Skutull - 31.10.1949, Blaðsíða 1
Gjalddagi SKUTULS
var 1. júlí.
Árgangurinn kostar
kr. 20.00.
XXVII. árg.
Isafjörður, 31. október 1949.
35. tölublað.
Alþingiskosningarnar
Þátttaka í kosningunum um s.l. helgi varð óvenjulega
mikil. Á kjörskrá á öllu landinu voru 83 296 manns og þar
af kusu 91,4%, en mest hluttaka hefir áðúr orðið 87,9%
árið 1937. Heildarúrslitin urðu þessi:
Atkvæði
Sjálfstæðisflokkur ............ 28 546
Framsóknarflokkur .......... 17 659
Sósíalistaf lokkur ............ 14 077
Alþýðuflokkur................ 11 938
Alls 72 220
Árnessýsla: Jörundur Brynjólfss.
Uppbótarþingmenn Sjálfstæðisfl.:
Kristin L. Sigurðardóttir
Þorsteinn Þorsteinsson
þingm. Uppbótarþingmenn Sósíalistafl.:
1949 1946 Brynjólfur Bjarnason
19 19 Lúðvík Jósefsson ¦
17 14 Steingrímur Aðalsteinsson
Ásmundur Sigurðsson
9 10 Finnbogi Rútur Valdimarsson
7 9 Jónas Arnason
52 52
Af þingmannatölu flokkanna fær
Sjálfstæðisflokkurinn 17 kjördæma-
kosna og 2 uppbótarþingmenn,
Framsókn fær 17 kjördæmakosna
og engan uppbótarþingmann, Sósí-
alistar fá 3 kjördæmakosna og 6
uppbótar þingmenn, Alþýðuflokk-
urinn 4 kjördæmakosna og 3 upp-
bótarþingmenn. Hlutfallslega skipt-
ast atkvæðin þannig milli flokk-
anna:
Sjálfstæðisflokkur 39,5% hafði
1946 39,4%.
Framsóknarflokkur 24,5%, hafði
1946 23,1%.
Sósíalistaflokkurinn 19,5%, hafði
19,5%.
Alþýðuflokkurinn 16,5%, hafði
17,8%.
Þessar tölur sýna það, að tiltölu-
lega litlar breytingar hafa orðið á
styrkleikahlutföllum flokkanna,
enda þótt Framsókn hafi einna
mesta ástæðu til að vera ánægð
með úrslitin. Þær sýna það einnig,
að bægslagangur kommúnista í ut-
anríkismálum hefir engin áhrif
haft á úrslitin, þvi ef svo hefði ver-
ið, hefðu Sjálfstœðisflokkurinn og
Framsókn att að tapa en ekki auka
fylgi sitt. Það er því óhætt að slá
því föstu, að kosningin hefir fyrst
og fremst snúist um ástandið inn-
anlands, og að stjórnarandstaðan
innan stjórnariiinar hefir hrósað
sigri. Hafa Sjálfstæðiflokkurinn
og Framsókn, og þó einkum Fram-
sókn, „slegið sér upp" á því að
vera í stjórn landsins og njóta
þeirra hlunninda, sem því fylgja,
en vera þó jafnframt í stjórnar-
andstöðu með formann sinn, blöð
sín og nokkra þingmenn, og hefir
þjóðin greinilega látið blekkjast af
þessari tvöfeldni, og ekki athugað
það, að stjórnarandstaða Framsókn-
ar hefir einnig beinst gegn stjórn
Framsóknar.
Hér fara á eftir nöfn hinna ný-
kjörnu Alþingismanna:
Reykjavík:
Fyrir Sjálfstæðisflokkinn:
Bjarni Benediktsson
Björn Ólafsson, heildsali
Gunnar Thoroddsen
Jóhann Hafstein
Fyrir Framsóknarflokkinn:
Rannveig Þorsteinsdóttir
Fyrir Sósíalistaflokkinn:
Einar Olgeirsson
Sigurður Guðnason
Fyrir Alþýðuflokkinn:
Haraldur Guðmundsson.
Kjördæmakosnir utan Reykja-
víkur:
Fyrir Alþýðuflokkinn:
Hafnarfjörður: Emil Jónsson.
¦ Isafjörður: Finnur Jónsson.
Vestur-lsafjarðarsýsla: Ásgeir Ás-
geirsson.
Fyrir Sósíalistaflokkinn:
Siglufjörður: Áki Jakobsson.
Fyrir Sjálfstæðisflokkinn:
Akureyri: Jónas Rafnar. Nýr
maður á þingi.
Seyðisfjörður: Lárus Jóhanness.
Vestm.eyjar: Jóh. Þ. Jósefsson
Gullbr. og Kjósars.:Ólafur Thors.
Borgarfjarðars.: Pétur Ottesen.
Snæfellsnes og Hnappadalssýsla:
Sigurður Ágústsson. Nýr maður
á þingi.
Barðastrandax-s. Gísli Jónsson.
N.-lsafjarðars.: Sig. Bjarnason.
A.-Húnavatnss.: Jón Pálmason.
Skagafj.sýsla: Jón Sigurðsson.
Eyjafj.sýsla: Stefán Stefánsson
Rangárvallas.: Ingólfur Jónsson.
Arnessýsla: Eiríkur Einarsson.
Fyrir Framsóknarflokkinn:
Mýrasýsla: Bjarni Ásgeirsson.
Dalasýsla: Ásgeir Bjarnason. Nýr
maður á þingi.
Strandasýsla: Hermann Jónasson
V.-Húnavatnss.: Skúli Guðm.sson.
Skagafj.sýsla:Steingr. Steinþórss.
Eyjafj. sýsla: Bernh. Stefánsson.
S.-Þingeyjars.: Karl Kristjánsson.
N.-Þingeyjars.: Gísli Guðm.sson.
N.-Múlasýslu: Páll Zóphaniusson
og Halldór Ásgrímsson.
S.-Múlasýslu: Eysteinn Jónsson
og Vilhjálmur Hjálmarsson, nýr
maður á þingi.
A.-Skaftafellss.: Páll Þorsteinss.
V.-Skafafellssýsla: Jón Gíslason.
Rangárvallasýsla: Helgi Jónasson
Uppbótarþingmenn Alþýðufl.:
Gylfi Þ. Gíslason
Hannibal Valdimarsson
Stefán Jóhann Stefánsson
Þeir Þorsteinn Þorsteinsson og
Jónas Árnason komast að sem upp-
bótarmenn, vegna þess, að Jón
Kjarlansson og Isleifur Högnason
afsöluðu sér uppbótarsætum.
Hinir kjördæmakosnu þing-
menn flokkanna hafa til jafnaðar
að baki sér atkvæðamagn sem hér
segir:
Sjálfstæðisflokkurinn 1679
Framsóknarfl. 1039
Sósíalistaflokkurinn 4692
Alþýðuflokkurinn 2985
En þegar uppbótarsætum hefir
verið úthlutað verður atkvæða-
magnið þannig á hvern þingmann:
Sjálfstæðisflokkur 1506
Framsóknarflokkur 1039
Sósíalistaflokkur 1564
Alþýðuflokkur 1705
Menn bíða nú þess, hvað gerist i
stjórn landsins. Raðherrar Fram-
sóknar hafa þegar sagt af sér, eins
og þeir höfðu tilkynnt að þeir
mundu gera, og sennilega segir for-
sætisráðherra af sér fyrir hönd
allrar stjórnarinnar. Engir tveir
flokkar hafa nægilegan þingmanna
styrk til að mynda stjórn, nema
íhaldið og Framsókn. En hvor á þá
að sitja í forsætisráðherrastólnum,
Hermann eða Ólafur Thors? Hugs-
anleg væri einnig stjórnarsamvinna
Framsóknar, kommúnista og Al-
þýðuflokksins, en í slíku samstarfi
kemur ekki til mála að Alþýðu-
flokkurinn taki þátt upp á gengis-
lækkunarkröfur og niðurskurðar-
pólitík Framsóknar. Aðrir mögu-
leikar eru: Sjálfstæðisflokkur,
Framsókn og kommar, Sjálfstæðis-
flokkur, Framsókn og Alþýðuflokk-
ur, minnihlutastjórn einhvers
flokksins og loks utan flokka
stjórn. Allt eru þetta ólíklegar sam-
setningar, og má því búast við
langvarandi stjórnarkreppu eða
kosningum á ný innan skamms.
Ðáðir hinna
framtakssömu.
VESTURLAND gumaði fyfir
kosninganiar mest af hinum glæsi-
legu skólum, sem hér hafa risið á
síðari árum, undir forystu Sjálf-
stæðismanna. Svo er nú það. Einu
sinni hétu þessir sömu skólar
„mylnusteinar um háls bæjarstjórn-
arinnar", og af þeirri nafngift má
ráða, að bygging þeirra hefði aldrei
verið hafin, ef íhaldið hefði getað
hindrað það. Þar kom í ljós hin
sanna afstaða íhaldsins til alþýð-
legrar fræðslu, og glamuryrði þess
fyrir kjördag voru því ekki annað
en kosningabeita.
FRAMBJÓÐANDI íhaldsins, Kjart
an læknir, leiddi alveg hjá sér fyr-
ir kosningar að svara fyrirspurn,
sem til hans var beint í Skutli,
enda vill hann sennilega ekki láta
leiða sig sem vitni um það, hvað
Björgvin hafi gert við gjaldeyrir-
inn, og í stað þess að svara Skutli
um fiskiðjuverið, játaði hann sekt
sína og flokks síns í því máli með
þögninni. Aftur á móti sýndi hann
bæjarbúum teikninguna af fiskiðju-
verinu, sem bæjarstjórn neitaði
Fiskiðjusamlagi Isfirðinga um af-
not af á sínum tíma.
Það upplýstist á framboðsfund-
inum að þessi kandidat fékk hundr
uð þúsunda af almannafé, til þess
að kaupa selveiðara fyrir Isafjörð,
en keypti í þess stað fyrir pening-
ana flutninga- og síldveiðaskip
handa austfirzkum skipstjóra. Ef
honum væri fengið fé til umráða,
til að reisa hér fiskiðjuver, mætti
þá ekki alveg eins búast við, að
hann reisti fyrir það konfektgerð,
eða eitthvað slíkt í Reykjavík?
StÐUSTU FRÉTTIR.
af Grænlandsútgerð Björgvins
Bjarnasonar herma, að áhafnir
skipanna séu komnar til landsins
slippar og snauðar með því að þær
hafa lítið kaup fengið greitt, en
kostnaður við heimsendingu þeirra
frá New-Foundland mun nema
um 100 þús. króna.
Lögfræðingur A.S.l. hefir nú mál
sjómannanna til athugunar, og yf»
irvöldin eru byrjuð rannsókn á því
hvað orðið hafi um gjaldeyririnn.
75 ára.
Astmar Benediktsson, fyrv. fiski-
matsmaður hér í bænum átti 75 ára
afmæli 16. okt. s.I.