Skutull

Árgangur

Skutull - 25.11.1949, Blaðsíða 1

Skutull - 25.11.1949, Blaðsíða 1
Sjálfhól verður að háði. „Á þessu kjörtímabili hefir veriö unniS markvisst að fram- förum á grundvelli „himnastig- ans“. Þráfl fyrir eindæma erfitt árferöi, lánsfjárleysi og andóf ríkisvaldsins hefir iekizt merki- lega vel að framlcvæma umbóta- stefnu Sjálfstæöismanna Blaðið Vesturland þ. 7. nóv,’49. Þannig hljóðar sjálfliólið, ósköp látlaust og hlátt áfram, og á eftir því er svo prentaður hinn nafn- togaði „himnastigi“, og þar rakið j.bæjarbúum til fróðleiks“, hvað á- unnizt liafi. Pað veitir sjálfsagt ekki af því, að fræða bæjarbúa um þetta efni, því ekki liggur það allt jafn Ijóst fyrir. En úr því að Vesturlandið hefst handa með að veita umrædda tilsögn, hefði verið æskilegt, að kennslan væri skýrar framsett en raun ber vitni, því satt að segja, er ekki hægt að átta sig á því af lýs- ingunni, hvað er himnastiginn og hvað framkvæmdirnar. Framsetn- ing blaðsins á þessu tvennu er svo kænlega samtvinnuð, að mjög erfitt er að greina á milli þess, hvað eru loforð, og livað eiga að vera efnd- ir, hvað er gert og hvað ógert. Það leynir sér heldur ekki, þó ekki sé litið á annað en þessa uppbyggingu greinarinnar, að tilgangur Imðorða- bananna er sá einn, að rugla bæj- ítrhúa og villa þeim sýn, í stað þess að rekja málin „bæjarbúum til fróðleiks11. Þetta verður enn betur ljóst, þegar farið er að kryfja Vestur- landsgreinina til mergjar, því þá sýnir þ'að sig, að flest það, sem íhaldsblaðið gumar mest af, að framkvæmt hafi verið, hafði ýmist verið framkvæmt, var í fram- kvæmd, eða hafði verið undirbúið uf fyrrverandi bæjarstjórn, sem Al- Þýðúflokkurinn átti meirihluta í. í uðru lagi sýnir það sig, að önnur »afrek“ íhaldskominameirihlutans e>’u alls ekki þeirra verk, lieldur ft’amkvæindir, sem aðrir aðilar, t. d- ríkisvaldið, hafa stjórnað og bor- Jð kostnað af, þetta vald, sem á að hafa sýnt „umbótastefnu Sjálfstæð- >sflokksins“ mest andóf. Hér yrði það of langt mál að Pt'enta upp allan himnastigann, þ. e- kosningaloforð Sjálfstæðisflokks- flls frá síðustu bæarstjórnarkosn- tugum, en til þess að greiða úr flsekjunni „gert og ógert“ verður ekki hjá því komizt að taka upp Þau „þrep“ í himnastiganum, sem alveg hefir verið hlaupið yfir á líð- andi kjörtímabili, og til hægðar- auka verður sett við þau númer. ' Uniir liðirnir eru orðrétt teknir UPP, aðrir eru styttir: Byggð verði bryggja við upp- fyllinguna við Bátahöfnina. 2. Bátaliöfnin verði dýpkuð og stækkuð. 3. - Reist verði nauðsynleg útvegs- hús á uppfyllingu Bátahafnar- innar, ennfremur verkamanna- skýli og vistlegar verbúðir fyrir sjómenn á hentugum stað í bæn- um. 4. Hafist verði handa um lagfær- ingu uppsáturs eða byggingu trilíubátahafnar. 5. Byggð verði ný bryggja í Norð- urtanganum. G. Greitt ^erði fyrir byggingu full- kominnar dráttarbrautar, sem lekið geti upp til viðgerðar skip á stærð við togara. 7. Innsiglingin inn á Pollinn (Sundin) verði dýpkuð og byrj- að á landfyllingu til þess að koma í veg fyrir landbrot í Suð- urtanga og stækka bæjarlandið. (Úr kaflanum Sjávarútvegsmál). 8. „Ef annað þrýtur láti bæjarsjóð- ur byggja alll að 50 íbúðir, sem hann selur pinstaklingum með kostnaðarverði eða leigir fyrst um sinn“. (Úr kaflanum um Húsnæðismál.) 9. Iðnfræðslan í bænum verði bætt með eflingu iðnskólans og sköp- un bættrar aðstöðu fyrir ungt fólk, sem leggja vill fyrir sig iðn nám. 10. Bæjarfélagið stuðli að byggingu fullkominnar vélsmiðju, sem annast geti nauðsynlegar við- gerðir fyrir skipaflotann og iðnfyrirtæki í bænum. 11. Iðiiaðinuin verði eins fljótt og unnt er séð fyrir auknu raf- magni með því að liraða Dynj- andavirkjuninni svo sem mest má verða. Til greina getur einn- ig komið raforkuaukning með mótor- eða gufuafli. 12. Sett verði á stofn heilsuvernd- arstöð með samvinnu sjúkra- samlags, bæjar og ríkis o.s.frv. 13. Atluigaðir verði möguleikar sjó- veilu lyrir fiskiðnaðinn, sem nú notar geysimikið vatn. 14. Nýtt gamalmennahæli verði liyggt fyrir 50—60 vistmenn. 15. Stuðlað verði að byggingu ný- tízku þvottahúss, sem annast geti þvotla fyrir almenning á sem ódýrastan hátt. 16. Íþróttafélögin i bænum verði studd til þess að koma upp fullkomnu íþróttasvæði þar seni unnt sé að iðka hverskonar útiíþróttir. 17. Byggður verði á ísafirði sjó- mannaskóli fyrir Vestfirði, er veiti fiskimönnum fræðslu í að- algrei num sjóme nnsku. 18. Stefnl verði að því að koma upp iðnskóla fyrir Veslfirði og honum og öðrum skólum bæjar ins aflað fleiri hæfra kennara en þai starfa nú. 19. Nýr barnaskóli, sem samsvari kröfum tímans, verði byggður eins fljótt og frekast er kostur. 20. Hafin verði markviss bindind- isfræðsla í skólum bæjarins og lagður grundvöllur meðal æsk- unnar til útrýmingar áfengis- nautninni. Hugum æskunnar verði beint að íþróttum. 21. Komið verði upp fullkomnum barnaleikvelli og athugaðir möguleikar á stofnun dagheim- ilis fyrir börn. 22. Byggt verði flugskýli og flug- braut. 23. Unnið verði að því að koma upp gistihúsi. 24. Götur verði malbikaðar. öll þessi atriði úr himnastigan- um, sein nú hafa verið talin, eru ýmist ógerð eða þá að bærinn hef- ir ekki lagt fé til framkvæmdanna eða h.aft þær að neinu öðru leyti með höndum. Þetta síðasta á t.d. við um 10. lið, vélsmiðjuna, en henni hefir Vélsmiðjan Þór h.f. komið upp, án nokkurs stuðnings frá bænum, og flugbrautin og flug- skýlið, sem Vesturland segir að séu nú þegar, áður en þau eru fullgerð, orðin of lítil, eru algjörlega byggð á kostnað og ábyrgð' ríkissjóðs. Framlag bæjarins til þessa mann- virkis, þ.e. lóð án endurgjalds var ákveðið árið 1943. Hér skulu nú laldar upp þær framkvæmdir, sem Vesturland mikl ast af, en voru hafnar eða undir- þúnar í meirihlutatíð Alþýðuflokks ins. 1. Sundhöll, fimleikasalur og bókasafn var í smíðum og var sundhöllin vígð daginn eftir siðustu bæjarstjórnarkosningar. 2. Verið var að stækka gagnfræða- skólann og barnaskólann 1945. 3. Byrjað var á byggingu hús- mæðraskólans. 4. Ákveðið hafði verið að styrkja útgerðarfyrirtækin til kaupa á Svíþjóðarbátunum með krónum 37 500,00 á hvern bát, og var fé fyrir liendi, þegar Alþýðu- flokkurinn lét af stjórn, til að standa við þá skuldbindingu. 5. Búið var að undirbúa kaup á j__2 togurum til bæjarins og stofnun fiskiðjuvers, og sam- þykkt hafði verið í bæjarstjórn- inni af öllum flokkum ákveðin áætlun um það, hvernig fjár skyldi aflað til þessara hluta og til framlags bæjarins til skóla- bygginganna. Þessu plani vildi íhaldskomma meirihlutinn ekki líta við, enda þótt bæjarfulltrú- ar Alþýðuflokksins flyttu tillög- ur í sambandi við afgreiðslu fjárnagsáætlunar 1946, sent byggðu alveg á því, og byðu þannig upp á samvinnu af sinni Framhald á 3. síðu. Smátt og stórt. Frá Aþingi. Við forsetakjör og nefndakosn- ingar á Alþingi vildi Alþýðuflokk- urinn hafa þriggja flokka samstarf, eins og veríð hefir um þessar kosn- ingar. Þessu hafnaði Framsókn, og varð það til þess að Alþýðuflokkur- inn hafði samstarf í neðri deild við Sjálfstæðisflokkinn en í efri deild við Framsókn. Þetta samstarf var Alþýðuflokknum nauðsynlegt, til að fá kjörinn mann í fimm manna nefndir, og á hann eins og áður fulltrúa í öllum helztu nefndum þingsins. Framsóknarmaðurinn Steingrím- ur Steinþórsson var kjörinn forseti sameinaðs þings með atkvæðum frá kommum, og vill Timinn alls ekki kannast við, að eftir þeirri hjálp væri óskáð af liálfu Framsoknar. Eru þessi atlot kommana við madd- ömu Framsókn hin eftirtektarverð- ustu, og sýna, að þeir mæna með liundslegum vonaraugum á ráð- herrastólana, sem þeir lialda, að Framsókn muni bjóða þeim. Á Sigurð okkar bæjarstjórnarfor- seta hlóðst ein nafnbótin enn þá, því hann var gerður að forseta í neðri deild þingsins. Gegnir það furðu, hversu mikið af titlum rúm- ast á þessum litla búk (Pálmi rektor talaði nýlega um lítinn koll á litlum kalli frá lítilli eyju, og gat þess, að þar skolaðist ýmislegt íil). Forseti efri deildar var kjörinn Bernharð Stefánsson. Frá Siglufiröi. Mönnum er enn í fersku minni fregnin af lirottrekstri Gunnars Vagnssonar úr bæjarstjórastöðunni á Siglufiiði, en þessi nrotlvikning var unrr'n að ástæðulausu á hinn Iúalegasta háti af íhaldi og komm- únistum. Síðan hefir allt logað í innbyrðisdeilum milli hinna sigl- firzku íhaldskomma, og bærinn ver ið stjórnlaus að kalla. Nú hafa í- haldsmenn, kommar og Framsókn- armenn komið sér saman um Fram- sóknarmanninn Jón Kjartansson, sem bæjarstjóra, eftir injög sögu- lega kosningu, þar sem Jón var eiginlega ekki í kjöri, en var kos- inn sami. ísfisksölur. Siðustu daga hafa verið á brezka markaðinum lélegustu ísfisksölur síðan 1938, og hafa sumir íslenzku togaranna gripið til þess ráðs að salta afla sinn heldur en að sigla með hann til Englands. Á þessum tíma árs er hrezki markaðurinn venjulega tryggastur og lítið um fisk, en í þetta skipti stafar verð- fallið af óvenjulega miklu framboði á fiski. Getur þetta liaft liinar alvar legustu afleiðingar fyrir togaraflota okkar. Framhald á 4. síðu.

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.