Skutull

Árgangur

Skutull - 30.09.1949, Blaðsíða 3

Skutull - 30.09.1949, Blaðsíða 3
S K U T U L L 3 Vesturlandi svarað. Fruntalegri árás Vesturlands á tvö atvinnufyrirtæki í bænunt, Fiskimjöl h.f. og Vélsmiðjuna Þór h.f., er lítillega svarað í eftirfarandi athugasemdum, sem blaðið hefir ver- ið beðið að birta. Guðmundur Þorvaldsson, verkstjóri, skrifar: Hugleiðing um glerbrot: Fyrir skömmu kom nafnlaus skriffinnur fram á sjónarsviðið í Vesturlandi, og réðist hann meðal annars á fiskimjölsverksmiðjuna Víking á Torfnesi. Óneltanlega ber þessi ritsmíð glögg merki um lít- inn góðvilja og allt of mikla van- þekkingu, en minna fer þar fyrir umhyggju fyrir fyrirtækinu og bæj arbúum. Ég þekki nokkuð til liessa fyrir- tækis, svo að þekking gæti aukizt, ef við greinarhöfundur legðum báð ir saman. Þessi ,,sagnaritari“ Vesturlands lelur, að verksmiðja liafi verið I)yggð á Torfnesi. En ég get frætt liann mn það, að þar hefur engin verksmiðja verið byggð á þeim tíma, sem hér um ræðir, heldur liafa verið settar vélar í gamalt hús. Þá talar hann urn, að verksmiðj- an hafi átt að taka til starfa á árinu 1948. En staðreyndin er sú, að þurrkarinn kom ekki fyrr en í apríl 1949, og er slíkur seinagang- ur í viðskaptainálum eflaust víða þekktur nú á seinni tímum. Þá talar þessi ,,sérfræðingur“ Vesturlands um Jrað, að afkasta- leysi vélanna stafi af mistökum á uppsetningu þeirra. Þarna er, vægast sagt, höggvið fullnærri þeim iðnaðarmönnum, sem framkvæmdu verkið, fyrst engin tilraun er gerð til þess að segja í hverju þau mistök eiga að liggja. Annars mundi margur verða þakklátur honum, ef hann gæfi slíkar upplýsingar, svo að hægt væri að ráða bót á. Að síðustu vil ég vekja athygli á þvi, að ritsmíðar, þrungnar van- þekkingu og missögnum, á borð við þessa Vesturlandsgrein, eru full- komið virðingarleysi fyrir sann- leikanum og lesendum. Guðmundur Þoi-valdsson. Frá stjórn Fiskimjöl h.f. Vegna ummæla í blaðinu Vestur- land 19. þ.m. 25. tbl., í greininni „Grjótkast úr glerhúsi", um reksl- ur fiskimjölsverksmiðju okkar á Torfnesi, viljum við taka þetta fram: Við tókum við verksmiðjunni af fyrri eigendum um áramót 1947—48. Nýjar vélar til vinnslu á blautum fiskúrgangi voru keyptar í ágúst 1948 og kom meginhluti þeirra hingað í lolc þess mánaðar, en ein aðalvélin kom þó ekki hingað fyr en í apríl 1949. Af þeim ástæðum gat ekki verið um að ræða vinnslu með nýjum vélum á vertíðinni 1948. Uppsetning vélanna gekk mjög vel og voru unnin í þeim 115 tonn af mjöli, úr blautu hráefni, á tímabilinu 15. maí til 25. júní s.l. Þá var aftur byrjað að vinna loftþurkað mjöl úr efni frá vetr- arvertíðinni og stendur sú vinnsla yfir enn og mun ekki lokið fyr en í nóvemberlok. Á meðan er ekki liægt að vinna úr blautu hráefni. Uppsetningu vélanna annaðist Vélsmiðjan Þór h.f. og hefir ekki koniið í ljós, að mistök hafi átt sér stað við uppsetninguna. Teljum við miður heppilegt að uppbygging atvinnufyrirtækja í bænum sé dregin inn í pólitísk- ar deilur að tilefnislausu. lsafjörður, 28. sept., 1949. I stjórn FISKIMJÖL H.F. Birgir Finnsson Kjartan J. Jóhannsson. Arngr. Fr. Bjarnason. Ketill Guðmundsson. Ólafur Guðmundsson. --------0-------- Á kjörskrá eru samtals 83 405 kjósendur. Samkvæmt skýrslu frá dóms- málaráðuneytinu eru 83 405 manns á kjörskrá við alþingiskosningarn- ar, serii fram eiga að fara 23. okt. n.k., en það er 5 735 fleira en við kosningarnar 30. júní 1940. Aukningin er aðallega í Reykja- vik, en þar eru 4 418 kjósendum fleira á kjörskrá en 1946. Fjölgun- in ulan Reykjavíkur er því 1317 og cr hún aðallega í kaupstöðum, t.d. á Akureyri er aukningin 45f), Hafn- arfirði 300. Ennfremur er um fjölg- un að ræða í sumuni sýsluin t.d. er aukningin á kjörskrá í Gullbringu- sýslu 700, Árnessýslu 130 og Borg- arfjarðarsýslu 200. Víða er um fækkun að ræða í sýslunum t.d. er fækkunin í N-Isafjarðarsýslu 150. Eftirfarandi skrá sýnir hve marg ir eru á kjörskrá i kjördæmunum: Einmenniskjördæmi: Borgarfjarðarsýsla 2223, Mýra- sýsla 1085, Snæfellsnessýsla 1760, Dalasýsla 765, Barðastrandarsýsla 1601, V.-lsafjarðarsýsla 1111, Isa- fjörður 1572, N.-lsafjarðarsýsla 1195, Strandasýsla 1043, V.-Húna- vatnssýsla 817, N.-Húnavatnssýsla 1318, Siglufjörður 1762, Akureyri 4146, S.-Þingeyjarsýsla 2381, N.- Þingeyjarsýsla 1013, Seyðisfjörður 479, A.-Skaftafellssýsla 765, V,- Skaftafellssýsla 887, Vestmannaeyj- ar 2025, Hafnarfjörður 2838, Gull- bringusýsla 4423. Tvimenniskjördæmi: Skagafjarðarsýsla 2223, Eyja- fjarðarsýsla 3133, N.-Múlasýsla 1473, S.-Múlasýsla 3215, Rangár- vallasýsla 1784, Árnessýsla 3267, Reykjavík 33 101. Eflið Alþýðuflokkinn Kjósið Finn Jónsson Afmœli. Þann 27. þ.m. varð Stefán Richter, smiður, sjötugur. Flestir Isfirðing- ar kannast við Stefán, en fáum mun þó hafa dcttið i hug, að hann væri kominn á þennan aldur, þvi elja hans við vinnu og fas allt í hví- vetna, gæti vel Jueft yngra manni. Stefán er kvæntur Ingibjörgu Magn úsdóttur, hinni mætustu konu, og hafa þau eignast 10 börn, en 4 þeirra eru dáin. Þrir synirnir eru smiðir og einn arkitekt. Skutull óskar Stefáni og fjöl- skyldu hans allra heilla í tilefni af afmælinu. Skólasetning. Gagnfræðaskóli Isafjarðar verð- ur settur kl. 16 á morgun í húsa- kynnum skólans. V ppprentun. Frambjóðandi Framsóknar, Jón Á. Jóhannsson, yfirlögregluþjónn, birtir undir sinu nafni í Isfirðingi í gær sainsuðu nokkra úr Tíma- greinum, og gætir þess vandlega, að skýra ekki frá afstöðu flokks síns til gengislækkunar, vísitölu- skerðingar og kaupgjald,s opin- berra starfsmanna, og er mannin- uin þetta nokkur vorkun, þar sem hann er form. í íélagi opinberra starfsinanna hér, og er mi að berj- ast fgrir hækkuöu kaupi, þvert of- an i vilja Framsóknar. — Þögn hans í gengismálinu kemur vel heim við j)á blekkingu í 1. tbl. Is- firðings, að með lækkun ísl. kr. gagnvart dollar sé lokið öllum fyr- irhuguðum gengislækkunum Fram- sóknar og íhaldsins. I þessu efni ætti frambjóðandinn og blað hans að læra Tímann betur, ef hann ætl- ar sér að fylgja flokkslínunni. ÚtbreiSsluslarfsemi. Að tilhlutan umdæmisstúku Vest- fjarða voru guðsþjónustur haldnar um s.l. helgi á.Patreksfirði, Bíldu- dal og Þingeyri. Séra Sig. Kristj- ánsson, sóknarprestur á Isafirði, predikaði, en kirkjukórar staðanna önnuðust söng. Á eftir messu fluttu þeir Grímur Kristgeirsson, um- dæinistemplar og Sveinn Gunn- laugsson, skólastjóri á Flateyri, er- indi um bindindismál. Velkomnir heim. S.l. sunnudag kom m.b. Hafdís af Grænlandsmiðum. Á Grænlands- miðum var afli yfirleitt tregur i suinar. Hafdís fiskaði 156 tonn af saltfiski. Yfirleitt láta skipverjar á Hafdís vel yfir dvöl sinni á Grænlands- miðum, þrátt fyrir vonbrigði með afla. Hafdís fór aftur út á veiðar s 1. miðvikudag. Bátar Björgvins Bjarnasonar munu um það bil að hætta veiðum. Er afli þeirra frá 140—160 tonn. Voru þeir búnir að fiska frá 40—60 tonn er Hafdís kom á miðin. Ætlun Björgvins mun vera að sigla flota sínum til New-Found- lands og láta hann stunda veiðar þaðan seinnihluta vetrar. Islenzkar kvikmyndir verða sýndar í Alþýðuhúsinu á sunnudaginn kl. 3 eftir miðdag. Myndirnar eru þessar: 1. Að námi og starfi í Gagnfræðaskólanum á ísafirði. 2. Ferming í Isafjarðarkirkju. 3. Sveitalíf á Islandi. 1. Líf Islendinga í Vesturheimi. (Ragnar H. Ragnar, stjórnar kór, sem syngur í myndinni). Isfirðingar, fjölmennið á þessa ísfirzku kvikmyndasýn- ingu. Þar sjáið þið ykkur sjálfa hundruðum saman. Övíst er, að sýningin verði endurtekin. Þakkarávarp. Mínar innilegustu þakkir vil ég hér með færa öllum þeim mörgu, sem sgndu mér samúð og veittu mér aðstoð við andlát og jarðarför sonar míns, Guðmundar Bjarna- sonar. Alveg sérstaklega vil ég þakka Egjólfi Leós og bræðr- um hans allt, sem hann og þeir hafa gert til að létta sjúk- dómsbgrði sonar míns — og fgrir mig á mínum erfiðu stundum. Guð btessi gkkur öll. Salóme Aradóttir. -------------------------------------------—---------------1

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.