Skutull

Árgangur

Skutull - 20.10.1949, Blaðsíða 2

Skutull - 20.10.1949, Blaðsíða 2
2 S K U T U L L Eins og frá var skýrt í síðasta Skutli eru líkur til að „úthlutun“ meirihluta heilbrigðisneíndar á Fjarðarstræt- is íbúðunum verði tekin fyrir í nefndinni aftur. Vonlaust er þó, að nokkur breyting verði á afstöðu meirihlutans, og þurfa menn ekki annað en að lesa síðasta Vesturland til að sannfærast um þetta. Aðeins dómsúrskurður mun héð- an af geta breytt gerðum bæjarstjórnarmeirihlutans. | S K U T U L L VIKUBLAÐ > Útgefandi: ! Alþýðuflokkurinn á Isafirði ! Ábyrgðarmaður: j Birgir Finnsson INeðstakaupstað, Isaf. — Sími 13 Afgreiðslumaður: GuSmundur Bjarnason Alþýðuhúsinu, Isaf. — Sími 202 I Innheimtumaður: Haraldur Jónsson Þvergölu 3. Isafirði. Kommadaður íhalds og Framsóknar. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að þrátt fyrir öll skrif Morg- unblaðsins gegn kommúnisma, sýn- ir það sig hvað eftir annað í verki, að íhaldið er ávallt boðið og búið til samstarfs við liina rússnesku ag- enta og titlar þá gjarnan Einar 01- geirsson og aðra slíka hátíðlega sem „herra“. Hvað eftir annað hef- ir á siðustu 4 árum verið vitnað til samstarfs íhaldsins og komm- anna hér á ísafirði í hæjarmáluin, og er það samstarft orðið frægt að endemum um land allt. Frægt er einnig það brautargengi sem íhaldið á sínum tíma veitti kommum í verkalýðshreyfingunni með þeim afleiðingum, að að agenl- arnir náðu þar yfirr. um nokkurra ára skeið, og héldu þeim með of- beldi og rangindum, eftir að jieir voru komnir i minnihluta aftur. Síðasta dæmið um aðdráttarafl l.ommanna á íhaldið gerist nú í k.osuingahríðinni á Siglufirði, þeg- ar þessir tveir „andstöðu“ flokkar sameinast uin það fólskuverk, að reka hæjarstjórann úr starfi, að til- efnislausu. Enda þótt Sjálfstæð- ismenn á sínum tíma veittu Gunn- ari Vagnssyni hlutleysi, þá hafa þeir í raun og veru stöðugt verið í andstöðu gegn honu.n og Alþýðu- flokknum í bæjarstjórn Siglufjarð- ar, og í þessari aniistöðu hafa þeir staðið við hlið kominúnista. Brott- rekstur bæjarstjórans er l>ví rök- rétt afleiðing af þessu samstarfi, en vegna yfirstandandi kosninga jiyk- ir íhaldinu ekki henta að gera mál- efnasamning við kommana á Siglu- firði og iáða annan bæjarstjóra. Hugsun þeirra er sú, að koma öllu á ringulreið, láta hæinn segja sig á ríkið, og lirópa svo við næstu hæj- arstjórnaikosningar: Sjáið þið alla óreiðuna, sem Alþýðuflokkurinn skyldi eftir! Glundroðinn, sem kommúnislar eru þannig notaðir til að skapa, á síðan að tryggja hinum gætnu fjármálaspekingum íhalds- ins meirihlula næsta kjörtímahil. Þessir menn stjórnuðu Siglufirði meðan Hertervig var bæjarstjóri og urðu þá landsfrægir. Loks skal bent á það til dæmis um daður ihaldsins við kommana, að Ólafur Thors hefir meira en lát- ið í það skína, að hann væri fús á að ganga á ný til stjórnarsamstarfs ineð jieim, og þeir fyrir sitt leyti hafa lýst yfir því, að Ólafur hafi farið vel í vasa á sínum tíma og sé a jolly good fellow. / Vesturland varði úthlutunina lil þeirra fjögra manna, sem aðallega hefir sætt gagnrýni, með ^ömu of- stopafullu slagorðunum og jieir not- Annar maður með ráðherrastóla- sýki, Hermann Jónasson, fonnaður Framsóknarflokksins, liefir óspart biðlað til kommúnista að undan- förnu, ekki síður en Ólafur Thors. Hann hefir fylgt þeim í utanríkis- málum, og að launum er talið að hann fái stuðning þeirra í Stranda- sýslu. Má þykja gott, ef Ilaukur Helgason, sem Isfirðingar kannast við, og er þar í framboði fyrir komma, fær alla meðmælendurna. Samstarf Frainsóknar og komnia í KRON er alþekkt, og Sigfús Sig- urhjartarson liefir dyggilega stutt kröfur Framsóknar um það, að gera skömmtunarseðla að iiinkaupa leyfum, þessar kröfur, sem yfirleitt eru ekki teknar alvarlega, og aðal- fundur S.I.S. vildi ekki líta við. Nú síðast opinherast sambandið milli Framsóknar og Komma með því, að Þóroddur Guðmundsson, skólahróðir Gottwalds, og framhjóð andi- komma í Eyjafjarðarsýslu, livetur menn til að kjósa Framsókn, ef þeir vilji sig ekki. Þannig er sagt að þetta sé víðar, þótt ekki fari það eins hátt, og telja kunnugir, að í Vestur-Isafjarð- arsýslu reyni framhjóðandi komma að fá fólk til að kjósa séra Eirík en fella Ásgeir. Aftur á móti er talið, að í Gullhringu- og Kjósarsýslu sé frambjóðandi Framsóknar iðinn við það að koma alkvæðum flokks síns yfir á framhjóðenda komm- únisla. Þannig rnætti lengj telja dæmiii um hneigðir íhalds og Framsóknar til samstarfs við kommúnista, en það, sem nefnt hefir verið, ælti að nægja til þess, að menn vöruðust aö taka fordæmingu jiessara flokka á kommúnistum alvarlega. Meðan Ólafur og Hermann telja sig geta notað komma fyrir stökkhretti upp í ráðherrastóla, munu þeir, undir áhrifum vorúðans titla Einar 01- geirsson „herra“. Allt tal þeirra gegn kommúnisma er markleysa ein meðan koinmar hafa aðstöðu til að verzla við þessa valdasjúku leið- toga. Aðeins útþurrkun koinmún- ista úr íslenzku stjórnmálalífi á saina liátt og í Noregi gelur hægt frá þeirri liættú, sem er af sam- starfi íhalds- og Framsóknarleið- toganna við kommúnista. Alþýðuflokkurinn einn herst af heilum hug gegn kommúnistum og ofbeldisstefnu þeirra, og þessvegna verðskuldar hann liðstyrk allra þjóðholira manna, sem kjósa frið, starf og lýðræði. Greiðið Alþýðuflokknum atkvæði i þessum kosningum. Það er hezta tryggihgin gegn einræði og kúgun kommúnismans. uðu á föstudagsfundinuin Sigurður Ilalldórsson og Matthías Bjarnason, og hætir við nokkrum glefsum um óskyld mál, svo sem þeirra er vani, sem komast í rökþrot. Vesturland se'glr, að Skutull geri enga tilraun lil að „véfengja" út- hlutunarreglur Baldurs læknis, og geti því ekkert um það sagt, hvort uin löghrol sé að ræða eða eklci. Skulull hefir einmitt lorlryggt jyessar „vísindalegu“ reglur læknis- ins, fyrst og fremst af þvi, aS þær hafa aldrci fengist lagöar fram eöa útskýrfiar i hæjarstjórn, þrútt fyrir ítrekuö ilmæli. Þola jjessar reglur ekki dagsins Ijós? IIví er þeim hald ið leyndum? VerSi þessar reglur einhvernlima lagöar fram, þú mun ekki standa ú Skulli oð ræöa þær. Meðan þess er ekki kostur að ræða reglurnar sjálfar, þá verður að dæma þær af jieirri reynslu, sem fengin er af „n’otkun" þeirra, og í því samhandi skorar Veslurl. á Skutul að nefna dæmi úr um- sækjendahópnum um menn, sem séu ver settir heldur en þeir 4, sem um er deilt. - Bæjarstjórnarmeiri- hlutinn óskaði reyndar eftir lokuð- um fundi um þetta mál fyrir tæp- lega liálfum mánúði síðan, af „nær- gætni“ við uinsækjendurna um í- búðirnar, og vihli þá ekki láta ræða hagi þeirra opinherlega, en nú virðist þessari tillitssenn ekki leng- ur til að dreifa, og nú er beðið um samanhurð á Jiúsnæði, heiinilisá- stæðum og ómegð umsækjendanna. Það liggur því nærri að halda að lokaði fundurinn liafi áll að vera lil hlífðar aiinui skinni og slæmri sainvizku hæjarst jórnarmeirihlut- ans, en ekki lil þess að forða uin- sækjendunuiii frá umtali. SkutuII vill Jió ekki allskostar fall ast á, að rétl sé að ræða liagi ein- staklinga í þessu sainhandi, eins og Vesturland nú ætlazt til, en skorar hinsvegar á hlaðið að sanna, sain- kvæmt reglum Baldurs héraðslækn- is, að eftirtaldir umsækjendur húi við betra húsnæði og heimilisá- stæður og minni ómegð, heldur en Guðmundur Árnason, Bjarni Bach- inanii, Oddur Friðriksson og Gunn- ar Helgason: 1. Ingi G. Eyjólfsson 2. Einar Jóelsson 3. Björn Jóhannsson 4. Líkafrón Sigurgarðsson -5. Páll Ásgeirsson (i. Magnferð Jónasson Ef Vesturlándi tekst að sanria Jietta, samkvæmt reglum læknisins, þá skal játað, að snilld hans við að finna út slíkar reglur hlýtur að vera meira en lítil, og mætti þá hiklaust setja liann á hekk með Arkimedes, Pylhagórasi og öðrum geníum stærðfræðinnar. Takizt Vesturlandi aftur á móti ekki að sanna, livað aðstæður þeirra manna, sem Skutull tók til dæmis, séu mikið betri en hinna, l)á liljóta reglur læknisins að dæm- asl á þá lund, að þær séu tómt kjaft æði, sam.sell í þeim tilgangi einum, að setja stimpil „vísindamennsku“ og emhætlisinrisigli héraðslæknis- ins á ofheldisverk flokksbræðra hans. Marga mun fýsa að sjá, hvernig Vesturland stendur sig i þessari reikriingsþraut. Hér er ekki ástæða til að ræða mikið fleiri atriði úr skrifum Vest- urlands um úthlutun íhúðanna. Það hefir margoft verið fram tekið, að réttinn eiga fyrst og fremst lág- launamenn í heilsuspillandi íbúð- um svo sem kjöllurumí útihúsum, háaloftuin o.j).h., og J)eir, seni mesta liafa ómegðina og erfiðastar heim- ilisástæður, koma fyrstir til greina. Ríkið leggur fram fé til íbúðanna til að útrýma .heilsuspillandi íbúð- um, en ekki lil að hyggja yfir kenn- ara eða aðra emhættismenn, enda þótt J)eir kunni að verá í liúsnæð- isvandræðum. Ef Fjarðarstrælisí- búðirnar verða teknar fyrir kenn- arahústaði má húast við að ríkis- framlagið og hin hagkvæmu lán til þeirra íhúða, sem þannig eru not- aðar, verði aflurkallað. Vesturland skýrir frá því, að Reykjavík liafi tekið átta íhúðir, sem hyrjað var upphaflega að riyggja, samkv. III. kafla íhúðarhús- næðislaganna, undir emhættis- menn, en blaðið gleymir að geta þess, að til Jæssara íhúða fékk Reykjavík enga peninga úr ríkis- sjóði. Þannig mundi einnig fara hér. Hugleiðingar Vesturlands uin möguleika ýmissa manna til að byggja sér íbúðarhús, og skyldur hins opinbera til að hyggja yfir ýinsa embæltisinenn, koma þessu máli alls ekkert við og mönnum eins og l.d. prestinum, er sannar- lega enginn greiði'gerður með því að nefna hans nafn og hans ílnið í J)essu sainhandi. „Árás“ Hannihals á kennarana er eingöngu fólgin í því, að liann upplýsti, að Jjeir liefðu leitað liðs- innis hjá sér, lil að komast inn i Fjurðarstrætisíbúðirnar, en hanri kvaðst strax hafa neitað þeim um slíkt liðsinni, með J)ví að þeir ætlu ekkert lagalegt tilkall til þessara í- búða. Kalli hver Jietta árás, sem vill. Vesturland endar langhund sirin á ])eirri staðlausu fullyrðingu, að Stefán Jóhann Stefánsson hafi hindrað áframhaldandi hyggingar Fjarðárstrætisíbúða liér. Þetta er al- rangt, eins og marg ofl hefir verið fram tekið, og geta Vesturlands- inenn snúið.sér lil Jóhanns Þ. Jó- sefssonar, flokksbróður síns, með slíkar ásakanir, en hann heimtaði J)að ákvæði sett inn í lögin, að ekki skyldi hýggja þessar íhúðir nema lægar fé væri veilt til þeirra á fjár- lögum og hefir síðan neitað um slíkar fjárveitingar. Þar hefir fjúrmdlaráöherrann þvi sýnt samskonar viöleitni og ihaldiö ætlar sér dö sýna í stærri stíl, cf þaö fær aöstööu lil eftir kosningar, sem sé í þú átt, aö hætta fram- kvæmd ú þeim nmbótum, sem Al- þýöúflokkurinn hefir ú undanförn- um úrum fengiö lögfestar. Á því ú aö hyrja niöurskuröinn, og um þaö

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.