Skutull


Skutull - 08.01.1952, Blaðsíða 1

Skutull - 08.01.1952, Blaðsíða 1
 (I P ¦ T| - 1 II 3 ¦ II i 1 1 01 ll *> 1 il w> 1 J 1 J XXX. árgangur. Isafjörður, 8. janúar 1952. 1. tölublað. FINNUR JÓNSSON ALÞINGISMAÐUR LÁTINN Hann var fæddur 27. október 1894 og lézt að heimili sínu, Reynimel 49 í Reykjavík, 30. desember 1951 aðeins 57 ára að aldri. SUMARIÐ 1920 kom hingað með póstskipinu frá Akureyri ungur maður, sem taka skyldi við póst- meistaraembættinu á ísafirði. — Þessi maður var Finnur Jónsson. Fáa mun þá hafa rennt grun í, að svo ætti eftir að fara, að saga þessa manns og saga Isafjarðar yrði um áratug svo til órofa sam- ofin heild, að varla yrði á milli greint: Saga mannsins með engu móti svo sögð, að það yrði ekki jafnframt að mjög verulegu leyti einnig saga kaupstaðarins á þessu tímabili. En þannig átti þetta þó eftir að fara. Það getur engum dulizt, sem nú, þrjátíu og einu ári síðar, lítur yfir sögu Isafjarðarbæjar og rífj- ar jafnframt upp fyrir sér æfiferil Finns Jónssonar á sama tíma. Finnur Jónsson er fæddur að Harðbak á Sléttu þann 28. október 1894. Foreldrar hans voru Jón Friðfinnsson og Þuríður Sigurðar- dóttir, bæði af góðum eyfirzkum bændaættum komin. Á Akureyri ólst Finnur upp við eyrarvinnu og sjósókn með föður sínum, sem var afburðaverkmaður á sjó og landi, fylginn sér og full- ur viljastyrks og starfsorku fram á elliár. Strax á unglingsárunum gekk Finnur í Verkamannafélag Akur- eyrar og hóf þar með fyrstu af- skifti sín af verkalýðsmálum. Gegndi hann þar brátt trúnaðar- störfum, þótt ungur væri, undir þrautseigri og farsælli forustu Erlings Friðjónssonar. Þrettán ára gamall fór Finnur í Gagnfræðaskólann á Akureyri og lauk þaðan gagnfræðaprófi vor- ið 1910. Það ár gerðist hann póst- þjónn hjá Friðrik Möller, föður Ólafs Friðrikssonar, og mun hann þar hafa fengið fyrstu kynnin af hugsjónum jafnaðarstefnunnar boðuðum af eldmóði og snerpu hins fædda hugsjónamanns. Það var við þessi kynni ásamt áhrifum bernskuheimilisins, sem lífsskoðun Finns Jónssonar mót- aðist. Teningunum var kastað. Héð Af dugnaði og árvekni rækti Finnur póstmeistaraembættið alla tíð, en það tók þó hvorki hug hans eða krafta alla. Þessi ungi maður átti varasjóð, orku og áhuga, sem hann var staðráðinn í að verja í Finnur Jónsson, alþingismaður. an af gat hann ekki orðið afskifta- laus um málefni verkamanna og sjómanna. Hann hafði þegar tekið vígslu undir merki verkalýðshreyf- ingarinnar og jafnaðarstefnunnar. Og undir því merki barðist hann æ síðan, allt til dauðadags. Póstþjónustustarfinu gegndi Finnur fram til ársins 1919, en hvarf þá að • verzlunarstörfum, er hann sinnti f ram á næsta ár, þegar hann var skipaður póstmeistari á Isafirði. þjónustu þeirra hugsjóna, er hann ungur vígðist á Akureyri. Barátta alþýðustéttanna við kaupmannavaldið á Isafirði hafði byrjað fyrir aldamót undir for- ustu Skúla Thóroddsens. Hans fallna merki hafði síðan verið tekið upp af miklum skörungs- skap af Magnúsi Torfasyni bæjar- fógeta í nánu samstarfi við menn eins og séra Guðmund Guðmunds- son frá Gufudal, Helga Sveinsson og fleiri. Verkamenn og sjómenn á Isafirði höfðu stofnað sín stéttarfélög árið 1916, og árið 1920, sama árið sem Finnur Jónsson kom til Isaf jarðar, stofnaði séra Guðmundur Kaupfé- lag Isfirðinga, það sem nú starfar og orðið er stórveldi í viðskipta- málum Isfirðinga og Norður-ís- firðinga. — Á árinu 1920 stóðu svo sakir í bæjarstjórn ísaf jarðar, að þar áttu sæti af hendi jafnaðar- manna aðeins tveir fulltrúar, þeir Haraldur Guðmundsson og Jónas Tómasson. En í janúarmánuði 1921 fóru fram bæjarstjórnarkosn- ingar um þrjá bæjarfulltrúa. Fóru þá leikar svo, að þeir Magnús Ölafsson og Jón H. Sigmundsson náðu kosningu af lista Alþýðu- flokksins, en aðeins einn af hendi kaupmannaliðsins. Þannig voru fulltrúar Alþýðuflokksins orðnir fjórir af níu í bæjarstjórn Isa- f jarðar. Nú var aðeins eftir herzlu- takið að því marki, að Alþýðu- flokkurinn næði hreinum meiri- hluta í bæjarstjórn Isafjarðar. Mjög samtímis þessum bæjar- stjórnarkosningum í ársbyrjun 1921, var haldinn aðalfundur í Verkalýðsfélaginu Baldri á Isa- firði. Á þeim fundi kusu verka- menn Finn Jónsson, póstmeistara, sem formann félagsins. Fundu verkamenn brátt, að þeir höfðu fengið öruggan forustumann, þar sem Finnur var, og efldist félags- starfið hröðum skrefum á skömm- um tíma. Liðu svo nokkrir mánuðir, en þá brá svo til, að Sigurður Sig- urðsson frá Vigur, sem var einn af bæjarfulltrúum kaupmanna- liðsins, fluttist burt úr bænum, er honum var veitt Skagafjarðar- sýsla. Var þá boðað til aukakosn- ingar um 1 fulltrúa í bæjarstjórn ísaf jarðar í hans stað. Kosningin fór fram 26. nóvember 1921, og ákváðu verkamenn að bjóða fram hinn unga formann sinn. Fóru leikar svo í hólmgöngu þessari milli flokkanna, að Finnur Jóns- son hlaut glæsilegan sigur, og

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.