Skutull

Árgangur

Skutull - 22.02.1952, Blaðsíða 1

Skutull - 22.02.1952, Blaðsíða 1
Skutull er málgagn alþýðunnar á Vestfjörðum. XXX. árgangur. Isafjörður, 22. febrúar 1952. 4. tölublað. „Að komið skuli áfram í veg fyrir atvinnuleysi“. Að undanförnu hefur Alþýðuflokkurinn barizt ötullega á alþingi og á opinberum umræðufundum og í samanlögð- um blaðakosti sínum, gegn afskiptaleysi ríkistjórnarinnar af atvinnuleysismálum. Ástandið í þessum málum mun vart hafa verið alvarlegra en ein- mitt nú. Víst er að 2000 launþeg- ar ganga atvinnulausir í Reykja- vík. Og ekki er ástandið björgu- legra í öðrum bæjum og kauptún- um landsins. Stjórnarblöðin skella skolleyrunum við þessum stað- reyndum og segja, að hér sé engu öðru um að kenna en aflaleysi og óblíðri veðráttu. Eins og að líkum lætur þá mun stjórnarliðið finna lítið skjól fyrir réttlátum ásökun- um almennings í slíkum röksemd- um sem þessum. Með herkju brögðum og aðeins fyrir harðskeytta baráttu Alþýðu- flokksins fengust stjórnarflokk- arnir á alþingi til þess í þinglokin, að heimila ríkisstjórn sinni að verja 4 milljónum króna úr ríkis- sjóði til atvinnuaukningar, aðal- lega til nýrra hraðfrystihúsa á ísafirði og Siglufirði. Þetta var líka allt og sumt. Á sama tíma sem stjórnarliðið stendur máttvana gagnvart dýrtíð og almennu atvinnuleysi um land allt, er heilli stétt í sjálfs vald sett að raka saman tugmilljóna gróða, — já, á meðan þúsundir alþýðu- heimila eiga við algjöran skort að búa. Flestir, ef ekki allir launþegar í þessu landi, munu nú þegar hafa gert sér það ljóst, að stjórnarvöld- in verða að teljast ábyrg fyrir því neyðarástandi sem nú ríkir í þess- um málum. Kaup launafólks er að verulegu leyti bundið með rang- látum grundvelli vísitöluútreikn- ings. Alþýðusamtökin hafa kraf- ist þess af stjórnarvöldunum, að þau beittu sér fyrir lækkuðu vöru- verði nauðsynjavarnings, þannig að vísitalan lækkaði til móts við kröfur verkalýðssamtakanna. Rík- isvaldið svaraði með því að leyfa síaukið okur á öllum nauðsynja- vörum. Eitt gleggsta dæmið hér upp á er eftirfarandi: Innkaupsverð innfluttra báta- gjaldeyrisvara og vefnaðarvara á frílista nam á s.l. ári um 107 millj. króna. Hækkun álagningarinnar á þessa vöru nam 31 millj. króna eða rúmlega einum þriðja af innkaups- verðinu. Þetta er aðeins hækkun álagningarinnar frá því, sem hún áður var. Vissulega má gera ráð fyrir, að álagningin hefði þurft að hækka eitthvað vegna breitts kaupgjalds og annarra útgjalda. Og mun sanni næst að áætla eðli- lega hækkun um einn fjórða af 31 milljón og eru þá eftir um 24 millj. króna. Það er hin óeðlilega hækk- un. Já, þetta er hin óeðlilega hækk- un. Og hvert fer þessi skyldingur? í milliliðina, að langmestu leyti beint í vasa heildsalanna. Þessir menn eiga ekki að hrökkva upp af sökum fjárskorts, svo mikið er víst. Svona er stjórnað á íslandi í dag. Og það er einmitt fyrst og fremst vegna þessa brjálaða stjórn- arfars sem þúsundir verkamanna ganga atvinnulausir. En þetta heitir á máli ríkisstjórnarinnar „að komið skuli áfram í veg fyrir at- vinnuleysi", eins og hún lofaði svo fagurlega þá er hún tók við völd- um. Fyrir þessar 24 milljónir, sem íslenzkir heildsalar hafa sporð- rennt þegjandi og hljóðalaust, hefði verið hægt að láta 1500 verkamönnum með átta stunda vinnudag kaup í té í sex mánuði. Nei, takk. Þessar milljónir eru heildsalanna en ekki verkamanna og sjómanna. Þannig skal það vera. Þannig er þessari fjárupp- hæð bezt varið að áliti stjórnar- valdanna. Vandfundin mun sú ríkisstjórn sem leyfir sér annað eins ábyrgð- arleysi. Eftir öllum sólarmerkjum að dæma þá er kjörorð afturhalds- stjórnarinnar þetta: Það á að tryggja hinum fáu ríku sem mestan gróða á kostnað hinna mörgu efnalausu! Þeim launþegum mun nú fara ört fjölgandi sem sjá það og viður- Hann andaðist í svefni 6. þ.m. að Sandringhamhöll, Kvöldið áður hafði hann ekki kennt sér neins meins. — Hann var aðeins 56 ára að aldri. Georg Bretakonungur sjötti var annar elzti sonur Georgs, síðar konungs, fimmta, sem dó árið 1936, og Mary ekkjudrottningar, sem lifir enn í hárri elli. Hann var fæddur að Sandringhamhöll 14. desember 1895 og fékk í uppvexti sjóliðsforingjamenntun. Sem ung- ur maður, rúmlega tvítugur, tók hann þátt í hinni frægu sjóorustu Breta og Þjóðverja við Jótlands- síðu 1916, í fyrri heimsstyrjöld- inni, og gat sér góðan orðstír. Eft- ir þá styrjöld var hann gerður að hertoga af York, og 1923 gekk hann að eiga Elísabet, dóttur jarls- ins af Strathemor, sem nú lifir mann sinn. Eignuðust þau tvær dætur, Elísabet, sem nú tekur við konungstign á Bretlandi og er tæpra 26 ára að aldri, og Margaret Rose, 21 árs. Hinn látni konungur var sem annar elzti sonur Georgs fimmta Bretakonungs ekki borinn til rík- iserfða næstur á eftir honum. Rík- isarfinn var Játvarður, eldri bróð- ir hans, enda tók hann við kon- ungsdómi, er Georg fimmti andað- ist 1936. En er Játvarður, hinn áttundi með því nafni, lagði niður konungsdóm, eftir aðeins níu mán- uði, stóð Georg bróðir hans næst- ur til ríkiserfða, og var hann krýndur 12. maí 1937, og jafn- framt varð Elísabet, eldri dóttir hans, ríkisarfi. Rúmum tveim árum eftir að Georg sjötti tók við konungstign á Bretlandi skall heimstyrjöldin kenna, að hjá Alþýðuflokknum sé aðeins skjóls að vænta og forustu fyrir málefnum alþýðunnar. Al- þýðuflokkurinn hefur á hverjum tíma haft á oddinum þau málefni sem þyngst hafa reynst á meta- skálunum alþýðunni til hagsældar. Og svo mun enn. Launþegar um land allt munu því fylkja sér undir merki Alþýðu- flokksins í baráttunni gegn at- vinnuleysinu. síðari á. En á stríðsárunum unnu konungshjónin sér hylli Lundúna- búa og brezku þjóðarinnar yfir- leitt. Því var viðbrugðið með hví- líkri hugprýði konungshjónin tóku öllum þeim margvíslegu hættum er af styrjöldinni leiddi. Níu sinn- um var gerð loftárás á konungs- höllina, Buchingham Palace, en konungshjónin neituðu að hverfa þaðan, hvað sem á gekk. Opinberlega kom Georg konung- ur fram í síðasta sinn viku fyrir andlát sitt, er hann fylgdi Elísa- bet dóttur sinni á flugvöll við London; en hún var þá að leggja upp í ferðalag til Austur- Afríku, Ceylon og Ástralíu, sem hún svo hætti við á miðri leið vegna and- láts föður síns. ELÍSABET ÖNNUR. Konungserfðaráðið á Bretlandi kom saman í St. Jameshöll í Lond- on 6. þ.m. og lýsti yfir því, að Elísabet ríkisarfi hefði tekið við völdum eftir föður hennar, Georg konung, látinn. Elísabet, hin unga drottning, er fædd 21. apríl 1926. Hún hefur frá því að faðir hennar tók við kon- ungstign 1937 verið alin upp sem ríkisarfi, en konur hafa sem kunn- ugt er öldum saman haft konungs- erfðarétt á Bretlandi; enda sumar þeirra verið í röð mikilhæfustu konunga Breta, svo sem hin fræga Elísabet drottning á 16. öld og Viktoría drottning á 19. öld. Elísabet er kvænt Philip hertoga af Edinborg, sem var fæddur prins af Grikklandi, og eiga þau tvö börn, Charles, fjögurra ára, sem nú verður ríkisarfi og meybarn, eins árs gamalt. Framhald á 3. síðu. Georg Bretakonungur, látinn.

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.