Skutull


Skutull - 11.11.1949, Blaðsíða 1

Skutull - 11.11.1949, Blaðsíða 1
STÚLKA óskast í vist frá 1. des. Uppl. í síma 135. STtfLKA óskast til að ræsta Prent- stofuna ISRÚN. XXVII. árg. Isafjörður, 11. nóvember 1949. 36. tölublað. Niðurrifsstefna íhaldsins. Hin pólitísku aðskotadýr, sem náðu völdum í bæjar- félaginu undir nafninu Sjálfstæðismenn í síðustu bæjar- stjórnarkosningum, eru nú búin að brjóta niður hag bæj- arfélagsins, þannig að það verður varla betur gert. Nú undirbúa þau áhlaup á atvinnutæki bæjarins, og heimta í blaði sínu að Samvinnufélagið sé gert upp, og skip þess jafnvel gerð út úr öðrum heimsálfum. Hvað ætla bæjar- búar að þola lengi þessa skemmdarvarga? Blaðið Vesturland hefir að und- anförnu gert sér tíðrætt um Sam- vinnufélag Isfirðinga og starfsemi þess með þeim hætti, að vakið hef- ir furðu bæjarhúa, hvar í flokki, sem þeir standa. Það var að vísu einu sinni sú tíðin, að pólitískur styrr stóð um þetta félag, bátar þess voru af illgjörnum íhalds- mönuum sagðir ónýtir manndráps- bollar, og uppnefndir „Rússar". En rösklega tuttugu ára starf félagsins í bænum, og ágæt reynsla af skipum þess, hefir fyrir löngu kveðið nið- ur þennan róg, og bæjarbúar al- mennt viðurkenna, að starfsemi fé- lagsins hefir haft ómetanlega þýð- ingu fyrir atvinnulíf bæjarins fyrr og síðar, eins og fram kemur i fundarsamþykkt v.l.f. Baldurs á öðrum stað hér í blaðinu. Þetta á ekki sízl við nú á síðustu árum, eftir að S. 1. og h.f. Njörður, urðu einu aðilarnir hér í bæ, sem halda uppi vélbátaútgerð, svo að nokkru nemi. Ég hafði þessvegna hugsað mér, að láta ósvarað árásum Vesturlands á S. 1. fyrir nýafstaðnar Alþingis- kosningar, gerandi ráð fyrir, að þar væri aðeins um að ræða skæru- hern.að í kosningastríði, sem að öllu leyti væri á ábyrgð ófyrirleitinna skriffinna blaðsins og myndi stöðv- ast eftir kosningar, en með því að ég sé, að cnn er haldið uppteknum hætti, og jafnvel gengið lengra en fyrr í rógi og árásum, þá kemst ég ekki hjá því að álykta, að það sé orðin markviss stefna Sjálfstæðis- flokksins, að koma Samvinnufélag- inu á kné. Og þegar sá flokkur, sem nú ræður öllu um gang bæjarmál- anna, hefir sett sér slíkt takmark, þá tel ég, að ekki verði hjá því komist, að vara bæjarbúa við þeirri hættu, sem á ferðinni er, ef íhald- inu tekzt, að koma pessari stefnu sinni í franikvæmd. f>íið væri að vísu ekki tiltökumál, að ræða erfiðleika ísfirzkra bátaflot ans við íhadið og málgagn þess, blaðið Vesturland, ef fram kæmu hjá þessum aðilum skynsamlegar tillögur, sem miðuðust við að tryggja það, að hægt væri að halda bátunum í bænum, og auka við út- gerðina. En í skrifum Veslurlands hefir ekkert fram komið, sem mið- aðist við þetta, hedur hefir ein- göngu verið stefnt að niðurrífi Samvinnufélagsins, og beinlínis ver ið hvalt til þess, að skip þess yrðu flutt til annarra landa, þar sem engir Isfirðingar mundu geta stund að á þeim atvinnu, eftir þá reynslu, sem fengist hefir af slíkum veið- um. Skal ég ekki fara frekar út í það, því Vesturland hefir sjálf- sagt eins og aðrir fengið fréttir af Grænlandsútgerð Björgvins Bjarna- sonar, og æfintýrum hans í íshaf- inu, en undarlegur hlýtur sá lög: fræðingur að vera, sem hvetur ó- breytta og löghlýðna borgara, til að feta í fótspor Björgvins Bjarnason- ar. 1 annan stað gefur Vesturland það ráð, að fá báta S.l. í hendur skipstjórum og sjómönnum. Þetta gerir blaðið í leiðara, sem nefnist „Framtak einstaklinganna eykur framleiðsluna", og er þar drótt- að að skipstjórum og sjómönnum, sem ekki eru á eigin útgerð, að þeir vinni sviksamlega þau störf, sem þeim er trúað fyrir. Ef þeir ynnu hjá sjalfum sér, þá yrði útkoman allt önnur, en nú er. Ég tel þessa aðdróttun með öllu ómak- lega og tilefnislausa. Síðan ég tók við framkvæmdastjórn S. 1., hefi ég kynnst bæði eldri skipstjórum og sjómönnum félagsins, og eins átt hlut að því að ráða nýja og lítt reynda menn, og fullyrði ég, að þeir hafa undantekningarlaust lagt sig alla fram í störfum sínum, og léleg heildarafkoma útgerðarinnar stafar eingöngu af dýrtíð í landinu og aflaleysi, sem þessir menn eiga enga sök á. Hitt er svo annað raál, að þeir hafa ekki allir reynst jafn- góðum hæfileikum búnir til skip- stjórnarinnar, og kemur það vitari- léga fram í misniunandi afkómu einstakra báta, en þann annmarka er ógerningur að útiloka með eig- endaskiptum á bátunum. Að hugsa sér slíkt, erekkert annað en fíflska. Ég vil þó ekki segja, að það mundi engu breyta, ef einstakir skipstjór- ar og vélstjórar eignuðust hátana. Slik eigendaskipti mundii liafa þær afleibingar, «ð hætt yrbi ao gera bátana út héban á vetrarvertib, og þeim öllum haldib út frá Faxaflóa, og afli þeirra lagbur á land sunnan- lands, og hinir nýju eigendur myndu innan tíbar vera horfnir héban meb fjölskyldur og fyrirtæki. Fyrir alþýðu manna þarf varla að útskýra þetta nánar, en vegna rit- höfunda Vesturlands skal á það bent, að mörg undanfarin ár hefir þorskafli við Faxaflóa verið marg- faldur á við aflann hér, og hinir „framtakssömu einstaklingar" mundu ekki telja sig þeim skyldum bundna við þetta bæjarfélag, að þeir hugsuðu fyrst og fremst um það, að færa afla sinn á land hér. Þeir myndu hiklaust gera út það- an, sem þeir teldu útgerðina áhættu minnsta. Ef Vesturland vill gera sér nán- ari gein fyrir þessu, kal því bent á skýrslu, er Reikningaskrifst. Sjáv- Framhald á 2. síðu. 1 Verkafólk svarar Vesturlandi. Sama dag og blaðið Vest- urland birti síðustu árás sína á Samvinnufélag Isfirð- inga og sjómenn þessa bæj ar, sem blaðið brigslar um sviksamlega sjósókn i sam- anburði við sjómenn í nær- liggjandi verstöðvum, var haldinn fjölmennur fundur í v.l.f. Baldri, og par sam- þykkt samhljóða eftirfaradi ályktun: . „Fundur haldinn i Verka- lýðsfélaginu Baldur mánu- daginn 7.'nóv. 1949 fordæm- ir harðlega ómaklegar árás- ir blaðsins Vesturlands á Samvinnufélag Isfirðinga, sem, allt frá stofnun sinni til þessa dags, hefir reynt af fremsta megni, þrátt -fyrir mörg aflaleysisár og fjár- hagslega örðugleika, er afla- leysið hefir skapað, að halda uppi atvinnulífinu i bænum 1 á sama tima og flestir bátar í eigu einstaklinga hafa leg- ið bundnir i höfn eða verið fluttir úr landi". Slllátt og stórt. Fylgisaukning flokkanna. 1 alþingiskosningunum 1942 og nú við síðustu kosningar fengu flokkarnir atkvæðamagn eins og hér segir: Alþ.fl. 14,0% 16,5% + 2,5% Frams.fl. 26,2% 24,5% 4- 1,7% Sósíal.fl. 18,3% 39,5% +1,2% Sjálfst. fl. 38,0% 39,5% + 1,5% Þjvm. óg. atkv. 3,5% Á þessari skýrslu hér að ofan sést, að Alþýðuflokkurinn hefir aukið fylgi sitt meira en nokkur hinna flokkanna á síðastliðnum 7 árum, þrátt fyrir það að fylgi flokksins hefir við þessar kosning- ar lækkað um 1,3% frá 1946. Sagbi af sér. Eins og við var að búast eftir kosningaúrslitin, sagði Stefán Jó- hann Stefánsson af sér fyrir hönd ráðuneytis sins. Stjórn hans gegn- ir þó störfum enn þá, að beiðni for- seta, en hann hefir brýnt það fyrir leiðtogum flokkanna, að hraða sljórnarmyndun. Alþingi hefir verið kvatt saman til fundar þann 14. þ.m., og er ekki gert ráð fyrir, að neitt fréttist um tilraunir til stjórnarmyndunar fyrr en þing hefir komið saman. Þritugt blab. Þann 29. okt. s.l. voru liðin 30 ár frá þvi að Alþýðublaðið hóf göngu sína. Fyrsti ritstjóri þess var Ólafur Friðriksson, næstur honum var Hallbjörn Halldórsson, þá Har- aldur Guðmundsson, Einar Magnús- son, Vilhjálmur S. Vilhjálmsson, Finnbogi Rútur Valdimarsson og nú síðast í mörg ár Stefán Péturs- son. Alþýðublaðið hefir jafnan barizt ótrauðlega fyrir þeim raörgu á- gætu raálura, sem Alþýðuflokkurinn hefir komið í framkvæmd, og fyr- verandi og núverandi starfsmenn þess verðskulda því heillaóskir ís- lenzkrar alþýðu á þessum tímaraót- ura í sögu blaðsins. Þjóbleikhúsib. ' Þjóðleikhús Reykvíkinga, sem byggt hefir verið fyrir margra ára skemmtanaskatt utan af landi, á að taka til starfa um næstu áramót. Fastráðnir hafa verið 14 leikarar. Þann 1. febr. n. k. á að leika Nýjárs nóttina eftir Einar Hjörleifsson, 2. febr. á að leika Fjalla-Eyvind eftir Jóhanri Siguriónssón og þ. 3. fefrr. verður 3ja leikritið, en ekki er full- ráðið hvert það verður. Þjóðleik- hússtjóri er Guðlaugur Rósinkranz. Klaktilraun. Danir hafa s.l. sumar flutt 1 milj. rauðsprcttuhrogna á Dogger's bank til þess að reyna að fjölga þar rauð- Framhald á 4. síðu.

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.