Skutull


Skutull - 23.09.1949, Blaðsíða 1

Skutull - 23.09.1949, Blaðsíða 1
Gjalddagi SKUTULS var 1. júlí. Árgangurinn kostar kr. 20.00. '] XXVII. árg. Isaf jörður, 23. september 1949. 27. tölublað. Finnur Jónsson: Alþýðuflokkurinn gengur einhuga til kosninga. Þrír frambjóðendur Alþýðuflokksins. Andstæðingum Alþýðuflokksins í bæ og sýslu er orðið ákaflega ó- 'rótt, og versnar mjög, því nær sem ilregur þingkosningum. Peir höfðu talið sér trú um að Alþýðuflokkur- inn gengi ekki heill til kosninga og gæti það hjálpað þeim til þess að virina sigur á honum í kosningun- um. Málstaður þeirra sjálfra var jafn vonlaus og verið hefir, svo ekki gat hann veitt þeim aukið brautargengi. Kommúnistaflokkurinn er að liðast í sundur vegna harðra al- þjóða deilumála um Moskvalínuna. Þessar deilur eru um það hvort nokkur kommúnisti megi hafa þjóð lega skoðun, eða hvort allir verði að lúta boðorðum einræðisherrans í Moskva svo sem krafist er það- an og megi ekkert tillit taka til fósturjarðar sinnar. Nokkrum fyr- verandi frambjóðendum til Alþing- is hefir þegar verið vikið til hliðar, vegna óhlýðni við einræðiskröfu Rússa, og er þetta von, Rússarn- ir hafa enn öll völd í miðstjórn flokksins, en kjósendurnir hafa ekkert að segja. 1 Sjálfslæðisflokknum logar allt í valdabaráttu. Heildsalarnir sem leggja flokknuni til peninga í kosn- ingasjóð og í blaðaútgáfu, og kosta Georg og Konna á fundina, krefj- ast þingsæta í hlutfalli við fram- lögin. Ólafur Thors og Rjarni Ben. vilja fara varlega í þetta, til þess að fæla ekki kjósendur frá flokknum. Auk þess er.þeim vandi á höndum, því mikið stríð er á milli heildsal- anna innbyrðis um skiptingu þing- sætanna, ekki síður en um skipt- ingu innflutningsins. Þessi barátta er mjög illvíg. öfund og metningur milli ýmsra ónafngreindra fyrir- tækja getur orðið að óviðráðanlegu báli sem eyðir Sjálfstæðisflokkn- um. Forystumennirnir, sem utan við verzlunina standa, miðla mál- um eftir mætti, en þeirra hlutverk er oft erfitt. Margt er annað til ó- samlyndis á kærleiksheimilinu. „Flokkur allra stétta" verður að hafa margar skoðanir á hverju máli, til þess að geðjast öllum stétt- um. Þetta er ekki síður línudans, sem krefst fimi og jafnvægisæfinga en hjá kommúnistum og er meiri vandi en svo að það takisl til lengd ar. T.d. er Sjálfstæðisflokkurinn marg klofinn í gengismálinu og þorir hvorki að segjast vera með gengislækkun eða mótfallinn henni, fyrir kosningarnar. Hann hefir þegar fengið opinbert tilboð frá Framsóknarflokknum um bæði gengislækkun og lögboðna festingu launa, eða öðru nafni nýjan gerðar- dóm, en þorir hvorugu að játa fyrir kosningarnar af ótta við launþega og aðra, sem hvorki vilja láta gera laun sín né sparifé að engu. Iíins- vegar lætur hann blöð sín tala um ,,ákveðnar ráðstafanir" og nauðsyn þess að taka málin „föstum lök- um" til þess að gefa þeim, sem æstir eru í gengislækkun í skyn, fram yfir kosningar að hann muni fella gengið að kosningum loknum. Jafnframt þarf Sjálfstæðisflokk- urinn að halda jafnvægi milli bænda og launþega. Hann skiptir sér þessvegna í bændadeild og kaupstaðadeild. Bændadeildin tal- ar við bændur og skammar opin- bera starfsmenn og aðra launþega fyrir óhæfilegar launakröfur, er hún svo nefnir, og Framsókn fyrir að hafa ekki selt bændum nógu niikið sjálfdæmi til þess að okra á mjólk og kjöti. Kaupstaðadeild Sjálfstæðisflokksins talar hinsveg- ar við opinbera starfsmenn, eins og þeir vilja heyra, segir að þeim sé aldrei of vel launað, nei sjálf- sagt að hækka við þá launin og læt- ur jafnvel tilleiðast að flytja tillög- ur til hækkunar með öðrum flokk- um, ef því er að skipta. Svo mikil er tvöfeldnin í þessum málum að Sigurður frá Vigur bíar og gerir gælur við opinbera starfs- menn í Morgunblaðinu, en talar í Vesturlandi um þá sjálfsögðu kjarabót, er þeir fengu með launa- lögunum sem „vitlausustu launalög Evrópu. Á sama hátt telur hann launauppbætur verkamanna eftir í Vesturlandinu en styður þær í Reykjavík.! Um Framsókn er á almanna vit- orði, að sá flokkur er í upplausn. Hatramar deilur foringjanna um völd, ásamt algerum skorti á fastri stefnu í nokkru máli hefir rekið fjölda gamalla Framsóknarmanna úr flokknum. Jónas Jónsson, sem vár faðir flokksins, hefir hrökklast úr hon- um og nú stendur hatröm deila um völdin milli Hermanns og Eysteins. Flestir Framsóknarmenn, sem flytja ur sveitunum fyllast vonleysi yfir stefnuleysi flokksins. Þeim of- býður íhaldssemin, sem orðið hef- ir allsráðandi í Framsókn, sbr. þeg~ ar Hermann Jónasson kallaði Al- mannatryggingarnar og launalögin mútumál. Þeir missa trúna á land- ið og þjóðina og lenda yfir til kommúnista. Þeir leita til öfganna i vonbrigðum sínum. 1 öllum þessum flokkum valda deilur um aukaatriði því, að eng- inn þeirra gengur heill til kosn- inga. Þeir hafa allir misst sjónar á höfuðatriðum stefnu sinnar, fyrir baráttunni um völd eða einkahags- muni. Alþýðuflokkurinn einn gengur heill og einhuga til kosninga. Deil- ur hafa að vísu risið i Alþýðu- flokknum um afstöðu til utanríkis- mála og um afstöðu til samvinnu við aðra flokka. Þessar deilur hafa orðið allharðar stundum, en hins- vegar er enginn ágreiningur í flokknum um höfuð stefnu hans og takmark. Alþýðuflokkurinn, þó minnstur hafi verið þingflokkanna, hefir sett meiri svip á félagsmála- löggjöf síðari ára, en nokkur ann- ar flokkur. Þjóðin hefir í mörgu viðurkennt stefnu Alþýðuflokksins. Hans mál hafa náð vinsældum fólksins og hrifið huga þess. Þess- vegna vilja aðrir flokkar nú gjarn- an eigna sér ýms mál Alþýðuflokks ins, sem þeir áður börðust á móti. Þeim kjósendum fer æ fjölgandi, sem viðurkenna yfirburði Alþýðu- flokksins yfir aðra flokka og kom þetta gerla í ljós í síðustu Alþingis- kosningum, þar eð enginn flokkur jók atkvæðatölu sína eins og Al- þýðuflókkurinn. Við þessar Alþingiskosningar leggjum við Ásgeir Ásgeirsson vinnu "okkar á Alþingi og fyrir kjördæmi okkar, enn á ný undir dóm kjósenda. Og í Norður-Isa* fjarðarsýslu leitar Hannibal Valdi-1 marsson vegna Alþýðuflokksins, eft ir trausli meirihluta kjósenda. Hannibal hefir setið á þingi og unnið ótrúlega mikið á, til þess að bæta úr sinnuleysi núverandi og fyrverandi íhaldsþingmanna N.- Isafjarðarsýslu um fjárframlög til framfara í sýslunni. Verður væntan lega tími til að rifja það upp síðar. Að þessu sinni skal aðeins áherzla á það lögð að Norður-lsafjarðar- sýsla ætti nú landsins vegna og kjósendanna að þvo af sér íhalds- þingmanninn og komast í Alþýðu- flokksfélagsskap Isfirðinga og senda Hannibal Valdimarsson á þing, sem kjördæmakosinn þing- mann. Finnur Jónsson. Haraldur GuSmundsson, efsti maSur á Reykjavíkurlistanum. Gylfi Þ. Gíslason, i ö&ru sæti á Reykjavíkurlistahum. L:,.:,. ' ^- ,.,:J Séra Sigurb'ur Einarssonf frambjóðandi AlþýQuflokksins í BarSastrandarsýslu.

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.