Skutull

Árgangur

Skutull - 23.09.1949, Blaðsíða 3

Skutull - 23.09.1949, Blaðsíða 3
SKUTULL 3 Matthíasi misboðið. Ajmæli. t dag er Vigdís Jónsdóttir, móð- ir Þórðar Jónssonar, múrara, Pól- götu 5, hér í bæ, 85 ára. Óli Guðmundsson, Elliheimilinu, Isafirði, er 85 ára í dag. Rótarlegri árás Vesturlands á þá iðnaðarmenn, sem unnu að uppsetningu nýju vél- anna i fiskimjölsverksmiðjunni á Torfnesi, mun verða svarað í næsta hlaði. Kosningafleipur. Nýtt blað hóf göngu sína þ. 21. þ.m. og nefnist það lsfirðingur. Blaðið er málgagn Framsóknar- manna á Vestfjörðum, og mun aðal lega vera skrifað af Kristjáni frá Garðstöðum, sein er, eins og bæjar- húar þekkja, bæði mælur og hrein- skilinn maður, enda nefnir hann sjálfur skrif sín „fleipur“ og „krukkspár". Þá, sem skrifa fyrir kosningar, og „spá“ fyrir kosning- ar nefnir hann „ritgemsa" og svo gerist hann sjálfur stórkostlegur .,ritgemsi“, sem geisist hringinn í kring um landið. Að þessu sinni skal ekki frekar dæmt hér um hið nýja blað, en eitt af því sem blaðið „fleiprar“ um, er það, hver álirif framboð Fram- sóknarflokksins hafi hér á Vest- fjörðum, einkum í N.-lsafjarðar- sýslu. Eins og allir frjálslyndir menn hljóta að sjá, þá eru þessi framboð eingöngu til þess fallin að lijálpa íhaldinu, en spilla fyrir Al- þýðuflokknum, enda er það margt i fari Framsóknar, sem gerir mönnum erfitt að átla sig á, hvor sé íhaldssamari hún eða Sjálfstæð- isflokkurinn. Gestir. Jóhann ögmundsson og Jón Norðfjörð, leikari frá Akureyri, eru væntanlegir til bæjarins um helg- ina. Munu þeir lialda hér og í ná- grenninu fjölbreyttar skemmtanir með gamanþáttum, söng, skrýtlum, upplestri og gamanvisum. Jón er landskunnur sem leikari og leikstjóri. Hjónaband. Laugardaginn 24. sept. n.k., verða gefin sainan í hjónaband í Aalborg í Danmörku Bodil Juul, dóttir Juul heitins lyfsala og Gunn- ar Frandsen, kennari. Heimilisfang þeirra er: Brudeparret Juul Frandsen, Sönderbrö 3, Aalborg. hverja stund yfir heyskapartímann, er þessi lenging á vinnutíinanum þeim mjög óhagstæð. Þarna sjáum við ótvírætt dæmi um það, hvert yrði hlutskipti ís- lenzkrar alþýðu, ef hún yrði svo gæfusnauð að eiga lífsafkomu sína og öryggi undir forsjá kommúnista. Þeir mundu skammta lienni skít úr hnefa og berja niður með blóðugri grimmd allar tilraunir til að skapa sér mannsæmandi lífskjör og auk- ið frelsi. Hjónaefni: Nýlega hafa opinberað trúlofun sína: Ungfrú Sigríður Sigurðardóttir og Gunnar Pétursson (Pétursson- ar), Grænagarði. Ungfrú Inga Bjarnadóttir frá Akureyri og Jens Sumarliðason, Isafirði. Ungfrú Jóna Júlíusdóttir frá Vestmannaeyjum og Tryggvi Jónas- son, ísafirði. --------0-------- Framboðslisti iUþýðuflokksins í Reykjavík. Frainboðslisti Alþýðuflokksins i Reykjavík er þannig skipaður: 1. Haraldur Guðmundsson, for- stjóri Tryggingarstofnunar rikis- ins; varaformaður Alþýðuflokks- ins. 2. Gylfi Þ. Gíslason, prófessor; ritari Alþýðuflokksins. 3. Soffía Ingvarsdóttir, húsfrú; formaður Kvenfélags Alþýðuflokks- ins í Reykjavík. 4. Garðar Jónsson, sjómaður; ritari Sjómannafélags Reykjavíkur. 5. Eggert G. Þorsteinsson, múr- ari; ritari Múrarafélags Reykjavík- ur. 6. Þórður Gíslason verkamaður. 7. Aðalsteinn Björnsson, vél- stjóri. 8. Sigurður Ingimundarson efnafræðingur. 9. Jóna Guðjónsdóttir, skrif- stofukona; varaformaður Verka- kvennafélagsins Framsóknar í Reykjavík. 10. Alfreð Gíslason, læknir. 11. Arngrímur Kristjánsson, skólastjóri; formaður Alþýðuflokks félags Reykjavikur. 12. Grétar Fells, rithöfundur. 13. Guðmundur Halldórsson, prentari. „ 14. Sigfús Bjarnason, sjómaður. 15. Jóhanna Egilsdóttir húsfrú; formaður Verkakvennafélagsins Framsóknar í Reykjavík. 16. Ólafur Friðriksson rithöf- undur; varaformaður Sjómannafé- lags Reykjavikur. 0 Nokkur framboð á Vestfjörðum. 1 Norður-lsafjarðarsýslu verður Þórður Hjaltason i kjöri fyrir Framsókn og Jón Timótheusson fyrir kommúnista. 1 Vestur-Isafjarð arsýslu verður Þorvaldur Þór- arinsson, lÖgfr., í kjöri fyrir komm únista. Hér á ísafirði er Kjartan .1. Jóhannsson í kjöri fyrir Sjálfstæð- isflokkinn og í Barðastrandarsýslu er séra Sigurður Einarsson í kjöri fyrir Alþýðuflokkinn. Fyrir röskum mánuði síðan fóru sjö bæjarbúar inn í Rafstöð og upp að Nónhornsvatni. Tilgangur ferð- arinnar var sá, að kynna sér ástand rafveitunnar þar fremra. Þegar heim kom, sömdu þeir stutta lýsingu á því, sem þeim þótti miður fara, og sendu hana rafveitu- stjórn ásamt tillögum til úrbóta. Vesturland birti þessar hógværu bendingar skömmu síðar, en for- maður rafveitustjórnar, Matthías Bjarnason, skrifaði eftirmála, sem i engu var frábrugðinn faðerninu. Það voru sem sagt eintómar skammir og skætingur, eins og þeg- ar götustrákar eru að brúka munn við fullorðið fólk. Það hefði verið skiljanlegt, að Hans Hátign, Matthíasi Bjarnasyni, formanni rafveitustjórnar, væri misboðið, ef einhverjir krakkar hefðu gert sig svo digra, að fara inn í „Kóngsríkið“. En þar sem þarna voru á ferðinni fullorðnir menn og engir flysjungar, er skæt- ingur rafveitustjórnarformannsins honum til minnkunar. En þetta er einmitt sami hrok- inn, sem þarna kemur í ljós hjá Matthíasi, og tíðast skartaði á síð- um Vesturlands fyrir síðustu bæjar stjórnarkosningar, þegar Vigur- liðið var að bjóða bæjarbúum „nýja, unga og óþreytta athafna- menn“!! Þá var ekki hægt að notast við menn eins og Halldór bankastjóra, Harald Leósson, kennara, eða Ind- riða Jónsson, skipstjóra. Nú er lieldur ekki hægt að hlusta á, hvað þrautreyndir iðnaðarmenn segja um tæknileg málefni. Hér á eftir fara athuganir og til- lögur sjömenninganna. Ýmsir"sögu- legir viðburðir hafa skeð þarna frammi í Rafstöð, síðan þeir voru þarna á ferð, og mun Skutull e.t.v. flytja einhverjar fregnir af rafveitu inálunum síðar. „Föstudaginn 4. ágúst fórum við undirritaðir inn í rafstöð og upp að Nónhornsvatni. Erindi okkar var fyrst og fremst það, að kynna okkur lekann á leiðslunni frá Nón- hornsvatni. Við komurast að raun um, að á trépípunum eru a.m.k. 62 lekastað- ir, þar af eru þó ekki nema fáir staðir, þar sem um mikinn leka er að ræða. Lekinn er aðallega með „múffum“, eða um samskeytin á pipunum og virðist okkur að frem- ur auðvelt myndi að gera við lek- ann, með því að „kalfatta“ með múffunum og setja á þær skrúf- bönd, sem nóg er til af inni í raf- stöð. Teljum við mjög áríðandi, að þetta sé framkvæmt, áður en haust- ar að, eða sem allra fyrst. Þá teljum við að mikið hefði verið unnið við það, að notfæra vatn það sem tilfellur fyrir neðan aðalstífl- una, enda þegar fyrir tveiinur ár- um byggð stifla í þeim tilgangi. Á- litum við sjálfsagt, að þetta sé gert svo fljótt, sem kostur er á. Ennfremur teljum við mjög á- ríðandi, að byggingu viðbótarinn- ar við stöðvarhúsið og steypu stöp- H Á S E T A vantar nú þegar á m.b. Isbjörn til síldveiða. Samvinnufél. Isfirðinga. uls undir vélina verði hraðaðj svo öruggt sé að uppsetningu á mótor- vél og rafal, ásamt tilheyrandi mælitækjum verði lokið það snemma í haust, að hægt verði að taka vélina í notkun þegar er fer að minnka í vötnunum“. lsafjörður, 8. ágúst, 1949. Sigurður Guðmundsson. Guðm. Þorvaldsson. Jón H. Sigmundsson. Helgi Guðmundsson. Samúel Jónsson. Björn H. Jónsson. Ól. Guðmundsson. -----0-------- Verzlunarfólk í Reykjavík segir upp samningum. Fjölmennur launþegafundur verzlunarmanna í Reykjavík, sam- þykkti nýlega að segja upp samn- ingum við atvinnurekendur. Verzlunarmenn fara fram á 35% kauphækkun og ýmsar lagfæringar á samningnum. Mjólk hækkar í verði. Hinn 10. sept. sl. gekk i gildi ný verðhækkun á mjólk og mjólkuraf- urum. Kostar „brúsamjólk“ nú kr. 2,05 lítrinn. Rjómi, seldur eftir lausu máli, kostar kr. 15,50 Iítr. Þetta er einn liðurinn í baráttu Framsóknarflokksins gegn dýrtíð- inni!! Bragð er að, þá barnið finnur. Sjálfstæðismenn hafa mikið gum- að af halelújasamkomu, sem þeir liéldu fyrir nokkru á Hólmavík, og var svo fjölsótt, að samkomuhúsið rúmaði ekki gestina. Var því ákveð ið að hafa úlimessu, og stigu þeir Bjarni Benediktsson, ráðherra, Eggert Kristjánsson, heildsali og frambjóðandi in spe, upp á hamar þarna nærendis. Lítið barn, sem viðstatt var, spurði þá föður sinn: Iivor er Batdur og hvor er Konni? ............................. B 1 Ó Alþýðuhússins sýnir: Föstudag og laugardag kl. 9 Stáltaugar Spennandi ensk mynd. Aðalhlutverk: JAMES MASON Bönnuð börnum innan 14 ára. Sunnudag kl. 9 „Þú ein“. Aðalhlutverkið leikur og syngur Benjamínó Gígli Sunnudag ld. 5 Gaukur og Gokki L— ---------------------~---»

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.