Skutull

Árgangur

Skutull - 25.11.1949, Blaðsíða 2

Skutull - 25.11.1949, Blaðsíða 2
2 S K U T U L L S K U T U L L VIKUBLAÐ s Útgefandi: | > Alþýðuflokkurinn á Isafirði j j Ábyrgðarmaður: ! j Birgir Finnsson j j Neðstakaupstað, Isaf. — Sími 13 j j Afgreiðslumaður: j j Guðmundur Bjarnason j j Alþýðuhúsinu, lsaf. — Sími 202 j j Innheimtumaður: j Haraldur Jónsson j j Þuergötu 3. Isafiröi. j Tilraunir til stjórnarmyndunar. Við setningu Alþingis 14. þ. m. lýsti forseti yfir ]>ví, að hann teldi svo mörg stórmál bíða úrlausnar stjórnarvaldanna, að hann mundi skipa utanþingsstjórn, ef flokkarn- ir hefðu ekki komið sér saman um ríkisstjórn, er hefði meirihluta þings á bak við sig, fyrir lok þessa mánaðar. Þessi frestur líður nú óð- um, og þegar þetta er ritað (á mið- vikudag) er aðeins orðið vitað um árangur af tilraun Herntanns Jónas- sonar til stjórnarmyndunar, en for- seti fól honum fyrstum af formönn uin fokkanna að gera þessa tilraun. Tilraun Hermann bar ekki árang- ur, og tilkynnti hann forseta s. 1. sunnudag að liann væri vonlaus um að geta myndað ríkisstjórn, sem hefði fyrirfram tryggt sér stuðning meirihluta Alþingis. Fól þá forseti Ólafi Thors að reyna að mynda stjórn, og er ekkert um það vitað enn þá, hvern árangur tilraun Ól- afs Thors kann að bera. Af þeim upplýsingum, sem birtar hafa verið um viðræður Hermanns Jónassonar við flokkana, virðist helzt mega ráða þetta: Hermann sneri sér fyrst til Alþýðufokksins og síðan til Sjálfstæðisflokksins, og ræddi við þá um möguleika á stjórnarmyndun. Ilann reyndi ekki opinberlega að fyrra bragði við kommúnista, en hinsvegar rituðu þeir Framsókn bréf, sem vel getur hafa verið gert í samráði við Her- mann, þar sein þeir lýstu því yfir, að þeir væru viðþolslausir að kom- ast í stjórn með glímukappanum. Af tilefni þessa bréfs ræddu svo Framsóknarmenn við kommúnista, en Eýsteinskan í Framsókn liefir ráðið í það skiptið, og var öllu stjórnarsamstarfi við kommúnista hafnað, með því að Frainsóknar- fulltrúarnir töldu, að slíkt banda- lag yrði illa þokkað af þjóðinni, og mundi ekki njóta trausts meiribluta Aþingis. í viðræðum Framsóknar við Al- þýðuflokkinn var alls ekki minnst á þann möguleika, að þessir flokkar og kommúnistar mynduðu stjórn, þ.e.a.s. vinstri stjórn, sem svo hefir verið kölluð. Þelta sýnir, að meirihluti allra lýðræðisflokkanna vill ekki vinna með kommúnistum, og að þetta á einnig við um Framsókn, livað sem Iíður laumuspili Ilermanns Jónas- sonar við kommúnista. Framsókn fór fram á það við Al- þýðuflokkinn, að þessir tveir flokk- ar mynduðu minnihluta stjórn, sem reyndi að tryggja sér hlutleysi Sjálfstæðisflokksins. Fengist það hlutleysi ekki, væri látið skeika að sköpuðu með það, hverjar undir- tektir málefni slíkrar minníhluta stjórnar fengju á Alþingi. Yrði stjórnin felld skyldi Alþingi rofið og lagt út í nýja kosninga-baráttu þar sem Alþýðuflokkurinn gerði málefni Framsóknar að sínum, og hefðu þeir með sér bandalag í kosningunum. Alþýðuflokkurinn vildi fá að vita, hvaða málefni Framsókn vildi semja um, og hvern ig hún hugsaði sér að koma þeim fram á Alþingi. Engin svör feng- ust við þessu hjá Framsókn, og verður því að telja, að hún leggi eins og í kosningabaráttunni liöfuð- áherzlu á gengislækkun og launa- skerðingu, en þær ráðagerðir þýðir að sjálfsögðu ekki að ræða við Al- þýðuflokkinn. Upp úr viðræðum Hermanns við Alþýðuflokkinn slitnaði þessvegna, án þess að hann færi svo langt að ræða málefnalega samstarfsmögu- leika. Frá þessum viðræðum er það tvennt sögulegt, að Eysteinn Jóns- son lýsti því afdráttarlaust yfir, að hann teldi útilokað að flokkur sinn leitaði beins eða óbeins stuðnings hjá kommúnistum til stjórnarmynd unar. 1 öðru lagi skeði það, að bók- un, sem báðir aðilar samþykktu, og orðuð var af fulltrúum Framsókn- ar, var birt í Tímanum með alll öðru orðalagi, sem breytir megin- máli, og þessi fölsun síðan lesin í þingfréttatíma útvarpsins, ofin inn í áróðursgrein frá Hermanni Jónas- syni. Af viðræðum Framsóknar og Sjálfstæðismanna hefir fátt verið sagt, en atliyglisvert er það, að Framsókn spurði Sjálfstæðismenn, hvort þeir væru reiðubúnir til að halda áfram að greiða uppbætur á afurðir svipað og gert hefir verið, ef Alþýðuflokkurinn væri ekki fá- anlegur lil samstarfs upp á annað. Lengra komust viðræður þessara flokka ekki, og þær sýndu aðeins loddaraskap Framsóknar, sem fyrir kosningar þóttist vilja afnám styrkja og gengislækkun en bauð nú uppá niðurgreiðsluleiðina. Þetta sem hér hefir verið rakið sannar það glöggt, að lijá Fram- sókn eru það ekki málefnin sem ráða, heldur rekur flokkurinn, und- ir forustu Hermanns Jónassonar, hentistefnu, sem miðast við það eili, að reyna að koma þeim manni aftur í forsætisráðherrastól. Að svo stöddu verður engu spáð um stjórnarmyndun, en tveir mögu leikar eru sennilegastir: Minnihluta stjórii, eða utan flokka stjórn, skip- an flokka stjórn, skipuð af forseta. uð af forseta. Kennsla fyrir byrjanda. Þau óvæntu tíðindi hafa skeð hér i bænum, að einn bæjarbúi lief- ir opinberlega látið í ljósi áhuga fyrir því að hefjast handa um út- gerð, og hefir þessi maður, sem al- mennt er nefndur Gjögur-Dóri, beð- ið um nokkra lilsögn í faginu. Tel- ur Skutull þetla bæði gælilega og hyggilega af stað farið ,og vill fyrir sitt leyti reyna að leiðbeina þessu útgerðarmannsefni eflir beztu getu. Fyrst er þá til að taka, að engin útgerð getur átt sér stað, nema út- gerðarmaðurinn hafi ráð á bát. Ef hann hugsar sér ekki að kaupa heldur leigja bátinn af öðrum, þarf hann að geta setl tryggingu fyrir leigunni og sjóveðum, sem falla kunna á bátinn. Eftir að liafa tryggt sér farkost á þennán hátt, þarf út- gerðarmannsefnið að kaupa veiðar- færi, a.m.k. ef gera á bátinn út á línu, því fáir munu vilja leigja út þá tegund veiðarfæra. Eigi bátur- inn að róa úr landi ætti ekki að byrja með minna en 300 lóöir með tillieyrandi stokkum, bölum, stöng- um, belgjum, baugjulugtum, niðri- stöðum o.s.frv., o.s.frv., en láta mun nærri, að hver lóð kosti nú uppsett kr. 50.00 stykkið. Gerum nú ráð fyrir, að engin vandræði séu með viðlegupláss og aðgerðarpláss, hinn blívándi út- gerðarmaður eigi það sjálfur, eða liafi nóga peninga lianda á milli til að greiða leigu fyrir það hús- næði. — Næst kemur þá að því, að tryggja sér það, sem við á að éta, eða öllu heidur það sem þorskurinn á að éta — beituna. Sé það ætlun- in, að gera bátinn út héðan frá ísafirði, þá eru hér tvö frystihús, sem oft liafa verzlað með beitu gegn ])ví að viðkomandi bátar seldu þeim fisk í staðinn, og l>að er þvi reynandi fyrir útgerðar- mannsefnið að komast í þannig við skipti við |>essi fyrirtæki. Iíf þau hafa enga beitu til að selja, þá ber öllúm fréltum saman um það nú, að hægt sé að fá nóga beitu keypta við Faxaflóa, og engin vandkvæði eru á að fá geymda beitu hér, eins og stendur. Þegar þetta er allt fengið, þá er komið að því, að útgerðarmanns- efnið geti farið að svipast um eftir kaupendum að aflanum, ef hann ekki ætlar að hagnýta hann sjálfur með söltun eða á annan hátt. Teljum við þá tryggast og ráð- legast að gera skriflega samninga við fiskkaupandann. Enginn ágrein ingur þarf að verða uni verðið á fiskinum til áramóta, þ.e. meðan núverandi ríkisábyrgðarverð er i gildi. En eftir áramótin vandast málið. Hvaðá verð á að setja þá? Sumir vilja afnema ríkisábyrgðina og þá yrði verðið sennilega 50 aurar pr. kg. af slægðum fiski með haus í stað 65 aura nú, og vill Skutull ekki ráðleggja neinum að gera út fyrir það verð, að. öðru ó- breyttu. Hyggilegast er því að ganga þannig frá samningnum, að útgerðarmaðurinn geti verið laus allra mála um áramót, ef verðið skyldi lækka ])á. Nú er ekki alveg víst að þetta fari svona með verðið, og má því ganga frá samningnum að öðru leyti. Rétt er þá að taka greinilega fram, hvern þátt fiskkaupandinn á að taka í bílkeyrslu, og hvaða fiskteg- undum lionum ber að taka á móti Á að velta skuldum bæjarins yíir á Rafveituna? Um þessar mundir dvelja þeir í höfuðstaðnum Sigurður forseti, Matthías varaforseti og Ásberg hulduritstjóri. Sagt er, að erindi þeirra sé að rcyna, að útvega bænum peninga, og veitir í sjálfu sér ekki af því, eins og fjárhag bæjarins er komið í höndum þessara manna. Af för þeirra l'élaga hefir það spurst, að þeir telji nu helzt tii ráða, að fá 500.000,00 króna lán það, hjá Tryggingastofnun ríkisins, sem Jón Gauti taldi sig á s.l. sumri hala fengið lol’orð fyrir hjá trygg- ingarráðsmönnum handa Rafveitunni. Detta lán hugsa þeir sér að fá grcitt með ávísun á hæj arsjóð Isafjarðarkáupstað- ar, en hæjarsjóður skuldar nú Tryggingastofnuninni ýfir 600 þúsund krónur og Byggingarsjóði verkamannai)ústaða um 100 þúsund krónur, svo sem kunnugt er. Ef af þessu ráðabruggi uerður, kemst Iiafvcitan þannig í þá klemmu, að eiga 500 þús. kr. inni hjá bænum, til viðbót- ar við ea. 120 þúsund kr., sem bærinn skuldar henni fgrir rafrnagn. Litlar líkur eru til þess, að Rafveitan gcti í'engið mciri lán, og hefir hún því enga möguleika lil að hreyta lausaskuldum sínum í hagstæðari lán til langs tíma. Þessar lausaskuldir Rafveitunnar eru: I Útvegsbankanum h.f. kr. 454.000,00 (víxlar) I Landsbankanum — 125.000,00 (víxlar) I Landsbankanum -— 125.000,00 (yfirdr.) Alts kr. 769.000,00 Það sjá allir, að Rafveitunni er áríðandi að breyta þess- um bráðabirgðalánum í föst lán, og bæta þannig aðstöðu sína hjá lánsstofnunum hér til að fá nauðsynleg rekstrarlán. Þetta ætti að vera viðráðanlegra vegna þess, að fyrir hendi mun vera loforð um ríkisábyrgð á skuldinni við Ctvegs- bankann, j>ö ekki sé kunnugt, hvort sú áhyrgð hafi énn ver- ið notuð. 1 staðinn fyrir að vinna að þessil, á nu að láta Raf- veituna lána bænum hálfa miljón og velta þannig skuld- um bæjarins yfir á hana. Hvílíkt ráðslag. Er ekki kominn tími til að skynsamari menn úr Sjálfstæð- isflokknum taki ráðin af þessum angurgöpum? Hvenær finnst gætnari mönnum íhaldsins nóg komið af fálminu og stjórnleysinu? Eða vilja þeir helzl hafa þetta þannig?

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.