Skutull

Árgangur

Skutull - 09.12.1949, Blaðsíða 2

Skutull - 09.12.1949, Blaðsíða 2
2 S K U T U L L Halldór Halldórsson bankastjóri iátinn IS K U T U L L VIKUBLAÐ Útgefandi: ! Alþýðuflokkurinn á Isafirði | Ábyrgðarmaður:, ! Birgir Finnsson j Neðstakaupstað, Isaf. — Sími 13 í Afgreiðslumaður: j GuSmundur Bjarnason j Alþýðuhúsinu, Isaf. — Sími 202 | Innheimtumaður: j Haraldur Jónsson j Þvergötu 3. Isafiröi. / St j ór nar my ndun og þjóðarvilji. Sjálfstæðisflokkurinn hamraði á því fyrir kosningarnar, að hann þyrfti ekki nema ein 411 atkvæði í viðbót við það atkvæðamagn, er hann hlaut í kosningunum 1946, til þess aö nú hreinum meirihluia á Alþingi. Já, Sjálfstæðisflokkurinn bók- staflega heimtaði þingmeirihluta sér til handa á framboðsfundunum fyrir kosningar, og þótti mörgum óJíklegt, að þjóðin myndi synja svo stórum flokki um svo litla og hóg- iega flutta bæn, sem ekki kostaði þá heldur meira að uppfylla, en þetta lítilræði, ein 411 atkvæði. Iin hvernig fór? — Jú, þjóðin var svo miskunnarlaus og naum og nísk að neita, flokknum sem þó kennir sig við sjálfstæði hennar sjálfrar um ineirihluta á Alþingi. I þetta sinn kom íhaldið út ineð 17 kjördæmakosna jiingmenn og tvo uppbótarþingmenn — alls 19. — En árið 1946 hafði það fengið 19 kjördæmakosna þingmenn og einn uppbótarmann (Bjarna Benedikts- son) — sanitals 20. — Það vantar jjví nú 8 liingmenn til að ná hin- um umbeðna meirihluta. Þannig varð þá bænheyrsla þjóð- arinnar neikvæð — eins og boðorð Móse. — Einum þingmanni færra fékk íhaldið, en ekki hreinan meirihluta. Það fékk sem sé „skell fyrir skildinga", eins og j)ar stendur. ])að var skýrasta niðurstaða kosn inganna, eins og auðljóslegast kom fram í Strandasýslu, þar sem heild- salinn Eggert Kristjánsson fór hrakreisu sína, aö þjóöin vill ekki falla ihaldinu lil fóta. — Neitar að veita því meirihlutaaðstöðu og ætl- ar því ekki að fara með stjórn þjóð- málanna. Samt erum við nú búnir að fá ílialdsstjórnina: Ólafur Thórs er orðinn forsætis- og félagsmálaráðherra, Bjarni Bene- diktsson, utanríkis,- dóms- og menntamálaráðherra, Björn Ólafs- son, heildsali, er orðinn fjármála- og viðskiptamálaráðherra, Jóhann Þ. Jósefsson, atvinnumálaráðherra og Jón Pálmason, landbúnaðarráð- herra. Er slík ríkisstjórn í samræmi við þjóðarviljanh? Nei, það er hún vissulega ekki. Sé farið eftir úrslit- um seinustu alj)ingiskosninga lief- ir hún í mesta lagi 39% þjóðarinn- ar að baki sér. Það er j>annig víst, að ineira en 60% j)jóðarinnar er andvíg því, aö landinu sé stjórnaö í anda ihaldsstefnunnar. — Þess vegna er stjórn Ólafs Thórs and- vana fædd, þess vegna hefði Morg- Helfregn Halldórs bankastjóra hefir vakið harm og trega um all- an bæinn. Hann var svo fágætur öðlingsmaður, að hver, sem honum kynntist, átti þaðan góðs að vænta og bar til hans hlýjan hug. Andlát hans bar að ineð óvænt- um og skjótum hætti að morgni þess 5. desember. Hann hafði ver- ið skorinn upp við botnlanga- bólgu, og væntu þess allir að sjá hann aftur á ferli heilan og hressan eftir nokkra daga. En það fór á annan veg. Kynni mín af Halldóri Halidórs- syni voru öll hin beztu. Við urðum eitt sinn samferða með norsku flutningaskipi tveir einir farþega, vestur um firði og ~til Reykjavikur. Á þeim dægrum kynntist ég manni, sem ekki var aðeins fróður og glæsilegur að vallarsýn, heldur einnig, og eigi síður, vel að sér gjör um andlegt atgervi, fagur- skygn og góðviljaður í allra garð. — Varð mér máðurinn ávallt síðan hinn liugþekkasti og eftirminni- legasti. Síðar áttum við allnáið samstarf í Bæjarstjórn Isafjarðar og raf- veitustjórn og varð það allt af hans hendi hið drengilegasta og án harðra árekstra, þótt hann héldi irúlega á málstað flokks síns og fylgdi eftir eigin sannfæringu af óskiptum hug og liógværri festu. Sem bankastjóri naut Iialldór miltilla vinsældar í bænum. Hann var Ijúfur í viðmóti við aíla, hlýddi af hógværð og stillingu á rök lánbeiðenda, lók nærri sér, er liann varð að láta menn synjandi frá sér fara -— en sýndi mönnum líka oft traust langt yfir það, sem efni bankahæfra trygginga stóðu til. Þannig afgreiddi hann a. m. k. oftlega mín inál og þeirra stofnana, sem ég liafði uml)oð fyrir. Er það ætlun mín, að margir Isfirð- ingar hafi líka sögu að segja. — Þó er mér ekki annað kunnugt, að Halldóri Halldórssyni hafi vel farn- ast um hagsmunagæzlu þeirrar stofnunar, sem honum var trúað fyrir. - Að öðrum kosti hefði hann eigi fengið orð á sig sem góður bankamaður og bankastjóri. Erfiðleika útgerðarinnar skildi Ilalldór bankastjóri til fulls og gerði allt, sem hann inátti henni til aðstoðar og fyrirgreiðslu. Var slík- ur skilningur bankastjórans eigi lítils virði á erfiðleikatímum, eins og nú eru, þegar atvinnulífið á í þröngri vök að verjast. Mun það margra mál, að fyrir atvinnu- og viðskiptalíf bæjarins sé mikið tjón að fráfalli Halldórs Halldórssonar, einmitt nú. Við vitum þó, að sárastur er harmurinn og óbætanlegastur skað- inn orðinn í fjölskylduhring hins látna sæmdarmanns. Fylgjumst vér því með dýpstu samúð með sárum harmi og trega eftirlifandi konu og barna. Halldór Halldórsson var fæddur unblaðið átt að segja strax við myndun hennar eins og það sagði svo linitlilega hér um árið: „Jaröar- förin auglijst siöar“. í Reykjavík 27. nóvember árið 1900 og var þannig aðeins 49 ára gam- all, er liann lézt. Foreldrar hans voru Halldór Jónsson bankagjald- keri í Reykjavík og kona lians Kristjana Pétursdótlir, Guðjohns- en organista, hins inikla brautryðj- anda tónlistar og söngmenntar á Islandi. Var Halldór smekkmaður mikill og liinn færasti tónlistarmað- ur, enda er sönglistargáfan mjög rík í ætt hans. Þarf ekki annað en minna á bræður hans Pétur, fyrr- um borgarstjóra í Reykjavík, sem var bassamaður frábær og Jón Halldórsson, söngstjóra, sem er landskunnur fyrir starf sitt í þágu söngmenntar og tónlistar. Árið 1920 lauk Halldór síúdents- prófi frá Menntaskólanum í Reykja- vík, en sigldi að því búnu til Kaup- mannahafnar til náms í verzlunar- háskóla. Er lieim kom, gerðist Halldór starfsmaður Islandsbanka í Reykja- vík og síðan Útvegsbanka Islands frá stofnun hans. I ársbyrjun 1933 var hann svo skipaður bankastjóri Utvegsbankans hér og gegndi því síarfi til dauðadags, eða fast að 17 árum. Árið 1934 kvæntist llalldór Liv Ellingsen og eignuðust þau fimm mannvænleg og æskuleg börn, sem öll eru ennþá innan við fermingar- aldur. — Má því nærri geta, að föðurmissirinn gengur þeim fast að hjarta. Halldór Ilalldórsson var hlédræg- ur maður og laus við yfirlæti og tildur. Ég hygg, að hann muni hafa verið feiminn að eðlisfari. Þó var framkoma hans öll frjálsmannleg og eðlileg. Og fast var hún mótuð af eðlisgróinni snirtimennsku og hæversku, sein fáum einum er gef- in. Reglusamur var Halldór og skyldurækinn um störf sín, mildur og hljóðlátur stjórnari, en gætti þó fullrar reghi í stofnuninni. Ilann var ekki forstjöri, sem sat auðum höndum í stól sínum, heldur hafði hann auga með öllu og tók sinn virka þátt í afgreiðslu hvcrs þess ináls, sem nokkru varðaði. ísfirðingar allir, sem nokkuð þdkktu Halldór Halldórsson, þakka honum störf hans hér í bæ, og þeir gera sér það ljóst, að bæði sem persónuleiki og embættismaður skilur hann eftir vandfyllt skarð í okkar litla bæjarfélagi. Persónulega þakka ég Halldóri Halldórssyni lioll áhrif, hugstæða kynningu og ánægjulegt samstarf um bæjarmál Isafjarðar og annað það, sem við áttum saman að sælda á liðnum árum. Hannibal Valdimarsson. Halldór Halldórsson, bankastjóri, verður jarðsettur i Reykjavík. Var lík hans flutt suð- ur í nótt með Heklu. Áður fór fram liátíðleg kveðjuat- höfn á heimili hans og í kirkjunni. IJúskveðjuna flutti séra Þorsteinn Jóhannsson, prófastur, en sóknar- presturinn, séra Sigurður Kristjáns- son, flutti minningarræðu í kirkj- unni. Mikið fjölmenni var viðstatt kveðjuathöfnina, og fánar hlöktu í liálfa stöng um allan bæinn. KVÖLDVAKA BALDURS. Laugardaginn 3. þ. m. hélt V.l.f. Baldur fjölbreytta kvöldvöku í Al- þýðuhúsinu. Skemmtunin var fjöl- sótt og virðist allt benda til þess, að þessi nýbreytni í starfsemi fé- lagsins verði mjög vinsæl. Skemmtiatriðin voru þessi: Guðm. G. Kristjánsson setti samkomuna og mælti nokkur orð í tilefni nýliðinS fullveldisafmælis. Þá sungu fimm ungar stúlkur, — starfstúlkur í Sjúkrahúsi Isafjarðar, -— nokkur lög og léku undir á guitar. Var söng þeirra mjög vel tekið og urðu þær að endurtaka inörg lög. Þorleifur Bjarnason, námsstjóri, las upp tvö kvæði: Jón hrak og Stjáni blái. Að því búnu var sýndur gaman- leikurinn „Fjölskyldan ætlar út að skemmta sér“. Leikendur voru: Margrét Halldórsdóttir, Karólína Guðmundsdóttir, Björg Kristjáns- dóttir, Þuríður Ólafsdóttir og Hauk- ur Ingason. Var leikurinn hinn ánægjulegasti og skemmtu áhorf- endur sér vel, enda voru hlutverk- in vel af hendi leyst, auk þess, sem leikendurnir kunnu hlutverk sín vel, en j)að er mun meira en hægt er að segja um suma þá leikara, sem Isfirðingum er stundum boðið upp á að horfa á. Síðan var stiginn dans, — og var j)etta einn fjölmennasti dansleikur vetrarins. — Skutull hefir verið beðinn að flytja öllum j)eim, sem á einn eða annan hátt, aðstoðuðu við kvöldvökuna, beztu þakkir fyrir vel unnin störf. Ætlunin er að næsta kvöldvaka verði haldin eftir áramótin. Baldursfélagarl Sækiö fundi og skemmtan- ir í félagi gkkar. --------O-------- Ógreidd starfsnianna- íaun. Á fundi Félags opinberra starfsmanna á Isafirði, er Iiald- inn var s.l. sunmidag, voru til umræðu vanskil bæjarsjóðs á launum starfsmanna bæjarins. Starfsmennirnir höfðu þá ekki fengið greidd laun sín síðusi.u þrjá mánuði eða síðan í ágúst- mánuði. Auk j)ess er ógreidd launauppbót (12%%) er bæjar- stjórn hefir samþykkt að greiða starfsmönnum bæjarins j)elta ár. Upplýst var á fundinum að alls mundu vangreiðslur hæjarsjóðs til starfsmanna bæjarins nema um 200 þúsund krónum. Samþykkt var að krefjast fulli'- ar greiðslu vangreiddra launa og launauppbóta fyrir 12. des. n.k., ella yrði ekki komist hjá að innheimta þau með málsókn. Þess er skeminst að minnast að verkalýðsfélagið Baldur varð að skerast í leikinn til þess að verkamennirnir fengju greitt 5 vikna kaup, sem þeir áttu ])á inni hjá bæjarsjóði Isafjarðar. Slíkt er nú fjárhagsástand bæjarsjóðs Isafjarðar eftir fjögra ára stjórn íhaldskomma.

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.