Skutull

Árgangur

Skutull - 07.10.1949, Blaðsíða 6

Skutull - 07.10.1949, Blaðsíða 6
S K U T U L L Vaxandi flokkur 1 síðusu kosningum til Alþingis, sem fram fóru 1946, vann Alþýðu- flokkurinn meira á en nokkur liinna flokkanna. Var hann þó fyr- ir þær kosningar ýmist sagður dauður eða deyjandi í áróðri and- stæðinganna, og spáð hinum herfi- legustu afdrifum í kosningunum. Eftir á, þegar staðreyndirnar töl- uðu sínu máli, kvað við nokkuð annan tón í blöðum andstöðuflokk- anna, t. d. sagði Vísir þ. 6. júlí 1946: „Fylgi kommúnista og Sjálfstæð- isflokksins hefur aukist í sömu hlut föllum, þ.e.a.s. um 10 af hundraði eða vel það. Hefur þó Sjálfstæðis- flokkurinn aðeins orðið drýgri. Hinsvegar felst aðaltap kommúnista í því að AJþýðuflokkurinn hefur unnið stórfelldan kosningasigur og óvenjulegan miðað við kosningar hér á landi. Alþýðuflokkurinn jók fylgi sitt um 36 af hundraði, (á að vera 40 af hundraði) og er það mikil aukning. Þegar þess er gætt, að sá flokkur hefur frekast átt í vök að verjast gegn kommúnistum, boðar sigur hans í rauninni enn frekari ósigur kommúnista í fram- tíðinni og þá einkum innan verka- lýðshreyfingarinnar. Myndu fáir harma, þótt nokkur hreyting yrði á stjórn verkalýðsmálanna, sem að ýmsu leyti hefur verið með endem- um síðustu árin og þjóðinni jafnvel stórskaðleg.“ Já, Alþýðuflokkurinn vann „stór- felldan kosningasigur“, þrátt fyrir hrakspárnar, og sú spá Vísls, að Alþýðuflokkurinn mundi sigra kommúnista innan verkalýðshreif- ingarinnar hefir nú rætzt, svo sem kunnugt er frá Alþýðusambands- þingi s.l. haust. Hvað sagði aðalmálgagn Sjálf- stæðismanna um Alþýðuflokkinn eftir síðustu kosningaslag? Var flokkurinn þá ekki „pínulítill?“ Morgunblaðið sagði 7. júlí 1946: „Af fjórum stjórnmálaflokkum landsins eru tveir ánægðir en tveir óánægðir með kosningaúrslitin. Sjálfstæðismenn eru ánægðir fyr- ir sitt leyti. Atkvæðatala flokksins hækkaði um nálega hálft fjórða þúsund. Atkvæðafjölgunin var svipuð í Alþýðuflokknum. Hann hætti við sig 3 456 atkvæðum. En atkvæða- aukningin í kommúnistaflokknum varð 1 990 eða alt að því helmingi minni en hinna flokkanna. Alþýðuflokksmenn eru að sjálf- sögðu ánægðir yfir úrslitunum. Flokkur þeirra er nú orðinn álíka stór og kommúnistaflokkurinn er með þjóðinni. Og þingnienn flokks- ins orðnir 9 í stað þess að þeir voru áður ekki nema 7. Ýmsir menn hafa litið svo á, að Alþýðuflokkurinn kynni að gufa' upp smátt og smátt, og hverfa þá að verulegu leyti inn í kommúnista- flokkinn. En eftir þessar kosning- ar eru allar slíkar hugleiðingar út í hött. Alþýðuflokkurinn er í vexti livort sem mönnum líkar það betur eða verr“. Fyrir þær kosningar, sem nú fara í hönd, hefir íhaldspressan þrástagast á nafngiftinni „pínu- litli flokkurinn“ um Alþýðuflokk- inn. Þessi barnalega nafngift mun vera uppfundin af Sigurði frá Vig- ur, og ber ótvíræðan vott um and- legan vöxt mannsins. Iin það þarf meira hugvil en lýsir sér í því, að kalla Alþýðuflokkinn „dauðan“ eða „pínu lítinn", til þess að láta hann „gufa upp“. Það fengu vitsmunaver ur Morgunhlaðsins að reyna i sið- ustu kosningum, og urðu nauðugir viljugir að játa. Eftir kosningarnar 23. þ.m. munu þeir enn á ný þurfa að gera játningar um vöxt og viðgang Al- þýðuflokksins, og kyngja fyrri full- yrðingum sínum um fylgishrun hans. Þeir tala út í hött fyrir kosn- „Þagað gat ég Verzlunar- og innflutningsmálin eru nú injög á dagskrá. Engum dylst, að þau mál eru í miklu ó- fremdarástandi og þurfa lagfæring- ar. Þetta er Alþýðuflokknum vel Ijóst. Má í því sambandi minna á frumvarp Emils Jónssonar um verzlunarmálin, sern hafa mundi í för með sér, ef að lögum yrði, margháttaðar hagsbætur f-yrir al- menning. Frainsóknarflokkurinn hefir eink um gert sér tíðrætt um þessi mál og þykist tala þar sem fulltrúi al- mennings. Áhugi flokksins fyrir endurhótuin á sviði verzlunarmál- anna var þó ekki meiri en það, á síðasta þingi, að hann vildi alls ekki ræða tillögur Emils Jónssonar, heldur hamraði á kröfum, sem voru þess eðlis að litilokað var, að þær yrðu teknar alvarlega. Þyngsta ákæra Framsóknar á hendur Alþýðuflokksins er sú, að liann standi gegn því, að S.Í.S. (kaupfélögin) fái ekki það innflutn ingsmagn, sem því heri. Ilér hefur Framsóknarflokkurinn sein svo víða annars staðar, vikið af götu sannleikans, og er farið að förlast minni á staðreyndir. Nú er Framsóknarflokkurinn bú- inn að gleyma þeim dögum, þegar hann og Sjálfstæðisflokkurinn réðu yfir innflutnings- og verzlunarmál- unum í hróðurlegri samvinnu, án minnstu íhlutunar af hendi Alþýðu flokksins. Þá sátu þeir saman í ríkisstjórn Björn Ólafsson, fulltrúi lieildsalanna og Vilhjálmur Þór, fulltrúi kaupfélaganna. Helztu stuðningsblöð þeirrar stjórnar voru Vísir, málgagn heildsalaklíkunnar og Tíminn, málgagn S.I.S. Maður skyldi nú ætla, að þá hafi verið vel og viturlega búið að hags- munamálum samvinnuhreyfingar- innar, og að Tíminn og stuðnings- menn Vilhjálms Þórs, liafi ekki lát- ið ganga á „rétt“ S.l.S. varðandi innflutninginn. Þessu var þó mjög á annan veg farið. Sannleikurinn er sá, að þá fengu kaupfélögin aSeins 16% af vcfnaSaruöruinnflutningnum og ingar, en geta ekki neitað stað- reyndum að þeim afstöðnum. Stefna Alþýðuflokksins hefir stöðugt orðið vinsælli ineðal þjóð- arinnar, og þær vinsældir ná langt inn í raðir andstöðuflokkanna, jiótt fylgið tolli ennþá við þá af vana og trygglyndi, en elcki vegna sannfæringar. Smátt og smátt lær- ist mönnum |)ó að skylja, að Alþ.fl. einum er treystandi lil að fram- kvæma stefnu hans, og þá munu kjósendur landsins fylkja sér um hann og gera hann voldugastan allra flokka í landinu. Að því er örugglega stefnt með kosningasigr- um ámóta og þeim síðasta, og and- stæðingunum tekst ekki að hindra þá þróun með blábjánaleguin nafn- giftum eða sjónhverfingum á mannamótum. þá með sann“ Tíminn minnlist aldrei á þaö þá, að hlutur samvinnumanna væri fyrir borö borinn. Nú fær S.Í.S. 33% af vefnaöarinnflutningnum og er sú mikla aukning eingöngu að þakka velvilja og afslööu Alþýöuflokksins i fjárhagsráöi og ríkisstjórn. Af skiljanleguin ástæðum minnist Tíminn ekkert á þessar staðreynd- ir. Þær eru Framsóknarflokknum ekkert kærkomnar, svona rétt fyrir kosningar. Þó Tímaliðið vilji gleyma þessu sem öðru eftir að það liefir klæðst hiðilsbuxunum, reiknar }>að rangt ef það telur sér trú um, að van- ])roski og dómgreindarleysi almenn ings sé svo mikið, að liann kunni ekki að meta það, sem vel er gert. Það mun Framsóknarflokkurinn sanna í l)essum kosningum, að það er ckkerl vænlegt til sigurs að níða Alþýðuflokkinn og bera hann logn- um sökum, hvort heldur það er í verzlunarmálunum eða á öðrum vettvangi. Alþýðan hlustar meö varúö á hrópyröi ftokksins, sem þagöi eins og steinn á þeim misréttis tímum, þegar leiötogi samvinnuhrcyfingar- iiuiar ftatmagaöi í ríkisstjórninni í cinni sæng meö fulltrúa heildsal- anna, og sú ríkisstjórn skamniUiöi Sambandi íslenzkra samvinnufé- laga aöeins 16% af innfluiningnum. Þá var sannarlega áslæöa til aö bera sig illa og kvarta, en þá þagöi Tíminn og Framsóknarflokkurinii, enda voru þá ekki kosningar á næstu grösum. -------0------- Verzlunarhöftin og skattarnir. FramliaJd af 1. siðu. þvi, sem sízt má spara? Er það stefna Sjálfstæðisflokksins í kosn- ingunum að færa Ijfsskilyrði hinna fátækustu niður á við? Meðan ekki liggur annað fyrir verður því mið- ur að gangá út frá því sem vísu að slíkt vaki fyrir Sjálfstæðisflokkn- um, fái hann aðstöðu til þess að af- loknum kosningum. Og hver vill styðja Sjálfstæðisflokkinn til slíkra verka? Lækkun skatta. Sjálfstæðisblöðin eru sífellt að ala á óánægju manna með háa skatta En hver hefir sett núver- andi skattalöggjöf? Það skyldi þó ekki hafa verið Sjálfstæðisflokkur- inn, sem vantaði peninga í ríkis- kassann og þurfti því að hækka skattana. Lög um tekjuskatt og eignaskatt eru frá árinu 1935. Síðan eru þau stórlega þyngd með lögum um stríðsgróðaskatt frá árinu 1942 og enn þyngd með lögum um tekju- skattsviðauka frá 1945. Má af þessu sjá að núgildandi skattastigi er ákveðinn eftir tillög- um fjármálaráðherra Sjálfstæðis- flokksins og ennfremur er vitað að um hann var sérstaklega samið við Framsóknarflokkinn. Milli kosninga hafa sumir Sjálf- stæðismenn jafnvel hælt sér yfir að eiga hæsta skattstiga Norður- landa. Við þessar kosningar pass- ar betur að kvarta yfir sköttunum og Sjálfstæðisflokkurinn, sem selti skattstigann kvartar mest allra flokka!!! Hinsvegar kvartar þó almenning- ur enn meira bæði undan skattstig- anum á láguin og miðlungstekjum, en þó ekki síður yfir augljósum skattsvikum þeirra, sem hafa háar lausatekjur. Það cr kunnugt að launamenn til lands og sjávar gefa upp hvern eyri og gi’eiða skall af tekjum sínum, á sama tíma og verzl unarstéttin skýtur fé undan skalti. S.l. vetur fékk Sjálfstæðisflokk- ui’inn tækifæri að sýna hug sinn í þessu efni. Tillögur liöfðu þegar borizt l'jármálaráðherra Sjálfstæðis flokksins um jólaleytið 1948 um ,að lækka nokkuð skattstigann með því að hækka persónufrádráttinn, og laga framtölin með því að gera tollstjóra og verðlagseftirliti að skyldu að senda skattayfirvöldun- um afrit af faktúrum innflytjenda. Tillögur þessar voru frá milli- þinganefnd í skattamóhiin. Þeim hefir verið stungið undir stól. Sjálfstæðisflokkurinn eða fjár- málaráðherra hans fékk þarna tæki færi til þess að leiðrétta nokkuð skattstigann og koma á réttlæti í framtölum, þannig að einni stétl yrðu ekki gefnir möguleikar uin- fram aðra til þess að draga undan skatli. Hvorugt hefir hann gert. Hann hefir lagt þessar umbóta- tillögur tii hliðar. Annar fjármálaráðherra Sjálf- stæðisflokksins gekk þó enn lcngra að talið hefir verið. Björn Ólafsson stofnaði Við - skiptaráðið og gaf út fyrirskipun uin að frumreikningar fyrir inn- flutta vöru skyldu sendir verðlags- stjóra. Það átti að herða verðlags- eftirlitið. Þessu urðu innflytjendur reiðir mjög en létu þó lilleiðast með því skilyrði að reikningarnir yrðu ekki fengnir i hendur skatta- yfirvöldunum. Á þetta féllst Björn Ólafsson og þessi tegund skatta- verndar hefir haldizt síðan með Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknar- flokkinn í meirihluta í viðkomandi nefndum, er þessu ráða. Ilér að framan hefir verið sann- að: 1. Að Sálfstæðisflokkurinn liefir sett á verzlunarhöftin og ráðið mestu um framkvæmd þeirra. 2. Að Sjálfstæðisflokkurinn hefir

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.