Skutull

Árgangur

Skutull - 31.10.1949, Blaðsíða 3

Skutull - 31.10.1949, Blaðsíða 3
S K U T U L L 3 ASalfundur. Karlakór Isafjarðar hélt aðalfund sinn 16. þ.m. Óskar Sigurðsson baðst undan endurkosningu sem formaður. 1 stjórn voru kosnir: Gísli Kristjáns- son, formaður, Séra Sigurður Kristj ánsson, ritari, Samúel Jónsson, gjaldkeri og Finnur Finnsson, með- stjórnandi. Ákveðið er að hefja söngæfingar bráðlega. Kórinn óskar að bæta við nokkrum söngmönnum. Þeir, sem hefðu áhuga fyrir að gerast söng- félagar ættu að koma að máli við söngstjóra kórsins Ragnar H. Ragn- ar eða einhvern úr stjórninni, sem allra fyrst. Sjölugsafmæli. Halldóra Bjarnadóttir, Silfurgötu 11, varð sjötug 28. þ.m. Hún er fædd að Breiðabóli í Hólshreppi, en hefir búið hér síðan 1923. Iiér hefir Halldóra stundað fiskvinnu og aðra almenna vinnu. Hún er meðlimur v.l.f. Baldurs og hefir alla tíð sýnt inikinn áhuga fyrir fé- iagsmálum verkafólks. Skutull óskar Halldóru allra heilla í tilefni afmælisins. Hjónaband. S.l. laugardag voru gefin saman í hjónaband ungfrú Svandís Mattli- íasdóttir (heitins Ásgeirssonar) og Haukur Kristjánsson, iæknir á Keflavíkurflugvelli. Þann 18. okt. voru gefin saman í hjónaband, ungfrú Guðríður Mattli- íasdóttir, Sveinssonar, kaupmanns og Jóhann Guðmundsson, kaup- maður. Heimili þeirra verður í Fleetwood. Andldt. Frú Sigríður lsaksdóttir, kona Valdimars Valdimarssonar, Silfur- götu 12 hér i bæ, andaðist í Land- spítalanum s.l. mánudag. Duglegur kosningasmali. Á kjördegi var Kjartan Jóhanns- son, læknir, duglegasti kosninga- smalinn í bænum. Slrax á sunnu- dagsmorgun byrjaði hann að aka bifreið sinni um bæinn, og þegar leið á daginn smalaði hann og hjálparlið hans flestum, sem virt- ust ætla að draga á langinn að kjósa. Þeir, sem ekki voru lieima hjá sér, voru eltir í önnur hús, og aðrir voru sóttir inn á skemmti- staði bæjarins. Langflestir komu á kjörstaðinn i bifreið læknisins, enda er hann manna kunnugastur í bænum. Hann hefir flest númer- in í sjúkrasamlaginu eða á 10. hundrað, og hefir því, sem læknir, aðgang að flestum heimilum í bæn- um. Þessi kunnugleiki mannsins sem læknis mun hafa komið hon- um að góðum notum við smala- mennskuna. Hér skal það ósagt lát- ið, hversu vel þessi frammistaða kemur heim við codex eticus lækn- anna, en þess má geta, að þegar nú- verandi landlæknir, Vilmundur Jónsson, var í framboði til Alþing- is, vann hann sjálfur ekki að kosn- ingu sinni öðru vísi en með ræðu- höldurrt á fundum og með blaða- skrifum. En er eins og öllum er kunnugt kr. 9.24 á klst. Þó að verð landbúnaðarvörunnar sé hér eingöngu borið saman við kaup verkamanna, gildir þessi sam- anburður einnig gagnvart iðnaðar- manna kaupi, sem liöfðu fyrir verð- hækkunina nokkuð liærra kaup en verkamenn, eins og nú, og sama gildir um kennara og aðra, sem laun taka fyrir vinnu sína. Engum manni mun koma til hug- ar að leiðin til lækningar á því ó- samræmi, sem orðið er milli kaup- gjalds og afurðaverðs landbúnaðar- ins, miðað við verð 1938, sé að hækka kaup verkamanna og ann- arra sem selja vinnu sína, og eru að miklu leyti kaupendur að hinni ok- urdýru landbúnaðarvöru, og liggur þá fyrir sú eina og sjálfsagða leið, að lækka verð landbúnaðarvaranna til samræmis við kaup launamanna, sem kaupá þær að mestu leyti. En hvað á verð þeirra þá að vera mið- að við kaupið? Verð á mjólk heimflutt til neyt- enda í flöskum, miðað við kaup verkamanns, kr. 1.85, í lausu máli kr. 1.75 líter. Verð á kjöti, beztu tegund kr. 7.40 kg. Verð á smjöri, jafn góðu velhnoð- uðu sveitasmjöri kr. 24.00 kg. Og þegar tekið er tillit til niður- greiðslu ríkissjóðs á verði landbún- aðarvaranna, sem er kr. 0,30 á líter á mjólk, kr. 2,00 á kg. af kjöti og kr. 30.20 á kg. af smjöri, ætti verð- ið til neytenda að vera þetta: Á líter af mjólk kr. 1.45. Á kg. af kjöti kr. 5,40. Á kg. af smjöri kr. 4.30 eins og það er nú til smásala og selt út af þeim á kr. 5.00, en að sjálfsögðu myndu niðurgreiðslur úr ríkissjóði falla niður, ef verð landbúnaðarvör unnar yrði lækkað til samræmis við kaup verkamanna. Svo segja hin blöðin. Aðalfnndur verður haldinn í h. f. Norðurhöf að Hótel Borg í Reykjavík laugardaginn 5. nóv. n.k. kl. 3 e.h. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. ORÐSENDING. Lestrarsalur Bókasafns Isafjarðar verður opnaður n. k. þriðjudag 25. þ. m. og verður eftirleiðis opinn sem hér segir: Mánudaga, þriðjudaga, miðvikudaga og laugardaga: Kl. 4,30—7 og 8—10 e. h. Fimmtudaga og sunnudaga kl. 4—7 e. h. Börn yngri en 12 ára fá ekki aðgang. Bókavörður. Tilkynning I stórmerkri grein í Alþýðumann inumll. þ.m. sýnir Erlingur Frið- jónsson fram á það, að landbúnað- arvörur hafa hækkað meira en kaupgjald frá því fyrir stríð. Það er afleiðingin af dýrtiðarbaráttu Framsóknar. Erlingur segir m.a.:% Áður en áhrif siðustu styrjaldar fóru að verka á verð innlendrar framleiðslu og kaupgjalds, var það sem liér segir (árið 1938): Mjólk lieimsend í flöskum kr. 0,30 líter. Kjöt, bezta tegund kr. 1,20 kg. Smjör frá hreinlátum sveitaheim- ilum kr. 3,90 kg. Kaup verkamanns kr. 1,50 á klst. Nú er verðið þetta: Mjólk i flöskum, ekki heimsend, kr. 2,45 án niðurgreiðslu ríkissjóðs. Kjöt, bezta tegund kr. 13.00 kg. án niðurgreiðslu ríkissjóðs. Smjör frá mjólkurbúum kr. 34,50 kg. án niðurgreiðslu ríkissjóðs. Kaup verkamanna kr. 9.24 á klst. Verðhækkun hefir orðið á ofan- töldu eins og hér segir: Á mjólk, jiótt ekkert tillit sé tekið lil þess kostnáðar, sem mjólkursal- inn liafði áður við að flytja mjóllc- ina heim til neytandans, átta bundr uð og tuttugu prósent. Á kjöti eitt þúsund og áttatíu pró sent. Á smjöri, þótt það sé ekki jafn gott og áður var frá hreinlátum sveitaheimilum, átta hundruö átla- tíu og finxm prósent. Á kaupi verkamanns sex hundr- uö og sextán prósent. Tilgangurinn með setningu vísi- tölunnar var sá, að ekki breyttist hlutfallið milli kaupgjalds og af- urðaverðs, en eins og sést á saman- burðinum hér að ofan hefir afurða- verðið hækkað langt fram úr kaup- gjaldinu siðastliðin 10 ár, og veldur því eðlilega stórkostlegri hækkun á vísitölunni vegna þess, hversu stór liður landbúnaðarvörurnar eru í neyzluvöru almcnnings. Ef kaup- gjald hefði hækkað jafn mikið og verð landbúnaðai’varanna, mjólkur, smjörs og kjöts, myndi það vera nú, eða ætti að vera: Miðað við mjólkurverðið kr. 12,30 á klst. Miðað við kjötverðið kr. 16,20 á klst. Miðað við smjörverðið kr. 13,28 á klst. frá skrifstofu bæjarstjórans á ísafirði Þcir útsvarsgreiðendur í Isafjarðarkaupstað, sem enn hafa ekki greitt að fullu útsvör sín fyrir yfirstandandi ár, eru hér með minntir á, að síðasti gjalddagi útsvaranna er 1. nóvember n. k. Það sem ógreitt verður af útsvörunum 10 nóvemher, verður afhent til lögtaks. Gjaldendur eru vinsamlegast áminntir um að gera bæjarsjóði skil ó ógreiddum gjöldum sínum nú um mánaðarmótin. Isafirði, 28. október 1949. Skrifstofa bæjarstjórans á Isafirði. Aðalfundur i Vélsmiðjan Þór h.f.. verður haldirin í hinu nýja liúsi félags- ins við Suðurgötu, Isafirði, laugardaginn 12. nóvemher n.k. kl. 16. Dagskrá samkvæmt félagslögum. Isafirði, 28. október 1949. STJÓRNIN.

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.