Skutull

Árgangur

Skutull - 18.01.1952, Blaðsíða 2

Skutull - 18.01.1952, Blaðsíða 2
2 S K U T U L L SKUTULL Útgefandi: Alþýðuflokkurinn á Isafirði Ábyrgðarmaður: Birgir Finnsson Neðstakaupstað, Isaf. — Sími 13 Afgreiðslumaður: GuSmundur Bjarnason Alþýðuhúsinu, Isaf. — Sími 202 Innheimtumaður: Haraldur Jónsson Þvergötu 3. Isafirfíi. um. Gat hann um leið þeirra helztu fyrra er fram komu í breyt- ingartillögum sjálfstæðismanna. Breytingum þeirra mátti skipta í þrennt: 1. Tekjuhækkun, bætt yrði við nýjum lið: Útsvör óinnheimt frá fyrra ári kr. 750.000,00. 2. Framlag til sjúkrahússins lækki um kr. 100000.00. 3. Ýmsar minni breytingar, til- færslur og leiðréttingar. Fundinn nýr tekjustofn fyrir bæjarf élögin ? í stórletraðri fyrirsögn í Vest- urlandi 12. þ.m. er lesendum skýrt frá því, að sjálfstæðismenn hafi flutt lækkunartillögur við fjár- hagsáætlun bæjarsjóðs er námu yfir eina miljón króna. Stærsti hluti þessarar \ipphæðar eða % hlutar hennar voru alls ekki lækk- unartillögur eins og Vesturland segir, heldur tillögur um hækkun tekna. Var þar fyrst og fremst nýr tekjuliður er svo hét: „Útsvör óinnheimt frá fyrra ári krónur 750.000,00“. Eitt af erfiðustu vandamálum allra kaupstaða og kauptúna landsins hefir verið að jafna niður á þegnana, sem útsvörum, þeim fjárhæðum er þurft hefir til að standa straum af rekstri bæjar- ins. Þetta vandamál hefir orðið mjög erfitt viðureignar nú hin síðustu ár, einkum vegna hækk- andi dýrtíðar og minnkandi at- vinnu víðast hvar í landinu. Á ísa- firði hefir þetta m.a._ komið fram í því, að árið 1950 var ekki hægt að jafna niður þeirri upphæð er fjárhagsáætlun þess árs gerði ráð fyrir, svo ekkert var gert fyrir því, sem óinnheimtanlegt kynni að reynast. Árið 1951 var þetta þó langtum erfiðara, þar sem f jár- hagsáætlun bæjarins það ár var afgreidd með um 450 þús. króna tekjuhalla. Fulltrúar sjálfstæðismanna í bæjarstjórn Isafjarðar hafa í breytingartillögum sínum við f jár- hagsáætlun bæjarins viljað láta fara sérstæða leið til að leysa þetta vandamál. Aðferð þeirra hljóðar á þessa leið: Útsvarainn- heimtan sé nógu slæleg svo að í lok hvers árs sé mikið óinnheimt, og þarf þá ekki annað en að taka útsvaraeftirstöðvamar sem tekjur næsta árs, en láta sig engu skipta þau gjöld, er greiða átti með hin- um álögðu útsvörum. Vandinn ætti því að vera sá einn að bók- færa útsvörin sem aUra hæst en innheimta sem minnst. Bæjarfé- lagið hefði þá fullar hendur fjár og gæti innt af höndum allar sín- ar skuldbindingar á réttum gjald- dögum. Það var svei mér leitt fyrir þessa bæjarfulltrúa sjálfstæðis- manna að þetta snjallræði skyldi ekki finnast fyr, svo þeir hefðu getað orðið þeirrar ánægju aðnjót- andi að framkvæma snjallræðið. Eða skyldi skýringin vera sú, að „bjargráðið“ sé ekki það snjallt, að þeir treystust til að framkvæma það ? Kannske vildu þeir lofa borg- arstjóranum í Reykjavík að nota „patentið“ og létta þannig nokkr- um miljónum af skattborgurum höfuðstaðarins ? 750 þúsund krónur. Hvemig er þessi 750 þús. kr. upphæð tilkomin? Um síðustu ára- mót vom óinnheimt gjöld um 1270 þúsund krónur. Þessir liðir voru lang stærstir: Óinnheimt gjöld frá fyrri ámm (1950 og eldra) kr. 455 þús. og óinnheimt útsvör 1951 kr. 812 þúsund. Sú hefir verið venja undanfarin ár að færa til tekna í bæjarreikn- ingi viðkomandi árs öll gjöld með þeirri upphæð, sem þau hafa verið álögð, en það sem óinnheimt hefir verið í lok reikningsársins, hefir verið fært sem útistandandi skuld- ir. Með öðmm orðum, að af óinn- heimtum gjöldum í árslok 1951 er búið að færa kr. 455 þús. bæj- arsjóði til tekna á undanförnum árum (1950 og fyr), og það m.a. skapað þá „eignaaukningu" og „hreinu tekjur“ er Vesturland gumar mikið af. Um þau rúml. 800 þús. kr. sem þá er eftir af ó- innheimtum gjöldum skal aðeins þetta sagt: Upphæð þessi er það sem erfiðast hefir reynst að inn- heimta og ótryggast er af útsvör- um ársins 1951, ársins, þegar fjár- hagsáætlun bæjarsjóðs Isafjarðar var í fyrsta sinn afgreidd með tekjuhalla, og nam sá halli um 450 þús. kr. Ætti því að vera auð- skilið að margt sé enn eftir að greiða af þeim gjöldum, sem fjárhagsáætlun þess árs gerir ráð fyrir að greiða þurfi. Á árunum 1950 og 1951 reynd- ist svo erfitt að jafna niður út- svörum, að engu var hægt að bæta við fyrir vanhöldum á þessum tekj- um. Og verður því að gera ráð fyr- ir að allmikið þurfi að afskrifa af þeim útsvörum er ennþá eru óinnheimt. Það var viðurkennt í umræðum af bæjarfulltrúum sjálf- stæðismanna, að ekki væri hægt að gera ráð fyrir að öll útistand- andi gjöld innheimtust, og talaði Ásberg Sigurðsson um, að gera mætti ráð fyrir 450 þús. kr. af- föllum, og Matthías talaði um hálfrar miljón króna „rabbat“. Þó að þessum upphæðum yrði skipt hlutfallslega á það sem útistand- andi er af gjöldum, er strax aug- ljóst að 750 þús. kr. upphæðin er hrein fjarstæða þótt engar gjalda- kvaðir hvíldu á útsvarseftirstöðv- unum. Hér skal ekki frekar um það rætt, hvað því muni valda að sjálfstæðismenn vilja nú taka ó- innheimt útsvör fyrri ára tekna- megin á fjárhagsáætlun bæjar- sjóðs, en áætla að engu þau gjöld, sem greiða verður með þeim út- svörum. Athyglisverð staðreynd er þó það, að þetta nýja „bjarg- ráð“ er þá fyrst framsett, er þeir hafa á ný komist í minnihluta í bæjarstjórn Isafjarðar. Og svo hneykslaðir eru sjálfstæðismenn á skilningsleysi meirihluta bæjar- stjórnar á ágæti þessa „bjargráðs" þeirra, að þeir hafa boðað að það verði kært til félagsmálaráðu- neytisins. Jöfnunarverð. 1 frumvarpi að fjárhagsáætlun bæjarsjóðs 1952 var greiðsla úr jöfnunarsjóði áætluð kr. 10.000,00 eins og gert hafði verið árin 1950 og 1951. Tekjur þessar er mjög erfitt að áætla fyrir fram, en þær hafa orðið þannig undanfarin ár: 1948 kr. 50.824.00 1949 kr. 19.238,00 1950 kr. 0,00 1951 kr. 112.000,00 Fé því er jöfnunarsjóður hefir til ráðstöfunar er skipt milli sveit- ar- og bæjarfélaga eftir allflókn- um reglum. Rétt þótti þó að á- ætla upphæð þessa í nokkru sam- ræmi við meðaltal síðustu ára, og lögðu því fulltrúar meirihluta- flokkanna til að tekjuliður þessi yrði áætlaður kr. 60.000,00 í stað 10.000,00. Sjálfstæðismenn höfðu hinsvegar lagt til, að liður þessi yrði hækkaður í kr. 25.000,00. Bæjarráð varð sammála um að að leggja til hækkun eins og meiri- hlutinn hafði lagt til. Sú venja hefir gilt í bæjarstjórn fjölda ára, að ekki hafa verið gerðar breyt- ingartillögur við fjárhagsáætlun bæjarins aðrar en þær, er áður hafa verið lagðar fyrir bæjarráð af flokkunum. Er á bæjarstjómar- fundinn kom, bar þó það óvenju- lega við, að einn bæjarfulltrúi, Ás- berg Sigurðsson, flutti nýja til- lögu um hækkun á þessum tekju- lið og yrði hann áætlaður krónur 100.000,00. Áður en atkvæða- greiðsla fór fram um þennan lið, gat forseti þess að með tillögu Ásbergs væri brotin sú venja, er gilt hefði um flutning breytingar- tillagna við fjárhagsáætlunina, en hinsvegar væru engin ákvæði fundarskapa er bönnuðu þessa málsmeðferð. Tillagan var síðan borin undir atkvæði og felld með 5:4 atkvæðum. Framlag til sjúkrahússins. Önnur megin breytingartillaga sjálfstæðismanna var um að lækka framlag bæjarsjóðs til sjúkrahúss- ins úr kr. 200 þúsund í kr. 100 þúsund. í fjárhagsáætlun sjúkra- húss ísafjarðar er afgreidd var á þessum sama fundi, var áætlaður halli á rekstri sjúkrahússins árið 1952 kr. 288 þús. Var það því gert af illri nauðsyn að áætla framlag bæjarins kr. 200 þús., þó í þeirri von að nokkur styrkur fengist frá ríkissjóði eða hækk- anir fengjust á daggjöldum sjúk- linga. Meirihluti bæjarstjórnar taldi það hinsvegar sjálfsblekk- ingu að áætla mikið lægri upp- hæð til sjúkrahússins en allar líkur bentu til að greiða þyrfti. Hinsvegar var bæjarstjórn sam- mála um að reksturshalli sjúkra- hússins væri það þungur baggi á bænum að leita yrði allra hugsan- legra ráða til að lækka hann, og haldið skyldi enn fram þeirri sjálf- sögðu kröfu að greiða yrði dag- gjöld með sjúklingum í samræmi við óhjákvæmilegan reksturs- kostnað. Úttsvörin enn ekki ákveðin. Þegar að því kom á síðastliðnu vori að jafna skyldi niður þeim útsvörum, er gert var ráð fyrir að þyrfti til að standa undir rekstri bæjarins árið 1951, kom það í ljós, að ekki reyndist unnt að jafna niður allri þeirri upphæð, og var fjárhagsáætlun þess árs því afgreidd með tekjuhalla. Á bæjarstjórnarfundi 4. þessa mán. er afgreidd var fjárhagsá- ætlun þessa árs kom það greini- lega fram í umræðum að ekki var talið að unnt yrði að jafna niður útsvörum á bæjarbúa fyrir nærri allri þeirri upphæð er næmi mis- mun gjalda og tekna í fjárhags- áætlun bæjarsjóðs. Þessi skoðun kemur líka greinilega fram í fjár- hagsáætluninni sjálfri. Tekjuliður sá er undanfarið hefir heitið út- svör, hefir nú hlotið mikið lengra nafn og ber nú heitið: Útsvör, væntanlegir nýir tekjustofnar eða annarskonar aðstoð 3.271.350,00 krónur. í sambandi við afgreiðslu þessa liðar var samþykkt eftirfarandi tillaga frá meirihluta bæjarstjórn- ar: „Bæjarstjórn ályktar að eins og atvinnulífi í bænum og afkomu- möguleikum bæjarbúa er nú hátt- að, sé ekki unnt að ákveða heildar- upphæð útsvara, fyrr en gögn liggja fyrir um tekjur gjaldenda 1951 og niðurjöfnunarnefnd getur tekið til starfa. Af þeim sökum frestar bæjarstjóm að ákveða út-

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.