Skutull - 09.12.1949, Blaðsíða 1
Auglýsendur!
Munið að senda hand-
rit að auglýsingum yðar
i prentsmiðj una eigi síð-
ar en á fimmtudögum,
því að útkomudagur
Skutuls er föstudagur.
XXVII. árg.
Isafjörður, 9. desember 1949.
Hannibal Valdimarsson:
ísafjarðarbær í fjárhags
legu kviksyudi.
Það þarf mörg kjörtímabil til að vinna það upp, sem
tapazt hefur, þótt öll framfaraöfl bæjarins sameinist til
viðreisnarstarfsins.
íhaldsstefnan hefur ráðið, en kommúnistar hreiðrað um
sig í stöðunum.
Þeir veiklunduðu ráðleysingjar,
sem tóku við stjórn ísafjarðarbœj-
ar eftir baejarstjórnarkosningarnar
1940, standa nú uppi sem vesælir
vanskilamenn við verkamenn og
iðnaðarmenn bœjarins, — við verzl
unar- og atvinnufyrirtæki í bænur:;
og við bankana og ríkisstofnanir i
Rcykjavík. — Þrotabúið virðist
dæmt til uppgjörs.
Annað hljóð í strokkinn.
Á síðustu þremur árum hafa oft
birzt í Morgunblaðihu undir stór-
um fyrirsögnum skrumkenndar lof-
gerðarrollur um stórfelldar fram-
kvæmdir í ísafjarðarkaupstað og
um blómlegan fjárhag þessa sama
bsejarfelags.
Áður hai'ði það verið jafn algengl
um aldarfjórðungs skeið, aö sjá í
Morgunblaðinu átakanlegar ritsmíð-
ar um auman fjárhag ísafjarðarbæj-
ar og athafnakyrrstöðu, sem hinum
„viðsýnu" morgunblaðsmönnum
rann svo sárlega til rifja!!
Má það vera mikið fagnaðarefni
lesendum Morgunblaðsins, sem
lengi höfðu haft áhyggjur þungar
af Isafirði, að svo myndarlega skuli
hafa skipazt um fjárhag og fram-
kvæmdir þessa langhrjáða bæjar-
félags.
Og hvernig mátti þetta undur
ske?
Jú, það gerðist þannig, að í krafti
lílils brothluta úr einu alkvæoi,
náðu íhaldsmenn og kommúnistar
saman meirihluta i bæjarstjórn Isa-
fjarðar í ársbyrjun 1946, og hafa
stjórnað bænum siðan.
Við þetta gerðist kraftaverkið —
í dálkum Morgunblaðsins, — en
því miður aðeins þar. — Bæjarfé-
lagið, sem alltaf hafði, að þess
sögn, verið að fara á hausinn í 24
ár uridir stjórn jafnaðarmanna (en
gerði það þó aldrei), varð bráðlega
vel stætt fjárhagslega, og athafna-
fjör og alhliða framfarir tóku við
af kyrrstöðu og deyfð.
Varaforseti vitnar.
Þann 25. september síðastliðinn
birtist heilsíðugrein í Morgunblað-
inu um þessa dásamlegu fjárhags-
og aíhafnafrelsun Isafjarðar. Höf-
undurinn er Matthías Bjarnason,
varabæjarfulltrúi á Isafirði — nú
varaforseti — og þannig næstæðsti
maður hins nýja frelsandi meiri-
hluta. (Skylt er að taka fram, að
Sigurður Bjarnason frá Vigur skip-
ar æðsta sessinn.)
Fyrirsagnir þessarar ritsmíðar
eru ekkert smáræði. Þær eru settar
með stóru letri um þvera síðu, og
eru í allri sinni hógværð á þessa
leið:
STÓRAUKNAR FRAMKVÆMDIR
A ISAFIRÐI UNDIR FORUSTU
SJALFSTÆÐISMANNA. ísfirMngar
gáfu krötunum hvíld, óskuSu at-
hafna í staS kyrrstö&u. I hefndar-
skyni reyna Alþýfiuflokksmenn að
koma svikastimpli á ísfir&inga".
Þetta voru sem sé bara fyrirsagn-
irnar. En svo var þá undirvöxtur-
inn héldúr ekkert hismi eða fánýti.
Byrjað er á að staðhæfa, að bær-
inn bafi verið skuldunum vafinn,
þegar hirin nýi meirihluti íhalds-
iris og kommúnista lók við völdum.
Hvað ætli s'é að marka það, þótt
fyrsli bæjarreikningurinn sem
þessi meirihluti gekk frá, sýni, ao
bæjarsjóbur var skuldlaus að kalla,
cr þeir nýju herrar lóku viö stjórn
biejarins?
Atvinnulífið og
Alþýðuflokkurinn.
Þá er Alþýðuflokkurinn sakaður
um, að hafa enga þörf talið á að
efla atvinnulífið í bænum.
Sannleikurinn er þó sá, að út-
gerðarfyrirtæktn „Samvinnufélag
Isfirðinga" og hlutafélagið „Njörð-
ur", sem bæði eru stofnuð af jafn-
aðarmönnum og eiga samtals 14
myndarlega og aflasæla vélbáta,
hafa um langa hríð lagt til megin-
grundvöll atvinnulífsins í Isafjarð-
arbæ.
Að öðru leyti höfðu jafnaðar-
menn lagt drög að því, að Isafjörð-
ur fengi tvo nýsköpunartogara, en
það varð ekki nema einn fyrir hand
vömm og úrræðaleysi hins nýja
bæjarstjórnarmeirihluta.
1 sambandi við þessa röngu saka-
gift um afskiptaleysi Alþýðuflokks-
ins af atvinnulífinu verður heldur
ekki koniizt hjá að minna á það, að
Samvinnufélagið keypti á þessum
árum tvo 80 smálesta vélbáta frá
Svíþjóð (Isbjorn og Finnbjörn) og
Njörður aðra tvo báta af sömu
stœrð og gerð (Hafdís og Freydís).
Þegar þetta hafði gerzt, beittu
nokkrir borgarar, aðallega komm-
únistar, sér fyrir því að kaupa
fimmta Svíþjóðarbátinn til bæjar-
ins (Asúlfur), en íhaldið hélt að
sér höndum og hafðist ekkert að
til atvinnueflingar. Útgerðarfélag
íhaldsmanna, h.f. „Muninn", keypti
engan bát. Og útgerðarmaðurinn
Björgvin Bjarnason, bróðir Matth-
íasar bæjarfulltrúa, bætti engu
skipi við flota sinn. — En nú hef-
ur hann eins og kunnugt er stung-
ið af með fjögur fiskiskip til New-
Foundland, svo sem frægt er orðið
að endemum.
Þetla er í stuttu máli þáttur svo-
kallaðra sjálfstæðismanna á Isafirði
í uppbyggingu atvinnulífsins á
seinni árum.
Lygi er lygi, þótt
sé ljósmynduð.
Skemmtilega vitíaus er kafli í rit-
smíð Matthíasar bæjarfulltrúa —
nei — varaforseta, um skólabygg-
ingar þær, sem byggðar hafa verið
á seinni árum á Isafirði. En þær
eru þessar: Gagnfræðaskólahús,
yfirbyggð sundhöll, bókasafnsbygg-
ing, veglegt íþróttahús og mjög svo
vönduð og myndarleg húsmæðra-
skólabygging.
1 lofgreinum Morgunblaðsins á
seinustu þremur árum um framfar-
irnar og athafnafjörið á Isafirði
Iiefur alltaf verið ýtarlegur kafli
um skólabyggingarnar. Og stundum
hafa líka verið birtar íburðarmikl-
ar ljósmyndir af þeim, til þess að
sannfæra menn ennþá vendilegar
um mikilleik þessara verklegu
framkvæmda og menningarlegu um
bóta.
En sannleikurinn um þessar
myndarlegu skólabyggingar í hjarta
bæjarins e.r bara sá, að gagnfræða-
skólahúsið var fullgert að kalla,
þegar nýi meirihlutinn myndaðist
— nema hvað eftir var að tvöfalda
glugga í byggingunni,e/ida er þao
ógerl ennþá.
Sundhöllin var vígð daginn eftir
bæjarstjórnarkosningarnar 1946 —
og bókasafnsbyggingin, íþróttahús-
ið og húsmæðraskólinn voru komin
undir þak, þegar íhaldið og hjálp-
40. tölublað.
arkokkar þess, kommúnistarnir,
tóku við stjórn bæjarmálanna.
Það á því sannarlega viðj sem
hinn spaki maður Sveinn í Firði
sagði eitt sinn á framboðsfundi:
„Lygin er lygi, þótt hún sé Ijós-
myndub". — Það er vissulega lygi,
þótt ljósmynduð sé, að íhaldið og
kommúnistarnir á Isafirði geti
eignað sér skólabyggingarnar. ¦— I
sambandi við þær er það þeirra
eina lof, að þeir hættu ekki við
þær, enda hlífði hollur, að þær
voru komnar svo langt áleiðis, að
ekki varð aftur snúið.
Það var svo sem ekki af neinni
hrifni yfir þessum skólabyggingum,
er þær voru af íhaldinu kallaðar
„mijlnustcinninn", sem jafnaðar-
menn hefðu hengt um háls hins
nýja meirihluta.
En það mátti samt nota þær í
fjarlægðinni — í dálkum Morgun-
biaðsiná, til að ljúga lofi á þá aum-
ustu bæjarstjórn, sem nokkurt bæj-
arfélag á Islandi hefur nokkru
sinni átt við að búa.
Umbótastarf haf ið með
því að ljúka við það,
sem hafið var.
Kemur þá að hinni skemmtilegu
vitleysu Matthíasar Björgvins-bróð-
ur í sambandi við þessar stolnu
fjaðrir.
1 Morgunblaðsgrein hans segir
m.a. svo:
Þeir (þ. e. jafnaðarmenn) hófu
umfangsmiklar skólabyggingar sz'S-
asta valdaár sitt".
Hér er þó, aldrei þessu vant, við-
urkennt, að jafnaðarmenn hafi kom
ið skólabyggingunum af stað. Það
mundi líka þýða lítið að telja Is-
firðingum trú um annað. En síðan
segir orðrétt:
„Þrátt fyrir alla erfiðleika at-
vinnuveganna hefur Sjálfstæðis-
flokkurinn hafib markvisst umbóta
starf í bænum. Á þessum tæpu fjór-
um árum hefur undir forustu
Sjálfstæðisflokksins verið lokib vib
þær skólabyggingar, er Alþýðu-
flokkurinn byrjaði á".
Takið eftir. Það heitir að hefja
markvisst umbótastarf á máli þess-
ara skrumara, Matthíasar Bjarna-
sonar og Sigurðar frá Vigur, ab
tjúka vib mannvirki, sem jafnabar-
menn eru langt komnir meb ab
byggja og hinir VERÐA að halda
áfram með, naubugir viljugirll
Það er ekki óskemmtileg vitleysa
þetta.
Stolnar f jaðrir.
í framhaldi af þessu segir Matth-
ías svo fullur mikillætis:
„Á Isafirði er nú einn myndar-
legasti húsmæoraskóli landsins,
sem kostar um 2,3 miljónir króna".
Mikið rétt, en það er bara jafn-
aðarmönnum að þakka, að hann er
til, en ekki íhaldskomma spyrðu-
Framhald á 3. síðu.