Skutull

Árgangur

Skutull - 02.09.1949, Blaðsíða 3

Skutull - 02.09.1949, Blaðsíða 3
SKUTULL 3 Nokkur framboö, sem kunn eru TILKYNNING til húseigenda á Hesteyri og Látrum í Sléttuhreppi. Samkvæmt bréfi til mín dags. 5. júlí s.l., frá forstjóra Bruna- bótafélags Islands, Reykjavík, fellst félagið eklci á lækkun brunabótaiðgj alda af húsum, sem standa á verzlunarlóðum, eða í þorpum, sem eru löggiltir verzlunarstaðir, jafnvel þótt húsin séu i eyði. Þar af leiðandi verður árangurslaust, að sækja um lækkun ið- gjalda af húsum, sem standa á Hesteyri og Látrum. Eigendur húsanna verða því að sjá um greiðslu iðgjaldanna, að öðrum kosti verða, þau auglýst til sölu. Hesteyri 5. ágúst 1949 Bjarni Kr. Pétursson. umboðsmaður. Alþingí sk j örskrá fyrir Isafjarðarkaupstað 15. júní 1949 til 14. júní 1950, liggur frammi á bæj arskrifstofunni frá þriðjudegi 23. ágúst til þriðju- dags 20. september n. k. Kærur út af kjörskránni séu komnar i hendur bæjarstjóra fyrir kl. 12 á miðnætti laugardaginn 1. október. Isafirði, 19. ágúst 1949. BÆJARSTJÖRI. Lausar stöður. Skrifstofustúlku vantar á skrifstofu bæjarins frá 1. nóv. n. k. Mann vantar, til þess að taka að sér sótarastörf hér í bænum, frá 1. nóvember n. k. Frestur til að skila umsóknum um framanskráð störf, er til 1. október n. lc. Isafirði, 13. ágúst 1949. BÆJARSTJÓRI. Innilega þakka ég ölhim þeim er sgndu mér uinarhug | ú fimmtugsafmæli mínu í;4. júlí s. I.. með heillaóskum, heimsóknum og gjöfum. Óska ég þeim alls góðs í fram- < tíðinni. | Jón Finnsson. | I HVERGI [ er betra að verzla en í KAUPFÉLA6INU. Þessi þingframboð voru orðin á- kveðin, er Skutull hafði seinast fregnir af: Hafnarfjörður: Emil Jónsson, viðskiptamálaráð- herra, fyrir Alþýðuflokkinn. Sigurð ur Flygering, verkfræðingur, fyr- ir Sjálfstæðisflokkinn. Magnús Kjartansson, ritstjóri, fyrir Sósíal- istaflokkinn. Gullbringu- og Kjósarsgsla: Guðmundur I. Guðinundsson, sýslumaður fyrir Alþýðuflokkinn, Ólafur Thors fyrir Sjálfstæðisflokk- inn og Steingrímur Pórisson, verzl- unarmaður, fyrir Frainsóknarfl. Borgarfjaröarsýsla: Haukur Jörundsson fyrir Fram- sóknarflokkinn. Sigdór Sigurðsson, netagerðarmeistari fyrir Sósíalista- flokkinn. Mýrasýsla: Aðalsteinn Halldórsson, tollvörð- Úr fyrir Alþýðuflokkinn. Guðmund- ur Kjartansson, jarðfræðingur, fyr- ir Sósíalistaflokkinn. Snæfellsnessýsla: Ólafur Ólafsson, læknir, fyrir Al- þýðuflokkinn. Lúðvík Kristjánsson, ritstjóri, fyrir Framsóknarflokkinn. Sigurður Ágústsson, kaupmaður, fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Dalasýsla: Ásgeir Bjarnason bóndi í Ásgarði fyrir Framsóknarflokkinn. Haröastrandarsýsla: Sigurvin Einarsson, forstjóri, fyr ir Framsóknarflokkinn. Vestur-ís afjarðarsýs la: Ásgeir Ásgeirsson, bankastjóri, fyrir Alþýðuflokkinn. Séra Eiríkur J. Eiríksson fyrir Frainsóknarflokk- inn. Axel Túliníus, lögreglustjóri í Bolungavík, fyrir Sjálfstæðisflokk- inn. fsafjörSur: Finnur Jónsson fyrir Alþýðu- flokkinn. Jón Á. Jóhannsson, yfir- lögregluþjónn, fyrir Framsóknarfl. Strandasýsla: Jón Sigurðsson, framkv.stj. Al- þýðusambands íslands, fyrir Al- þýðuflokkinn. Haukur Helgason, bankamaður, fyrir Sósíalistaflokk- inn. Eggert Kristjánsson, heildsali í Reykjavík, fyrir Sjálfstæðisflokk- inn. Vestur-Húnavatnssýsla: Kristinn Gunnarsson, viðskipta- fræðingur, fyrir Alþýðuflokkinn. Skúli Magnússon, Hvammstanga, fyrir Sósíalistaflokkinn. Skúli Guðmundsson, alþingismaður, fyrir Framsóknarflokkinn. • Ansiur-Húnavatnssýsla: Hafsteinn Pétursson, bóndi á Gunnsteinsstöðum fyrir Framsókn- arflokkinn. Böðvar Pétursson, Reykjavík, fyrir Sósíalistaflokkinn. Skagaf jaröarsýsla: Steingrímur Steinþórsson, búnað- armálastjóri og Hermann Jónsson, bóndi á Yzta-Mói fyrir Framsókn- arflokkinn. Sigliifjöröur: Erlendur Porsteinsson, Reykja- vík, fyrir Alþýðuflokkinn. Áki Jakobsson, lögfræðingur, fyrir Sósí- alistaflokkin. Bjarni Bjarnason, bæjarfógeti, fyrir Sjálfstæðisflokk- inn. Egjafjaröarsýsla: Stefán Jóhann Stefánsson, for- sætisráðherra og Gunnar Steindói's- son fyrir AIl)ýðuflokkinn. Bern- harð Stefánsson, alþin., og Þórar- inn Eldjárn, bóndi á Tjöru, fyrir Framsóknarflokkinn. Stefán Stef- ánsson, alþin. í Fagraskógi og Magnús Jónsson, lögfræðingur, fyr- ir Sjálfstæðisflokkinn. Akureyri: Kristinn Guðmundsson, skatt- stjóri, fyrir Framsóknarflokkinn. Jónas J. Rafnar, lögfræðingur, fyr- ir Sjálfstæðisflokkinn. Steingrímur Aðalsteinsson, alþingismaður, fyrir Sósíalistaflokkinn. SuSur-Þingeyjarsýsla: Bragi Sigurjónsson, ritstjóri á Akureyri, fyrir Alþýðuflokkinn. Noröur-Múlasýsla: Árni G. Eylands, stjórnarráðs- fulltrúi og Sveinn Jónsson, bóndi á Egilsstöðum, fyrir Sjálfstæðisfl. Seyöisfjöröur: Jónas Árnason, blaðamaður, fyr- ir Sósíalistaflokkinn. Auslur-Skaftafellssýsla: Páll Þorsteinsson, alþingismað- ur, fyrir Framsóknarflokkinn. Ás- mundur Sigurðsson, alþingismaður, fyrir Sósíalistaflokkinn. Gunnar Bjarnason, bændaskólakennari, fyr- ir Sjálfstæðisflokkinn. Veslur-Sktftafellssýsla: Jón Gíslason, alþingismaður, fyr- ir Framsóknarflokkinn. Árnessýsla: Jörundur Brynjólfsson, alþingis- maður, fyrir Framsóknarflokkinn. Eiríkur Einarsson, alþingismaður, og Ágúst Sigurðsson, kaupmaður á Selfossi, fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Guðmundur Vigfússon og íngólf- ur Þorsteinsson fyrir Sósíalistafl. --------0-------- Úr heimahögum. Síldveiöarnar. Það virðist nú full séð, að þetta sumar verði enn eitt síldarleysis- sumarið í viðbót við þau, sem þeg- ar hafa yfir okkur gengið að und- anförnu. Veðráttan er nú slík, að síðasta vonin um aflahrotu í lokin, ætlar ekki að reynast annað en tál- von ein. Hér fara á eftir nýjustu fregnir af aflabrögðum ísfirzka síldveiði- flotans: Ásbjörn 1940 mál. Auðbjörn 348 — Finnbjörn 1065 — Gunnbjörn 1871 — Isbjörn 2424 — Vébjörn 948 — Sæbjörn 400 — Freydís 1300 — Ásúlfur 520 — Kighósti. Samkvæmt upplýsingum héraðs- læknis hefur kighósti borizt til bæjarins frá útlöndum. Tvö börn hafa tekið veikina, sem er mjög væg, og eru þau í einangrun. Virð- ist kighóstinn vera bundin við þessi tvö tilfelli og hvergi orðið vart annars staðar í bænum. Kig- hóstabóluefni hefur verið pantað frá útlöndum og er það væntanlegt í næstu viku. Mun fólki verða gefinn kostur á að láta bólusetja börn á aldrinum C mán. til 3% árs, sem ekki áður hafa verið bólusett. Finnur Jónsson*. alþingismaður kom hingað til bæjarins í gær ásamt konu sinni. Áttræöur. Magnús Jónsson, sjómaður, Sundstræti 35, er áttræður í dag. Skutull óskar þessum gamla heið- ursmanni til hamingju með afmæl- ið og mun geta lians nánar í næsta blaði. Hjónavígsla. Þann 20. ágúst s. 1. voru gefin saman í lijónaband Anna Þórðar- dóttir, hárgreiðslukona og Bjarni Bachmann, íþróttakennari. \ y

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.