Skutull

Årgang

Skutull - 22.02.1952, Side 2

Skutull - 22.02.1952, Side 2
2 S K U T U L L Opið bréf til stjórnar H.f. Djúpbáturinn. Heiðraða Djúpbátsstjórn! Það sló óhug á fólk hér í Djúp- inu er það kvisaðist að Djúpbáts- stjómin hefði tekið þá ákvörðun að skipta um Djúpbát, leggja Fagranesinu, en taka m.b. Ver til ferðanna. Er Fagranesið var keypt lögðu bændur við Djúp hart að sér með hlutafjárframlög í þeirri von að eignast góðan og öruggan far- kost og að þeir fengju að njóta hans. Misbrestur er nú að verða á því. Þetta hefur í för með sér margskonar óþægindi og jafnvel tjón. Hún er talsverð mjólkurfram- leiðslan hér í Djúpinu og einnig í vestursýslunni. Það skiptir því miklu' máli að samgöngur séu ör- uggar, og þeirri viðkvæmu vöru, mjólkinni, sé eftir því sem tök eru á varin fyrir ofkælingu (frostum ). Komi hún gaddfrosin á sölustað er hún ekki I. flokks vara, heldur í II. flokki og jafnvel III. flokki. Verðið sem bændur fá fer svo eftir því í hvaða flokk mjólkin fer. Getur þar munað á verðflokkum 0,20 aur. pr. líter, og færi hún í minnsta verðflokk tapast einnig niðurgreiðsla, sem nemur 0,42 aur. pr. líter. Það er því augljóst, að séu mikil brögð að því að mjólkin frjósi á leiðinni, veldur það bænd- um stórtjóni. Við öðru er ekki að búast sé farkosturinn svo lítill að mjólkin sé ávalt dekklest. Auk þess sem mikil hætta er á, sé vont í sjóinn, að brúsana taki út. Ligg- ur mikið verðmæti í þeim, ekki sízt séu þeir fullir af mjólk. Það hefur líka verið bændum á- hyggjuefni hvernig fer um mjólk- ina sumarmánuðina eftir að rútan hefur göngu sína. Á föstudögum bíður Djúpbáturinn oft lengri tíma á Arngerðareyri og mjólkin sól- bakast þar 4—5 klst. og er þá mest öll III. og IV. flokks vara er hún kemur á sölustað. Og eftir því sem nú horfir er mjólkin undir stórskemmdum ca. 6 mán. ársins, vænti ég því að Djúpbátsstjórnin sjái í hvern voða er stemt með framleiðslu bændana og einnig notagildi neitenda á þessari lífs- nauðsynlegu vöru. Verði ekki betur hlynnt að með- ferð mjólkurinnar með Djúpbátn- um, dregur að því að bændur neyð- ast til að hverfa frá þeirri frem- leiðslu. Mér er sagt að þessi ákvörðun Djúpbátsstjórnar sé gerð í sparn- aðarskyni. Ég tel það vafasaman sparnað. Á þessum litla báti eru 4 menn, auk þess leiga, máske við- hald m.m. Rétti þessi mismunur á úthaldi þessara skipa hallann, ,þá er hann ekki stórvægilegur. Nú hefur alþingi hækkað styrk- inn til Djúpbátsins (Fagranes) í 340 þús. kr. Mér finnst það stork- un, að á sama tíma er Fagranes bundið í höfn, en í þess stað tek- inn lítill bátur, og það um hávetur í rysjutíð. Fyrir hönd okkar bænda og sveitafólksins í Djúpinu bið ég Djúpbátsstjórnina endurskoða þessa ákvörðun sína og setja Fagranesið í ferðimar sem fyrst aftur, með sínu ágætu skipshöfn. Væri ekki hægt að fækka manna- haldi í landi ? Séu 3 menn að mestu á föstum launum, og skrifstofan með 50—60 þúsund þá virðist mér að þar mætti spara sem svaraði mismuninum á rekstrarkostnaði m.b. Vers og Fagraness. Þetta vænti ég að stjórnin at- hugi vel. Verði þrátt fyrir það ekki hægt að reka Fagranesið þá mætti hugsa sér að bjóða það út til leigu til ferðanna með fullum ríkisstyrk. Heldur væri það engin goðgá að leita tiP sýslufélaganna og ísa- fjarðarbæjar með nokkurn rekst- ursstyrk. — Síðast af öllu stöðvun Fagraness. Melgraseyri, 23/1 1952. Vinsamlegast, Jón H. Fjalldal. <► Á fundi sem haldinn var í Verka- lýðsfélaginu Baldri þann 4. þ.m. voru þessar samþykktir m.a. gerð- ar: Um leið og fundur í V.l.f. Baldri á ísafirði, haldinn 4. febr. 1952 þakkar ríkisstjórn Islands fyrir þann fjárhagsstuðning, sem hún hefir lagt fram til eflingar at- vinnulífsins á Isafirði og sem ein- göngu varð að nota til styrktar hinum aðþrengda vélbátaútvegi, og sem hvergi nærri nægði til að bæta úr því almenna atvinnuleysi og skorti, sem hér ríkir, leyfir fund- urinn sér að skora á háttvirta rík- isstjórn að hún beiti áhrifum sín- um til þess: 1. Að hin stórvirku atvinnutæki, sem hér eru fyrir hendi, togar- amir, verði starfræktir á þann hátt að almenningshagur verði sem bezt tryggður. Þ.e.a.s. afli þeirra verði lagður hér á land til vinnslu og verkunar. Leyfir fundurinn sér að vísa til fyrri samþykkta og áskor- ana ísfirzkra stéttarfélaga og bæjarstjórnar í máli þessu. 2. Að aðrir togarar verði fengnir til að leggja afla sinn hér á Brynjólfur Ö. Kolbeinsson MINNINGARORÐ. Þéss er vart að vænta um unga menn, svo unga, að varla verður um þá sagt, að þeir hafi til fulls slitið barnsskóm mannsæfinnar, og sem falla fyrir aldur fram, að um þá verði skrifað langt mál, enda ekki tilgangurinn með þess- um fáu fátæklegu línum um Brynjólf önfjörð Kolbeinsson sem fórst hinn 6. jan. s.l. ásamt fimm félögum sínum í fiskiróðri með vél- bátum Val frá Akranesi. Brynjólfur Ö. Kolbeinsson, eða Binni Kolbeins, eins og hann var kallaður í kunningjahóp, var son- ur hjónanna Sigríðar Erlendsdótt- ur og Kolbeins Brynjólfssonar, vél- stjóra og næst elztur þriggja syst- kina. Hann var fæddur 20. jan. 1929 og því aðeins tæpra 23 ára er hann lézt. Kvæntur var hann Ásu Hermannsdóttur, og áttu þau tvo drengi, Kolbein á fjórða ald- ursári og Reynir 4 mánaða. Ekki mun Binni hafa átt, frekar en svo mörg böm önnur frá alþýðuheim- ilum þessa bæjar, kost á annari land til vinnslu og þá sérstak- lega ef ísfirzku togararnir verði látnir fiska fyrir erlenda mark- aði. 3. Að verði ekki fljótlega ráðið fram úr hinum alvarlegu vanda- málum atvinnulífsins á ísafirði á framangreindan raunhæfan hátt, skorar fundurinn á ríkis- valdið að það leggi fram at- vinnubótafé að upphæð allt að 500.000,00 krónur, til þess að afstýra sívaxandi atvinnuleysi og hörmungum. „Fundurinn skorar á hafnar- nefnd og bæjarstjórn ísafjarðar að látin verði fara fram athugun á því hvort ekki sé unnt að ívilja þeim togurum í greiðslu hafnar- gjalda, sem leggja afla sinn hér á land til verkunnar og vinnslu, ef það mætti stuðla að því, að örfa togaraveiðar, til þess að láta skip sín leggja afla sinn hér á land“. Þann 12. þ.m. var einnig haldinn fundur í Verkalýðsfélaginu Bald- ur. Hannibal Valdimarsson, al- þingismaður, ræddi um umræður þær er háðar voru á síðasta al- þingi um atvinnumál. Næsta dagskráratriði fundarins var spurningar og svör um þing- mál, þar sem Hannibal Valdimars- son svaraði spurningum um ýmis þingmál. Togaraverkfallið. Samningar hafa ekki ennþá tek- ist í togaradeilunni, en verkfallið hófst frá og með 21. þ.m. Verk- fall þetta nær til allra togara nema Austf j arðatogaranna. menntun en þeirri sem venjuleg barnafræðsla veitir; byrjaði hann snemma að vinna fyrir sér og þá lengst af á sjónum. Kynni mín af Binna heitnum voru hvorki löng né margþætt. Ég kynntist honum í K.s.f. Herði, en þar kaus hann, um árabil að eyða tómstundum sínum við íþróttaiðk- anir og þá sérstaklega knattspyrn- una, og af þeim kynnum mínum við hann, varð hann mér hugstæð- ur og þá mest fyrir þá hógværð og prúðmennsku, hvort heldur var í leik eða starfi, sem mér fannst einkenna hann svo mjög, og svo mun fleirum hafa farið er nokkur kynni höfðu af honum. Þessvegna Binni, nú þegar þú ert allur, þá þakka ég þér það innlegg í sjóð minninganna, sem þú gafst mér, með kynnum mínum af þér, og sem Harðverji þakka ég þér starfið í félaginu okkar, og kveð þig kveðjunni hinztu, trúandi því, að hvar sem nafninu þínu kann að bregða fyrir á söguspjöld- um þeirra kynslóðar, sem þú til- heyrðir, að það fylgi því að þar hafi farið góður drengur. Ég sendi foreldrum hans, syst- kinum, konunni hans ungu, og litlu drengjunum tveim, sem óvita- aldur hlífir í bili við að skynja hvílíka feiknstafi meinleg örlög hafa markað í tilveru þeirra með hlutskipti föðurleysingjans, inni- legustu samúðarkveðju biðjandi þess, þann guð sem mér var kennt að trúa á, að hann veiti þeim styrk í þungri raun. Harðverji. -------o------- Svigkeppni, Þann 10. febr. s.l. fór fram sveitakeppni í svigi í Stórurð. Úrslit í eldri flokki urðu þessi: 1. Sveit Harðar 5:36,4 mín. 2. Sveit Þróttar 6:06,2 mín. 3. Sveit Skíðafél. 6:06,2 mín. 4. Sveit Ármanns 6:40,8 mín. Sveit Harðar skipuðu: Einar Val- ur Kristjánsson, Jóhann R. Símon- arson og Hallgrímur Njarðvík. Beztum tíma í brautinni náði Ein- ar Valur Kristjánsson 1:47,4 mín. Úrslit í yngri flokki: 1. A-Sveit Harðar 3:40,8 mín. 2. Sveit Þróttar 4:01,1 mín. 3. Sveit Ármanns 4:01,8 mín. A-Sveit Harðar skipuðu: Viðar Hjartarson, Halldór Guðbrandsson og Guðbjörn Ingason. Beztum tíma náði Njörður Njarðvík, Ármanni á 1:07,2 mín. Sunnudaginn 2. marz fer fram boðgöngukeppi í sömu flokkum.

x

Skutull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.