Skutull

Árgangur

Skutull - 07.10.1949, Blaðsíða 2

Skutull - 07.10.1949, Blaðsíða 2
2 S K U T U L L Ábyrgð kjósandans. Aðfarir stærsta flokksins. SKUTULL VIKUBLAÐ | Otgefandi: | Alþýðuflokkurinn á lsafirði s Ábyrgðarmaður: > Birgir Finnsson | Neðstakaupstað, Isaf. — Sími 13 \ Afgreiðslumaður: | Guömundur Bjarnason ( Alþýðuhúsinu, Isaf. — Sími 202 S Innheimtumaður: j Haraldur Jónsson I Þvergötu 3. Isafiröi. „Xlla cLreymir drengiim minn“. Erfiðir draumar ásækja nú Sig- urð Bjarnason frá Vigur. Hann á við að búa stöðugt hugarangur og sálarstríð, sem liggur á honum með ofurþunga, bæði í vöku og svefni. Það, sem veldur hugarvíli hetjunn- ar frá Vigur, er Alþýðuflokkurinn. Að dæmi hræddra manna, sem eru á stöðugum flotta frá stað- reyndum tilverunnar, reynir Sig- urður Bjarnason að ljúga kjarki í sjálfan sig, telja sér trú um að ekkert sé að óttast, óttavaldurinn sé aðeins ímyndun ein en ekki veruleiki. Það er ekkert nýtt fyrirbrigði, að Alþýðuflokkurinn ræni sálar- friði Sigurðar Bjarnasonar. Þetta er ólæknandi sjúkdómur, sem við hann hefur loðað um margra ára skeið. Þegar líður að kosningum elnar honum sóttin svo stappar nærri ósjálfræði. Fyrir kosningarn- ar 1946 fékk hann injög alvarlegt kast, sem fjaraði þó út eftir því, sem frá leið kosningunum. Sigurður Bjarnason er skerrlmti- legt sýnishorn af ákveðinni mann- tegund, þessum sjálfglöðu vind- belgjum, sem ekkert eru nema loft- ið þegar á herðir. Sigurður lifir mikið í hugarheimi sjálfsblekkinga og sjálfsálits. Á sí- fellduin flótta undan hversdagsleg- um staðreyndum skapar hann sér hugarheim, draumaland, þar sem lilutirnir eru eftir hans vilja, og þar sem ævintýraprinsinn lieitir Sigurður Bjarnason. I þessu draumalandi Sigurðar finnst vitan- lega enginn Alþýðuflokkur, ekkert, sem æsir .upp hans viðkvæmu taug- ar. Hugfanginn og heillaður af un- aði draumalandsins, gekk Sigurður berserksgang, í dálkum Vesturlands og Morgunblaðsins, fyrir kosning- arnar 1946 og lirópaði: „Aiþýðu- flokkurinn er dauður flokkur. Það er enginn Alþýðuflokkur til leng- ur“. Aumingja Sigurður Bjarnason. 1 einfeldni sinni var hann farinn að trúa eigin óskum og ósannindum, hann gerði ekki mun á draumi og veruleika. Draumurinn mikli endaði ömur- lega. Niðurstöður kosninganna sýndu, að Alþýðuflokkurinn var ekki aðeins vel lifandi, heldur eini flokkurinn, sem jók atkvæðamagn sitt veru- Iega, eða um 40%, og bætti við sig tveimur þingmönn- um. Sjúkleiki Sigurðar lá nú niðri um skeið. Þegar sýnt þótti að kosið Sjaldgæfl er það um þessar mund ir, að athygli sé vakin á hinni þungu ábyrgð, sem ó hinum al- menna kjósenda hvílir. Sú ábyrgð er þó mikils verð og býsna þung, ef að er gáð. Sigurður Guðmundsson fyrrum skólameistari á Akureyri, víkur oft- ar en einu sinni að stjórnmólaá- byrgð kjósandans í liinni gagn- merku bók sinni „Á sal“, sem út kom á þessu ári. Á einum stað segir þessi þjóð- kunni uppeldisfrömuður svo um þetta efni: „Almennur kosningarSitur gerir oss öll, konur og karla, að stjórn- málamönnum. Vér erum samkvæml honum öll ráöherrar, höfum öll stjórnmálaábyrgö, höfum öll að of- urlitlu veg og vanda af kjörum yrði í haust lil Alþingis tók tauga- veiklunin sig upp á ný, og virðist nú verri en nokkru sinni áður. En jafnvel Sigurður Bjarnason lærir af reynslunni. Þó stenzt hann ekki freistinguna og grípur til sjálfs- blekkingar á flótta sínum undan Alþýðuflokknum. Hann skilur, að jafn augljósar og margafsannaðar lygar og það, að Alþýðuflokkurinn sé dauður, eru svo vitlausar, að enginn leggur eyrun að slíkri fjar- stæðu. Þessvegna hamast hann nú við að skrifa níð um „pínulitla flokkinn“, en það nafn vélur hann nú Alþýðuflokknum, ef einhver skyldi trúa nafngiftinni. Til frekari áréttingar á frásögn- um um „pínulitla flokkinn", segir liann frá útifundi norrænna al- þýðusamtaka, sem haldinn var í suinar á Arnarhólstúninu í Reykja- vík. I þeirri frásögn speglast sann- leiksást og heiðarleiki fræðimanns- ins, sem er að verða landsfrægur fyrir ógildingu boðorðanna. Sig- urður Bjarnason segir svo frá þess- um fundi, að fundarsókn hafi verið svo lítil, að Alþýðuflokkurinn hafi ekki* sézt með berum augum, til þess hefði þurft sjónauka. Þeir, sem til Sigurðar þekkja, færa hortum það eflaust lil máls- bótar, í þessu tilfelli, að hér þurfi ekki að vera um viljandi missögn að ræða, heldur stafi þessi óná- kvæmni í fréttaflutningi af þeirri ástæðu, að honum hafi verið farið að daprast sýn svona seint á degi, en fundurinn hófst um kl. 21. Skutull telur þessa skýringu, — um sjóndepru Sigurðar að kvöldi dags, — alls ekkert ósennilega, en ömurlegt ástand má það vera, að sjá ekki 3000 manns í sæmilegu skyggni. Brátt mun Sigurður Bjarnason vakna af draumarugli sínu. Veru- leikinn, kaldur og grár, með óhræs- is Alþýðuflokkinn í fangi sínu, mun svipta honum burt úr óskaheimi hugmyndanna. Kosningaúrslitin í kjördæmi hans og hér á Isafirði, sem og allsstaðar annarsstaðar á landinu, munu fullkomlega sanna lionuin og sálufélögum hans, að „pínulitli flokkurinn“ er nokkuö stór, svo stór, að fullkomin ástæða er fyrir íhaldið og bandamenn þess að ugga um hag sinn og framtíð. niðja vorra, að því leyti er hver lifandi kynslóð fær orkað á slíkt“. Á öðrum stað í sömu bók, segir Sigurður skólameistari: ,,Stjórnarskrá vor skipar dómur- um að dæma eftir lögunum. Það er auðsætt skilyrði réttdæmis, að dómari kunni lög og rétt og vilji dæma rétt, að hann sé óhlutdrægur, fari hvergi eflir geðþótta sinum og óskum i þvi, lwer aðili bcri sigur úr bítum. Hver kjósandi er dómari um stefnur þær og flokka, er hann greiðir atkvæði um. Hann á sem dómendur að fara eftir lögum, þ.e. þeim lögum, er þroski þjóðfélags- ins lýtur, má jrnr í raun réttri, ekki fremur en dómari, fara eftir ósk- um sínum né persónulegri samúð með flokki eða foringja. Auðvitað verður hann og að kunna skyn á slíkum vaxtarlögum og má ekki hlutdrægni beita. Hugsælega rétlur kjósandi er ekki frjálsari að al- kvæði sínu heldur en dómari. Báð- ir lúta þeir, hver á sína vísu, æðri lögum heldur en tilfinningum sín- um og geðslagi. Það er markmiðið fjarlœga, sem sækja verður að —- þótt ahlrei verði þangað náð — að hvcrjum kjósanda verði eins alvarlega annt urn að kjósa rétt, og gagnvönduð- um manni er umhugað að SVERJA RÉTTAN EIГ. Þetla eru orð mikils vitsmuna- manns og mikils alvörumanns. •— Og eru þau ekki þess verð, að þau séu luigleidd nú fyrir þýðingar- iniklar kosningar? Ég held að svo sé. — Vér lifum á tímum flokks- ræðis og flokksbanda. Kjósendur fnega ekki láta slíka fjötra binda sig eða blinda, er þeir kveða upp dóm sinn um inenn og málefni í kjörklefanum. Þar gildir það að vera frjáls maður og fara cftir sannfœringu sinni einni sam- an. Mörgum brögðum er beitt lil að riigla dómgreinri kjósandans. Og bera sum þeirra loddarabragða sannarlega ekki vott uin mikla virð ingu fyrir kjósandanum og andlegu sjálfstæði hans. Eða hvað segja menn um þá sví- virðu, að það er nú aðaluppistað- an í stjórnmálaáróðri stærsta stjórnmálaflokksins í landinu, sem þar að auki kennir sig við sjálf- stæði, að beita fyrir sig búktalara og gúttaperkabrúðu til þess að liafa áhrif á kjósendur. Baldur og Konni eru orðnir álirifamestu persónur Sjálfstæðisflokksins við hliðina á Ólafi Thórs og Bjarna Benedikts- syni, en langt um ofar Sigurði Bjarnasyni. Þá er og auðsætt, að fjármagnið á að verða þyngra lóð á vogarskál- um þessara alþingiskosninga en rök og fræðsla um vandaraál þjóð- félagsins. Lítum snöggvast kring um okkur hér á Vestfjörðum: 1 Strandasýslu er vellauðugur lieildsali í kjöri fyrir íhaldið. Hann kemur í kjördæmið ásamt Baldri og Konna og Bjarna Ben., og telja kunnugir, að svo liafi mikið verið borið í þá trúðasamkundu, að hún geti naumast hafa kostað minna en þrjátíu þúsund krónur. I Reykjanesi kostar kosningasjóð- ur Sjálfstæðisflokksins eftirhermu, söngvara og sýningamann og ann- ast fólksflutninga á tveimur, skip- um til samkomunnar. Á Isafirði komu sömu skemmti- kraftar nokkru síðar og hafa sjálf- sagt verið upp á kost og kaup kosn- ingasjóðsins frá því farið var frá Reykjavík, þar til þangað var kom- ið aftur. Til Flateyrar sendi Sjálfstæðis- flokkurinn Baldur og Konna og fleiri trúða. Og nú er Sigurður Bjarnason kominn til Bolungavíkur, Hnífsdals og ísafjarðar með leikkonu, söng- vara og sýningamann. Kosninga- sjóður Sjálfstæðisflokksins, sem heildsalarnir hafa borgað í af gróða sínum, borgar brúsann. Þetta á að sannfæra kjósendurna um á- gæti íhaldsstefnunnar!! I skjóli þessara ,,mennilegu“ vinnubragða eiga þeir Ekkert Kristjánsson heild sali, Sigurður Bjarnason heildsala- þjónn og Axel Tulinius sætabrauðs- drengur að öðlasl alkvæðafylgi kjósendanna til löggjafarstarfa á Aiþingi Islendinga. En íhaldinu skjátlast. Vitsmuna- veran við Morgunblaðið og aðrir foringjar Sjálfstæðisflokksins, sem halda, að svona loddarabrögð leiði til sigurs, hafa misreiknað sig al- varlega. Búktalara, eftirhermur og tusku- brúður geta að vísu fengið fólkið «1 að hlægja, en slíkar tilfæringar duga ekki til að breyta afstöðu nokkurs kjósanda til átakanna í þjóðfélaginu. Ég treysli að minnsta kosti á andlegt sjálfstæði Norður-Isfirð- inga, og nær er mér að halda, að þeir telji sér misboðið með lodd- arabrögðum Sjálfstæðisflokksins fyrir þessar kosningar. — Ég er þess ennfremur fnll- viss, að sannfæring verkafólks, sjó- manna og bænda er ekki föl fyrir fíflalæti og afkáraskap. Þessvegna geng ég gunnreifur til kosninganna. Hannibál Valdimarsson. -------0-------- Athyglisverðar staðreyndir. Til að dylja eigin svik við fyrri hugsjónir og stefnumál hafa blöð og áróðursmenn Franjsóknarflokks ins gripið til þess ráðs að bera AI- þýðuflokkinn þeim sökum, að liann liafi brugðizt stefnumálum sínum. Til leiðbeiningar fyrir almenn- ing skal hér drepið á nokkur atriði, —- en af miklu er að taka, — sem sanna ólvírætt hvor flokkurinn hef ir sveigt af réltri leið og hlaupizt frá fyrri málefnaafstöðu. 1921 var fyrst lögfest á alþingi lámarkshvíld á sólarhring fyrir log arasjómenn. Alþýðuflokkurinn sagði þá já og Framsóknarflokluir- inn já. 1929 voru samþykkl lögin um

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.