Skutull


Skutull - 02.09.1949, Blaðsíða 1

Skutull - 02.09.1949, Blaðsíða 1
XXVII. árg. Isafjörður, 2. september 1949. 24. tölublað. Gjalddagi SKUTULS er 1. júlí. Árgangurinn kostar kr. 20.00. Hrakfallabálkur ísíirzka íhaldsins, Þegar íhaldið á Isafirði hefur reitt hæst til höggs í kosn- ingadansi sínum, hafa hrakfarirnar æfinlega orðið þeim mun háðulegri. I eftirfarandi yfirliti yfir úrslit alþingis- kosninga á Isafirði, geta lesendur séð, hversu sá hrak- fallabálkur er orðinn langur og jafnframt átakanlegur fyrir þessar marghrelldu sálir. Þeir, sem búsettir hafa verið hér á Isafirði seinustu 20 árin eða vel það, eiga ekki erfitt með að rifja upp fyrir sér, hvernig sungið hef- i'r í tálknum íhaldsins í hvert skipti, sem kosningar nálguðust. Alltaf hefir íhaldið þótzt visst um sigur síns frambjóðanda. Alltaf hefir það viljað telja fólki trú um, að Alþýðuflokkurinn væri orðinn fylgislaus með öllu, en alltaf hafa leikslokin samt orðið þau, að því æðilegar sem íhadið hefir öskrað um sigurvissu sína, því hræðilegri hefir útreið þess orðið. Er ekki úr vegi að láta nú tölurn- ar tala, til að sanna þessa staðhæf- ingu: Kosningarnar 1927. Sumarið 1927 fékk ísfirzka íhald- ið hinn vinsæla og virðulega pró- fast Isfirðinga, séra Sigurgeir Sig- urðsson, núverandi biskup yfir Is- landi, til framboðs fyrir sig. — Sigurður Kristjánsson gekk ber- serksgang í Vesturlandinu, og öllu íhaldsdótinu hélt við spreng af sig- urvissu. En endalokin urðu þau, að írambjóðandi Alþýðuflokksins, Har aldur Guðmundsson, hlaut glæstan sigur, fékk 510 atkvæði, en íhaldið ekki nema 360 og varð að aflýsa sigurveizlum sínum. Kösningarnar 1931. Næst var gengið til kosninga 1931. — Einnig.þá var sungið hátt um sigur ihaldsins. Harðasti baráttu- maður ihaldsins hér og einn hvass- asti penni þeirrar lífsskoðunar í landinu, Sigurður Kristjánsson, var í kjöri. — Og nú skyldi Isafjörður falla. En það fór á annan veg. Það var Sigurður Kristjánsson, sem féll, og frambjóðandi Alþýðuflokksins, Vilmundur Jónsson, var kosinn með sterkum meirihluta. Hann hlaut 526 atkvæði, en íhaldið 339. Kosningarnar 1933. Við næstu kosningar, 1933, bauð Finnur Jónsson sig fram fyrir Al-, þýðuflokkinn hér í bæ í fyrsta sinn. Þá stillti íhaldið upp vinsæl- um borgara, fyrverandi kaupmanni og útgerðarmanni, Jóhanni Þor- steinssyni. Sigursöngurinn hófst að nýju, og mottóið var það sama og nú: „Finnur skal falla". En Finnur féll ekki. Hann var kjörinn þingmaður Isfirðinga og hefir með sæmd skipað það sæti ávallt síðan. Meirihluti Finns varð eitt hundrað og ellefu atkvæði. Hlaut hann 493 góð og gild atkvæði, en frambjóðandi íhaldsins 382. Kosningarnar 1934. Árið eftir var enn gengið til kosninga. Og nú ætlaði íhaldið að vanda sig, enda hvein sigursöngur- inn eins og ofsastormur milli ís- firzkra fjalla. Nýdubbaður bæjar- fógeti, ungur, myndarlegur, gáfað- ur og í gylltu úníformi var sendur fram á vígvöllinn. Torfi Hjartarson var maðurinn, sem leggja skyldi Finn að velli. Honum var líkt við Jón Sigurðsson forseta, en Finni valin hin háðulegustu heiti. — Hannes Halldórsson söng fyrir og öll íhaldshersingin tók undir: „Finnur skal falla". En þá brá svo við, að Finnur fékk 701 atkvæði — bætti við sig á þriðja hundrað atkvæðum á einu ári, en bæjarfógetinn sligaðist und- an krosstré íhaldsstefnunnar og hlaut 534 atkvæði. Kosningarnar 1937. Svo liðu þrjú ár. Og næstu kosn- ingar fóru fram í júní 1937. Eftir fall bæjarfógetans gekk erf- iðlega að ljúga kjark í liðið, en nú skyldi samt hypja upp um sig nýj- um kosningabrókum og taka Isa- fjörð. Út af örkinni var sendur til framboðs fyrir Sjálfstæðisflokkinn á Isafirði sjálfur borgarstjórinn í Reykjavík, Bjarni Benediktsson annar aðalforingi flokksins. Hon- um hafði verið talin trú um, að kæmi hann, væri Finnur Jónsson dauðans matur. Það vantaði heldur ekki, að nú skyldi fast á eftir fylgt. Sjálfur Ólafur Thors, kom til Isafjarðar og boðaði tíl stjórnmálafundar. Hann ætlaði að eiga einhvern hluta af sigrinum, svo að Bjarni Ben yrði ekki allt of hæltulegur eftirá. Lúðr- ar voru þeyttir og bumbur voru barðar, og í dálkum Vesturlandsins og á öllum fínum íhaldsheimilum í bænum var Finnur kolfallinn löngu fyrir kjördag. En að kjördegi liðnum varð kunnugt, að Finriur Jónsson h,afði verið endurkjörinn þingmaður Isfii-ðinga með 754 at- kvæðum, og Bjarni Benediktsson, prófessor, var fallinn. Hafði eftir allt náð 576 atkvæðum. Svona fór um sjóferð þá. — Bjarni Benediktsson tók þann kost að bjóða sig ekki fram á Isafirði oftar, og hingað hefir hann ekki komið síðan. Kosningarnar 1942. Við kosningarnar sumarið 1942 tefldi Sjálfstæðisflokkurinn fram Birni Björnssyni, hagfræðing, úr Reykjavík. Enn var geispað um væntanlegan sigur Sjálfstæðisflokks ins og fall Finns Jónssonar. En bölvaðar staðreyndirnar urðu enn sem fyrr í fullri mótsögn við upp- hrópanirnar og spádómana. At- kvæðatala íhaldsins lækkaði um 143 atkvæði, og Finnur var kosinn með sterkari meirihluta en nokkru sinni fyrr. 1 haustkosningunum kom Björn hagfræðingur aftur og féll aftur. Finnur Jónsson sigraði enn með nálega 200 atkvæða meirihluta yfir hið sigurargandi íhaldslið. , Kosningarnar 1946. Þá er nú aðeins eftir að rifja upp úrslit seinustu alþingiskosninga — kosninganna vorið 1946. Þá stóð mikið til. „Finnur skal falla!" glumdi enn um götur og stræti Isafjarðar. — Kjartan skal á þing! Nú skyldi reyna læknisvinsældir sem meðgjöf með illum íhaldsmál- stað. Einnig átti það að herða bar- áttuna að Kjartan læknir Jóhanns- son bar ákafan óvildarhug til Finns Jónssonar fyrir það að hafa ekki sem heilbrigðismálaráðherra veitt honum læknisembættið við Sjúkra- hús Isafjarðar. En til þess að geta fengið það, skorti Kjartan réttindi sem sérfræðingur í skurðlækning- um. Barátta íhaldsins í þetta sinn várð með meiri skrumauglýsinga- ,sniði, en áður hafði sézt hér á landi. öskrin og ópin um fall Finns og útþurkun Alþýðuflokksins hvinu fjöllum hærra. Málefni komust ekki að. Smærri og stærri skrautmyndir af Kjartani lækni voru límdar á stokka og staura, á stórhýsi og smá- hýsi um allan bæ og bornar inn á hvert heimili. — Kjartan í mynd- um! hrópuðu krakkarnir. Kjartan skal á þing! hrópaði Sigurður frá Vigur og kórfélagar hans. Þvílík sigurvissa og sigursæla hafði ekki gagntekið íhaldið á Isa- firði síðan blessaður prófasturinn var í kjöri 1927. Eiginlega var óþarft að kjósa. Finnur var áreiðanlega löngu fall- inn strax í byrjun bardagans!! Failkandidatar íhalds- ins á Isafirði á árun- um 1927—1949. Sigurgeir Sigurðsson, biskup. Sigurður Kristjánsson, ritstjóri. Jóhann Þorsteinsson, kaupmaður. Torfi Hjartarson, tollstjóri. Bjarni Benediktsson, prófessor. Björn Björnsson, hagfræðingur. Kjartan J. Jóhannsson, læknir. HVER NÆST? Enginn þessara manna var boðinn fram oftar en einu sinni, nema Björn Björnsson, enda var þá naumur tími til að skipta um, þar sem skammt var milli kosn- inga — vorið og haustið im. . . _..... ---------------------------------------» En svo leið kjördagur að kveldi, og fyrir miðnætti var kunnugt, að Finnur Jónsson hafði enn verið kjörinn þingmaður Isfirðinga og nú með 713 atkvæðum. — Kjartan hafði fallið á íhaldsmálstaðnum og myndunum og skilaði að landi 12 atkvæðum færra en íhaldið hafði fengið 9 árum áður, í kosningunum 1937. — Sá var nú allur sigurinn!! Og nú eru kosningar framundan. — Sigurvissan hefir heltekið íhald- ið eins og áður undir sömu kring- umstæðum. Að vísu er íhaldið ekki ennþá búið að ákveða, hver skuli verða sá lukkulegi sigurvegari íhaldsliðsins í þetta sinn. Það get- ur því ekki ennþá kyrjað, hver 'skal á þing. En slagorðið slitna og gamla: „Finnur skal falla" hefir nú þegar verið höfuðskraut Vestur- landsins um hálfsmánaðartíma og verður það sjálfsagt næstu vikur fram undir kjördaginn. En finnst mönnum nú, þegar litið er á kosningasögu íhaldsins hér í bæ síðan 1927, að ástæða sé til að hrökkva í kuðung, þó að íhaldið telji sér sigurinn vísan fyrir þessar kosningar og hefji sigursönginn, sem alltaf hefir leilt til falls á hverj um kjördegi í fast að fjórðungi ald- ar- Hannibal Valdimarsson.

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.