Skutull

Árgangur

Skutull - 25.11.1949, Blaðsíða 4

Skutull - 25.11.1949, Blaðsíða 4
4 S K U T U L L Tilkynning um greiðslur ellilífeyris til danskra, finnskra, norskra og sænskra ríkisborgara, sem búsettir eni hér á landi. Iiinn 1. desember n.k. kemur til framkvæmda milliríkja- samningur milli Islands, Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar um gagnkvæmar greiðslur cllilífeyris. Samkvæmt samningi þessum, eiga danskir, finnskir, norskir og sænskir ríkisborgarar, sem dvalist hafa samfleytt að minnsta kosti 5 síðustu ár á íslandi og orðnir eru fullra 67 ára, rétt til ellilífeyris á sama hátt og íslenzkir ríkisborgarar. Ennfremur eiga þeir rétt á lífeyri með börnum sínum yngri en 16 ára, sem hjá þeim dvelja og eru á þeirra framfæri, og koma til greina við ákvörðun uppbótar á lifeyrisgreiðslur til jafns við íslenzka ríkis- borgara. Þeir erlendir ríkisborgarar, sem samningur þessi tekur til og vilja njóta þessara réttinda, eru hérmeð áminntir um að snúa sér til umboðsmanna Tryggingastofnunarinnar, hver í sínu um- dæmi, með umsóknir sínar, fyrir 1. desember n.k. og leggja fram sönnunargögn fyrir því, að þeir hafi dvalið hér á landi sam- fleytt 5 síðustu ár. Islendingar, sem dvelja og dvalist hafa í einhverju hinna Norðurlandanna samfleytt síðustu 5 ár og náð hafa lífeyrisaldri, eiga rétt til ellilífeyris i dvalarlandi sínu cftir sömu reglum og ríkisborgarar hlutaðeigandi lands. Reykjavík, 11. nóvemher 1949. Umsóknir um styrk úr Menningarsj óði Isfirðinga sendist fræðsluráði Isafjarðar fyrir 10. desember n. k. Rétt til styrksins hal'a þeir, er lokið hafa námi við gagnfræðaskólann á Isafirði. BÆJARSTJÓRI. Glæsileg bók frá ísafoldarprentsmiðju. BÓLU-HJÁLMAR: Öll rit Bólu-Hjálmars í fimm bindum koma út fyrir jól. 1 1. og 2. bindi eru kvæði hans öll og er þar engu sleppt, sem til hefur náðst og ekkert niður fellt. í 3. bindi eru Göngu-Hrólfs rímur. I 4. bindi aðrar rímur eftir Hjálmar og í 5. bindi eru sagnir. Væntanlegir kaupendur geta fengið öll bindin í einu lagi, eða eitt bindi mánaðarlega og eru þeir, sem ætla sér að gerast áskrif- endur vinsamlegast beðnir að snúa sér til undirritaðs fyrir nóvemberlok. Sýnishorn á bandi fyrirliggjandi. Verð á öllum fimm bindunum til áskrifenda mun verða krón- ur 270,00—280,00. Ölafur Hannesson, sími 107, Isafirði. Tryggingastofnun ríkisins. TILKYNNING frá Fjárhagsráði. Frá og með 21. nóvember mun fjárhagsráð veita móttöku nýjum umsóknum um fjárfestingarleyfi fyrir árið 1950. í |)ví sambandi vill ráðið vekja athygli væntanlegra um- sækjcnda á eftirfarandi atriðum: 1. liyðublöfS fyrir umsóknir er liægt að fá hjá skrifstofu ráðsins í Arnarhvoli, Reykjavík, og hjá oddvituin og bæjarsijórum í öllum sveitarfélögum landsins utan Reykjavíkur. 2. Nauðsynlegt er að sækja um fjárfestingarleyfi fyrir öllutn ný- hyggingum, sem áætlað er að kosti meira í efni og vinnu en kr. 10.000,00, og ennfremur til byggingar útihúsa og votheysgryfja, enda þótt þæf framkvæmdir kosti innan við þá fjárhæð. Um fjárfestingarleyfi þarf ekki að sækja vegna viðhalds. Sé hins vegar um verulega efnisnotkun að ræða vegna viðhalds eða framkvæmda, sem kosta innan við 10.000,00 kr., er mönnurn ráðlagt að senda fjárhagsráði umsóknir um efnisleyfi. 3. Fjárhagsráð hefur horfið að því ráði að þessu sinni að ákveða ekki sérstakan umsóknarfrest, heldur mun ráðið veita umsóknum móttöku um óákveðinn tíma. Pyki síðar ástæða til að ákveða ann- að, verður það gert ineð nægum fyrirvara. 4. Ölum þeim, sem fjárfestingarleyfi hafa fengið á þessu ári, hefur verið sent bréf og eyðublað til endurnýjunar. Skal beiðni um endurnýjun vera komin til fjárhagsráðs eða póstlögð fyrir 31. desember þ. á. Reykjavík, 17. nóv. 1949. FJÁRHAGSRAÐ. Haustþing uindæmisstúkunnar nr. 6 verður sett í I. O. G. T.-húsánu sunnu- dagjnn 27. nóvember kl. 10 f.h. Skorað á alla templara að mæta. Umdæmistemplar. LÆKNASKIPTI. Samlagsmeðlimir sem óska að skij)la um heimilislækni frá næstu áramótum, skulu tilkynna l>að á skrifstofu samlagsins fyrir 31. des. n. k., og sýna bækur sinar um leið. Eftir 31. desemher verður beiðnum um læknaskipti ekki sinnt. Isafirði, 24. nóv. 1949. SJÚKRASAMLAG ÍSAFJARÐAR. Þakkarávarp: / tilefni af fimmtugsafmæli mínu þann 19. nóv. s.l. færi ég öllum þeim, sem sgndu mér vinsemd og virðingu með heillaóskum, heimsóknum og á annan hátt, mínar innilegustu þakkir. Sérstaklega vil ég 'þakka vistfólkinu á Elliheimilinu fgrir hið vandaða útvarpstæki, sem það færði mér, og fgrir hin góðu kgnni og óglegmanlegu sam- verustundir, scm ég hefi á.tt með því á liðnum árum. Bið ég góðan Guð að blessa framtið þessa góða fólks. Isafirði, 24. nóv. 19W. María Benediktsdóttir, Sundstræti 29, Isafirði. SMÁTT og stórt. Framhald af 1. síðu. Prestkosning. Nýlega fór fram prestskosning í Hólsprestakalli í Norður-ísafjarðar- prófastsdæmi. Umsækjendur voru tveir og var séra Guðmundur Guð- mundsson, fyrrum prestur að Brjánslæk, réttkjörinn. Hlaut liann 258 atkv., en séra Sigurður M. Pét- ursson hlaut 45 atkv. PóstburSargjöld hækka. Samkvæmt nýútgefinni gjaldskrá hækka póstburðargjöld bæði til út- landa og innanlands frá 15. þ.m. Þá hækka einnig loftskeytagjöld til útlanda nokkuð. Burðargjald fyrir venjulegt 20 gr. bréf innanlands og til Norður- landa verður 75 aurar en til ann- arra landa 85 aurar. Símskeytagjöld til útlanda hækka um ca. 44%, nema til Norðurlanda um 25%. Símtalagjöld breytast ekki fyrst um sinn til Norðurlanda og Amer- íku en til annarra landa hækka þau um 44%. Símtala- og símskeytagjöld inn- anlands breytast ekki og heldur ekki önnur símagjöld innanlands.

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.