Skutull

Árgangur

Skutull - 20.10.1949, Blaðsíða 1

Skutull - 20.10.1949, Blaðsíða 1
XXVII. árg. ísafjörður, 20. október 1949. 33. tölublað. Auðvelt val. ísíirðingar eiga auðvelt val á sunnudaginn kemur. Finnur Jónsson hefir slíka yfirburði yfir keppinauta sína til þingmennskunnar, að sigur hans og Alþýðuflokksins mun verða meiri en nokkru sinni fyrr. Finnur Jónsson. Finnur Jónsson hefir nú verið þingmaður Isfirðinga í 16 ár, og þetta er í 7. skipti, seni hann er hér í framboði fyrir Alþýðuflokk- inn, en áður en liann tók við þing- mennsku hér var hann tvisvar í framboði í N-Isafjarðarsýslu, og jók þar í hæði skiptin atkvæðatölu flokks síns. Finnur Jónsson gerðist ungur einn af stofnendurri Alþýðuflokks- ins. Hingað kom hann sem póst- meistari árið 1920, en um -það leyti var harátta verkalýðsfélajganna fyr- ir þvi, að fá viðurkenndan samn- ingsrétt sinn skamint á veg kom- in. Finnur Jónsson tók að sér for- mennsku í V.l.f. Baldri, og stýrði því félagi fram til sigurs í þessari baróttu, og gerði það voldugt og sterkt. Hánn var formaður Baldurs í 11 ár, og batzt þá þcim vináttu- böndum við ísfirzkan verkalýð, sem aldrei munu rofna. Á þessum áruin höfðu atvinnu- rekendur l>að stunduin á orði við verkamenn, að þeir gætu farið til Finns og Vilmundar, og beðið þá um vinnu. Það fór Hka svo, að Al- þýðuflokkurinn varð að taka að sér forusluna í atvinnumálum bæjarins og lyfta þar stærra Grettistaki, en nokkurn tima hefir verið lyft hér í þeim málum. Einstaklingsútgerð- in í bænum fór öll á hausinn, og bankarnir auglýstu 11 skip til sölu á uppboði í einu, eða „ellefu krof á einni rá“, eins og séra Guðmundur orðaði það liér í 'Skutli. Flftir þetla áfall lá hér við landauðn, því engin atvinnutæki voru lengur lil handa bæjarbúum. Forustumenn Alþýðuflokksins leystu þennan vanda ineð því að stofna Samvinnufélag Isfirðinga og kaupa liingað sjö myndarleg skip, og er skipastóll þessa félags ennþá, að 20 ártnn HSnuni, aðal grundvöll- urinn undir atvinnulífi þessa bæj- ar. Finnur Jónsson var forstjóri S. 1. frá 1928—1944, og á þeim órum starfaði hann með sjómönnum og verkamönnum í hlíðu og stríðu í lífsbaráttu þeirra, auk þess, sem á liann hlóðust margháttuð trún- aðarstörf. Hann varð þaulkunnug- ur allri 'útflutningsverzlun og út- gerð, og átti ríkan þátt í skipulagn- ingu síldarmálanna og fisksölumál- anna. Hann átti sæti í stjórn Síldar verksmiðja ríkisins og Síhlarútvegs nefnd, og var formáður þeirra ár- um saman, og verð’a störf hans öll, ekki rakin hér. f bæjarstjórn álti Finnur Jóns- son sæti frá 1921 1942 fyrir Al- þýðuflokkinn, og öðlaðist þar þá þekkingu og reynslu í þæjar- og félagsmálum, sem síðar hefir kom- ið að góðu haldi. bað var á þessum árum stórátak fyrir þennan fátæka bæ, að kaupa upp mest allar bygg- ingarlóðir ó bæjarlandinu (Hæsti- kaupstaður, Neðstikaupstaður) Bátahöfn, sjúkrahús, kúabú og raf- veita voru byggð, og íyft undir at- vinnulífið á tímum kreppunar með stuðningi við hátaútgerðarfélög og með togaraútgerö. Öll hin marghátlaða reynsla Finns í þeim störfum hans, sem liér liefir lauslega verið drepið á, liefir síðar komið honum að góðu haldi. En hann hefir einnig tekizt á hendur önnur störf, sem hafa verið ný fyrir honum, og ekki í framhaldi af fyrri reynslu hans. Þessi slörf hefir hann þó leyst af hendi með mikluin ágætum. Hér er átt við það, þegar Finnur Jónsson gerðist dóms- og félagsmálaráð- herra í ríkisstjórn Ólafs Thórs Fylgi Ásgeirs öruggt Ásgeir Ásgeirsson hefir setið ó þingi óslitið í 26 ár fyrir Vestur- Isfirðinga. Það þarf því ekki að lýsa honum eða störfum hans fyrir sýslubúum. Verkin sýna þar merk- in. Vegir og símar eru um alla sýsl- una. Núpsskólinn náði snemma þeim vexti er hann hefir hlotið og liverskonar mannvirki er til fram- fara horfa í sýslunni hafa jafnan notið hagsýnnar fyrirgreiðslu Ás- geirs Ásgeirssonar. Slíkt hið sama má óhætt segja um framkvæmdir einstaklinga. Allir hafa jafnan leit- að til Ásgeirs Ásgeirssonar um úr- lausn hinna inárgvíslegu vanda- mála og ætíð hefir Ásgeir verið boðinn og húinn til lijálpar hver sem í lilut átti. 1944 1947. Meðan hann gegndi því emþætti, þætti liann starfsskilyrði hæstaréttar og fjölgaði þar dóm- endum, og hefir rétturinn síðan notið meira trausts en áður, og að- eins orðið fyrir aðkasti frá komm- únistum. Hann beitti sér fyrir setn- ingu laganna um opinbera aðstoð við hyggingar íbúðarhúsa í kaup- stöðum og kauptúnum, og er Fjarð- arslrætisbyggingin byggð sainkv. þeim lögum. Siðast en ekki sizt kom það í hans hlut, sem félags- málaráðherra að leggja fram á Al- þingi hið merka og vinsæla frum- varp um Almannatryggingarnar. Hér er ekki ætlunin að rekja æfi- sögu Finns Jónssonar, en það, sem hér hefir verið sagt, ætti að nægja til að sýna ísfirzkum kjósendum, að þeir eiga auðvelt val milli Fiiins Jónssonar annarsvegar, Kjartans læknis, Jóns A. Jóhannssonar og Aðalbjarnar Péturssonar hinsvegar. Með allri virðingu fyrir andstæð- ingum Finns að öðru leyti verður það að segjast, að enginn þeirra hefir slíka reynslu sein hann í at- vinnu- félags- og viðskiptamálum. Enginn þeirra hefir neitt það fram að hjóða, sem vegið geti upp á inóti þessu, og enginn þeirra liefir fórnað, eða er líklegur til að fórna, jafnmiklu starfi fyrir þetta bæjar- félag og Finnur hefir gert. Valið er þessvegna auðvelt. A sunnudaginn kemur setja Isfirðingar X við nafn Finns Jónssonar. KJÓSIÐ FINN JÓNSSON! Ásgeir Ásgcirsson Á Alþingi hefir Ásgeir Ásgeirs- son ætíð verið mikilsvirtur. Þar hafa honuin jafnan verið falin hin vandasömustú störf. Hagsýni hans, óvenjumiklar gáfur og góðvild hef- ir oft valdið miklu um úrlausn hinna örðugustu verkefna. Ráð- herrastörf sín leysti Ásgeir Ásgeirs son svo sem annað af liendi með liiniii mestu prýði og hvar sem liann hefir komið fram bæði utan- lands og innan hefir hann verið kjördæmi sínu og þjóð sinni til gagns og sóma. Þegar Jón Baldvinsson lézl lók Ásgeir við hankastjórastarfi í Ut- vegsbanka Islands, og hefir hin víð tæka þekking hans á fjármálum og atvinnumálum bæði komið kjör- dæmi hans og þjóðinni sem heild að mikluni notuin. Stuðningur hans við atvinnuvegi lil lands og sjávar liefir ætíð verið ósvikinn. 1 kosningunum á sunnudaginn eiga Vestur-Isfirðingar að velja á milli Asgeirs Ásgeirssonar og manna alveg óreyndra, sein enga þekkingu hafa á inestu vandamál- um þjóðarinnar, hvorki í atvinnu- málum né fjármálum. Stefna Al- þýðuflokksins, sem Ásgeir Ásgeirs- son fylgir, hefir með hverju ári orðið Vestur-ísfirðingum hugþekk- ari. Vestur-Isfirðingar, tryggið yður áfram dugnað og þekkingu Ásgeirs Ásgeirssonar, tryggið yður áfram mikilhæfan og þjóðkunnan þing- mann. Setjið kross við nafn Ásgeirs Ás- geirssonar á kjördegi. xFinnur Jónsson xÁsgeir Ásgeirsson

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.