Skutull

Árgangur

Skutull - 11.11.1949, Blaðsíða 2

Skutull - 11.11.1949, Blaðsíða 2
2 S K U T U L L Niðurrifsstefna íhaldsins. Frarahald af 1. síðu. arútvegsins hefir nýlega sent frá sér fyrir árið 1947 og byggðar á reikningum 139 báta. Þar er að vísu talið tap á útgerð í öllum landsfjórðungum, í Sunnlendinga- fjórðungi er það þó ekki nema 7,71% af tekjum skipanna en í Vest firðingafjórðungi er það aftur á móti 15,02%. Árin 1948 og 1949 munu vera enn þá óhagstæðari fyr- ir Vestfirðingafjórðung, því að afli á vetrarvertíð hér 1947 var óvenju- lega mikill, en hrein ördeyða 1948 og 1949. Aifeð þeim ,,úrrœ8um“ Vesiur- Othaldstimi báta lands, sem hér hefir veriS drepið á, tel ég, að brugguS séu vélráS til aS flytja héSan nauSsynlegustu at- vinnuiæki bæjarbúa, Sanwinnufé- lagsbátanna, og því skora ég á bæj- arbúa, og sérslaklega þá, er hjá Samvinnufélaginu .starfa .og hafa starfaS, aS vera á verSi gagnvart þeim flokki ög þeim mönnum, er ætla sér aS drýgja þessa dáS. Fólskuverkið er undirbúið með rógi um starfsmenn félagsins, og reynt er að snúa við sannleikanum uin starfsemi félagsins á allan hátt. Allir vita, t.d., að ekkert vélbátaút- gerðarfélag í bænum hefir haldið skipum sínum jafnlengi úti og Sam- vinnufélag Isfirðinga, sbr. eftirfar- andi yfirlit: S. I. í dögum: S K U T U L L VIKUBLAÐ | Útgefandi: s | Alþýðuflokkurinn á Isafirði | ! Ábyrgðarmaður: i Birgir Finnsson ; | Neðstakaupstað, lsaf. — Sími 13 ; S Afgreiðslumaður: ? GuSmundur Bjarnason | Alþýðuhúsinu, Isaf. — Sími 202 I; i Innheimtumaður: ! Haraldur Jónsson |; ( Þvergötu 3. IsafirSi. Áróður Vesturlands. Eftir að siðasta Vesturland kom út spurðu bæjarbúar undrandi hvern annan: Fyrir hverja er þetta blað skrifað? Þó mörgum fyndist hlægilegir tilburðir blaðsins, þá voru hinir þó fleiri, sem litu alvar- legum augum á þá áróðursaðferð, sem Vesturland beitir nú svo ó- spart, þegar það ræðir við bæjar- búa um stjórnmál, trúmál og bæjar- mál. Það dylst sem sé engum, að á- róðurinn er rekinn 100 prósent eft- ir hefðbundnum venjum nazista og kommúnista, og þetta þarf engan að undra, sem rekið hefir sig á „bæjarstjórasannleik", Ásbergs Sig- urðssonar og heyrt taugaveiklunar- kenndar æsingaræður hans ekki alls fyrir löngu í bæjarstjórn. Þetta þarf ekki að undra þá, er þekkja kommunistiska og nazistiska fortíð Sigurðar Halldórssonar, nazistiska fortíð Matthíasar Bjarnasonar, Baldurs læknis og Marzelíusar Bernharðssonar, að ógleymdum tví- faranum, Sigurði Bjarnasyni, sem enn í dag er kommúnisti á nótt- unni. Það sýnir sig í orðum og at- höfnum þessara manna, að þessar tvær öfgastefnur, nazisminn og kommúnisminn, sem þeir gengu ungir á hönd og dáðu og predik- uðu, eiga ennþá sterk ítök í þeim, þótt þeir kjósi nú að afneita þeim og kalla sig „Sjálfstæðismenn“. Vesturlandið sannar þetta til fullnustu. I áróðri þess er beitt bá- kaldri lygi, sem endurtekin er í sí- fellu, til þess að fólk trúi henni að lokum. Það eru notuð stóryrði og lygar um pólitíska andstæðinga, og biðl- að til lægstu og illgjörnustu hvata manna. Mótsagnir eru flæktar svo hag- lega saman, að varla er liægt að greiða úr þeim með venjulegri rök- semdafærslu. Sagður er deill úr sannleikanum, þannig að útkoman verður lygi, sem enn þá erfiðara er að hrekja, en þótt logið væri frá rótum. Venjuleg siðferðileg lögmál eru að engu höfð, svo ekki sé minnst á hin úreltu boðorð Mósesar. Loforð eru óspart gefin, sem fyr- irfram er ákveðið, að verði ekki efnd. Þannig eru í stuttu máli áróðurs- aðferðir nazista og kommúnista og þannig er áróður Vesturlands í höndum Sigurðar frá Vigur og Ás- bergs Sigurðssonar. Svo mikil er trú þessara manna á þennan áróður, að nú reyna þeir meira að segja að telja bæjarbúum Til sept.Ioka 1949 Ásbjörn ............ 217 Auöbjörn ........... 163 Finnbjörn .......... 216 Gunnbjörn .......... 216 Isbjörn ............ 217 Sæbjörn ............ 244 Valbjörn .......... Vébjörn ............ 163 Að sjálfsögðu er ofanskráður út- haldstími nokkuð mismunandi, af ýmsum óviðráðanleguin orsökum, svo sem niðursetningu nýrra véla, strandi, vélbilunum, inanneklu o. fl., sem ég ræði ekki frekar, en vil aðeins geta þess að Isbjörn kom til landsins í júní 1946, en Finnbjörn í júli sama ár. Hér hafa menn fyrir sér stað- reyndirnar um útgerð S.I. á síðustu árum, og geta borið þær saman við róg Vesturlands uin félagið. Þar sein blaðið bendir á betri afkonui útgerðarinnar í öðrum veiðistöðv- um þá stafar munurinn ekki af því, að skipum sé haldið skemur úti héðan en frá þeim, og hann er heldur ekki að þakka því, að ein- stakir menn eigi bátana. Betri útkoma útgeröarinnar í nær liggjandi plássum stafar af 1>ví, að frá þeim hefir að undanförnu verið trú um, að á líðandi kjörlímabili bæjarstjórnar sé langt komið að byggja liér nýtt Elliheimili, Iðn- skóla, Heilsuverndarstöð, Gistihús og Dráttarbraut, svo dæmi séu nefnd. Á þessu sviði er þó hætt við að áróðurinn beri ekki tilætlaðan ár- angur, því bæjarbúar vita, að ekk- ert af þessu er sýnilegt hér á staðn- um. önnur atriði í áróðrinum eru ekki eins áþreifanleg, og þau er erfiðara fyrir ókunnuga að varasl. En þegar Iogið er upp stórbygg- ingum og mannvirkjum, sem allir vita að eru ekki til, hvernig halda menn þá að sannleikurinn sé með- höndlaður, þegar sagt er frá af- greiðslu mála, liðnum atburðum, fjármálum bæjarins og öðru, sem alþýða manna hefir ekki fyrir aug- um sér? Vissulega er ekki auðvelt fyrir alla að átta sig á áróðrinum í þeim efnum, og því nauðsynlegt að kenna fólki að varast hann. Sann- arlega væri þetta bæjarfélag aum- lega á vegi statt, ef meirihluti bæj- arbúa tryði áróðri Vesturlands og lélegur væri sá bókmenntasmekkur, ef Júlíus Streicher-stíll blaðsins félli í góðan jarðveg hjá Isfirðing- um. 1948 1947 1946 1945 252 261 284 272 156 182 293 318 278 284 151 253 208 284 257 153 110 77 295 256 308 225 197 223 261 308 241 201 214 325 minna um síldarútgerð og þar af leiðandi hefir tapast minna, og betri útkoma á Akranesi og í Vest- mannaeyjum stafar af margfall meiri þorskafla á vetrarvertíð, og tiltölulega minni síldarútgerð mið- að við skipastól. Vesturland talar um, að það þyrfti að gera hinu stóra útgerðar- félagi fært að gera út án tillits til taps eða gróða — rétt eins og ekk- ert hafi verið gert út. Það segir líka, að félagið hafi tapað meiru undanfarin ár og grætt minna á veltiárum stríðsins, en nokkurt annað útgerðarfélag. Það segir, að Samvinnufélagið muni vera eitt- hvert skuldugasta útgerðarfyrirtæki landsins. Staðreyndirnar eru þessar: S.I. endurnýjaði vélar í öllum eldri bátum sínum á stríðsárunum og lét framkvæma á þeim stórfelld- ar viðgerðir og endurbætur, en var samt sem áður búið að afskrifa skipin niður í mjög lágt verð. Það átti þó í stríðslok 219 þúsund kr. í nýbyggingarsjóði, og varði þeim peningum til að kaupa ný skip. I lok síldarvertíðar í fyrra var safnað skýrslum uin hag 140 skipa, sem þátt tóku í hinum misheppn- uðu síldveiðum s.l. ár, og voru skuldir þeirra allra taldar 89 milj. og 700 þúsund krónur, eða til jafn- aðar 640.714,00 kr. á skip. Skuldir S.I. í árslok 1948 út á 8 skip þess og söltunarstöð á Siglufirði námu um 4 miljónum króna þar með talin 120 þús. kr. skuld við eigin sjóði, eða til jafnaðar um 444 þús. kr. út á þessar eignir. Vesturlandið talar um að S.l. lami atvinnulíf heils bæjarfélags. Auk úthalds daganna má fá hug- rnynd um starfsemi félagsins af launagreiðslum þess til sjós og lands s.l. 4 ár, en þær nema sem hér segir: 1945 kr. 1.430.262,00 1946 — 2.264.189,00 1947 — 2.490.381,00 -1948 — 1.693.666,00 Hér eru eingöngu talin laun, sem félagið hefir beinlínis greitt, en við hald skipa og véla er að langmestu leyti launagreiðslur og það nemur á þessum árum, sem hér segir: 1945 kr. 333.910,59 1946 — 291.895,16 1947 _ 545.271,69 1948 _ 344.868,96 Svipaðs eðlis eru nótaviðgerðir, sem nú nema árlega 150—200 þús. króna. . Þessar greiðslur hafa verið innt- ar af hendi þrátt fyrir tapið, og alltaf liefir útgerðinni verið haldið áfram af bjartsýnni trú á það, að aflabrögð á þorskvertíð mundu batna og síldveiði lánast. Þessar vonir hafa reyndar brugð- ist í fimm ár, en hvernig hefir þó sú starfsemi S.I., er hér að framan hefir verið lýst, getað verkað lam- andi á „atvinnulíf heils bæjarfé- lags“, eins og Vesturlandið segir? Ég skil það ekki. Mér skilst að hundruð þúsunda og miljónir í launagreiðslum hljóti að örfa at- vinnulífið, en ekki lama það. Þann- ið hygg ég að fleiri líti á málið, en banamenn boðorðanna eiga sjálf- sagt hægt með að sanna hið gagn- stæða, til að fá þeirri kröfu sinni framgengt, að Samvinnufélag Is- firöinga verði gert upp og því skipt. Eftir 5 ára aflaleysi lieimtar Vesturland, að S.I. geri út, án þess að skeyta um tap eða gróða. Þeirri kröfu liefði betur verið beint til annarra, sem minna hafa gert út, og þar af leiðandi hafa tapað minna. Sú krafa lætur illa í munni þeirra manna, sem mikla það af- rek flokksbróður síns að stinga af til annarrar heimsálfu með 4 þræl- veðsett skip liéðan úr plássinu, sem að vísu höfðu legið á annað ár ó- starfrækt í bátahöfninni. Lögfræð- ingunum við Vesturland liefði bet- ur sæmt, að kenna sjómönnunum af Grænlandsútgerð Björgvins Bjarnasonar einhver ráð, til að ná sjóveðskröfum sínum, heldur en að heimta meiri laprekstur af Sam- vinnufélaginu. Þeim ætti einnig að vera innan handar, að koma öllum bátum li.f. Munins af stað, því að þar er bæjarsjóður hluthafi og Marzelíus Bernharðsson, bæjarfull- trúi Sjálfstæðismanna, og fleiri flokksbræður hans, i stjórn. Þetta félag hefir svo lítið gert út síðan í stríðslok, að það ætti enn að búa að gróða sínum frá stríðsárunum og eiga auðvelt ineð útgerð. Þvi gerir Vesturlandið ekki kröfu til þess? Það er eign einstaklinga, sem ættu að geta sannað yfirburði sína i út- gerð, og grætt á henni. Nei, það þýðir ekkert fyrir Vest- urland að setja fram þessa fárán- legu kröfu, enda mundi það ekki leiða til neinna lieilla fyrir útgerð- ina hér, ef eftjr lienni væri farið. Það þarf að gera allt, sem í mann- legu valdi stendur, til þess að liamla á móti laþrekstrinum og helzt, að snúa honum upp í gróða. 1 þessu cfni inælizt ég fyrst og fremst til samstarfs við sjómennina, og um þetta um ég ræða við þá í annarri grein. Að lokum ætla ég að svara 'aus- lega eun eini fyrru Vesturlandsins. Það segir, að S.I. liafi ekki notað aðstöðu sína í Neðstakaupstað hin síðari ár, og ekki greitt neina leigu, Það síðara er að nokkru leyti rétt, því miður, en leiga fyrir ís- liúsið hefir þó veriö greidd fram til þessa árs. Hitt er rangt, að S.I. hafi ekki notað aðstöðu sína, því hún er ekki

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.