Skutull

Árgangur

Skutull - 23.09.1949, Blaðsíða 4

Skutull - 23.09.1949, Blaðsíða 4
4 S K U T U L L HVERGI er betra að verzla en í KAUPFÉLAGINU. Atvinna Kvenmann vantar í vetrar- vist á gott sveitaheimili í ön- undarfirði. Nánari upplýsing- ar gefur: Guðmundur Jónatansson, HlíSarvegi, ísafir'öi. RÁÐSKONA óskast nú þegar eða um næstu mánaðarmót á gott sveitaheimili. Upplýsingar gefur: Vinnumiðlunarskrifstofan Sími 64. R| úgui er meðal hollustu t| næringarel'na. — Gefið börn- um yðar, og etið sjálf, meira af rúgbrauði. Reynið rúgbrauð frá fíök- unarfélagi Isfirðiriga. IEkkert brauðgerðarhús á Vesturlandi framleiðir nú meira af þessari brauðteg- und en Bökunarfélagið. Bæði seydd og óseydd. Nýtízku tæki til brauðgerðar Mótmæli meírapr óí sbílsí j ór a. „Dómsmálaráðuneytið, Reykjavík. Á fundi meiraprófsbifreiðastjóra, sem haldinn var á Isafirði sunnudaginn 11. þ.m., var sam- þykkt í einu hljóði að senda yður ásamt bifreiðaeftirliti rikisins eftir farandi fundarályktun: Við undirritaðir meiraprófsbif- reiðastjórar á Isafirði og nágrenni leyfum okkur liér með að senda hæstvirtu dómsmálaráðuneyti mót- mæli okkar gegn 8. gr. reglugerðar „Um kennslu og próf bifreiða- stjóra“, útgefinni 13. des. 1948, þar sem svipta á okkur rétti til kennslu í bifreiðaakstri, rétti sem við höf- um öðlast lögum samkvæmt og eig- um að hafa umráð yfir, svo framar lega sem við brjótum ekki þessi réttindi af okkur. Ákvörðun okkar, um mótmæli gegn umræddri reglugerð, byggjum við m.a. á eftirfarandi sambærileg- um staðreyndum varðandi útgáfu nýrra laga og reglugerða um svip- uð ákvæði. 1 Ekki voru þeir meiraprófs- bifreiðastjórar, sem gömul réttindi höfðu sviptir rétti sínum til kennslu í bifreiðaakstri og akstri leigubifreiða til mannflutninga, þegar ný lög voru samin um þyng- ingu til þess að öðlast þessi rétt- indi á sínum tíma. 2. Ekki voru þeir skipstjórar og stýrimenn báta og skipa, sviptir rétti þeim, sem þeir höfðu öðlast, þegar farið Var. fram á aukna menntun á því sviði. 3. Ekki voru þeir kaupmenn og iðnaðarmenn sviptir rétti sínum, sem þeir höfðu öðlast lögum sam- kvæmt, þegar lög voru sett um aukna menntun og hærri kröfur til þess að öðlast þau réttindi. 4. Ennfremur álítum við um- rædda 8. gr. reglugerðar útg. 13. des. s.l. brot á stjórnarskrá Iands vors, varðandi atvinnu- og persónu frelsi manna. 5. Kennsluréttindi, til kennslu í akstri og meðferð bifreiða, teljum við okkur liafa öðlast lögum sam- kvæmt og greitt fyrir þau réttindi þá fjárupphæð, sem af okkur var krafist, og teljum við því okkur ekki þurfa að ganga undir frek- ara próf í þeim efnum, né greiða fyrir þau réttindi frekari fjárupp- hæð. Við undirritaðir meiraprófsbif- reiðastjórar liöfum því ákveðið að ganga ekki undir próf það, sem halda á á Isafirði 14. þ.m., til þess að löggilda bifreiðastjóra til kennslu í meðferð og akstri bif- reiða.“ Ofangreind ályktun er undirrit- uð 41 meiraprófsmanni frá Isafirði og nágrenni. Ennfremur var einróma sam- þykkt eftirfarandi tillaga: „Almennur fundur meiraprófs- bifreiðastjóra, haldinn á Isafirði 11. sept. 1949, lýsir megnri ó- ánægju sinni á ákvæðum 8. gr. reglugerðar um kennslu og próf meiraprófsbifreiðastjóra, útgefinni 13. des. 1948. Par sem fundurinn lítur svo á, að aðaltilgangur reglugerðarinnar, eigi að vera sá, að skapa meira og frekara öryggi, en ákvæði nefndr- ar greinar muni síður en svo gera það, mótmælir hann greininni ein- dregið og skorar um leið á alla meiraprófsbifreiðastjóra á landinu, að bindast samtökum gegn reglu- gerðinni sem slíkri“. MUNIÐ Björgunarskútusjóð Vest- fjarða. öllum fjárstuðningi veitt móttaka hjá Kristjáni Kristjánssyni, Sólgötu 2. Isafirði. t----------*----------—----------------------—---------------------- Innilega þakka ég öllum kunningjum og venzlafólki fjær og nær, fyrir þá ánægju, sem það sýndi mér á 70 ára afmæli mínu, með heimsóknum, skeytum, gjöfum og blómum. fíið ég góðan guð að launa þeim. Ketilríður Guðrún Veturliðadóttir Hlíðarvegi 33. lsafirði. Auglýsing um innheimtu afnotagjalda af útvarpi. Menntamálaráðuneytið hefir með reglugerð 2. september s. 1. gefið út ný fyrirmæli varðandi innheimlu afnotagjalda og innsiglun viðtækja. Samkvæmt hinum nýju ákvæðum gilda fyrirmæli þau, er útvarpsstjóri gefur út varðandi þessi efni, samtímis um land allt. Með bréfi dagsettu 6. september til allra innheimtumanna Ríkisút- varpsins hefir verið mælt svo fyrir, að þeir þegar eftir 1. október n.k. geri gangskör að því að innheimta ólokin gjöld og setja viðtæki þeirra manna, er eklci liafa Iokið gjöldum, undir innsigli Ríkisútvarpsins. 1 3. grein hinna nýju ákvæða segir m. a.: „Til þess að standast kostnað sem því er samfara að innsigla viðtæki, skal eigandi viðtækisins greiða sérstakt gjald, er ákveðst 10% af afnota- gjaldinu á hverjum tíma“. I 4. grein segir svo: „Nú greiðir útvarpsnotandi gjald sitt, eftir að viðtæki lians hefir verið innsiglað, og skal þá svo fljótt sem við v.erður komið taka viðtækið undan innsigli og setja það aftur í notkun, enda hafi tækiseigandi þá greitt liið áskilda innsiglunargjald. Nú falla niður útvarpsnot vegna innsiglunar viðtækis af frama’ngreind- um ástæðum, og er þá útvarpsnotandi eigi að síður gjaldskyldur þann tíma, sem tæki hans liefir verið undir innsigli vegna vanskila frá hans hendi. Rjúfi útvarpsnotandi innsigli Ríkisútvarpsins, varðar það refsingu samkv. refsiákvæðum laga um útvarpsrekstur ríkisins, nr. 68, 28. des. 1934, nema þyngri refsing liggi við samkv. öðrum lögum“. Þetta tilkynnist hérmeð öllum þeim, sem hlut eiga að máli. Skrifstofa Ríkisútvarpsins, 12. sept. 1949. JÓNAS ÞORBERGSSON, útvarpsstjóri. Húseign mín Sundstræti 41, ísafirði. er til sölu. Áskilinn réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Rannveig- Guðmundsdóttir. kynnin frá Brunabófaféiagi íslands. Bæjarfógeti hefir úrskurðað lögtak á ógreidd brunabótagjöld og dráttarvexti fyrir síðasta gjaldár. Lögtök hefjast 1. október án frekari aðvörunar. Þess er vænst að þeir, sem eiga eftir að greiða gjöhl sín geri skil fyrir þann tíma svo komist verði hjá kostnaði og fyrirhöfn sem af lögtaki leiðir. Bi unabótafélag Islands. Hrefna Bjarnadóttir, umboðsmaður, Isafirði. Tónlistarskóli ísafjarðar verður settur 1. okt. n. k. Væntanlegir nemendur hafi skrásett sig hjá Páli Jónssyni, kaupfélaginu, fyrir þann tíma. Tónlistarfélag Isafjarðar. Prentstofan Isrún h.f.

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.