verði settur undir opinbert eftirlit. Hinir úrræða góðu fjármála- spekingar íhaldskomma, sem létu rekstursreikning bæjarsjóðs fyrir annað ár kjörtímabilsins sýna kr. 717 þúsund í tekjuafgang, hafa því enn þá tæpa 6 mánuði til stefnu, til að leysa þessa þraut. Gera verð- ur ráð fyrir, að þeir leggi sig nú alla fram við lausn málsins, til að forðast þá hneisu, að skila bæjar- félaginu í hendur næstu bæjar- stjórnar undir opinberu eftirliti. Hér duga þó engar bókhaldskúnst- ir, heldur verður nú að leggja pen- ingana á borðið, og virðist það ætla að verða Sigurðunum og Haraldi skipstjóra þung þraut. Björgunarskúta Vestfjarða. Þann 21. þ. m. var björgunar- skútu Vestfjarða hleypt af stokkun- um i skipasmiðastöð Fredriks- sunds í Danmörku, og henni gefið nafnið „MARlA JÚLlA", í samræmi við óskir slysavarnafélaganna hér vestra. Skírnina framkvæmdi frú Anna Paturson, en viðstaddir athöfnina voru m. a. Jón Krabbe, Pálmi Lofts- son og Paturuson, dýralæknir. Að lokinni skirnarathöfninni héldu forstjórar skipasmíðastöðvar- innar veizlu, og flutti Pálmi Lofts- son ræðu við það tækifæri, þar sem hann gat um framlag frú Maríu Júlíu og manns hennar í björgunar- skútusjóð, og ræddi starfsemi slysa- varnafélaganna á Vestfjörðum. Svo sem kunnugt er hafa deildir S.V.F.l. hér Vestanlands lofað á- kveðið 200 þúsund kr. framlagi til björgunarskútunnar, en alls munu deildirnar nú hafa handbærar kr. 300 þúsund í björgunarskútusjóð- um sínum, og munu þær hafa full- an hug á að leggja þá upphæð fram til skipsins, ef staðið verður við þann samning, sem á sínum tíma var gerður af þáverandi dóms- málaráðherra, Finni Jónssyni, um bækistöð skipsins hér á Vestfjörð- um o.fl. Með þessu myndarlega framlagi sínu hafa deildirnar hrundið björg- unarskútunni á flot, og þær munu áreiðanlega- stuðla að því eftir megni, að störf skipsins megi verða happadrjúg fyrir sjófarendur. 1 björgunarskútunefnd eiga nú sæti: Arngrímur Fr. Bjarnason, formaður, Hannibal Valdimarsson, ritari og Guðmundur Guðmundsson, gjaldkeri. Hvað líður framkvæmdum. Marga bæjarbúa fýsir sjálfsagt að vita, hvað líði framkvæmdum til úrbóta í rafmagnsmálum bæjarins, og mega fair til þess hugsa, að búa annan vetur við sama ástand og s. 1. vetur. Því miður getum vér ekki upp- lýst að mikið hafi verið gert enn sem komið er, og með því að sumri tekur senn að halla, eru ekki líkur til, að framkvæmdir verði veruleg- ar héðan af. Ráðamennirnir, sem vísuðu aftur til rafveitustjórnar í vor tillögum sjalfra sín um hækkun Fossavatnsstíflu o. fl., hafa algjör- lega saltað þau „plön", nema hvað þeir hafa látið Jón Gauta ferðast ofurlítið innan lands, og nú er sagt, að hann sé lagður af stað til út- landa. Meðan sumarið líður og Jón Gauti ferðast halda þrýstivatnspíp- ur rafstöðvarinnar áfram að leka, og oss er sagt af mönnum, sem ný- lega gengu með pípunum, að nauð- synlegt sé að hylja pípuna frá Fossavatni jörðu, á köflum þar sem stórgripir hafa krafsað ofan af henni. Aflvélin frá félaga Gottwald situr enn fjarri væntanlegu hús- næði, og munu undirstöður hennar hvergi nærri fullgerðar. Rafallinn, sem tengja á við vélina, er ekki kominn á staðinn, og töflur og ým- iskonar rafbúnað mun vanta til þess að hægt sé að setja stöðina upp. Þessar upplýsingar era ekki upp- örfandi, því miður, en við öðru er ckki að búast þar sem haldast í hendur framtakssemi og þekking Jóns Gauta og stjórnvizka íhalds- komma.

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.