Skutull

Árgangur

Skutull - 09.09.1949, Blaðsíða 2

Skutull - 09.09.1949, Blaðsíða 2
2 S K U T U L L Út úr eyðimörkmni. Bæjarbúar hafa loks fengið nægilegt neyzluvatn. Vatn- ið er tekið úr Tunguá samkvæmt tillögu Alþýðuflokksins á bæjarsjórnarfundi 17. sept. 1947. Aðeins einn fulltrúi meirihlutans greiddi tillögunni atkvæði. Loks hefur nú bæjarstjórnar- raeirihlutinn endað sína átakan- legu eyðimerkurför í vatnsmálun- um. Nægilegt neyzluvatn er nú komið til bæjarins, og er það öll- um bæjarbúum mikið fagnaðarefni, mitt í því einstæða óreiðufeni, sem allt er annars að sökkva í, er sokk- ið getur undir óstjórn Vigur-ráð- leysingjanna. Þeir hafa líka verið alteknir af vatnsgleðinni, síðan áfanganum var náð, og þykjast nú hafa unnið að lausn vatnsmálanna af fádæma fyrirhyggju og með einstakri ráð- deild!! Bæjarbúar hafa hent gaman að þessum mannalátum meirihlutans, sem virðist allur vera orðinn álíka montinn og loftkenndur og Sigurð- ur frá Vigur, — Dóri frá Gjögri líka! Hvert einasta mannsbarn í þess- um bæ veit hins vegar, að saga núverandi bæjarstjórnarmeirihluta og vatnsins er löng raunasaga um úrræðaleysi, fálm og mók. Má með sanni segja, að sá kafli í stjórnar- sögu Vigur-liðsins, sé einhver gleggsta spegilmyndin af þessum ráðherrum. Fyrstu sporin. Skal hér nú gefið örstutt yfirlit yfir þennan kafla, og að lokum minnt á hvernig hinir „óþreyttu athafnamenn“ voru leiddir út úr eyðimörkinni af hinum „örþreyttu" Alþýðuflokksmönnum, — en sár- nauðugir þó. Eitt hinna glæstu loforða núver- andi meirihluta íhalds og komm- únista, var það, að hann skyldi sjá bæjarbúum fyrir miklu og góðu neyzluvatni bæði fljótt og vel. Já, og nú var ekki látið sitja við orðin tóm. Lausnin var fundin í hvelli: BYGGJUM GEYSISTÓRAN VATNSGEYMI UPP 1 STÓRURÐ!! Strax um sumarið 1046 er svo hafizt handa!! Nokkrir verkamenn eru sendir af stað upp í Stórurð með skóflur, haka og hjólbörur og danskur verk- fræðingur í broddi fylkingar, og átti sá að stinga út í kortinu. Eftir að hafa litazt um nokkra hríð á- kvað sérfræðingurinn, að hinn glæsta framtíðar-vatnshöll skyldi standa, þar sem leiðslan úr Selja- landsá lá sniðhallt út yfir urðina. Vatnið minnkar. Þurfti því fyrst að færa leiðsluna til hliðar og þá setja á hana hné. Afleiðingarnar verða stóraukin þrengsli í leiðslunum, trépípur Ragnars, sem annars höfðu heil- brigðisvottorð Sigurðar Thorodd- sen, gliðna sundur, og vatnið stór- minnkar í bænum. Þetta var nú fyrsta skrefið og þar með hefjast vökunætur isfirzkra húsmæðra yfir þvottabölunum og ennfremur yfir vatnsfötunum, til þess að ná í neyzluvatn til næsta dags. Og þá er tekið til að grafa og grafa. Ekki með skurðgröfu og jarð ýtu, sem hvort tveggja var til, held- ur með haka og skóflu, og mokstr- inum ekið í hjólbörum. Botninn suður í Borgarfirði. Þannig líða tvö löng ár. Sífellt er grafið dýpra og dýpra. Einn góð an veðurdag uppgötva svo Bakka- bræðurnir í bæjarstjórnarmeiri- hlutanum, að botninn er suður í Borgarfirði. Og nú kemur í „stjórn- artíðindunum“ langur kafli um fát og fum. Tilraunir og bollaleggingar eru um þá lausn á vandanuin að fá Marzelíus til þess að reka niður staura í grunninn undir Vatnshöll- ina. En áður en stauraævintýrið gæli hafizt fyrir alvöru, verður Gísla- Eiríki- Helga litið til lofts, — og sjá: Háspennulínan er þá beint uppi yfir grunninum, þar sem mannvirkið skal rísa hátt til him- ins. Þar með voru þessar vígstöðv- ar yfirgefnar, hverjar munu um langan aldur bera vitni þessa ógna- tímabils. Gleymdist að panta leiðsluna. Þegar berserksgangurinn rann af bæjarstjórnarmeirihlutanum og greftrinum var hætt í Klondyke, kom það í ljós, að gleymst liafði að panta vatnspípur í stað liinna sí- fellt hrörnandi Ragnars-röra, sem nú höfðu hlotið dauðadóm nýrra sérfræðinga. Meðan ölllu þessu fer fram, sverf ur vatnsskorturinn æ f.astar að bæj- arbúum, og reynist nú tíðum ókleift fyrir húsmæður að þvo þvotta, enda þótt að nóttu sé og í niður- gröfnum kjöllurum. En Vigur-ráð- herrarnir eru þreyttir eftir Stór- urðarbaslið og fá sér því væran blund, meðan vatnið er að drjúpa í fötur bæjarbúa á næturvagtinni. Fyrirhleðsla í Buná! Loks bregða þeir þó blundi, rísa upp við dogg og kalla fyrir sig verkfræðinginn. Eftir nokkrar bollaleggingar er hann svo gerður út með nesti og nýja skó og sendur fram að Buná. Þessi vísindaleiðangur verður til þess, að nýr fjörkippur færist í liðið og er nú hugmyndin að end- ur nýja Bunárleiðsluna og gera fyr- irhleðslu í ána, — eins konar safn- þró. Tillaga Alþýðuflokksins. Með þessar fyrirætlanir kemur svo bæjarstjórnarmeirihlutinn stormandi á bæjarstjórnarfund 17. september 1947. Alþýðufokksmenn töldu jjetta enga framtíðar lausn á vatnsmál- um bæjarins og báru fram eftirfar- andi tillögu: „Bæ.i aifulltrúar Alþýðu- flokksins leg'g'ja til, að verk- fræðingi bæjarins verði fal- ið að gera áætlun um vatns- veitu innan úr Tunguá. Verði athugun þessari hrað- að sem verða má og niður- staðan lögð fyrir bæjar- stjórn áður en endanleg á- kvörðun er tekin um endur- nýjun Bunárleiðslu“. Tillaga þessi var samþykkt með 4 atkv. Alþýðuflokksins og atkvæði Baldurs læknis, sem slitnaði þarna snöggvast úr Bakkabræðra-band- inu. Félagar hans urðu fýldir á svip og gáfu honum óhýrt auga. EN ÞESSARI TILLÖGU AIÞfÐU FLOIŒSINS VAR HALDIÐ LEYNDRI FYRIR VERKFRÆÐ- INGNUM I IIÁLFAN FIMMTA MÁNUÐ. Haustið leið því án þess að nokkrar rannsóknir væru gerðar. Þannig reyndi bæjarstjórnarmeiri- Fræg varð á sinum tíina grein Sigurðar Kristjánssonar um bænd- urna ineð mosann í skegginu. Illaut Sigurður af lienni viðurnefnið „Mosaskeggur“, er menn ræddu í léttari tón um höfundinn, en flokk- ur hans varð fyrir verðugu ámæli fyrir að ljá rúm blaða sinna undir svo óverðskuldað níð um íslenzka bændastétt. Forustugrein seinasta Vestur- lands er furðuleg riasmíð, sem oft mun verða hent gaman að á kom- andi árum eins og að mosagrein- inni forðum, og ekki er jafnvel ó- líklegt, að kristið fólk þykkist við, er það les boðskapinn. Svo fór það a.m.k. með bændurna á sinni tíð. Þeir minntu ílialdið árum saman á mosagreinina, og töldu hana eins konar „níðstöng", sem íhaldið hefði reisl gegn bændastéttinni. 1 hinni nýju „mosagrein" Vest- urlandsins segir svo: „Boðorð Moses voru 10. Flest Þeirra byrja á orðunuin: „Þú skalt ekki“ þau voru því neikvæð. Boð- orð Jesú frá Nazaret voru hinsveg- ar aðeins tvö. (!!) Þau voru já- kvæð: „Þú skalt“ elska náunga þinn eins og sjálfan þig og elska og trúa á Guð (svo!!). Boðorð Mose og bönn voru úrelt fyrir 2000 árum. Þó voru þau aðeins 10 (!!). Bönn Emils eru ekki 10, heldur skipta þau hundruðum. Enginn er í vafa um að boðorö meistarans frá Nazaret var (svo) stórkostleg framför miðað við bönn Moses. Þú skalt elska náungann eins og sjálf- an þig er glæsilegasta mannrétt- indaskrá allra tíma. Mannréttinda- skrá frönsku byltingarinnar: „Frelsi, jafnrétti og bræðralag er aðeins fátækleg upptalning þess, sem mannréttindaskrá meistarans felur í sér“. Svo inörg eru þau orð. — Og þvílíkur dásamlegur mosagróður. „Boðorð Jesú frá Nazaret voru aðeins tvö !! segir Vesturlandsrit- stjórinn. — Hvað ætli lögvitringur- inn frá Vigur, sonarsonur séra Sig- urðar Stefánsson'ar Vigurklerks, hlutinn á allan hátt og í lengstu lög, að koma í veg fyrir þá lausn á vatnsmálinu, sem nú er fengin. Um leið og bæjarbúar gleðjast yfir gnægð hins tæra vatns úr Tunguá, ættu þeir einnig að sam- fagna bæjarstjórnarmeirihlutanum, sem einu sinni á kjörtímabilinu bar gæfu til þess að taka sönsum, þótt seint væri og með ólund mik- illi, því að það er hið einasta eina, sem þessir hrakfallabálkar ættu að vera stoltir af. Og Alþýðuflokknum verður það jafn mikill sæmd að hafa á svo drengilegan hátt leitt þá út úr hinni vatnslausu eyðimörk, hvort sem þeir kannast við það eða ekki. hafi annars lesið langt aftur eftir i Nýjatestamenntinu, fyrst niður- staða hans er slík í kristnum fræð- um? „Boðorð meistarans frá Nazaret var stórkostleg framför miðað við bönn Moses“, segir í hinni nýju spekinnar bók. — Hér er boðorð Jesú aðeins orðið eitt eins og menn sjá. Virðist annað þeirra því hafa brotnaö í meðförunum. Enn segir svo í mosagrein hinni nýju: „Þú skall elska náungann eins og sjálfan þig er glæsilegasta mann- rétlindaskrá allra tíma“. Hver skilur heimskuþvætting þinn? Þú ekki sjálfur leiruxinn!! Eða hver mundi fylgjast með rök fræði sem þeirri, er í þessum setn- ingum felst? Boðorð Mose og bönn voru úr elt fyrir 2000 árum. Þó voru þau aðeins 10“. . . . .Urðu úrelt fyric 2000 árum, þrátt fyrir það, að þau voru ekki fleiri!! Já hver skilur? En er það auk þess ekki dálítið nýstárleg kenning, að hin svo nefndu „Tíu boðorG Guös“, sem ennþá eru kennd hverju skóla- barni um gervallan kristinn heim — séu úrelt fyrir þúsundum ára? Hvað segja menn t.d. um boðorð- ið: „Þú skall ekki aSra guSi hafa“? Úrell, segir Sigurður frá Vigur, og virðist ])ví vera fjölgyðistrúar. Eða annað boðorðið: „Þú skalt ekki leggja nafn GuSs þíns við hé- góma"? „Úrelt og neikvætt“ og „samrýin- ist“ sjálfsagt ekki þörfum þeirra manna, sem hafa gert sér það að féþúfu, að túlka málstað íhaldsins í dálkum Morgunblaðsins. Eftir þessúm nýja boðskap Vig- urpiltsins er það líka úrelt boðorð, að heiðra föður sinn og móður. Á sama hátt liefir boðorðið: „Þú skall ekki mann deyða", fengið sinn ógildingardóm íhaldslögfræð- ingsins. Skiljanlegt er, að boðorðið: „Þú Ógilding boðorðanna. Ritstjóri og ábyrgðamiaður: Sigurður Bjarnason frá Vigur Afgreiðsla og auglýsingar Hafnarstræti 12 (Uppsalir) Verð árgangsins krónur 20,00 Skrifstofa Uppsölum, sími 193 ——--------------------—__________________________j

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.