Skutull


Skutull - 02.12.1949, Blaðsíða 1

Skutull - 02.12.1949, Blaðsíða 1
w J i r im 3 ¦ 7 W 1 ^ i ¦ ¦ Auglýsendur! 1 & n ii ^ II J 1 J Munið að senda hand-rit að auglýsingum yðar í prentsmiðj una eigi síð-ar en á fimmtudögum, þvi að útkomudagur Skutuls er föstudagur. XXVII. árg. Isafjörður, 2. desember 1949. 39. tölublað. Ógæía ísafiarðarbæjar. smátt^g ***, *0 w w Stiornarmyndun. Utanbæjarmennina, sem stjórnað hafa bænum, skorti skilning á þörfum borgaranna. — Þeir þekktu ekki þ'arfir bæjarfélagsins í þýðingarmestu málunum. Þess vegna er nú allt sokkið í bótalaust fen, f jármálaóreiðu og vanskila. „Þeir menn, sem valdir hafa verio til þess ao stjórna bæjar- málefnum, verSa þannig að þekkja þarfir bæjarfélags síns og fylgjast með þróun þcss, at- vinnulífs þess, menningarmála, umferðarmála, skipulagsmála o. s. frv. Skilningur þeirra á þörf- um borgaranna á svim' þessara mála er grundvöllur skynsam- legra framkvæmda, umbóta og framfara". (Morgunblaðið 19. nóv. 1949.) Ofanrituð ummæli eru tekin úr „leiðara" Morgunblaðsins, og eru vafalaust eftir Sigurð Bjarnason, þann hinn sama, sem skotið hefir upp kollinum hér í bænum upp úr hverjum áramótum, þegar kjósa skyldi forseta bæajrstjórnarinnar. Sjálfsagt er það engin tilviljun, að slík ummæli skuli nú sjást eftir einmitt þennan mann. Því að skiln- ingssljór mætti hann vera, ef hon- um hefði ekki orðið það ljóst af reynslunni úr Bæjarstjórn Ísafjarð- ar seinasta kjörtímabil, að bæjar- fulltrúar þurfa svo sannarlega a'ð þekkja þarfir bæjarfélags síns og fylgjast meS þróun þess bæSi í al- vinnumálum og menningarmdlum. En nú má okkur verða hugar- hægra, þegar sjálfur forseti hé- gómaskaparins, banamaður boðorð- anna, hefir öðlazt skilning á því, að grundvölluð þekking bæjarfull- trúa á þörfum borgaranna í þýð- ingarmestu málum, er grundvöllur skynsamlegra framkvæmda, um- bóta og framfara. Og nú vitum við það þá sam- kvæmt játningu Sigurðar Bjarna- sonar, að ástæðan til þess að ekki hefir vérið byrjað á neinum skyn- samlegura framkvæmdum á liðnu kjörtímí.bili, er sú, að stjórnendur bæjarins skorti alla þekkingu á þörfum bæjarfélags síns. Grund- völlurinn var ekki fyrir hendi, því að stjórnendur bæjarins skorti skilning á þörfum borgaranna á sviði hinna mikilvægustu mála. Þarna hefir Sigurði Bjarnasyni orðið það óvart á að segja allan sannleikann um bæjarstjórnar- meirihluta þann, sem hann á að heita forseti fyrir. Það voru margir, sem sáu þetta strax, að bæjarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins hefðu næsta takmarkaða þekkingu á þörfum og högum bæj- arbúa. En nú þurfa menn ekki að trúa neinu í því efni, — nú hafa menn því miður þreifað á, að svo var. Sigurður Bjarnason er að eðli og upplagi óraunsær úr hófi fram. Þar við bætist, að hann hefir aldrei þurft að dýfa hendi í kalt vatn. I þrið.ja lagi dregur taumlaust yfir- læli mannsins úr skarpskygni hans í praktískum efnum. Og síð- ast en ekki sízt var hann með öllu ókunnugur málefnum bæjarins. Hafði ekki einu sinni verið þar heimilismaður, fyrr en ráðið var, að hann skyldi vera þar í kjöri sem bsejarfulltrúi. — Eins og mann- talsskýrslur bera með sér, var hann heimilismaður í Vigur allt fram að árinu 1946. — Hitt vita svo allir, að síSan hann gerðist forseti bæj- arstjórnarinnar á Isafirði, hefir hann einnig verið raunverulegur utanbæjarmaður og ekki sézt í bæn- um, nema sem gestur, aðeins þegar einhverrar vegtyllu var von. Það gat því enginn vænzl þess, að Sigurður Bjarnason legði meiri- hlutanum til þann skilning á mál- ef'nuin bæjarins, er yrði grundvöll- ur skynsamlegra framkvæmda og unibóta. Lítum því næst á, hvaða skilyrði fulltrúar bæjarstjórnarmeirihlut- ans, sem við tók í ársbyrjun 1946, höfðu til að þekkja þarfir bæjar- félags síns og leggja þannig skyn- samlegan grundvöll framfara og umbóta í bænum. Stendur þá ekki næst að virða fyrir sér Sigurð Halldórsson, er hingað kom frá Reykjavík, sem rit- stjórí Vesturlands, varð eftir nokkra mánuði bæjarfulltrúi, síðan varaforseti bæjarstjórnar og síðast bæjarstjóri og leiðandi maður meiri hlutans. Var þetta ekki eldskírður afburða- maður úr atvinnulífi þjóðarinnar? Ekki aldeilis. — Það er nákvæm- lega sannleikanum samkvæmt, að þetta var skipbrotsmaður af götum Beykjavíkur, viljaveill og þróttlítill og hafði aldrei nálægt sveitastjórn- armálum komið. Hann hafði reik- að milii allra skoðana og flokka í landsmálum: Hafði verið alþýðu- flokksmaður, kommúnisti, nazisti, og var af tilviljun „sjálfstæðismað- ur" um það leyti sem ákveðið var að flytja hann til Isafjarðar sem rithöfund og ræðumann fyrir íhald- ið á Isafirði. Og þar var hann á nokkrum mán- uðum gerður að aðalmanni og leið- toga hins nýja bæjarstjórnarmeiri- hluta. Finnst mönnum það ekki hafa verið farið eftir morgunblaðs- receptinu,sem að var vikið í upp- hafi þessarar greinar, — og er að efni til á þessa leið: Þeir mennL sem valdir eru til þess að stjórna bæjarmálefnum, verða ao þekkja þarfir bæjarfélags- síns og fylgjast með þróun menn- ingarmála þess og atvinnulífs. Skilningur þeirra á þörfum borgaranna ver&ur að vera sá grundvöllur skynsamlegra fram- kvæmda og umbóta^ sem allt byggist á, ef vel á að fara. Bera verkamenn, iðnaðarmenn og sjómenn þessa bæjar ekki djúpa lotningu fyrir þekkingu þessa íhaldsleiðloga á málefnum Isafjarð- arbæjar? Halda menn yfirleitt að til hafi verið ýkjamargir bæjarbúar, sem fáfróðari hafi verið en þessi maður um þróun þeirra atvinnumála og menningarmála, sem honum var þá falið að stjórna? Eða hvernig gátu Isfirðingar vænst þess, að skilningur Sigurðar Halldórssonar tí þörfum borgar- anna, yrði sá trausii og óbilandi grundvöllur, skynsamlegra fram- kvæmda og umbóta, sem allt yrði að byggjast á, ef vel ætti að fara? Ef til vill hefir grundvöllurinn átt að vera staðfesta og þrautseigja Baldurs læknis, sem nú er vitað um, að aldrei heldur áhuga á neinu máli vikunni lengur. Eða þá að grundvöllur hinna skynsamlegu framkvæmda og umbóta hefir átt að vera þekking og skilningur Kjartans kaupmanns Ólafssonar, Matthíasar kaupmanns Bjarnason- ar eða frú Guðbjargar Bárðardótt- ur á þörfum bæjarfélagsins og at- vinnulífi þess. Reynslan virðist a.m.k. sýna og sanna, að þeirra skilningur og þekking á ísfirzku atvinnulífi, á- samt skilningi og þekkingu þeh*ra utanbæjarmannanna, Sigurðar Bjarnasonar og Sigurðar Halldórs- sonar hafi ordiS sá grundvöllur, sem byggt var á. — Það sjá það allir nú, að byggt hefir verið á lausum sandi — foksandi, frá Reykjavík, en ekki á bjargi. Skoðun manna á þessu breytist sízt við það, þótt menn rifji upp fyrir sér, að ennþá einn reynslu- laus þrekleysingi úr Reykjavík var fenginn til þess að stjórna mál- efnum Isafjarðar það kjörtímabil, sem nú er að líða. Það var Ásberg Sigurðsson. Hann setlist í stól bæj- arstjóra, en stjórnaði engu. Þar var honum stjórnað af öðlingsmenninu Hannesi Halldórssyni og Matthíasi Stjórnarmyndun. Svo sem frá hefir verið skýrt, fól forseti formanni Sjálfstæðisflokks- ins, Ólafi Thors, að gera tilraun til að mynda þingsstjórn, eftir að Úlafur hafði gefist upp við mynd- un meirihlutastjórnar. Ólafur hefir síðan' tilkynnt forseta, að hann muni taka að sér að mynda minni- hlutastjórn. Ráðherralisti hans ligg- ur hinsvegar ekki fyrir enn þá, og hafa veikindi Ólafs valdið þeim drætti. Ekkert er heldur vitað um; hverja stefnu þessi stjórn kann að taka til úrlausnar mestu vandamál- unum. En í fjárlagafrumvarpi, sem Jóhann Þ. Jósepsson lagði fyrir þingið nú í vikunni, er ekki gert ráð fyrir áframhaldandi ábyrgð ríkissjóðs á andvirði útfluttra af- urða og segir í athugasemdum með frumvarpinu á þá leið, að sjá verði útgerðinni fyrir viðunandi fisk- verði á annan hátt en með rikis- ábyrgð. Þetta gæti þýtt, að aðalúrræði Sjálfstæðismanna væri gengislækk- un, og er þá dæmið sennilega hugs- að þannig, að Framsókn muni gefa íhaldsstjórninni líf, með því að hún barðist eindregið fyrir gengislækk- un i siðustu kosningum. Þetta getur þó brugðið til beggja vona, þrátt fyrir kosningastefnu Framsóknar, úr því að Hermann varð ekki for- sætisráðherra. Framhald á 4. síðu. Bjarnasyni, unz taugar hans biluðu og hann var fluttur úr stólnum og í ritstjórasess „Vesturlandsins", þar sem hann hefir þraukað siðan. Þess var heldur aldrei að vænta, að slíkir aðkomumenn reyndust þess umkomnir að stjórna málefnum Isafjarðarbæjar svo að í lagi væri. Enda blasir nú hörmung- in við allra augum. Þeir þekktu ekki þarfir bæjar- félagsins. Grundvöllinn — þekk- inguna á atvinnulífinu og högum bæjarmanna— skorti undir skyn- samlegar framkvæmdir og umbæt- ur. — Og því fór sem fór. Þess vegna er nú Isafjarðarbær gjaldþrota fyrirtæki, sem boðað hefir v&rið að setja skuli undir op- inbert eftirlit, vegna stórfelldra vanskila við opinberar lánsstofn- anir. Þess vegna er nú svo komið, að bærinn er í stórfelldum van- skilum við verkamenn, iðnaðar- menn, bankana og við atvinnu- og verzlunarfyrirtæki í bænum. Þess vegna fullyrða merkir í- haldsmenn nú, að ógæfa þessa eina kjörtímabils utanbæjarmannanna, muni a.m.k. kosta 16 ára ötult við- reisnarstarf alþýðuflokksmanna. Hannibal Valdimarsson.

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.