Skutull

Árgangur

Skutull - 09.09.1949, Blaðsíða 3

Skutull - 09.09.1949, Blaðsíða 3
SKUT ULL 3 skalt ekki stela“ falli ekki vel í kramiö hjá heildsalalýö, bröskur- um og fjárplógsmönnum, og hvað er þá annað að gera en að ógilda það? Og þar sem kosningabardagi fer í hönd, en fátt um fína drætti sterkra raka og góðs málstaðar hjá ihaldinu -— er j)á nokkuð nema sjálfsagður hlutur að afmá hara ó- þægilegt boðorð eins og þetta: „í>ú skalt ekki Ijúgvi'lni bera gegn ná- unga þínum“. — A.m.k. getur ver- ið vissara fyrir Morgunblaðsmenn að áskilja sér allan rétt til að tala lit um svoleiðis fólk. Það verður sjálfsagt ekki farið ýkjalangt út fyr- ir hófleg takmörk, af þeim mönn- um, sem minnast boða meistarans frá Nazaret um að elska náungann eins og sjálfan sig, og lofa því h;\líð lega að hafa þau í heiðri, sem mannréttindaskrá allra tíma!! Þá kemur okkur Isfirðingum það ekki með öllu ókunnuglega fyrir, að forseti bæjarstjórnar finni óstæðu til að kveða upp ógildingardóm yfir þessu skorinorða banni Móse: „Þú skalt ekki girnasl hús ná- unga þíns“. Þannig stendur nefnilega á hér í bæ, að byggðar hafa verið fyrir ríkisfé, 12 íbúðir, samkvæmt lög- um um útrýmingu heilsuspillandi íbúða. Þetta húsnæði þeirra, sem í ó- hæfum hreysum búa, girnast nú ýmsir vel fjáðir íhaldsmenn bæjar- ins, þrátt fyrir l)oðorð meistarans: „Elska skaltu náungann eins og sjálfan þig“. En það boðorð kveð- ur Vigurpiltur ennþá vera í gildi. Nei, um það er engum blöðum að fletta, að boðorðið: „Þú skalt ekki girnast hús náunga þíns“, er ótækt boðorð eins og hér stendur á, og burt með það út í yztu myrkur. Þannig afneitar Sigurður frá Vig ur „hinum 10 boðorðum Guðs“ og telur þau ineð engu móti henta Morgunblaðsfólki nútímans. — Og lái honum það hver sem vill!! Eins og flestir muna, var Móses sonur þrælkaðrar þjóðar. Hann var eitt þeirra barna, sem bera skyldi út. Sem fulltíða maður hóf hann svo frelsisbaráttu fyrir þjóð sína og var laridrækur ger. En hann kom aftur og hóf frelsisbaráttu að nýju. En er kjör þjóðarinnar feng- ust ekki bætt, flýði hann með ísraelsmönnunum úr landi og leysti þannig þjóð sína úr þræl- dómsfjötrum Egyplalandskonungs. Þannig jer saga Móse í stuttu máli. — Af henni er enginn íhalds- keimur. Fjarri fer því. Þess vegna er ekki að undra, þó að boðorð þau, sem við hann eru kennd, finni ekki náð fyrir augum íhaldsmanna. — En samt er svo kennt í kristn- um fræðúm, að þessar lífsreglur hafi allir kristnir menn fengiS sem arf frá Israelsmönnum. — Verður því að teljast vafasamt að ógilding- ardómur Sigurðar frá Vigur á boð- orðunum fái biskupsstaðfestingu að sinni. Látum það svo vera, þó að spá- maðurinn Móses sé gerður að fals- spámanni og að því er manni skilst að „argvitugum sócialdemokrat“ á borð við Emil Jónsson, viðskipta- málaráherra. Undan því mundi hvorugur þeirra þurfa að kvarta. Hinsvegar mundi mörgum þykja fróðlegt að fá meira að heyra af nýstárlegum guðfræðikenningum sonarsonar séra Sigurðar Stefáns- sonar í Vigur. Andlát. Guðmundur Bjarnason, Sólgötu 5, andaðis á Landspítalanum 6. þ. m. Hann var um langt skeið sjúkl- ingur á Vífilsstöðum. Guðinundur heitinn var orðinn nolckuð liress og var hér heima í sumar í leyfi fró hælinu eins og undanfarin sumur. Um það leyti sem liann kom liingað i sumar, kenndi liann magasjúkdóms, og fór liann þá flugleiðis suður. Guðmundur stundaði sjómennsku á togaranum Hávarði Isfirðing, þar til hann veiktist. Hann var íþrótta- maður ógætur og meðlimur í Ksf. Herði. Á sjónum og í sambandi við íþróttastarfseini sína eignaðist hann marga vini, sem nú sakna góðs félaga, er fallið liefur í valinn fyrir aldur fram. En þyngstur er harmur móður- innar, Salóme Aradóttur, sem nú sér á bak einkabarni sínu. Mann sinn missti hún einnig fyrir fáum árum. Skutull vottar þessari öldnu konu innilegustu samúð sína. Lík Guðmundar heitins verður flutt liingað til greftrunar. almenningsþvottahús. Hannibal Valdlimarsson, skólastjóri, um upp- eldismál, og Baldur Jolinsen, hér- aðslæknir, um matarræði og tann- skemmdir. 1 lok þlngsins var skemmtikvöld í húsmæðraskólanum og gestum boðið. Ungfrú Sigrún Magnúsdóttir og Sigurður Jónsson, prentari, sýndu þætti úr Bláu kápunni með undirleik ungfrú Elísabetar Krist- jánsdóttur og Ingvars Jónassonar. Þótti konunum það hin bezta skemmtun. Stjórn sambandsins skipa: Frú Sigríður Guðmundsdóttir, formað- ur; frú Guðrún Arnbjarnardóttir, ritari og frú Unnur Guðmundsdótt- ir, gjaldkeri. Stofa til leigu hjá Gunnari Bjamasyni, Engj aveg 32. Herbergi til leigu í Túngötu 12. Símon Helgason. Skólasetning. Húsmæðraskólinn á Isafirði verður settur fimmtudag- inn 15. september kl. 2 e. h. Nemendur mæti í skólanum á miðvikudag kl. 8. e. h. Skólastjóri. Tilboð óskast i V4 af húseigninni Pólgata 6, Isafirði, og % af jörðinni Látrar i Aðalvik með 3 íbúðarhúsum og sjávarhúsum. Tilboðum sé skilað á skrifstofuna fyrir 20. sept. n. k. Síldveiöin. 1 fyrradag kom Arnarnesið með 2000 mál síldar til Seyðisfjarðar og Helgi Helgason með 1200 mál. Veiðihorfur eru sagðar góðar austur frá um þessar mundir. Nokkur síldveiðiskip héðan frá Isafirði og nágrenni eru þegar hætt og komin heim. Þessi ísfirzku skip eru komin heim: Ásúlfur, Freydís og Finnbjörn. ISAFJÖRÐUR — SIGLUFJÖRÐUR. Á morgun og sunnudag fer fram á íþróttavellinum hin árlega frjáls- iþróttakeppni milli ísfirðinga og Siglfirðinga. Bæjarbúar eru hvattir til að koma á íþróttavöllinn og fylgjast með þessari hörðu keppni. Skiptaráðandinn i Isaf j arðarsýslu, 7. september 1949. JÓH. GUNNAR ÓLAFSSON. Aðalíundur. Aðalfundur Bökunarfélags Isfirðinga h.f., Isafirði verður hald- inn i húsi félagsins laugardaginn 24. september 1949 kl. 9 e. h. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Isafirði 9. september 1949, Sigurður Guðmundsson. Sjötugsafmæli. Ketilríður Veturliðadóttir, Hlið- arveg 33, verður sjötug laugardag- inn 10. sept. n. k. Þessarar merku konu verður minnzt í næsta biaði Skutuls. Iivennaþing VestfjarSa. Ilið árlega þing sambands vest- firzkra kvenna var háð í nýja hús- mæðraskólanum hér á Isafirði dag- ana 2. og 3. sept. s. 1. Mættir voru fulltrúar frá 12 fé- lögum af 14, sem eru í samband- inu, og sátu þingið 23 fulltrúar, auk stjórnar. Frú Sigríður Guðmundsdóttir frá Lundum, form. sambandsins setti þingið og stýrði því, en kvenfélög- in hér á staðnum sáu um undirbiin- ing og móttökur. Þingið tók til meðferðar ýmis málefni kvenna ásamt öðrum al- mennum málum, og ríkti áhugi og ágæt samvinna á fundinum. Þessi erindi voru flutt á þinginu: Frii Kristín Iíristjánsdóttir, um Tilkynning frá Bókasafni ísafjarðar. Bókasafn ísaf jarðar verður opnað til útlána frá 14. sept. n. k., og fara útlán eftirleiðis fram á þessum tímum: Mánudaga kl. 8—9 e. h. Þriðjudaga kl. 6—7 e. h. Miðvikudaga kl. 6—7 e. h. Fimmtudaga kl. 6—7 e. h. Föstudaga kl. 8—9 e. h. Laugardaga kl. 6—7 e. h. Þeir, sem fá lánaðar bækur þurfa að kaupa ný skírteini, er kosta kr. 10,00. Lestrarsalur verður opnaður síðar í mánuðinum og verður það nánar auglýst. Bókavörður.

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.