Skutull

Árgangur

Skutull - 02.12.1949, Blaðsíða 3

Skutull - 02.12.1949, Blaðsíða 3
S K U T U L L 3 Sjálfhól verður að háði. „ „Himnastiginn". Athafnir í stað kyrrstöðu. Efling atvinnu- lífsins, úrbætur í húSnæðismál- um og menningarmálum. Víðtæk ar verklegar framkvæmdir. — 1 síðustu bæjarstjórnarkosningum völdu ísfirðingar nýja stefnu og nýja frjálslynda menn til að stjórna bænum. Hinir „liug- sjónalausu, gömlu og værukæru“ kratar fengu hvíld“. (Blaðið Vesturland 7. nóv. ’49.) I síðasta blaði voru upptalin 24 atriði úr kosningastefnuskrá íhalds ins frá síðustu bæjarstjórnarkosn- ingum, sem algjörlega hafa verið svikin, enda hafa mörg þessara at- riða eingöngu verið fram sett í þeiin tilgangi að svíkja þau, því sum þeirra eru ekki þannig vaxin, að bæjarfélagið eigi að liafa fram- kvæmd þeirra með höndum. Iðn- fræðslan, sem gasprað er um í tveim liðum, er t.d. ekkert á veg- um bæjarins, ekki endurbygging Norðurtangabryggju, sem er einka- eign, hygging vélsmiðju heldur elcki, og ekki bygging flugskýlis og flugbrautar. Þá þurfa menn heldur ekki að gera ráð fyrir, að það hafi verið alv'arlega meint, að hærinn færi að koma upp og relca dráttarhraut, þvottalaug eða gistihús, meðan Marzellíus rekur dráttarbraut, Kjart an læknir þvottalaug og Sjálfstæð- isflokkui'inn Uppsali. Þeir eru ekki svo hrifnir af bæjarrekstrinuin, for- sprakkar íhaldsins hérna, að þeir láli sér nokkurn tíma koma til hug- ar, að bæjarfélagið fari að keppa við áðurnefnda einstaklinga og sjálfan flokkinn. Nei, það er alveg óhætt að slá því föstu, að þessi átta atriði, sem nú voru nefnd, hafa öll verið sett í himnastigann, sem einskonar skrautþrep. Um öll önnur „þrep“ í himnastiganum gildir það, að sum þeirra voru fullsmíðuð í tíð hinna „hugsjónalausu“ Alþýðuflokks inanna, önnur voru í smíðum, eins og sýnl var fram á í síðasta hlaði, og efni hafði verið valið í öll hin. Sú „nýja slefna“ sem ísfirðingar eiga að liafa valið sér í síðustu bæj- arstjórnarkosningum er var því alls ekki ný, þegar blekkingunum er sleppt, úr hiinnastiganum, en hitt er rétt, að mennirnir, sem áttu nú að framkvæma þessa stefnu voru nýjir, eins og lýst er á öðrum stað í blaðinu. Það var síður en svo að þessir menn færðu ineð sér nokkrar nýjar hugsjónir, og atorku þeirra við framkvæmdir hafa bæjarhúar nú lært að þekkja af hiturri reynslu. Eftirfarandi atriði hafa þeir kák- að lítilsháttar við á kjörtímabilinu, og verður fálm þeirra og óstjórn lýst í næstu blöðum SWutuls, eftir því sem tími og rúm endist til: Togaraútgerð, Hafnarbakki, Lóðs- bátur, Húsnæðismál, Raforkumál, (Tundurspillirinn og Gottvvald), Vatnsveita, Búrekstur og Gatna- gerð. Einnig mun nánar verða ininnst á vanefndir svo sem Elliheimili, Heilsuverndarstöð, Bindindis- fræðslu í skólum, (Sigurður Hall- dórsson hefir líklega átt að kenna ölfrumvarp Sigurðar forseta), Jþróttasvæði, Sjómannaskóla, Barnaleikvöll o.fl. o.fl. Þetta verður ekki rakið hér fyrst og fremst íhaldskommum til háð- ungar, heldur bæjarhúum til við- vörunar, svo þeir láti ekki gasprið glepja sig öðru sinni, en sjálft flokksblað íhaldsins leggur til háð- ið í þessar umræður, með því að hæla íhaldskommahjörðinni fyrir að hafa fetað sig upp allan himna- stigann á líðandi kjörtímabili. Sannorður maður, hulduritstjórinn. --------0------- Karlakór Isaf jarðar. Um nokkurt skeið hefir starfsemi Karlakórs Isafjarðar legið niðri, og hæjarhúar þess vegna sjaldan átt þess kost upp á síðkastið, að hlýða á hressilegan samsöng karla. Nú stendur þetta til mikilla bóta. Við komu hins ágæta söng- og tón- fræðikennara, Ragnars H. Ragnar til bæjarins hefir nýtt fjör færst í kórinn, og einhverntíma fyrir óra- mótin mun bæjarbúum gefast kost- ur á að heyra árangurinn af sam- starfi liins nýja stjórnanda og lcórs- ins, þ.e.a.s. kórinn ætlar að efna til samsöngs á næstunni undir stjórn Ragnars H. Ragnar. Frá þessari fyrirliuguðu söng- skemintun skýrði formaður kórsins, Gísli Kristjánsson, íþrótlakennari, í mannfagnaði, sem kórinn hélt að Uppsölum s.l. sunnudag, en þangað hafði verið hoðið fjölda gesta. Á þessari kvöldvöku skemmtu kórfé- lagarnir með söng, svokallaður „forstjórakvartett“ skemmti, og loks fengu menn að heyra í tvö- földum kvartett, sem form. kórsins kallaði „íhalds- framsóknar- krata- og komtna kvartettinn", en Gísli var þá í mikilli pólitískri stemm- ingu eftir að hafa sungið gaman- vísur um síðustu kosningar. Auk Þessara atriða las Samúel Jónsson upp smásögu, og að lokum skemmtu menn sér við dans. Þessi kvöldstund var í alla staði hin ánægjulegasta, en einkum var gaman að heyra, hversu samstilltur og samtaka kórinn er undir stjórn Ragnars H. Ragnar. Hér skal ekki dæmt um sönginn að öðru leyti, heldur vill Skutull hvetja menn til að fara og hlusta, þegar kórinn syngur opinberlega, og dæma sjálfa. Það mun enginn verða fyrir vonbrigðum, jafnvel ekki liinir vandlátustu. --------0--------- Leiðrétting. I síðasta blaði voru taldar upp lausaskuldir Rafveitunnar hjá bönkunum hér í greininni: „Á að velta skuidum bæjarins yfir á Raf- veituna?“ 1 upptalningunni mis- prentaðist ein tala, og skulu þvi þessar skuldir taldar upp að nýju: Þessar lausaskuldir Rafveitunnar eru: I Dtvegsb. kr. 454.000.00 (víxlar) t Landsb. — 190.000.00 (vixlar) I Landsh, — 125.000,00 (yf.dr.) Samtals kr. 709.000.00 Eins og menn sjá var prentvillan sú, að víxlar hjá Landsbankanum voru taldir kr. 125.000,00 í stað kr. 190.000.00. Heildartalan var hins- vegar rétt. •k Tónleikar. 1 gær komu hiiiir kunnu tónlist- armenn, Árni Kristjánsson, píanó- leikari, og Björn Ólafsson, fiðlu- leikari, hingað til bæjarins á veg- um Tónlistarfélags Isafjarðar, og í kvöld kl. 21 halda þeir liljómleika í Alþýðuliúsinu. Þar munu þeir leika livor í sínu lagi og báðir sam- an, og er ekki að efa, að þarna fá ísfirzkir tónlistarunnendur sjald- gæft tækifæri til að njóta góðrar tónlistar. Þetla er eini konsertinn, sem þeir félagar lialda hér að þessu sinni, og er hann bæði fyrir almenning og félaga tónlistarfélagsins. ir Fyrsti desember. Fullveldisdagsins var minnst hér með skemmtunum, sem kirkju- hyggingarsjóðsnefnd beitti sér fyr- ir, svo sein venja hefir verið und- an farin ár. Kl. 5 e.li. í gær var barnaskemmtun í Alþýðuhúsinu og var liar til skemmtunar upplestur, sjónleikur o.fl. Kl. 8,30 var svo kvöldskemmtun á sama stað og voru skemmtiatriði þessi: 1. Þjóðsöngurinn sunginn (almenn- ur- söngur). 2. Ræða: Cand. mag. Hólmfríður Jónsdóttir. 3. Tvöfaldur karlakvartett. Undir- leikur: Ragnar II. Ragnar. 4. Upplestur: Þórleifur Bjarnason, náinsstjóri. 5. Tvísöngur: Frú Margrét Finn- bjarnardóttir og Sigurður Jóns- son. Undirleikur: Ragnar H. Ragnar. 6. Sjónleikurinn: en“. BÆKUR. EYRAVATNS ANNA cflir Siguró Helgason. Á liðnum Jildum var ævi flestra alþýðumanna óslitin harátta fyrir hrýnustu nauðþurftum. 1 þeirri baráttu skópust margar hetjusögur, sem engum kom þá til hugar að kalla slíku nafni. Þær gleymdust því eins og einstaklingarnir sjálfir, hvort sein þeir lijörðu af harðinda- árin eða krókuuðu á fellisvori. Þegar skáld og rithöfundar vorra tíma, segja slíkar sögur, verður þess títt vart, að ýmsir, sem ekki sjá nema eigin samtíð, telja þetta lygisögur — óminnugir á það, að fáar skáldsögur taka ýkjum raun- veruleikans fram. Það verður þó varla sagt með nokkrum sannind- um, að saga Sigurðar Helgasonar, EYRAVATNS ANNA, sé ýkjukennd. Hversdagsleikinn og þungur stráum ur atburðanna í ævi umkomulítilla fátæklinga, sem vilja berjast til sig- urs við kröpp kjör, líður fram í hógværri og tempraðri frásögn. Sigurður Helgason er löngu orð- inn kunnur rithöfundur. Eftir hann hafa áður komið út sex frumsamin skáldrit. Margar sögur hans eru vel 7. Dans. Báðar fóru skemmtanir þessar á- gætlega fram. Nýít skip. Arnarfell, liið nýja vöruflutninga- skip S.l.S, kom liingað s.l. mið- vikudag, og losaði vörur. Er þetta hinn glæsilegasti farkostur að sjá, og að sögn mjög vandað skip og vel útbúið. ★ Brijggjustiginn. 1 síðasta Skutli var sagt að hinn nýji stigi við bæjarhryggjuna hefði kostað kr. 30 þúsund. Þessi tala mun vera röng, enda nær það ekki nokkurri átt, að livert þrép í stig- anum kosti 2,000,00 krónur, en liinsvegar hefir hafnargjaldkeri elcki enn treyst sér til að gefa upp endanlegt verð á stiganum. Blaðið heyrði þessa tölu liafða eftir hafnargjaldkera, og viður- lcennir hann, að liafa nefnt hana. Það hefir síðan komið í ljós, að reikningar, sem hann taldi vera fyrir stigann, voru fyrir aðrar við- gerðir og viðhald á hæjarbryggj- unni, og var stigaverðið, eftir því sem næst verður komist, í lok október 10.700,00 krónur. Eitt- hvað telur hafnargjaldkeri að hafi verið unnið við stigann í nóvem- her, og kemur það þá til viðbótar. Skutull vill alltaf hafa það sem réttast reynist, og mun því birta endanlegt verð á þessum himna- stiga, þegar það liggur fyrir, og liægt er að fá það uppgefið lijá hafnargjaldkera. samdar og allar bera þær einkenni fágunar í stíl og efnismeðferð. EYRAVATNS ANNA verður lengsta skáldsaga hans og um leið liin veigamesta. Ef til vill er of snemmt að ræða um þessa bók, þar sem einungis fyrri hlutinn liggur fyrir dómi lesendanna, en allt bend ir til þess að þarna verði hetjusaga sögð, hver sem verða örlög aðal- sögupersónunnar. Brandur Runólfsson liefur alizt upp í örhirgð og geldur þess alla ævi. Fullorðinn er hann gagnsmað- iir til verka — ýtir frá sér og á það jafnvel til að slá frá sér sé að hon- um vegið i orði. En þrátt fyrir þrek hans og seiglu engist liann undan dulkenndum ótta, sem ásæk- ir hann. Vanmáttartilfinningin eltir hann eins og Glámsaugun Gretti. 1 kröm og kvöl uppvaxtaráranna hafa foreldrar hans framið það ódæSi, að seðja hungur hans með hrossakjöti. Það afbrot fylgir hon- um og verður hans æviraun í sjúk- legri sektartilfinningu. Ungur kvænist hann liinni stoltu og fögru vinnukonu af prófastsetrinu, önnu Árnadóttur, sem sögð er hafa vald- ið prófastshjónunum miklum á- hyggjum vegna kærleika sonarins til hennar. En hann gleymdi svo metnaði ættar og stéttar, að hann „Kammerjunker-

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.