Skutull

Árgangur

Skutull - 22.10.1949, Blaðsíða 2

Skutull - 22.10.1949, Blaðsíða 2
2 S K U T U L L Krafan um sterkan flokk. Stefna Sjálfstæðisflokksins á ekki fylgi þjóðarinnar, og þegar sá flokkur heimtar þingmeirihluta, þá er það til þess að troða stefnu minnihlutans upp á alla þjóðina, og þessvegna er einræðiskeimur af þessari kröfu. Raddir kjósenda. Öllum þótti frammistaða Kjartans læknis aumleg á framboðsfundinum, og var eftirfarandi grein skrifuð handa Skutli, strax eftir fundinn. Sjálfstæðisflokkurinn gerir þá kröfu við þessar kosningar, að hann fái meirihlu'a á Alþingi, svo að hann geti ráðið stefnunni einn og borið ábyrgð á henni. Talsmenn hans tala með hrifningu -um völd hins sterka flokks, er ekkert tillit þyrfti að taka til annara flokka. Þetta sama er kenning kommúnis- mans og nazismanns. I kjölfar hins sterka flokks kemur hinn sterki maður. Lýðræðið myndi ekki standa hátt 1 Sjálfstæðisflokknum, ef hann væri einráður um s'jórn landsins. Stefna Sjálfstæðisflokksins á ekki fylgi hjá meirihluta þjóðarinnar. Sjálfstæðisflokkurinn hefir á seinni árum haldið velli með því að Iáta undan kröfum Alþýðuflokks ins og hörfa, sem allra mest frá sinni eigin stefnu. Sjálfstæðisflokkurinn er á móti þjóðnýtirigu, en hefir í Reykjavik, að kröfu Alþýðuflokksins, sett á stofn bæjarútgerð og skýrt einn togarann í höfuðið á Jóni Þorláks- syni, sem harðast barðist gegn þjóð nýíingu á sinni tíð. Sjálfstæðisflokkurinn hefir bar- izt gegn tryggingarlöggjöfinni. „Fótbrot á tryggðum manni grær helmingi seinna en á ótryggðum", sagði Magnús Jónsson, prófessor, einn af helztu leiðtogum Sjálfstæð- ismanna. Sjálfstæðisflokkurinn barðist gegn byggingu verkamannabústaða og löggjög Alþýðuflokksins um þá. Sjálfstæðisflokkurinn barðist hnúum og hnefum gegn samninga- rétti verkamanna og samtökum úrra. Sjálfstæðisflokkurinn barðist gegn afnámi sveitarflutninga og réttind- um þurfalinga. Sjálfstæðisflokkurinn barðist harðri baráttu gegn lögum um hvíldartíina háseta á togurum. Sjálfstæðisflokkurinn hefir ekki haft frumkvæði á Alþingi um nein mannréttindamál, eða um félagsleg- ar framfarir. Hann hefir hinsvegar þvælst fyrir framgangi þeirra og dregið úr þeim, hverju sinni, á meðan hann métti og þorði. Ekkert þeirra mála, er að framaii greinir hefir átt stuðning Sjálfstœfiisflokks- ins, eða ntíð samþykki lxans, fyrr en eftir tanga og harSa barállu. Sam- þykkt þeirra er þessvegna því að þakka að Sjálfstæhisflokkurinn hafði ekki hreinan meirihluta. öll þessi mál og raunar mörg fleiri hafa unnið hug kjósenda fyr- ir baráttu Alþýðuflokksins, og þrátt fyrir andstöðu Sjálfstæðisflokksins. Krafa Sjálfstæðisflokksins um meirihluta á Alþingi er því blátt á- fram móðgun við kjósendur. Sjálfstæð'isflokkurinn á koramún- istum fyrir að þakka að hann er stærsti stjórnmálaflokkur landsins. Það er ekki hans stefna sem meiri- hluti þjóðarinnar aðhyllist. Ef kommúnistar hefðu eigi klof- ið Alþýðuflokkinn 1930 væri AI- þýðuflokkurinn nú meirihlutaflokk- ur á Alþingi á sama hátt og í Nor- egi. Alþýðan er nú farin að át;a sig á þessu. Fjöldi manna er áður hefir fylgt kommúnisfum liefir horfið frá þeim og snúið aftur til Alþýðu- flokksins. Straumurinn liggur líka frá Sjálfstæðisflokknuni til Alþýðu- flokksins. Efling Alþýðuflokksins er efling atvinnuveganna og efling félags- legra réttinda og framfara. ISRIRÐINGARI EFLIÐ ALÞÝÐU- FLOKKINN. KJÓSIÐ FINN JÓNS- SON! --------O------- Myndaútgáfa. Ihaldsmenn gáfu út sérstaka myndaseríu af Kjartani lækni fyrir síðustu Alþingiskosningar, og var hún almennt nefnd glansmyndaút- gáfan. Ekki dugði þetta herbragð til að koma Kjartani á þing, og nú á því að reyna aðra aðferð. Nú er dreift um bæinn pésanum „Rödd ísfirzkrar æsku“ með íhalds gamminum og Jóni Sigurðssyni á forsiðu! Þvílík meðferð á Jóni. Það hefir verið deilt á kommana fyrir að snúa þjóðhetjunni til veggj- ar 30. inarz, en þessi meðferð á Jóni Sigurðssyni er lítið betri. Hann er alsaklaus af spillingu í- haldsins, og það er dæmalaus ó- svifni, að setja hans andlit á hinn lélega málstað þessa flokks. Kjart- ani verður það ekki til framdrátt- ar frekar en hið bragðdaufa ávarp hans í pésanum. Til þess að hafa myndirnar i sain ræmi við nafn pésans eru birtar þarna fermingarmyndir af Kjartani og Sigurði Bjarnasyni. Já, ekki skortir hugkvæmnina. Hin andlit- in á pésanum eru svo ung, að ekki þarf að yngja þau upp, og skín út úr sumum þeirra barnslegt sak- leysi, sem endurspeglast í ávörpun- mn. Hvað segja menn t.d. um þetta: „Sjálfstæðisflokkurinn er í eðli sínu lífrænn stjórnmálaflokkur, sem liagar störfum sínum og skapar sér stefnumið í sararæmi við feg- urstu húgsjónir hvers tíraa“. „Sjálfstæðisflokkurinn í dag er frjálslyndasti flokkur séreignaskipu lagsins". Vesalings Kjartan. Tæplega dug- ar þctta til að koma honum á þing. Því ekki láta taka talmynd næst? Ég fór eins og annað forvitið fólk á framboðsfundinn á ísafirði á mánudagskvöldið. Allt gekk svona nokkurn veginn kristilega og skap- lega í fyrstu. Maður kippir sér svo sem ekkert upp við það, þótt i*æðu- menn kasti auri að andstæðingum sínum, því að það er nú víst það vanalega, en með því sverta þeir bara sjálfa sig, og það gerði Kjartan rækilega í fyrstu umferð. Þegar önnur umferð byrjaði þetta umrædda kvöld gerðisl dálít- ill alburður, sem ég gleymi ekki. Þarna kom frambjóðandi Sjálfstæð- isflokksins fyrir N.-Isafjarðarsýslu eins og boðflenna upp á ræðupall- inn og rændi nokkrum mínútum af ræðutíma Kjartans læknis Ég gapti af undrun. Sá nú ekki Sigurður Bjarnason, hversu feikna mikla niðurlægingu hann gerði Kjartani lækni með þessu frum- hlaupi sinu? Skildi ekki Sigurður það, að með þessu tiltæki, var hann að upplýsa það, að hann treysti ekki frambjóðandanum. Ef vesa- lings Kjartan læknir verður svo ó- heppinn, að komast á þing, og ef hann á það yfir höfði sér, að hon- um verði oft gerð slík óvirðing í sölum Alþingis þá öfunda ég hann ekki. Núna nýlega barst mér í hendur kosningabók Sjálfstæðisflokksins með mynd af Jóni Sigurðssyni, for- seta á fremstu síðu. Síðasta tromp- ið hjá Sjálfstæðisflokknum, ein blekkingin enn, liugsaði ég. Jón Sigurðsson forseti og íhaldsflokkur- inn, getur nokkur ímyndað sér meiri andstæðu? Jón Sigurðsson, forseti, sem er óskabarn þjóðarinn- ar í heild. Við hann er ekki ein ein- asta Ijót minning tengd. En við Ihaldsflokkinn, meðan hann réði lögum og lofum hér á Is- landi, er eins og við vitum mörg raunaleg minning tengd. Við skulum minnast konnunnar sem grét yfir því, að hún og mað- urinn hennar, höfðu verið svipt kosningarétti af þeim ástæðum, að þau höfðu orðið að taka lítilsháttar hreppslán, til þess að seðja hungur og nekt barnanna sinna, og við skulum minnast barnanna, sem þurftu að hlusta á slikt háðungar- yrði sem þessi: Þú sveitalimurinn, hreppsótnaginn. Foreldrar þínir fengu ekki einu sinni að kjósa. Því- líkir ræflar. Alþýðufólk, við skulum einnig minnast þeirra, sem báru gæfu til þess, að afnema þvílíka réttar- skerðingu fátæklinganna með fá- tækralöggjöfinni, við skulum minn- ast AlþýSuflokksins, með því að kjósa frambjóðendur hans á þing á sunnudaginn kemur. Alþýðukona. Gamall sjómaður ski-ifar: Á morgun verður úr því skorið, hvort þær kjarabætur, sem alþýð- an til sjávar og sveita liefir fengið að undanförnu fyrir forgöngu Al- þýðuflokksins á Alþingi, verða skertar eða jafnvel afnumdar með öllu, eða hvort hægt verður að varðveita það, sem áunnist hefir, og halda áfram sókninni til að jafna lífskjör landsmanna. I kaupstöðum landsins kemur ekki til mála að fela Framsóknar- flokknum forsjá þeirra hagsmuna, sem kaupstaðarbúar eiga að gæta. Þessum flokki ráða nokkrir valda sjúkir menn, sein liafa lokkað bænd ur til fylgis við sig með því að skrúfa sífellt upp verð landbúnað- arafurða, og magna þannig dýrtíð- ardrauginn í landinu. Þeir tala mikið um niðurskurð og gengisfell- ingu, en því byrja þeir ekki á lækk un landbúnaðarafurðanna? Eru þeir kannske hræddir um völd sín? Um Kommúnistaflokkinn þarf ekki að fara mörgum orðura. Þar þekkjum við falsið og yfirdreps- skapinn og vitum, hvernig fólkið er svikið, ef hagsmunir flokksfor- ingjanna eru annars vegar, saman- ber samstarfs íhalds og komma hér á ísafirði. Nú síðast hefir formað- ur sellunar hérna fengið íbúð, sem ætluð var fátækasta fólkinu í hæn- um, að launum fyrir að viðhalda valdaaðstöðu íhaldsins. Og hvernig hafa þau völd veriö notuð? Bærinn á hausnum. Björgvin flúinn með skip sin til New Foundland. Arn- arnesið gert út frá Reykjavík. Ekk- ert fiskiðjuver, aðeins einn togari, í stað þess að þeir hefðu getað orð- ið tveir o.s.frv. Nei, málsvarar liinna níssnesku veiðiþjófa eiga ekkert gött skilið af ísfirzkri al- þýðu, og hér mun sannast, að við erum sarinir arftak'ar Norðmanna, því hér munu rússadindlarnir fá sömu útreið og í þingkosningunum í Noregi og víðar um land munu iiíða þeirra sömu örlög. SiáHstæðisflokkurinn liefir lengi verið stærsti flokkur Iandsins, en fylgi hans þó stöðugt farið minn- kandi enda á alþýða landsins ekki samleið með þessutn flokki auð- hyggju- og sérhyggju manna. Þessi fJokkur hefir jafnan barizt á móti slærstu framfaramálunum, og öll- um breytingum til bóta á kjörum vinuandi stétta, eins lengi og hann hefir framast séð sér fært. Hann vill ekki láta taka peninga af hin- mn ríku flokksgæðingum sínum til slíkra hluta, og ef hann fær þann sterka meirililuta, sem hann nú heimtar, mun hann ýmist afnema eða eyðileggja með skemmdarstarf- semi umbótalöggjöf síðari ára, sarn- anber úthlutun Fjarðarsti-ætisíbúð- ALÞtÐUFLOKKSFÓLK OG STUÐNINGSMENN ALÞÝÐUFLOKKSINS. Athugið að hafa samband við kosningaskrifstofuna í kjallara Alþýðuhússins á kjördegi. Símanúmerið er 187. Ráðnir starfsmenn og sjálfboðaliðar mæti kl. 9 f.h. á sunnudag. Athugið að kjördagurinn er aðeins einn hér í kaup- staðnum. Dragið ekki að kjósa. Alþýðuflokkurinn.

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.