Skutull

Árgangur

Skutull - 14.10.1949, Blaðsíða 8

Skutull - 14.10.1949, Blaðsíða 8
8 S K U T U L L Flokkur á villigötum. „Hin góða gamla tíð“. Sú var tíðin að Framsóknar- flokkurinn naut trausts og virðing- ar, ekki aðeins meðal liænda og búaliðs, heldur einnig meðal lág- launamanna og mikils hluta af al- þýðunni við sjávarsíðuna. Pá var Framsóknarfokkurinn frjálslyndur og viðsýnn umbótaflokkur, sem liafði vilja til að leysa vandræði hinna snauðu, létta þeim iífsbar- áttuna og greiða þeim götuna til aukins manndóms og hagsfæðari lífskjara. Brauðryðjendur flokksins voru hinir hæfustu menn, er fundu brennandi nauðsyn til að rétta hlut smæiingjanna og allra þeirra, sem minna máttu sin í þjóðfélaginu. Þeir höfðu, á ungaaldri, drukkið í sig háleitar hugsjónir, alizt upp við arineld ungmennafélaga og sam vinnufélaga á þeim tímum, er hug- sjónareldurinn logaði glaðast á arni þeirra samtaka. Það stóð mikill og glæstur ljómi af þessum hugsjónamönnum og fiokki þeirra. Hann hafði mikið að- dráttarafl. í lionum sáu margir hoð bera nýs tíma, dagsbrúnar þess tímaliils er alþýða landsins risi úr öskustónni og yrði virkt uppbygg- ingarafl í þjóðfélaginu. Framsókn- arflokkurinn gerðist annar aðal- leiðtogi alþýðunnar á' einliverju merkilegasta tímabili í stjórnmála- sögu Islands. Yfirsýn flokksforustunnar, á- samt heilbrigðri dómgreind, var svo langsæ og víðfeðm, að hún skynjaði mikilvægi jiess að hafa sem nánast samslarf og samvinnu við alþýðuna við sjávarsíðuna og forustulið hennar, Alþýðúflokkinn. I bróðurlegri samvinnu snéru þess- ir tveir flokkar, fulltrúar hinna fá- tæku, hökum saman og hófu árang- ursríkustu og þýðingarmestu sókn á hendur afturhaldinu í landinu, er gerð hefir verið fram að þessu. Árangur þess sainstarfs er þýð- ingarmeiri en við í fljótu bragði gerum okkur grein fyrir. Alhliða sókn var hafin, tii að tryggja mannréttindi og atvinnu og af- komuöryggi alþýðunni til handa. Aidrei hefir þyngri eða þýðingar- meiri Grettistökum verið rutt úr vegi íslenzkrar aiþýðu en þá. Hvert þræidómsokið af öðru var brotið, og afturhaldinu greidd þyngri högg en það hefir nokkru sinni síðar hlotið. „Allt er í heiminum hverfult“. Þessi sigursókn grundvallaðist á gagnkvæmum skilningi og trausti og á þeim sannindum, að báðir aðil ar va'ru jafn réttháir og berðust fyr ir því sama. Á meðan jafnréttis og sanngirni var gætt í þeirri sam- búð var ekkert að óttast og sigur- brautin greið. En höggormurinn fól sig innan Framsóknarflokksins. Foringjar hans gerðust gamlir og þreyttir eftir langan og starfssam- an vinnudag. Hugsjónaeldurinn, sem yljaði þeim í æsku, var nú far- inn að fölskvast og dofna. Fram á sjónarsviðið komu nú nýir menn, sem töldu sig til stórra hluta born- ir. En þeir höfðu ekki komizt i snertingu við neinar háleitar hug- sjónir, áttu ekkert heillandi tak- mark til að keppa að eða fórna sér fyrir. Þeir hugsuðu aðeins um eigin frægð og frama, aukin met- orð og völd. Þeir gleymdu því skyldum sínum við umbjóðendur sína í ofstækisfullri valdabaráltu sinni. Það, sem eftir vár af hinu forna foringjaliði, sleit út slitnum starfskröftum í innbyrðisdeilur, sem bæði urðu harðar og langvinn- ar og sem rýrðu stórum áhrifamátt flokksins. Alvarlegasta afleiðing innan- flokksátakanna var sú, að þeim mönnum, sem um langan aldur höfðu borið hita og þunga barált- unnar, var vikið til hiiðar að undir lagi ævintýramanna, er sjálfir sett- ust í valdastólanna. Þessir nýju menn áttu sáralítið af hugsjónum fyrirrennara sinna, jieir voru að- eins pólitískir spákaupmenn, blind- aðir af oftrú á eigin snilli og starfs- getu. I höndum þeirra varð Fram- sóknarflokkurinn aðeins liandhægt vopn í sjúklegri valdabaráttu. Blind aðir af stundar veigengni slitu þessir óhappamenn öll þau bönd gagnkvæms skiining og bróðurjiels, sem lengdi alþýðu sveitanna við verkalýðshreyfinguna og Aiþýðu- flokkinn, og vörpuðu þar með fyrir horð þeira leiðarsteini, sem liezl liafði dugað flokknum á liðnuin ár- um. Sá tími var nú liðinn, að verka- menn og launþegar ættu vinum og skilningi að fagna þar sem Fram- sóknarflokkurinn er. Nú var ekki lengur fyrir hendi samúð ag sain- slaða í umhóiabaráttu Alþýðuflokks ins. Auðnuieysi Framsóknarflokksins var svo ömurlegt, að liann gerðist bandamaður og skjaldsveinn svart- asta afturhaldsins og hóf fjandskap gegn fyrri samherjum. Svo iiatröm var þessi stefnuhreyting flokksins, að hann snérist öndverður gegn sjálfsögðustu réttindamálum ai- þýðunnar við sjávarsíðuna. Ákveð- in andstaða var tekin upp gegn kröfum verklýðsins um aukið ör- yggi, meiri tryggingar, betri lífs- afkomu. Framsóknarflokkurinn stóð fyrir bindingu kaupgjalds, á sama tíina og hann knúði fram stórhækkað verð á landbúnaðaraf- urðuin. Einnig beitti hann sér fyr- ir setningu illræmdustu kúgunar- löggjafar, er sett hefir verið á seinni árum, verklýðnum og laun- þegum til höfuðs, en það voru gerðardómslögin illræmdu, sem þrengdu mjög kosti launastéttanna. Aldrei framkvæmdi afturhaldið svo árás á alþýðu bæjanna, að.Fram- sókn veitti liví ekki öflugan stuðn- ing. Dauðadansinn. Afleiðingin af þessari gæfu- snauðu framkomu varð m.a. sú, að launþegarnir snéru bakinu við flokknum í stórhópum, fullvissir um, að hann sé þeim, — eins og honum er nú stjórnað, -— enn fjandsamlegri og liættulegri óvinur en Sjálfstæðisflokkurinn. I meðvit- und almennings varð Framsókn að- al afturhaldsflokkur landsins, gjör- sneyddur allri umbótabaráttu og djarfliug til uppbyggingar atvinnu- lífsins. Uppskeran af stefnu hinna nýju foringja varð flokknum rýr, enda illu sæði til sáð. Afleiðingin varð sú, að Framsóknarflokkurinn var dæmdur úr leik, gerður áhrifalaus í stjórn landsins enda þess ekki umkominn að leggja neitt jákvætt til endurreisnar- og uppbyggingar alvinnulífsins. Eymdarsaga flokksins hófst, yfir eyðimörk pólitískra afglapa, jiar sem útskúfunardómur þjóðarinnar umlýkur þennan ráðvilta hóp manna, sem búnir voru að glala öllu trausti og samúð iaunastétt- anna. Á þessari auðnulausu píiagríms- göngu varð stundarhlé. Gætnari inenn flokksins eygðu hættuna, sein af einangruninni stafaði. Þeir spyrntu því við fótum og gerðu til- raun til að endurheimta það traust og þá aðstöðu, er þeir höfðu gloprað úr liöndum sér, að tilhlut- an sér verri manna. En þessi lil- raun gerði aðeins illt verra, því þá skorti bæði djörfung og þrek til að gera heiðarlega tilraun lil nýrra á- taka, enda aðstaða þeirra erfið, þar sem formaður flokksins, ásamt ýms um öðrum áhrifamönnum lians, vann skipulagt að skemmdarverk- um og lél ekkert tækifæri ónotað lil að afstýra því, að árangursríkt sams'arf lýðræðisflókkanna héldist. Enn á ný lagði Frainsóknarflokk- urinn út á eyðimörk stjórnmál- amui, knúður áfram af óseðjandi valdagræðgi fárra inanna. Ekki er gotl að spá um það, hvenær eða hvar þessi dauðaganga flokksins tekur enda. Eitt er víst. Framsókn mun koma fáliðuð lil fyrirheitna landsins og rúin trausti kjósenda, en auðug af hrostnum vonum og dapurri reynslu. Eina vonin uiii aS unnl sé að bjarga Framsóknai'flokknum i 'tr þessari lierleiSingu er sú, að hinir óbregltu liðsmenn, alþijða sveit- anna, sem enn skynjar oy finnur blóðböndin, sem tengir hið vinn- andi fólk landsins saman í eina lieild, er á sameiginlegra hagsmuna að gæta og á við sameiginlega and- shrðinga að etja, taki í laumana og knýi flokksleiðtoga sina, sem slegn ir cru pólitískri gjörninga btindu og villzt liafa af vcgi dyggðarinnar, inn á fyrri heillabrautir, sem til mestrar velfarnaðar leiddu á blóma tíma flokksins, en það er, að taka upp lieiðarlega og svikalausa um- bótabaráltu við hlið Alþýðuflokks- ins og verkalýðshreyfingarinnar. Þái mun Framsóknarflokknum vel farnasi. Tveir Alþýðuflokksmenn. Barði Guðmundsson. þjóðskjalavörður, sein á síðustu þinguin hefir verið forseti neðri- deildar Alþingis, er ekki í framboði að þessu sinni. Sigurjón Á. Ólafsson, formaður Sjómannafélags Reykja víkur hefir undanfarið setið á þingi fyrir Alþýðuflokkinn, en er nú ekki í framboði. Fulltrúi Sjó- mannafélagsins á Reykjavíkurlista Alþýðuflokksins er Garðar Jóns- son, sjómaður. GRÆNA LYFTAN. Eeikfélag ísafjarðar hafði í gær- kvöld sýningu á gamanleiknum „Græna lyftan“ í Alþýðuhúsinu. Með aðalhlutvekin fóru lijónin AI- fred Andrésson og Inga Þórðar- dóttir en leikstjórn annaðist Sig- rún Magnúsdóttir. Græna lyftan mun alls hafa ver- ið sýnd 40 sinnum i Reykjavík með þau Aífred og Ingu í aðalhlutverk- um, og sýnir það vinsældir leiks- ins, enda er hann sprenglilægilegur og þau lijónin afbragðs leikarar. Undirtektir í gærkvöld voru ágæt- ar og munu menn sjaldan hafa skemmt sér hetur í samkomuhúsi hér í bæ. ísfirðingar! Hláturinn lengir líf- ið. Farið og sjáið Grænu lyftuna. I-----------— ---------------------r.’r.” r. rr------------------ Hjartanlega þakka ég þeim öllum fjær og nær, sem glödclu mig á sjötugsafmæli mínu með heimsóknum skegtum og gjöfum. Guð blessi gkkur öll. Stefán Richter.

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.