Skutull

Volume

Skutull - 19.03.1952, Page 1

Skutull - 19.03.1952, Page 1
Ríkisstjórnin og landhelgis málið. Tíminn líður óðfluga, síðan al- þjóðadómstóllinn í Haag kvað upp dóm sinn í landhelgisdeilu Norð- manna og Breta, en ekkert heyr- ist þó enn þá frá íslenzkum stjórn- arvöldum, um fyrirætlanir þeirra í landhelgismálum okkar. Þykir mörgum þessi dráttur vera grun- samlegur, og er ekki laust við, að menn séu farnir að halda, að þetta mál verði gert að einhverskonar verzlunarvöru í samningum við Breta. Ekki skal því þó trúað að óreyndu, heldur verður að vænta þess, ^ð á málinu verði þannig haldið, að til framtíðar heilla horfi fyrir landsbúa alla. Allt annað væru landráð. Það hefir talsvert skort á, að af íslendinga hálfu væri sett fram skýrt og skilmerkilega, hvað við viljum í landhelgismálinu, og eru það einkum stjórnarvöldin, sem hafa látið fátt frá sér fara um þetta atriði. Fleiri og fleiri, sem um málið rita, hallast hinsvegar að þeirri skoðun, að markmið okk- ar eigi að vera óskertur eignarétt- ur íslendinga yfir landgrunninu öllu og þessa skoðun verða stjórn- arvöld okkar að móta og setja fram, t.d. á vetvangi Sameinuðu þjóðanna. Dómurinn í Haag styður mjög þessa kröfu, þar sem hann byggist að verulegu leyti á þeirri forsendu, að landhelgi Norðmanna sé þeim lífsnauðsyn, til þess að í- búar strandarinnar geti framfleytt lífinu. Þessi rök gilda í enn ríkari mæli, hvað Islendinga snertir, allt í kringum landið. Einnig styður það þessa kröfu, að ýmsar stór- þjóðir, svo sem Bandaríkin og Sovétþjóðirnar, hafa kastað eign sinni á landgrunnin hjá sér. Innan Sameinuðu þjóðanna eru ríki, sem hafa svipaðra hagsmuna að gæta og við, t.d. ýms Suður-Ameríku ríkin, og því ekki hafa samtök við þau um málið? Það er stöðugt að koma skýrar í ljós, hvert stefnir með fiskveiðar okkar, ef veiði útlendinga við land- ið verður ekki takmörkuð eða bönnuð. Hér Vestanlands hefir verið ördeyða síðan 1947, en á stríðsárunum var yfirleitt góður afli, meðan Islendingar voru ó- áreittir við veiðarnar. Meðalafli á bátum yfir 30 tonn hefir minnkað, sem hér segir: 1947 var hann 377 tonn 1948 var hann 269 tonn 1949 var hann 261 tonn 1950 var hann 199 tonn Sömu sögu er að segja af Suð- urlandi, þó ekki sé jafnilla komið þar ennþá. — Aflinn fer stöðugt minnkandi, og á vetrarvertíðinni í vetur hefir, eftir öllum fregnum að dæma verið ördeyða á venju- legum fiskimiðum, og þurft að sækja út á regindýpi til þess að fá afla. Þannig eru öll rök þessa máls orðin svo augljós, að ekki ætti lengur að vera mikill vandi fyrir landsstjórn okkar, að flytja málið á alþjóðavetvangi, á þann veg, að öll þjóðin geti staðið að baki stjórnvaldanna. Eftir er aðeins að forma þær kröfur, sem endanlega verði staðið á, og alltaf stefnt að, þótt þær ekki nái strax fram að ganga að öllu leyti. í Tímanum birtist nýlega ágæt grein um þetta efni eftir Gunnlaug Þórðarson, lögfræðing, og nefnist greinin: Landgrunnið og sextán sjómílna landhelgi, en það er sú krafa, sem greinarhöfundur vill, að við gerum. Hér skulu að lokum tilfærð nokkur orð úr umræddri grein: „Með landhelgislínu er sett tak- mörk um yfirráðasvæði hlutaðeig- andi ríkis í samræmi við þann rétt, sem það ríki telur sig eiga. Það er löggjafarsamkoma þjóðarinnar, sem setur lög um landhelgislínuna og hefir í því sambandi verulegan einhliða rétt. Friðunarlínan verður Á varla sett með einhliða ákvörðun, nema hún sé innan landhelgislín- unnar. Um friðunarlínu utan land- helgi þarf samkomulag við önnur ríki. öllum er t.d. í fersku minni, þegar ríkisstjórn íslands fyrir þremur árum hafði boðað til fund- ar til að ganga frá friðun Faxa- flóa, en taldi ekki rétt að halda málinu til streytu, af því að Bret- ar, sem voru því andvígir, voru með undanbrögð, og það jafnvel þótt alþjóðaha'frannsóknarráðið hefði mælt með friðuninni. Það, að aðrar þjóðir en Bretar virtu friðarlínuna fyrir Norðurlandi frá 1950, stafar sennilega fyrst og fremst af því, að þær hafa haldið, að það væri ný landhelgislína, en ekki friðunarlína í orðsins fyllstu merkingu, en um það skal þó ekk- ert fullyrt. Nauðsyn rúmrar Iandhelgi má rökstyðja með siðferðislegum, sögulegum, efnahagslegum og fiskifræðilegum rökum. Hinsvegar verður friðunarlínan aðallega rök- studd með því, að fiskistofninum sé hætta búin. Það skal látið ó- sagt, hversu mikilvæg rök við höf- um í því efni, en þó gæti svo farið, að alþjóðadómstóll ógilti slíka línu, af því okkur brysti vísindaleg rök. Þá yrðum við að sætta okkur við þriggja sjómílna landhelgi, ef Alþingi hefði ekki að gert. Enn Bærinn hefir fengið á hendina að gerast kaupandi að Ishúsfélagi Isfirðinga h.f. og miðast kaupverð eignanna við kr. 1.390.000,00 fyr- ir hlutabréfin, önnur en þau, sem félagið á sjálft, og talin eru með eignunum. Samning um þessi kaup gerðu þeir Jón Guðjónsson, bæjar- stjóri, og Hannibal Valdimarsson, alþingismaður, við núverandi eig- endur fyrirtækisins, og á fundi bæjarstjórnar 29. febrúar s.l. sam- þykkti meirihluti bæjarstjórnar samninginn, með þeim fyrirvör- um, sem fram koma í eftirfarandi ályktun: „Undirritaðir bæjarfulltrúar leggja til að bæjarstjórn ísaf jarðar samþykki kaupsamninginn, enda fáist nægilegt fé til þess að full- nægja honum, af fjárveitingum, sem ríkisstjórninni er heimilað að verja til þess að bæta úr atvinnu- örðugleikum í landinu, og ábyrgð- ir, skv. 22. gr. fjárlaga, sem ætl- aðar eru til hjálpar slíkum fyrir- tækjum. Bæjarstjórnin leggur þann skiln- ing í 2. lið samningsins, að seljend- ur greiði sjálfir óbókfærðar kröfur (miðað við framlagðan ársreikn- ing pr. 31. des. ’51), er fram kynnu að koma umfram kr. 50.000,00. Bæjarstjórnin ályktar að gefa heildarsamtökum vélbáta- og tog- araútgerðar í bænum kost á, eftir því sem um semst, að stjórna annar meginmunur á þessum tveim línum er sá, að innan landhelgis- línunnar er okkur frjálst að heim- ila togurum okkar veiðar, hins vegar síður innan friðarlínu. Einn- ig gæti verið, að erlend ríki virtu ekki friðunarlínu, nema hún taki einnig til tog- og dragnótabáta. Ég tel mjög varhugavert, að nýja línan verði svo sem friðunar- línan fyrir Norðurlandi. Nýja lín- an ætti að verða 16 sjómílna land- helgislína, firðir allir og flóar inn- an hennar“. Ennfremur leggur greinarhöf- undur til, að Alþingi verði kvatt saman til að setja ný lög um land- helgina, og lýsa yfir eignarétti okkar á landgrunninu. — Sú til- laga er studd. fyrirtækinu og starfrækja það, hvort sem það yrði gert af Fisk- iðjusamlagi útvegsmanna á fsa- firði, eða öðrum samtökum, er mynduð yrðu í þeim tilgangi. Jafnframt Ieggur bæjarstjórnin áherzlu á, að unnið verði áfram, af bæjarstjórninni og Fiskiðjusam- Iagi útvegsmanna, að því að koma upp fyrirhuguðu fiskiðjuveri á nýju hafnaruppfyllingunni, enda væri það beint áframhald af fyrri ráðstöfunum þessara aðila, til efl- ingar fiskiðnaði i bænum. ísafirði, 29. febrúar 1952. (Undirskriftir). Þegar þetta er ritað er ekki vit- að, hvort það fé fæst hjá ríkis- stjórninni, sem gert er ráð fyrir í fyrstu málsgr. ofannefndrar álykt- unar, og því ekki ennþá tryggt, að úr kaupunum verði. Þegar úr þessu fæst skorið á annan hvorn veginn, mun málið verða rætt nánar hér í blaðinu. Að þessu sinni skal að- eins fram tekið: Bærinn hefir ekki farið í neitt kapp við ísfirðing h.f. um þessi kaup, af þeirri einföldu ástæðu, að það félag hefir aldrei samþykkt að falast eftir um- ræddri eign, og málið aldrei verið rætt í étjórn þess. Einkabraskar- arnir Ásberg og Matthías hafa hinsvegar, með einhverri hjálp Björgvins Nýfundnalandsfara, ver- Framhald á 2. siðu. Samningaumleitanir um

x

Skutull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.