Skutull

Árgangur

Skutull - 24.12.1949, Blaðsíða 6

Skutull - 24.12.1949, Blaðsíða 6
6 S K U T U L L Óvænt AÐ var sunnudag einn að sumarlagi fyrir mörgum árum, að ég stóð frammi fyrir um það bil hundrað fjallabúum, sem höfðu safnazt saman til guð- þjónustu undir berum himni. Hér var áreiðanlega eilthvað á anna veg en það átti að vera, — eitthvað, sem amaði að þessu fólki, það fann ég strux, — en hvað? Um þessar muudir var ég í prestaskólanum og hafði notað sumarið til þess að ferðast um landið og heimsækja afskekkt- ar kirkjusóknir i fjallasveitun- um. Hvarvetna hafði ég til þessa mætt hinni gömlu og góðu gestrisni, — þakklátu fólki, sem fyllti laufhvelfingar furu- skógarins með sálmasöng og kvaddi mig með hrifningu og þakkargjörð. En söfnuðurinn, sem ég hafði nú fyrir framan mig, var allt öðru vísi. Fólkið liafði komið frá af- skekktustu kotum, akandi í kerrum og vögnum eða gang- andi. Nú sat það á víð og dreif í smáhópnum í grasinu, gömlu konurnar takandi í nefið, en karlamir tyggj andi tóbakstöl- ur sínar. Þetta var vingjarnlegt fólk, rödd. ekki vantaði það. En mér fannst einhver dularfullur svip ur hvíla yfir þvi, þar sem það sat þarna og talaði saman hvíslandi rómi. Mér fannst sem það byggist við einhverju, — einhverju, sem það óttaðist. Mér varð ekki rótt, þegar þetta hvísl hætti ekki, þótt ég byr j aði messugj örðina fyrir altarinu. Ég var hálfnaður með „Faðir vorið“, þegar hljóð- skrafið féll niður í einni svip- an. Þegar ég hafði lokið bæninni, varð mér ljóst, hvers áheyr- endur mínir höfðu orðið á- skynja, — það var hófadynur, sem óðum nálgaðist. Á næsta augnabliki kom reiðmaður í augsýn, ungur maður með sítt, svart hár. Á hnakknefinu hvíldi byssa. Hann stöðvaði hestinn í nokkurra skrefa fjarlægð frá mér. „Þér þarna“, sagði hann hranalega, „takið bókina, lok- ið henni og komið yður heim!“ Síðan snarsnéri hann hestin- um að söfnuðinum, skók byss- una og hrópaði: „Þetta gildir einnig fyrir ykkur, hvern ein- asta ykkar. Þið vitið vel, að ég kæri mig ekkert um svona til- stand. Samkoman er leyst upp! Skiljið þið það — af stað!“ Söfnuðurinn tvístraðist í einni svipan, og brátt stóðum við tveir eftir á grasvellinum. „Ég hefi aðvarað yður“, sagði komumaður. „Komið yð- ur strax af stað, það er bezt fyrir yður sjálfan". Loksins fékk ég málið: „Þér meinið þó ekki, að þér ætlið að slcj óta ?“ „Jæja, því ekki það?“ Hann rak upp stuttan hæðnishlátur. „Pabbi karlinn var vanur að segja, að allir prestar hefðu hausinn fullan af sagi. Það gæti verið, að ég fengi löngun til þess að gera gat á hauskúp- una á yður og athuga, hvort pabbi hefur haft rétt fyrir sér. Svo að það er öruggast fyrir yður, að koma yður af stað til sama lands aftur“. Að svo búnu snéri hann hest- inum og lét hann brokka upp eftir bugðóttum götuslóðanum. A þeirri stundu hafði ég mesta löngun til þess að hraða ferð minni niður til borgarinn- ar, þar sem finna mátti lög- reglu og öryggi. En um leið og ég sté í ístaðið, Framhald á 9. síðu. Hjá fóstrunni. ingi. Þú lætur taka þig eins og snæris- þjóf, og svo ertu sagður galdrahundur, sem drepur menn, ef þér sinnast við þá — Þvílík andskotans lygi — guð fyrir- gefi mér annars að blóta á sjálfri hátíð- inni. Nei,'þú verður brenndur. En það er bölvuð fyrirhöfn og skíta verk. Við höf- um róið of lengi saman til þess að ég geri það — Höggva þig skyldi ég glaður — það er heiðarlegt — en galdramaður, sem lætur brenna sig — þvílík forsmán. Sýslu maðurinn sagði, að úr haldi hj á sér gætir þú aldrei sloppið, hvað sem þú kynnir fyrir þér. Og það er víst rétt hjá honum, að sjálfur hjálpar þú þér ekki mikið. En hann heldur þessi skræðuskrj óður, sem ekki tímir að hressa mann á brennivíns- tári, sem hann á nóg af, að ekki sé hægt að skjóta honum ref fyrir rass, en nú skal ég sýna honum það — Sko — nei helvítis myrkur er þetta — hana þarna blótaði ég aftur — Sko, í lyklana náði ég — komst að, hvar þeir voru geymdir — enda sjálfsagt, að böðullinn viti um þá og gæti þeirra, þegar sýslumaðurinn sjálfur er ekki heima. — Verður þín ekki saknað — spurði Þórarinn. — Ég sagði þeim, að ég væri farinn — konunglegur embættismaður sæti ekki lengur að drykkju með vinnufólki, þar sem sjálfur húsbóndinn væri ekki heima. Ráðsmanninn þurfum við ekki að óttast í nótt. Þá eru þeir eftir Jón litlimaður og Geiri Fii. Við ættum alltaf að ráða niður- lögum þeirra. Maddaman er sofnuð í ó- lund — nú og griðkonumar þurfum við varla að óttast — Hana, þarna ertu laus — Og mundu hver það er, sem gefur þér frelsi. Það er böðull hans hátignar Frið- riks þriðja konungs Dana, Vinda og Gauta, eða hvað það nú heitir. Þórarinn stökk upp, náði handfestu og ætlaði að vega sig út, en Helgi kippti hon- um niður a'ftur. Þórarinn snéri sér eld- snöggt að honum, og það var eins og hinn sæi glampann í augum hans. — Bíddu nú svolítið — Það er svo sem von, að þig langi út, greyið, en hvert ætl- arðu að fara? — Fyrst og fremst út héðan — svo. .. . •— Svo hvert? — Heim. — Datt mér í hug. Þú hefur aldrei ver- ið hvgginn á veraldar vísu. Það hefur kopað þér — En ég veit ekki — Naustið er opið og tveggjamannafar sýslumanns- ins er þar fremst við dyr. Seglið og allur farviður er í bátnum. Nú er leiði inn um allt D júp — kannske í við hvasst í mestu þotunum, en þú átt að kunna til verka. Þú getur kannske litið við heima hjá þér í nótt, en lengi máttu ekki stanza. Á morg- un veitir sýslumaður þér ekki eftirför. En í nótt drukknar Þórarinn Halldórsson, galdrahundur, sem var sá bölvaður aum- ingi að láta taka sig fastan. Á morgun ert þú allt annar maður — gætir vel heitið Þorsteinn Þórólfsson eins og afi minn, sem var mesti lánsmaður alla sina ævi — Og farðu nú. Nú flýtum við okkur. Þórarinn þaut út um opið á rjáfrinu, nam staðar á veggnum, svalg andartak að sér hið hreina loft og skyggndist skyggnum augum út yfir fjörðinn. — Hvað ertu að slóra — Við förum bak við bæinn að naustinu, hvíslaði Helgi. Þeir mjökuðu bátnum hljóðlega út, báru hann svo yfir kambinn niður í flæð- armálið. Þórarinn gekk til Helga og kvaddi hann þéttu handtaki. — Komdu þér nú af stað — og þú þarft ekki að skila bátnum aftur. — Ég þalcka þér Helgi........ — Þakkar — Ég geri þetta allt af því að ég fæ ekki að höggva þig. Nú verður ]iað að minnsta kosti einhver annar en ég, sem brennir þig. Þórarinn ýtti bátnum, leit við áður en hann stökk upp í hann og hálf hvíslaði til Helga: — — Og þú færðir mér jólin.

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.