Skutull

Årgang

Skutull - 22.02.1952, Side 3

Skutull - 22.02.1952, Side 3
S K U T U L L 3 FÁTÆKRALÖGGJÖFIN og fram- kvæmd hennar var lengi vel einn svartasti bletturinn á íhaldinu í þessu landi. Það er ekki ýkja langt síðan að lagaheimild var fyrir því, að styrkur, þeginn vegna atvinnu- ieysis, skyldi valda réttindamissi. Þegar aðþrengdur húsfaðir kom til íhaldsfátækrafulltrúans og bað hann ásjár, þá sagði þessi herra sem svo: Vissulega ber sveitar- og bæjar- félögum skylda til að sjá öllum þurfandi farborða. En við hér er- um alls ekki einráðir hvernig far- ið er með mál ykkar. Ef þið, sem á opinberri hjálp þurfið að halda, hafið ekki inn unnið ykkur sveit hér, þá gerum við viðkomandi sveitafélagi tafarlaust aðvart, því samkvæmt lögum ber því að ann- ast framfæri ykkar. Sveitaflutn- ingur getur því að sjálfsögðu kom- ið til greina. Og eitt enn, og það er vissulega ekki lítið atriði: þeg- » _ inn sveitastyrkur kostar viðkom- andi mann atkvæðisréttinn. Hann er upp á aðra kominn, er því ekki fullráða, þar af leiðandi þessi mannréttindamissi. .. Þá er hér bréf sem íhaldið sendi á sínum tíma einum styrkþega sinna. En þessi maður var búinn að vera veikur í um átta mánuði, lá á sjúkrahúsi í níu vikur; að læknisdómi óvinnufær allan tím- ann: „Eins og yður er að sjálfsögðu kunnugt, þá hefur bæjarfélagið ekki nægilegt f jármagn til þess að standa straum af framfæri þurfa- linga sinna. Því höfum við tekið upp þá sjálfsögðu stefnu, að nota oss vald það er lög heimila, til þess að ráðstafa þurfalingum, svo sem bezt hentar, til þess að fram- færsla á heimili yðar gæti orðið bænum kostnaðarlaus, ef þar að lútandi löglegar ráðstafanir væru gerðar. Vér höfum því gert þá Áttræðisafmæli. Rósa Jóhannesdóttir, Dagheim- ilinu, ísafirði, átti áttræðisafmæli 18. þ.m. Hún er fædd að Geita- skarði í Kirkjuhvammshreppi í Húnavatnssýslu. Rósa ber aldurinn vel. Henni fellur sjaldan verk úr hendi, og hún er hressileg í viðmóti og lífsglöð svo sem ung væri. Andlát. Halldóra ólafsdóttir, verkakona, Hlíðarhúsum, Isafirði, andaðist í Sjúkrahúsi ísafjarðar 9. þ.m. Hún var fædd í Hattardal í Súðavíkur- hreppi 19. okt. 1886, dóttir Ólafs Jenssonar hreppstjóra þar. samþykkt, að bömum yðar verði komið fyrir á góðu heimili og yð- ur hjónum í vist. Samkvæmt ofanskráðu ber yður að koma til viðtals við undirritað- an, eigi síðar en þrem dögum eftir dagsetningu þessa bréfs, og skuluð þér þá staðfesta hvort þér hafið vísa vinnu fyrir yður og börn yðar. Ef svo er ekki munum vér tafar- laust gera ráðstafanir til fram- kvæmda á ofanskráðri samþykkt". Það vantar ekki rembinginn — þarna. En svona bréf hefur íhaldið gaman af að skrifa. Þegar Alþýðuflokkurinn tók upp baráttu fyrir réttlátri fátækra löggjöf á alþingi, þá þóttist allur þingheimur hafa andstyggð á þessari þrælalöggjöf. En þegar til alvörunnar kom var íhaldið lengi vel ófáanlegt til þess að breyta lagabókstafnum, nema hvað það féllst á að banna flutning á hálf- sjötuguin skörum! Ber þetta ekki ljósan vott um höfðingslund og mannkærleika æðstu presta aftur- haldsins — íslenzkra sjálfstæðis- manna! VERKAMAÐUR SKRIFAR: Ihald ið á ísafirði skreytir sig með fölskum fjöðrum þar sem eru tog- ararnir Isborg og Sólborg. Ihaldið sver og sárt við leggur að það eigi þessa togara, hafi aflað þeirra af eigin rammleik, og því beri bæjar- búum eingöngu að þakka „sjálf- stæðismönnum“ að þessi stórvirku atvinnutæki hafi fengist til bæjar- ins. Þetta, að við eigum íhaldinu togarana að þakka, er svo marg- þvæld lygi að hún er fyrir löngu orðin „sjálfstæðismönnum" til skammar, enda hefur hér í blaðinu verið flett svo rækilega ofan af þeim í þessu máli, að betur verður ekki á kosið. Hef ég þar engu við að bæta. Allir, sem fylgst hafa með þessum málum, vita, að það er fyrst og fremst fyrir atbeina alþýðuflokksmanna í bæjarstjórn, að togararnir eru hingað komnir, þótt íhaldsbroddunum hafi með blekkingum, moldvörpustarfsemí og svikum tekist að gerast einráðir í togaraútgerðinni. Og allt er það eins hjá íhaldinu; það er beinlínis viðburður ef tog- ararnir leggja afla sinn hér á land, þó heldur hafi úr ræst nú upp á síðkastið. En allir vita hvemig á því stendur. Slíkt mun ekki slá ryki í augu okkar verkamanna. Ég skrifa þessar línur fyrst og fremst til þess að benda á þá ó- hrekjanlegu staðreynd, að þeir tveir yfirmenn (ekki nægir minna) sem hafa hér yfirumsjón með löndun afla togaranna, láta sig hafa það „að vinza úr hópi okkar verkamanna“ eftir pólitískum skoðunum. Þeir, sem ekki hafa sömu pólitískar skoðanir og „yfir- menn íhaldsins“ mega fara heim, nema þá sjaldan að framboð á vinnuafli er eitthvað minna en venjulega. Þetta er þá þegar allt kemur til alls „lýðræðið", sem sjálfstæðismenn — afturhalds- menn á ísafirði hlúa hvað mest að í framkvæmd, þótt þeir tali og riti á annan veg. Já, megum við verkamenn ekki vera þakklátir íhaldinu fyrir af- skipti þess af atvinnumálum kaup- staðarins! Verkamaður. BRETAKONUNGUR LÁTINN. Framhald af 1. síðu. Valdataka Elísabetar drottning- ar var formlega tilkynnt þann 8. þ.m. með hátíðlegri athöfn í St. Jameshöllinni í London að við- kallari fram á svalir hallarinnar og las yfirlýsingu um valdatökuna að fornri venju, og var yfirlýsingin stöddum miklum mannf jölda. Gekk síðar lesin upp á sex öðrum stöð- um í London og í flestum stór- borgum Bretlands. Skömmu síðar flutti Elísabet ávarp til þjóðarinn- ar og lýsti yfir því, að hún mundi kappkosta að feta í fótspor hins látna föður síns, sem hefði helgað líf sitt og starf brezku þjóðinni og brezka samveldinu. HÚSEIGN TIL SÖLU! Húseign mín, Stekkjargata 3 í Hnífsdal, er til sölu, (3 herbergi og eldhús ásamt kjallara). Ennfrem- ur hjallur og geymsluskúr. Sigurður Halldórsson. TILKYNNING Að gefnu tilefni vill stjórn V.l.f. Baldurs benda ísfirzkum atvinnu- rekendum á, að samkvæmt samningum félagsins frá 18. júní 1949 skulu félagsmenn í viðkomandi stéttarfélagi ganga fyrir allri vinnu. Aðeins fullgildir meðlimir stéttarfélaganna hafa vinnuréttindi á fé- lagssvæði Verkalýðsfélagsins Baldur. VERKAFÓLK! Hafið félagsskírteini ykkar ávallt með ykkur svo að þið getið sannað félagsréttindi ykkar ef krafizt verður. STJÓRN V.l.f. BALDUR. AÐVÖRUN Athygli verkafólks skal vakin á því, að samkvæmt orlofslögunum er atvinnurekendum óheimilt að greiða orlofsfé í péningum; það skai greitt í orlofsmerkjum um leið og greiðsla vinnulauna fer fram. VERKAFÓLK! Framvísið orlofsbókunum við greiðslu vinnulauna. STJÓRN V.l.f. BALDUR. SKUTULL Ctgefandi: Alþýðuflokkurinn á Isafirði Ábyrgðarmaður: Birgir Finnsson Neðstakaupstað, lsaf. — Sími 13 Afgreiðslumaður: Gufimundur Bjarnason Alþýðuhúsinu, fsaf. — Sími 202 ! Innheimtumaður: Haraldur Jónsson Þvergötu 3. lsafiröi Föstudag og síðasta sinn Laugardag kl. 9 SKÍJADÍSIN Mjög skemmtileg músik- söngva- og dansmynd í eðlilegum litum. Aðalhlutverk: Rita Hayworth Larry Parks Þriðjudag og Miðvikudag kl. 9 SCOTT suðurskautsfari Stórfengleg og áhrifarík mynd um hinn örlagaríka Suðurpóls- leiðangur, sem farinn var 1909 undir stjóm Roberts Scotts. Engar sýningar sunnudag og mánudag.

x

Skutull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.