Skutull


Skutull - 26.05.1950, Blaðsíða 3

Skutull - 26.05.1950, Blaðsíða 3
S K U T U L L 3 Ályktun um símamál. Uin alla Veslfirði eru ínenn ó- ánægðir með símann og starf- rækslu hans, og mú búast við að síðasta gjaldahækkunin verki eins á Vestfirðinga og skemmda mjölið sem Hörmangarar seldu forfeðrum okkar um árið. Á aðalfundi sýslu- nefndar Vestur-lsafjarðarsýslu, sem nýlega var haldinn á Þingeyri, var samþykkt svofeJld ályktun: „Aðalfundur sýslunefndar Vest- ur-lsafjarðarsýslu átelur harðlega, að ekkert er gert til þess að bæta úr þeim vandkvæðum, sem eru á Kaupfélagið 30 ára. Framhald af 1. síöu. inga munu nú vera orðnir rétt um eitt þúsund. — Sjóðseignir félags- ins eru 'ca tvær miljónir króna og vörusala á s.l. ári mun hafa verið fast að tíu miljónum króna. Samkvæmt athugun, sem Ketill Guðmundsson, kaupfélagsstjóri, hefur gert, eru félagsmenn og það fólk, sem þeir hafa á framfæri sínu um 3900 manns, en alls eru íbúar ísafjarðarkaupstaðar og Norður- tsafjarðarsýslu um 5000. Það lætur því nærri að Vr, íbúanna á félags- svæðinu hafi meginviðskipti sin við Kaupfélag Isfirðinga. Með rökum verður þannig ekki sagt, að Isfirðingar séu slakir sam- vinnumenn. Takmarkanir fjárhagsráðs á byggingarframkvæmdum hafa orð- ið Kaupfélagi Isfirðinga þröngur fjölur um fót á seinustu árum, enda bíða félagsins nú margvíslegar byggingaframkvæmdir, sem naum- ast verður skotið á frest miklu leng ur. 1 Þá hefur vöruskorturinn á seinni árum dregið mjög úr eðlilegum vexti félagsins, og er það sama sagan, sem öll vaxandi kaupfélög kannast við og hafa orðið að kenna harðlega á að undanförnu. En þrátt fyrir erfiðleika yfir- standandi tíma horfa kaupfélags- menn í bæ og sýslu öruggir fram á við. Félag þeirra er fjárhagslega vel á vegi statt og það nýtur fyllsta traust verkafólks, sjómanna og bænda. Öánægjuefni félagsmanna er það eitl, að ekki sé hægt að leysa verkcfnin, scm færast í fangið og bíða úrlausnar með nægilegum hraða. — Slík óánægja er hverjum félagsskap mikill styrkur en ckki veikleiki. Kaupfélag ísfirðinga hefur jafn- an haft mikil skipti við Samvinnu- félag Isfirðinga, fyrsta útgerðar- samvinnufélagið, sem stofnað var á Islandi. Kaupfélagið hefur líka stutt að stofnun og rekstri útgerðarfé- laganna Njarðar á Isafirði, And- vara í Súðavík og Víkings í Bol- ungarvík og marg oft rétt atvinnu- lífinu á félagssvæði sínu hjálpar- hönd, ekki slzt þegar mest hcfur að krcppt. Samvinnustarfið er orðið örlaga- þráðurinn í lífi Isfirðinga og Norð- ur-lsfirðinga. Og i samstarfi w'S verkalýoshreyfinguna, en ekki í siríöi vio hana, mun fólkið í þess- um landshluta byggja sjálft upp efnalega framtíð sína á félagslegum grunnii Á liðnum áratugum hefur ís- lcnzkri alþýðu lærzt til hlítar, að þar er cngum öðrttm að treysta. Hannibal Valdimarsson. símasambandi Vestfjarða við aðra landshluta og innan héraðs, og krefst þess, að þegar verði hafist handa u m eftirtaldar úrbætur, sem bent var á af fundinum 1948: 1. a. Fjölgað verði linum milli Isa- fjarðar og Borðeyrar og þær útbúnar með mögnurum, eins og nú á sér stað um austur- landslínurnar. b. Ritsímasambandi verði kom- ið á milli Patreksfjarðar og Reykjavíkur um Barðastranda sýslu. V estfjaröalínan. 2. a. Tvöfalduð verði a.m.k. loft- línan milli Isafjarðar og Pat- reksfjarðar. , b. Lagðar verði sérstakar loft- línur í viðbót frá Isafirði til þeirra staða í nágrenninu, sem mesta símanotkun hafa, og svokallaðar huldulínur sétt notaðar til almennrar síma- þjóntistti, þegar annars er ekki koslur. Símakerfi innan hératis. 3. a. I kauptúnum verði lagður jarðstrengur, svo fljólt sem vcrða má. b. Kappkostað verði að full- nægja eftirspurn um síma- tæki. Síðast en ekki sizt krefst fundur- inn þess, að símakerfinu verði haldið við á annan og betri hátt en nti hefir verið ttm margra ára skeið," Þannig hljóðar þessi ályktun Vestursýslunga, og virðast þeir stilla kröfum sínum mjög í hóf. — Það væri heldur ekki nein frekja, þótt bæjarstjórn Isafjarðar krefð- ist þess, að hér væri tafarlaust sett ttpi) nýtt og fullkomið skiptiborð, i stað þess gamla, sem viðurkennt er að sé ónýtt, og margt fleira væri þörf á að lagfæra hjá símanum, sem ckki verður rakið hér. llllllllltllltllllllllllllllllllUlllltllUlllltlllltUIUIIllUllllllllltll I BÍÓ I Alþýðuhússins | Sýnir: | Annan í Hvítasunnu | | kl. 5 og 9 Suðrænir söngvar : (Song of the South) Amerísk teikni- og | | söngvamynd í eðlilegum | | litum, gerð af snillingn- | | um WALT DISNEY. 1 Aðalhlutverkin leika: | : RUTH WARRIKK | : ERIC WOLF : l BOBBY DRISCOLL. | tílllll!lllllllilllllllllllllllllillllllllllllllllllllllllillll|l||l|illlll7l Kvenreiðhjól óskast. Uppl. í prentsmiðjunni. Afmæli. Þann 17. þ.m. átti Gttðrún Björns- dóttir, Hafnarstræti 2, 75 ára af- . mæli. Guðrún er vinsæl dugnaðar- kona, sívinnandi og glöð í viðmóti. Skutull óskar henni til hamingju. Flugvél setzt á Skipeyri. Landflugvél lenti hér í fyrsta skipti s.l. mánudag. Var það tveggja sæta vél, sem settist á Skipeyri með einn farþega. Flugmaður var Björn Pálsson, en farþeginn var Kristján Lárusson, framkvæmdastjóri. Leiorétting. Þegar getið var um 70 ára afmæli Ölínti Guðmundsdóttur í síðasta blaði var sagt, að hún hafi gegnt Ijósmóðurstörfum í 12 ár í Reyk- hólasveit. Þetta var ranghermt. Ól- ína var ljóðmóðir í Múlasveit, en ekki í Reykhólasveit. Hvitasunnumót. l.B.I. gengst fyrir Hvítasunnu- móti í frjálsum íþróttum um næstu helgi. Vcrður þar kcppt í hlaupum, stökkum og köstum. Meðal kepp- enda verða kúlu- og kringlukastar- inn GUNNAR HUSEBY, ásamt hlauparanum Asmundi Bjarnasyni og hástökkvaranum Sigurði Frið- finnssyni og Islandsmeistaranum í langstökki og stangarstökki, Torfa Bryngeirssyni. Verður fróðlegl fyrir íþróttamenn okkar að bera sig saman við sunn- anmennina, og þarna gefst bæjar- búum einstakt tækifæri á að sjá heimsfrægan kúluvarpara ásamt spennandi keppni. Hóórar og aflabrögó. Flestir bátar héðan hætlu róðr- um í maíbyrjun. Pólstjarnan ein réri fram eftir mánuðinum, en er nú hætt. A togveiðum eru ísbjörn, Auðbjörn, Hafdís, Freydís og. Is- lcndingur og er afli þeirra misjafn. Trillubátum hefir fjölgað, og afla þcir sæmilega í Djúpinu á kúfisk- beitu. B.v. Isborg saltar afla sinn, og b.v. Forscti lagði nú í vikunni 170 tonn af slægðum fiski með haus á land til söltunar hjá Kaup- félagi Isfirðinga. B.v. Uranus Iand- aði í gær og dag um 200 tonnum af saltfiski hjá Kaupfélagi Isfirðinga. Þessar fisklandanir togbáta og tog- ara gefa talsverða atvinnu í bæinn, cn lítið er ttm aðra vinnu. Hús til sölu. Tilboð óskast í hálfa hús- eignina Sundstræti 31. Upplýsingar gefur: Guðtn. E. Guðmundsson, Hlíðarveg 33, Isafirði. Til sölu til niðurrifs íbúðar- og pen- ingshús á Geirmundarstöðum í Fljótum. Semja ber við: Vernharð Jósepsson, Hnífsdal. „Fanlasífoss". Hinn nýji Gullfoss Eimskipafé- lagsins er væntanlegur hingað í kvöld. Ekki mun hann eiga að koma inn fyrir, en bátar verða til taks til að flytja bæjarbúa út í skipið. Andlát. Hjálmar Hafli&ason andaoist 18. þ.m. Hann var tæp- lcga 85 ára ao aldri. Jaroarför hans fór fram í dag. Gisli Björnsson, vistmaður á Elliheimilinu, andaðist 6. þ.m. Hann var tæplega níræður að aldri. Helgi Kr. Jónsson, Bjargi hér í bæ, andaðist 8. þ.m. Hann var á 78. ári er hann lést. Hjónaband. Þann 12. maí s.l. voru gefin sam- an í hjónaband hjá bæjarfógeta Tómasína Tómasdóttir og Jón H. Fjalldal, bóndi á Melgraseyri. Skut- ull óskar brúðhjónunum til ham- ingju. „Sólskrikjur", barnakór úr Bolungarvík, skemmti bæjarbúum með söng í Alþýðuhúsinu 14. þ.m. Söngstjóri var Kristján Júlíusson, kennari, en undirleik annaðist Ragnar H. Ragn- ar. Börnin sungu af hjartans list, og vöktu óskipta hrifningu áheyr- enda, sem gjarnan hefðu mátt vera fleiri. Fimleikasýning. Fjögra manna flokkur frá Siglu- firði, undir stjórn Helga Sveinsson- ar, sýndi hér fimleika 17. og 19 þ. m.. Voru það mest æfingar á tvíslá og svifrá og ennfremur erfiðar jafnvægisæfingar og stökk, og vöktu sýningarnar mikla hrifningu áhorfenda. Héðan fór flokkurinn til Vestmannaeyja. Skólaslit. Tónlistarskóla Isafjarðar var slit- ið 24. þ.m. og fóru skólaslitin fram i Gagnfræðaskólanum að viðstödd- um foreldrum nemenda og nokkr- um gestum. Við þetta tækifæri léku 25 nemendur skólans einleik á píanó og 5 á orgel, en auk þess var samleikur á pianó og orgel. Aðal- kennsliigreinar skólans í vetur voru píanó- og orgelleikur og hljóm- fræði. Kennarar vom skólastjórinn, Ragnar H. Ragnar og Jónas Tómas- son, tónskáld. Verðlaun voru veitt fyrir sérstaka hæfileika og ástund- un við námið og hlutu þau þessir nemendur: Jón S. Jónsson, Óttar Halldórsson og Bergljót Halldórs- dóttir fyrir píanóleik og Sigríður .1. Nordquist fyrir orgelleik. Við skólaslitin fluttu ræður Ragnar H. Ragnar, sem lýsti starfsemi skólans og Ólafnr Magnússon, sem talaði fyrir hönd Tónlistarfélags Isafjarð- ar og þakkaði skólastjóranum mik- ið og gott starf. Þetta er annar vet- urinn, sem skólinn starfar á vegum Tónlistarfélagsins og lauk starf- seminni að þessu sinni með því, að nemendurnir héldu opinbera hljóm leika í Alþýðuhúsinu í gærkvöld.

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.