Skutull

Árgangur

Skutull - 07.10.1949, Blaðsíða 4

Skutull - 07.10.1949, Blaðsíða 4
4 S K U T U L L Kosningaávarp Alþýðuflokksins til íslenzku þjóðarinnar: Stefna og markmið Alþýðuflokksins ALÞYÐUFLOKKURíNN hefur byggt og byggir starf sitt og stefnu á hugmyndakerfi jafnaðarstefnunnar — sósíalismans —, óskoruðu lýðræði og fullri viðurkenningu mannréttinda. Lokamark hans er framkvæmd jafnaðar- stefnunnar. Að því marki keppir hann á vegum lýðræðis og þingræðis. Hann leggur hina ríkustu áherzlu á það í öllu starfi sínu að bæta og tryggja kjör alþýðunnar, auka réttindi hennar, menningu og félagsþroska, og berst gegn öllum tilraunum til að rýra rétt og hag almennings, allt í fullu samræmi við hefðbundnar starfsaðferðir jafnaðar- manna um heim allan. Þjóðfélagsumbætur og efling al- þýðusamtaka á sviðum atvinnu, viðskipta og stjórnmála telur flokkurinn áfanga á leið sinni að takmarkinu. Rufu stjórnarsamstarfið 1946, er erfiðleikarnir steðjuðu að. Þegar stjórnarkrcppan hófst haustið 194ö, voru fjárhags- og at- vinnurnál þjóðárinnar að komast í öngþveiti. Ráðherrar kommúnista sem höfðu haft yfirstjórn sjávar- .útvegsmála, rufu stjórnarsamstarf- ið snemma hausts, þegar sýnt var, að síldveiðin brást, og svo var kom- ið, að við blasti stöðvun bátaútvegs ins og allsherjar atvinnuleysi, ef ekki reyndist unnt að sameina nœg an þingmeirihluta uin ráðstafanir til styrktar bátaútveginum, fjáröfl- un í því skyni og myndun ábyrgr- ar ríkisstjórnar. Alþýðuflokkurinn vildi ekki skorast undan ábyrgðinni. Við kosningarnar 1946 jók Al- þýðuflokkurinn fylgi sitt hlutfalls- lega mest allra flokka. Atkvæða- aukning hans frá næstu kosning- um á undan nam um 40%. flann taldi sér skyil að gera allt, sem í hans valdi stóð, til að ráða fram úr öngþveitinu. Þegar stjórnarkrepp- an hafði staðið yfir svo mánuðum skipti, aðrar tilraunir til stjórnar- myndunar höfðu reynzt árangurs- lausar og leitað var til formanns Alþýðuflokksins og hann beð'inn að hafa forustu um myndun nýrrar stjórnar, varð það því að ráði, að ekki skyldi vikist undan þeirri á- byrgð að leysa stjórnarkreppuna á þingræðislegan liátt. Alþýðuflokkn- um var það vel ljóst, tiverja ábyrgð og áhættu hann tókst á hendur. Er- lendu innstæðurnar voru að þrot- um komnar, verðbólgan sívaxandi og allt í fullri óvissu um afkomu bátaútvegsins og sölu á afurðum landsmanna. Samstarfsflokkarnir voru og eru andstæðingar Aiþýðu- flokksins og sjónarmið þeirra og viðhorf til níargra höfuðvandamála gjörótík og andstæð viðhorfi hans. Þrátt fyrir það, að Alþýðuflokkur- inn sá fram á, hversu erfið og vandasöm forusta stjórnarsamstarfs ins lilyti að verða, tókst liann hana á hendur í trausti þess, að á þann hátt yrði honum færl að gera hlut- skipti alþýðunnar betra en ella, að honum tækist að tryggja áframhald nýsköpunarinnar og afstýra því, að kjör atmennings yrðu skert með gengislækkun eða stórfeltdri verð- hjöðnun og atvinnuleysi. Það hefur tekizt að try&gja atvinnu og lífs- kjör. þrátt fyrir allt. Ríkisstjórnin er samsteypustjórn þriggja ólíkra flokka. Stefna henn- ar hefur verið mörkuð af þeim sam eiginlega og miðuð við lausn ákveð- inna mála. Alþýðuflokkurinn hefur aðeins tvo ráðherra af sex. Hann hefur því ekki einn getað ákveðið stefnu stjórnarinnar. Ráðherrar hans liafa ekki getað mótað fram- kvæmdir í þeim málum, sem ráð- herrar hinna flokkanna fara með. Þrátt fyrir þetta hefur tekizt, þau tæp þrjú ár, sem stjórnin liefur set- ið að völdum, að auka verulega nýsköp- un atvinnuveganna, að tryggja með viðskipta- samningum sölu ís- lenzkra afurða og vinna þeim nýja mark- aði, að viðhalda betri lífskjör- um alþýðu hér á landi en annars staðar í álf- unni og að skapa þjóðinni, með sáttmálum við vinveitt- ar lýðræðisþjóðir, auk- ið öryggi til verndar sjálfstæði landsins. Þá hefur og tekizt að hrinda öll- úm tilraunum ákveðinna afla borg- araflokkanna, er notið hafa beins og óbeins stuðnings kommúnista, til þess að þrengja kosti alþýðu með almennri gengislækkun og öðr uin ráðstöfunum í þá átt, að leggja byrðar óvissra og erfiðra tíma þyngst á þá, sem minnstan hafa viðnámsþróttinn, Þetta hefur tek- izt, þrátt fyrir mjög alvarlegan afla hrest á síldveiðum öll árin, margs konar misæri og örðugteika á við- skiptum út á við. Alþýðuflokkurinn neitaði að fallast á kröfur um kjaraskerðingu. Þegar ráðherrar Framsóknar- flokksins báru fram þær kröfur í ríkisstjórninni fyrir skömmu, að kjör alþýðu yrðu skert með gengis- lækkun gagnvart sterlingspundi og gjaldeyri annarrra höfuðviðskipta- landa okkar eða ineð stórfelldri lækkun yísitöluálags á kaupgjald, harðueitaði Alþýðuflokkurinn að verða við þeim kröfum. Hann þver- tók einnjg fyrir að verða við þeim kröfum Framsóknarflokksins að fela sérstöku stjórnlagaþingi, sem kosið yrði til ineð ólýðræðislegum hætti, - í einmenningskjördæm- um, án jöfnunar — að ganga frá stjórnarskrá lýðveldisins. Kváðust jiá ráðherrar Framsóknarftokksins segja samstarfinu slitið og kröfðust j)ess, að kosningar til alþingis færu fram þegar í haust, rúmlega hálfu ári fyrr en lög ákveða. Alþýðuflokk urinn lelur höfuðnauðsyn, að þing- ræðisstjórn með fullri ábyrgð fari með völd á þeim erfiðu og óvissu breytingatímum, sein nú eru, og féllst því á að láta kosningar fara fram í haust til þess að afstýra því, að landið yrði án jiingræðisstjórn- ar mánuðum saman, enda þótt hann líti svo á, að eðlilegast hefði verið, að samstarfið héldi áfram og stjórnin færi með völd út kjörtíma- bilið. Alþýðuflokkurinn gengur ótrauður til kosninga. ALÞÝÐUFLOKKURINN gengur ótrauður til kosninga þeirra, sem nú fara í hönd. Hann markar stefnu sína og afstöðu í dægurmál- uin í samræmi við hagsmuni al- mennings, heill alþjóðar, starfs- hætli sína og markmið, á þann hátt sem hér fer á eftir: Samstarf við lýðræðis- þjóðirnar. Eins og áður mun Alþýðuflokk- urinn styðja að öflugri þátttöku Is- lands í starfi sameinuðu þjóðanna til styrktar friði og öryggi. Hann vill vinna að vinsamlegum skiptum Islendinga við allar þjóðir. Hann vill efla samstarf Norðurlandaþjóð- anna á öllum sviðum. Hann mun vinna að því að ísland taki virkan þátt í samstarfi lýðræðisþjóðanna bæði í efnahagslegum viðreisnar- málum Vestur-Evrópu (Marshall- áætlun), Evrópuráðinu og eins í samtökum lýðræðisþjóðanna til tryggingar friði og öryggi, sem góð- an árangur hefur borið með At- lantshafsbandalaginu. Allt jietta miðast við þau höfuðsjónarmið flokksins, að tryggja frelsi, sjálf- stæði og öryggi Islands. Ný stjórnarskrá á grund- velli lýðræðis og fullra mannréttinda. Alþýðuflokkurinn telur, að af- greiðsla stjórnarskrármálsins hafi dregizt úr hófi fram og að nú hafi verið kotnið í veg fyrir að það væri afgreitt á þessu kjörtímabili með j)ví að efna til haustkosninga. Tel- ur hann, að sem fyrst þurfi að selja lýðveldinu nýja stjórnarskrá, sem tryggi fyllstu mannréttindi, lýð- ræði og öruggt stjórnarform. ÞRJU HÖFUÐMARKMIÐ ALÞ YÐUFLOKKSIN S. Aðalstefnumál Alþýðuflokksins í innanlandsmálum eru eins og nú standa sakir: að tryggja öllum þeim at- vinnu, sem vilja vinna og geta unnið, að kjör almennings í land- inu verði sem bezt og jöfnust, enda sé þjóðar- búskapurinn rekinn af fyllstu hagsýni og með hag almennings fyrir augum, og að félagslegt öryggi, mannréttindi og lýð- réttindi verði tryggð. ATVINNA HANDA ÖLLUM. I. Þjóðarbúskapur eftir áætlun. Þjóðarbúskapurinn sé rekinn eftir áætlun, og séu endanlegar ákvarð- anir um innflutning og fjárfestingu miðaðar við hana. Lögð sé álierzla á að efla þann vísi að áætlunarbú- skaj), sem þegar er fyrir hendi, sani rænia störf þcirra stofnana, sérn annast frainkvæmdir á því sviði, og hæta starfsskilyrði þeirra og starfshætti. Markmið áætlunarbú- skaparins sé að efla heilbrigða framleiðslustarfsemi og tryggja öll- um stöðuga atvinnu. Alþýðuflókkurinn telur, að séú hin nýju framleiðslutæki, sem þeg- ar eru komin til landsins, búið er að festa kaup á og gert ráð fyrir að afla í sambandi við Marslialláætl- unina, hagnýtt að fullu og rekin á hagkvæman hátt með hag alþjóðar fyrir augum, muni þau um sinn nægja á mjög mörgum sviðum og geta tryggt öllum vinnufærum mönnum stöðuga atvinnu, en þjóð- arbúinu jafnframt nægilegar gjald- cyristekjur. Þess vegna telur AI- l)ýðuflokkurinn að tímabært og rétt sé að draga nú úr hinni öru og víð- tæku fjárfestingu, sem átt hefúr sér stað liin síðustu ár, á öllum þeim sviðum, sém hafa ekki bein áhrif á atvinnu alinennihgs, en notá þeini mun meiri gjaldeyri til kaupa á naúðsynlegum neyzluvörúm og efni til byggingar liagkvæmra al- menningsíbúða. Þá ber og hina brýnustu nauðsyn til að einbeita ís- lenzku fjármagni til framleiðslu- starfsemi, draga úr lánveitingUm til óarðbærra framkvæmda, en stöðva óhófsbyggingar og ýmis konar fé- sýslu, sem hefur ekki þjóðfélags- lega þýðingu.

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.